Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 50

Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 50
GÆÐALEIKARINN Alec Baldwin hefur verið mikið í sviðsljósinu í sum- ar. Er ein aðalröddin í Cats & Dogs, sem nýlega hóf göngu sína í bíóunum; einn fárra sem komast skammlaust frá Pearl Harbor, sem enn er verið að sýna frá því snemma í sumar, og þá fer hann með aðalhlutverkið í State and Maine, nýjustu mynd Davids Mamet, sem sýnd var fyrr í sumar og er nýkomin út á myndbandi. Næst fáum við aðeins að heyra í honum, í tölvuteiknimyndinni Final Fantasy, sem kemur í bíóin síðar á árinu. Baldwin er manna reffilegastur, enda valinn ein af kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnum samtímans í breska kvikmyndatímaritinu Empire á síðasta áratug. Sú guðsgjöf vinnur oftar en ekki á móti viðkomandi, a.m.k. afneita margir Baldwin sem gæðaleikara á þeim fölsku forsendum að hann sé aðeins enn einn sæta- brauðsdrengurinn. Þeim hinum sömu er einfaldlega bent á frammistöðu hans í Glengarry Glen Cross. Það ætti að nægja. Baldwin lætur jafnlétt að leika lítil og áríðandi skapgerðarhlutverk sem aðalhlutverk, og greinin (genre) skiptir litlu máli. Hann er jafnvel heima í spennumyndum sem dröm- um, gamanmyndum og hrollvekjum. Fæddur á Long Island 1958 og næst- elstur sex systkina (þrír bræður hans, William, Daniel og Stephen, hafa einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu en komast ekki með tærnar þar sem Alec hefur hælana). Baldwin útskrifaðist með próf í stjórnmálafræði frá George Wash- ington-háskóla áður en leikbakterían heltók hann og hann hóf nám í leiklist við New York-háskóla. Þaðan útskrif- aðist leikarinn með BA-próf árið 1983 og flutti sig um set og nam við Lee Strasberg-leiklistarskólann. Frá upp- hafi hefur hann verið afkastamikill og umsetinn, hóf leikferilinn í hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Doctors, sem hann vann við á daginn, en á kvöldin fór hann á sviðið í Shakespeare-verk- inu Draumur á Jónsmessunótt – A Midsummer Night’s Dream. Fáein- um árum eftir að hann kom fyrst fram á Broadway árið 1980 fluttist hann til Los Angeles og fékk í fyrstu hlutverk í sjónvarpsþáttunum Knott’s Land- ing. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í hinni fáséðu Forever Lulu (’86), sem leiddi þó til áframhaldandi vinnu í nokkrum stórmyndum. Á árunum 1988 –89 lék Baldwin í hvorki fleiri né færri en sjö myndum, þ. á m. Beetle- juice, Working Girl, Married to the Mob og Talk Radio. Árið 1988 var tímamótaár á ferli Baldwin. Þá fékk hann aðalhlutverk njósnarans Jack Ryan, hjá CIA, í kvikmyndagerð metsölubókarinnar The Hunt For Red October, e. Tom Clancy. Úr varð fokdýr stórmynd sem malaði gull um allar jarðir og hlaut óspart lof gagnrýnenda og var Baldwin ekki undanskilinn. Á þessum tíma blómstraði Baldwin í kvikmyndaborginni þar sem hann var kominn í hóp bestu og eftirsótt- ustu leikara af yngri kynslóðinni. En valt er veraldargengið. Það vakti mikla athygli er hann neitaði hlut- verkinu í framhaldsmyndinni, Patriot Games, kaus frekar metnaðarfullt hlutverk Stanleys Kowalski í nýrri Broadway-uppsetningu Sporvagns- ins Girndar, sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Baldwin var að vísu til- nefndur til Tony-verðlaunanna fyrir frammistöðuna en gengi hans féll á hvíta tjaldinu. Baldwin var að gera sín afdrifaríkustu mistök á ferlinum. Hlutverk Ryans skipti hinsvegar sköpum fyrir Harrison Ford, sem við því tók og treysti hann í sessi sem eina hæstlaunuðu ofurstjörnu kvik- myndanna, á meðan frægðarsól Baldwin lækkaði að sama skapi á stjörnuhimninum. Árið 1991 lék Baldwin í gaman- myndinni The Marrying Man, sem gerði fátt fyrir hann annað en að hann kynntist mótleikara sínum, Kim Bas- inger. Þau giftu sig skömmu síðar og eignuðust dótturina Ireland Eliesse, á þeim ágæta degi 23. október 1995. Þau hjónakornin hafa víst sótt um skilnað nú nýverið. Þannig ganga kaupin fyrir sig á Hollywood-eyrinni. Baldwin fékk mikið lof fyrir næstu myndir, A Prelude to a Kiss (’92) og Glengarry Glen Cross (’92), það féll engu síður í skuggann af röð mistaka á borð við Malice (’93), The Getaway (’94) og The Juror (’96). Leikarinn fékk uppreisn æru í hinni rómuðu heimildarmynd Als Pacino, Looking For Richard (’96), en brotlenti samstundis í spennumynd- inni Mercury Rising (’97), þar sem hann lék á móti Bruce Willis. Sama ár fór leikarinn með aðalhlutverkið á móti Sir Anthony Hopkins í öræfa- tryllinum The Edge, vanmetinni gæðamynd gerðri af Lee Tamahori (Once Were Warriors) eftir handriti Davids Mamet. Baldwin gerði síðan góðlátlegt grín að ímynd sinni í gam- anmynd Juliu Roberts, Notting Hill (’99). Baldwin og hið virta og vandfúsa leikritaskáld og leikstjóri David Mamet fengu ljómandi góða dóma fyrir State and Maine (’00). Þar fer Baldwin með hlutverk Hollywood- stjörnu sem er veik fyrir ungum stúlkum og gerir það vitaskuld vel. Um þessar mundir er leikarinn upp- tekinn við að leikstýra The Devil and Daniel Webster þar sem hann leikur Webster, útbrunnið leikritaskáld sem selur djöflinum sál sína fyrir fé og frama. Með hlutverk djöfsa fer eng- inn annar en Sir Anthony. ALEC BALDWIN Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson FÓLK Í FRÉTTUM 50 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GLENGARRY GLEN CROSS (1992)  ½ Leiðir Baldwin og Davids Mamet liggja oftlega saman, sem er ótvíræð við- urkenning á hæfileikum leik- arans því að leikritaskáldið og leikstjórinn er kröfuharður og velur aðeins bestu menn sér til fulltingis. Myndin er byggð á Tony-verðlaunuðu Broadway- verki hans en í kvikmynda- handritinu bætti Mamet við eitt hlutverkið með vin sinn í huga. Með þeim árangri að Baldwin, sem yfirmaður fasteignasöl- unnar sem verkið gerist á, skyggir á sína virtu meðleikara í stuttri en kynngimagnaðri inn- komu þar sem hann tekur blæk- urnar eftirminnilega á beinið. Atriðið er með þeim minnis- stæðari í áraraðir hvað leik snertir. Blækurnar eru ekki túlkaðar af neinum aukvisum; Al Pacino, Jack Lemmon, Ed Harr- is, Jonathan Pryce, Alan Arkin og Kevin Spacey. Grimm mynd um óvægið umhverfi sjúskaðrar fasteignasölu þar sem tauga- strekktir, kokhraustir sölumenn, lafhræddir við að fá pokann sinn hjá yfirmanninum (Baldwin), ramba á barmi taugaáfalls. THE HUNT FOR RED OCTOBER (1990) ½ Kafbátaforingi nr. 1. (Sean Connery) í Rauða hernum er að prófa helstu víg- vél flotans, kafbát búinn öllum hugsanlegum tækni- og dráps- útbúnaði. Meðal annars á ekki að vera hægt að finna hann. Notar tækifærið og hyggst brúka skipið sem reisupassa til Bandaríkjanna. Sovétmenn reyna allar kúnstir til að hafa uppá skipinu, telja jafnvel Kön- um trú um að kafteinninn sé genginn af vitinu og hyggist gera sprengjuárás á New York. En CIA-maðurinn Jack Ryan (Alec Baldwin) kemur til skjal- anna og hefst nú kapphlaup um menn og tækni. Mikill hæga- gangur, en ráðning leikstjórans John McTiernans (Die Hard) bendir til að mikið hafi átt að leggja uppúr spennunni, enda fer lítið fyrir kjarnorkuádeilu bókarinnar. Sviðsmyndin er vönduð. Jafnan skemmtun, Baldwin og Connery í fínu formi, en gallinn sá að það ligg- ur í loftinu að allt fari vel að lokum. LOOKING FOR RICHARD (1996)  Forvitnilegt, fyndið og í alla staði merkilegt innlegg í verk Shakespeare á hvíta tjald- inu. Leikarinn Al Pacino leitar hófanna með uppsetningu á Rík- harði III í Bandaríkjunum og kvikmyndar verkið að hluta. Ekki síst áhugavert að fylgjast með undirbúningi stórleikarans fyrir átökin við eina marg- slungnustu persónu leikbók- menntanna. Lítið síðri ánægja að fylgjast með hágæðamann- skap eins og Alec Baldwin, Kevin Spacey, Harris Yulin og Winonu Ryder. Alec þykir standa sig einna best leikara í Pearl Harbour. Baldwin sem Jack Ryan í Leitinni að Rauðum október. Baldwin í hlutverki sínu í kvik- myndinni The Edge eftir vin sin David Mam- et. ÞAÐ er með söknuði og trega sem Davíð Þór Jónsson píanóleik- ari og bassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson sjá á eftir félaga sínum úr djasstríóinu Flís, trymblinum Helga Svavari Helga- syni, í nám til Kaupmannahafnar. Þar hyggst hann nema við hinn rómaða skóla Rytmisk Musik- konservatorium. En í kvöld ætla þeir þurrka tár- in af hvörmunum og halda sér- staka kveðjutónleika í Húsi mál- arans og hefjast þeir kl. 21.30. Bannað að naga sig í handarbakið Flís var stofnað haustið 1998 og hefur tríóið síðan verið mjög virkt og fulltrúi Íslands á mörg- um djasshátíðum ungliða, þar af leiðandi hefur það oft verið nefnt „verðlaunatríóið“. Þeim hefur lít- ið tekist að spila saman í sumar þar sem þeir hafa verið að spila vítt og breitt í mörgum hljóm- sveitum hver um sig en tríóið spilaði þó opinberlega á þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði og fékk fyrir rífandi dóma. „Við verðum að nota tímann þangað til Helgi fer svo að við verðum ekki að naga okkur í handarbakið í allan vetur,“ segir Valdi Kolli. „Við viljum halda góða tón- leika, fylla húsið af fólki og óska Helga góða ferð til Danmerkur. Þannig að hann fær mörg sóló í hverju lagi í kvöld,“ bætir Davíð Þór við glottandi. Þótt tríóið sé þekktast fyrir snilldarlegan djassleik hafa drengirnir gaman af að fikta við aðrar tónlistartegundir og drepa þá víða niður. Síðastliðinn fimmtudag héldu þeir tónleika á Vegamótum. „Stemmningin var þannig að við bara spiluðum af fingrum fram og þetta var svona afslöpp- uð kaffihúsatónlist með góðum hrynhita,“ segir Valdi Kolli. „Svo fór Helgi að væla að hann vildi spila „sving“ en það passaði ekki við og það gaus upp einhver skrýtin lykt þannig að við hættum því. Í kvöld spilum við hins vegar góðan djass í Húsi málarans,“ segir Davíð Þór. „Nei, við ætlum að spila sitt lít- ið af öllu sem við höfum tekið fyr- ir svona seinustu tvö árin,“ mót- mælir Helgi sem er rétt í þessu að koma úr bólusetningu. „Það verður „sving“, eitthvað af raf- magnaðri tónlist og jafnvel þjóð- lagastemmning í sumum lögunum. Þannig stiklum við á því helsta.“ – Þetta eru þó ekki loka- tónleikar Flís? „Nei, nei, nei,“ segir tríóið í einum kór. Valdi Kolli: „Við sendum efni og nótur milli landa til að vinna með og svo þegar Helgi kemur heim um jólin verður haldið áfram að spila.“ Helgi Svavar: „En ég veit ekki hvort ég ætla að koma heim um jólin.“ Davíð Þór: „Þú verður að gera það. Ég er að fara að taka upp plötu.“ Helgi Þór: „Allt í lagi. Þá kem ég.“ Kveðjutónleikar í Húsi málarans Stiklað á því helsta Morgunblaðið/Golli Djasstríóið Flís er búið að lofa hinu og þessu fyrir kvöldið í kvöld. HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 25/8, lau 1/9 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000  -   11 *   $ -      #  "   A , "  @  *    ,   # #  & 14  D *  7         9 *   %*       3,$             ,     .    4,$      WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST KL. 20.00 SUNNUDAGINN 26. ÁGÚST KL. 20.00 ATH. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney HEFST AFTUR EFTIR SUMARFRÍ LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST KL. 20.00 LAUGARDAGINN 01. SEPTEMBER KL. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.