Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting H á g æ ð a fra m le ið sla MYNDLISTARSÝNING Sólveigar Illugadóttur stendur nú yfir í Sel- Hóteli við Mývatn og verður opin til 30. september. Á sýningunni gefur að líta 19 olíu- málverk á striga, allt landslagsmynd- ir fyrir utan nokkrar blómamyndir. Margar myndanna eru úr Mývatns- sveit þar sem listakonan er alin upp enda segir hún að það landslag sem hún hafi haft fyrir augunum frá barn- æsku hafi með fegurð sinni hvatt sig til dáða á listabrautinni. Aðrar myndir af íslensku landslagi eru t.d. Papey, Snæfell, og Botnssúl- ur, en einnig eru myndir frá New York, Noregi og Jamaica. Sólveig er hjúkrunarfræðingur að mennt en hefur stundað myndlist frá árinu 1966. Hún hefur sótt námskeið í list sinni, m.a. hjá Sigrúnu Jónsdótt- ur batiklistakonu, en þetta er 16. einkasýning Sólveigar og hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sólveig málar bæði blóm og lands- lag, en sólsetursmyndir og sérstakar stemmningar í landslaginu eru henni einkar kær verkefni. Hún er með vinnustofu heima í Mývatnssveit þar sem hún býr og málar eingöngu með olíu á striga. Hún selur m.a. ferðamönnum myndir sínar og hefur selt myndir bæði til Evrópu og Ameríku. Þá málar hún einnig eftir pöntunum til tækifæris- gjafa þ.e. fyrir afmæli og brúðkaup og sumir kaupa af henni myndir af æskustöðvunum í Mývatnssveit. Tónlistin á einnig hug Sólveigar og er hún með menntun á því sviði. Árið 1999 varð lag hennar „Í húmi nætur“ við ljóð Jónasar Friðriks í 3. sæti í danslagakeppni árs aldraðra og ríkisútvarpsins. Þá komst lag hennar „Töfrar“ við ljóð Hákonar Aðal- steinssonar í úrslit í danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks árið 2000. Á myndlistarsýningunni í Selinu gefst kostur á að hlýða á þessi lög Sólveigar af hljómdiskum, en verið er að útsetja fleiri lög eftir hana sem hún hefur verið að semja. Myndlistarsýning Sólveig- ar Illugadóttur í Selinu Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sólveig Illugadóttir við verk sín. Laxamýri Litla refaskyttan Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Norður-Hérað GRENJALEITIR eru árlegur við- burður, þá er gengið á tófugreni og athugað hvort tófa er lögst í greni. Jón Vigfússon í Fellabæ fékk að fylgjast með þegar gengið var á Þúfugreni í Hálsi á Vesturöræfum og bar „gamla rússann“ á öxlinni eins og fræknum veiðimanni ber. Engin tófa fannst á greninu en Jón fann hins vegar nokkur hreindýrs- horn á göngunni sem hann hirti upp. Þessi horn eru af hreinkúm sem fella þau á vorin um burðinn. Hálsinn er eitt aðalburðarsvæði hreinkúnna þótt ekki hafi þær borið þar mikið í vor vegna snjóþyngsla á afréttinni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsfólk og fulltrúar gefenda 1,5 milljóna til tækjakaupa í Heilsugæslustöðinni í Hveragerði. NÝTT húsnæði Heilsugæslustöðv- arinnar í Hveragerði var nýlega tek- ið í notkun og um leið sýnt almenn- ingi. Um er að ræða tveggja lækna stöð og er þar nú starfandi einn læknir, Marianna Nilsen, sem er yf- irlæknir stofnunarinnar en heimild er fyrir ráðningu annars læknis. Einnig eru þar starfandi hjúkr- unarfræðingur, sjúkraliði og ljós- móðir, læknaritari og móttökuritar- ar. Heilsugæslustöðin var áður í mjög óhentugu 160 fermetra húsnæði en nýja húsnæðið er 380 fermetrar og hannað að þörfum stöðvarinnar. „Þetta verður bylting í starfsemi stöðvarinnar, við getum veitt íbúum hér mun betri þjónustu. Stöðin er mjög vel tækjum búin, eftir þeim kröfum sem gerðar eru,“ sagði Herdís Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðvarinnar. Fjölmargir hafa gefið stöðinni höfðinglegar gjafir og má þar nefna Krabbameinsdeildina á Suðurlandi, kvenfélagið Bergþóru og Kvenfélag Hveragerðis, verkalýðsfélagið Boð- ann, Lionsklúbbinn í Hveragerði, Rauðakrossdeildina í Hveragerði, Kjörís, Ás-Ásbyrgi, Byggðasel, Heilsustofnun NLFÍ en þessir að- ilar gáfu um 1,5 milljónir króna til tækjakaupa. Heilsugæslustöðin flytur Hveragerði CARNITECH A/S, dótturfélag Mar- el hf., hefur fest kaup á rekstri danska fyrirtækisins OL-Tool Production Aps. Fyrirtækið er sérhæft í vinnslu á ryðfríu stáli og hjá því starfa 22 starfsmenn. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að tilgangur kaupanna sé að auka framleiðslugetu Marel-sam- stæðunnar í kjölfar söluaukningar hjá henni, en OL-Tool Production sé vel búið nýlegum sjálfvirkum tækjum til framleiðslu. Velta OL-Tool Production var á síðasta ári um 130 milljónir íslenskra króna og hagnaður af rekstri (EBIT) var um 7 milljónir. Kaupverð rekstrar og búnaðar er um 132 milljónir króna. Þar af er viðskiptavild 36 milljónir sem ráðgert er að afskrifa að fullu á árinu 2001. Marel keypti Carnitech árið 1997. Fyrirtækið framleiðir tækjabúnað fyrir fisk- og kjötiðnað. Helstu fram- leiðsluvörur fyrirtækisins eru kerfi til rækjuvinnslu, beinhreinsunarvél fyr- ir laxaflök og ýmis búnaður úr ryðfríu stáli. Alls starfa um 305 manns hjá fyrirtækinu, þar af um 65 í útibúum í Bandaríkjunum, Noregi og Taílandi. Carnitech kaupir iðnfyrirtæki SAMKEPPNISYFIRVÖLD í Nor- egi hafa lagt tímabundið bann við samruna SAS-flugfélagsins og norska flugfélagsins Braathens, að því er fram kemur á fréttavef Dag- ens Næringsliv. Tilkynnt var um kaup SAS á 68,8% hlut í Braathens í maí sl., með fyrirvara um samþykki samkeppnis- yfirvalda. Kaupverðið samsvaraði um 12 milljörðum íslenskra króna. Norska samkeppnisstofnunin til- kynnti í gær að sameinuð fengju SAS og Braathens of stóra markaðs- hlutdeild í innanlandsflugi í Noregi. Það er mat samkeppnisstofnunar- innar að í ljósi ráðandi markaðsstöðu sameinaðs félags geti það óáreitt dregið úr sætaframboði og hækkað verð. Einnig hefur stofnunin athuga- semdir varðandi fyrirkomulag á samstarfi flugfélaganna hvað varðar bónus- og tryggðakerfi. Samkeppn- isstofnun hefur boðað allsherjarend- urskoðun á slíkum kerfum og hefur SAS lýst þungum áhyggjum þess vegna og segir það minnka sam- keppnishæfi félagsins við alþjóðleg flugfélög verulega. Nokkrir norskir aðilar hafa einnig komið að máli við samkeppnisstofn- un og lýst áhuga á að kaupa Braath- ens og mun stofnunin kanna þennan áhuga nánar. Þeir erlendu aðilar sem haft var samband við vegna hugsanlegra kaupa á Braathens hafa allir afþakkað. Þeir eru m.a. British Airways, Ryan Air og KLM. Að mati samkeppnisyfirvalda er Braathens-flugfélagið ekki eins illa statt fjárhagslega og forsvarsmenn þess vildu vera láta. Þeir héldu því fram að Braathens væri á leið í gjald- þrot og þar með nauðsynlegt að fjár- sterkt félag tæki það yfir. Fjárhags- staða Braathens er í raun nokkuð slæm og samkeppnisstofnun leggur því til úrræði sem eiga að auðvelda Braathens að skapa sér tekjur. Verið er að endurskipuleggja rekstur Braathens sem tapaði rúm- um 6 milljörðum íslenskra króna árið 1999. Á síðasta ári skilaði reksturinn 1,3 milljarða króna hagnaði, aðallega vegna eignasölu. Endanlegur úrskurður um lög- mæti samrunans verður birtur í nóv- ember. Bæði SAS og Braathens hafa lýst yfir að þau harmi afstöðu sam- keppnisyfirvalda. Félögin hafa feng- ið frest til 3. september til að skila greinargerðum um málið. Reuters Samruna SAS og Braathens hafnað TAP af rekstri Þyrpingar hf. varð 191,4 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2001, samanbor- ið við 72,4 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Milli þessara tveggja tímabila munar mest um að hrein fjármagnsgjöld námu tæplega 595 milljónum í ár en þau voru liðlega 131 milljón í fyrra. Rekstrartekjur Þyrpingar á fyrstu sex mánuðum ársins juk- ust um rúm 24% milli ára, úr 559 milljónum í fyrra í 690 milljónir í ár, en rekstrargjöld jukust um 21%, úr tæpum 300 milljónum í 364 milljónir. Leigutekjur voru tæp 96% af rekstrartekjum félagsins á fyrri hluta þessa árs. Eignir Þyrpingar hf. hinn 30. júní síðastliðinn námu samtals 12,4 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 2.414 milljónum, að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 55,1 milljón og skuldir námu 9.934 milljónum. Eigið fé á áramótum var 2.582 milljónir og skuldir 8.491 milljón. Lækkun á eigin fé er 2,6% en hækkun á skuldum 17,0%. Í ársbyrjun 2001 var Eyri ehf. sameinað Þyrpingu hf., sem átti öll hlutabréf í fyrrnefnda félag- inu. Starfsmannafjöldi Þyrpingar á fyrri hluta ársins 2001 var að meðaltali 12 en 6 á sama tíma í fyrra. Tap Þyrpingar hf. 191 milljón VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.