Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 26
Marion Herrera galdraði fram ljúfa hörputóna í Sundhöllinni. MENNINGARNÓTTIN fór af stað með skothvelli er Reykjavíkur- maraþonið var ræst að loknu setn- ingarávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Fylgdist blaðamaður grannt með ávarpinu en lét sig síðan hverfa í hádegismat og dagskráryfirlegu þegar hinir tæplega þrjúþúsund þátttakendur maraþonsins stukku af stað. Um tvöleytið voru borgarbúar þegar farnir að streyma niður í bæ, búnir regnkápum og regnhlífum, greini- lega við öllu búnir eftir hrakspár veðurfréttamanna. Lá leið margra niður í Ráðhús þar sem opnun menningardagskrár Hafnar í Hornafirði, gestabæjar menning- arnætur 2001, fór fram. Þar mátti hlýða á söng karlakórsins Jökuls og upplestur á verkum Þórbergs Þórðarsonar auk þess sem horn- firsk myndlist og handverk var til sýnis. Útskorinn Ingólfur Arnarson landnámsmaður, gjöf Hornfirðinga til Reykvíkinga á menningarnótt, beið síðan afhjúpunar í einu horn- inu. Miðja Reykjavíkur Blaðamaður hélt för sinni áfram og ákvað að koma við á Hafn- arbakkanum þar sem fjörmikil fjöl- skyldudagskrá Bylgjulestarinnar hafði verið auglýst, en reyndist fremur dapurleg, svona í hráslaga- legu regninu, a.m.k. í augum und- irritaðrar. Það var gott að flýja inn í hlýjuna í Grófarhúsinu, fá sér kaffibolla og skoða sýnishorn af borgarlífsmyndum úr safni Ljós- myndasafns Reykjavíkur og sýn- ingu Borgarskjalasafns á plöggum í sinni vörslu. Þar mátti meðal ann- ars sjá ljósrit af skjali Danakon- ungs sem veitti Reykjavík formleg kaupstaðarréttindi árið 1786. Á annarri hæð sátu börn og biðu þess að sögustund hæfist og á norð- urvegg hússins voru nokkrir graffitílistamenn að undirbúa um- fangsmikla veggskreytingu sem fór fram um daginn. Stór hópur fólks fylgdi Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borg- arminjaverði eftir í ferð um elsta hluta borgarinnar. Lýsti hún því hvernig borgin byggðist upp milli hafnar og tjarnar og var m.a. staldrað við Vesturgötu 2, gamla borgarhliðið sem markar miðju Reykjavíkur. Síðar um daginn af- hjúpaði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri steinhellu sem auð- kenna mun þessa sögulegu miðju borgarinnar um ókomna tíð. Myndlist í búðargluggum Lífið og listin í miðborginni færðist jafnt og þétt í aukana eftir því sem leið á daginn. Sama var að segja um rigninguna. Eftirmiðdag- urinn reyndist þó hæfileg blanda af inni- og útiveru þar sem blaðamað- ur notaði tækifærið til að skoða myndlistarsýningar, m.a. verk Svavars Guðnasonar í Grófarhús- inu, samsýningu ungra myndlist- armanna í Listasafni ASÍ, ljós- myndir Ljósálfa í Stöðlakoti og skúlptúra Guðrúnar Veru Hjart- ardóttur í galleríi@hlemmur.is. Leiðin milli Lækjargötu og Hlemm- torgs var jafnframt vörðuð list og uppákomum. Í Bankastrætinu fóru fallnir englar berfættir hjá, fyrir utan Bónus lék þvottabalasveit djass fyrir brosandi áhorfendur, og sérstaka athygli vakti torfklætt og blómvaxið gólf í gullsmíðaverslun. Þá höfðu listamenn í tengslum við gallerí Hlemm átt samstarf við kaupmenn á Laugaveginum um „öðruvísi“ útstillingar í nokkrum verslunargluggum og var sú sýn- ing ekki síður áhugaverð. Kvöldstemmning og tónlist Það var einkar ljúf stemmning í miðborginni eftir kvöldmat og fram að lokum dagskrárinnar. Hvarvetna var fólk á ferli og víða hafði verið efnt til vinafunda í heimahúsum kringum miðbæinn. Á Skólavörðustígnum og í Grófinni ríkti mikil stemmning þar sem njóta mátti handverks, hönnunar og tónlistar. Í Listasafni Einars Jónssonar hlýddi blaðamaður á fal- lega og hugvekjandi flaututónleika þeirra Berglindar Maríu Tóm- asdóttur og Kristjönu Helgadóttur, og í bakgarði Gallerís Meistara Jakobs hélt hljómsveitin Úlpa magnaða tónleika. Mikil ásókn var á ýmsa staði og mynduðust langar biðraðir við Ís- lensku óperuna og Hafnarhúsið. Á áhugaverðan leikgjörning Völu Þórsdóttur og Dean Ferrel í Iðnó komust færri að en vildu og var sama að segja um marga aðra við- burði kvöldsins. Þegar klukkan nálgaðist ellefu var kominn tími til að slíta sig frá stemmningunni á Skólavörðustígnum og koma sér í sjónfæri fyrir flugeldasýninguna. Stundarfjórðungarnir þrír sem blaðamaður stóð í Bankastrætinu og beið ásamt um fimmtíu þúsund borgarbúum eftir flugeldasýning- unni voru allt að því ankannalegir. Undir daufum ómi fjöldasöngsins stóðu blautir, þöglir og þolinmóðir borgarbúar og biðu ljósadýrð- arinnar í himninum, sem reyndist heldur ómarkviss þegar stundin loks rann upp. Eftir hin óumflýj- anlegu flugeldavonbrigði ypptu menn þó öxlum og brostu, enda flestir í góðu skapi að viðburða- ríkum degi loknum. Viðburðarík menningarnótt Götur miðborgarinnar iðuðu af lífi á menningarnótt. Borgarbúar og aðrir gestir menningar- nætur létu hrakspár veðurfréttamanna hvergi á sig fá og hópuðust í miðborgina til að njóta menningarviðburða af fjöl- breyttasta tagi síðastliðinn laugardag. Heiða Jóhannsdóttir tók þátt í gleðinni. Hér má sjá listamennina sem hlutu starfslaun Reykjavíkurborgar á menningarnótt. Morgunblaðið/Golli Í nokkrum búðargluggum á Laugavegi mátti sjá myndlistarverk. Út- stilling Valgerðar Guðlaugsdóttur prýddi gluggann hjá Jóni og Óskari. heida@mbl.is LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖKUMENN Gerum fimmtudaginn 23.ágúst að slysalausum degi í umferðinni. Lögreglustjórinn í Reykjavík Reykjavíkurborg Mosfellsbær Seltjarnarnesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.