Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 24
Míkhaíl Gorbatsjov hefur veitt nýjar upplýsingar um aðdraganda valdaránstilraunar harðlínukommúnista í ágúst 1991, segir í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur. Almenningur í Rússlandi, Eystrasaltsríkjunum og öðrum fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna sýndi hátíðahöldum í tilefni tíu ára afmælis valdaránsins lítinn áhuga. MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í viðtali við bandaríska dagblaðið Los Angel- es Times á sunnudag að hleranir sov- ésku leyniþjónustunnar, KGB, hefðu hrundið af stað valdaránstilraun harðlínumanna í Kommúnistaflokkn- um 19. ágúst 1991, sem átti þátt í endalokum Sovétríkjanna. Í viðtalinu við Gorbatsjov í Los Angeles Times koma fram nýjar upp- lýsingar um aðdraganda hinnar mis- heppnuðu valdaránstilraunar. Dagana 29. og 30. júní þetta sumar átti Gorbatsjov fundi með Borís Jelts- ín, þáverandi forseta rússneska sov- étlýðveldisins, og Nursultan Nazarb- ajev, þáverandi forseta Kasakstans, þar sem þeir ræddu um að nokkrum háttsettum embættismönnum, er náð hefðu eftirlaunaaldri, skyldi vikið úr starfi eftir undirritun nýs sam- bandssáttmála milli sovétlýðveld- anna, sem fram átti að fara 20. ágúst. Að sögn Gorbatsjovs voru tvö nöfn meðal annars nefnd í því samhengi: Vladímír Krjútsjkov, yfirmaður KGB, og Dmítrí Jazov, varnarmála- ráðherra. Gorbatsjov segir að samtölin hafi verið tekin upp af KGB með leynd og Krjútsjkov hafi því fengið veður af væntanlegri brottvikningu sinni. Krjútsjkov, sem talinn hefur verið helsti forsprakki valdaránstilraunar- innar, hafi svo notað upptökurnar til að fá Jazov og fleiri á sitt band. Að sögn Sovétleiðtogans fyrrver- andi stóð aldrei til að varpa fyrr- nefndum mönnum í fangelsi eða skerða hár á höfði þeirra. „Þeir hefðu fengið ríkuleg eftirlaun og haldið sumarhúsum sínum.“ Gorbatsjov segir í viðtalinu að full- yrðingar harðlínumannanna um að fyrir þeim hafi vakað að bjarga Sov- étríkjunum frá glötun hafi ekki verið annað en „yfirklór“. Þeir hafi fyrst og fremst látið stjórnast af ótta um að missa vegtyllur sínar og fríðindi. Sem kunnugt er fór valdaránstil- raunin forgörðum og fyrir árslok voru Sovétríkin úr sögunni. Lítill áhugi á hátíðahöldum Lítill áhugi var í Rússlandi á há- tíðahöldunum vegna tíu ára afmælis valdaránstilraunarinnar á sunnudag. Um hundrað manns komu saman við Hvíta húsið, þinghúsið í miðborg Moskvu, þar sem Borís Jeltsín klifr- aði upp á skriðdreka úr sveitum Jaz- ovs og hvatti óbreytta borgara til að verja þinghúsið og brjóta valdaráns- tilraunina á bak aftur. Áhugaleysi almennings á hátíða- höldunum kemur ekki á óvart í ljósi þess að samkvæmt skoðanakönnun- um telja 47% Rússa að hag þeirra væri betur borgið í dag ef valdaráns- tilraunin hefði heppnast. Rúmur fjórðungur þjóðarinnar telur að Jelts- ín, sem varð fyrsti forseti Rússlands, beri ábyrgð á þeim vanda sem landið á nú við að stríða. Jeltsín hlýtur þó betri dóm en Gorbatsjov, sem þriðj- ungur segir eiga sök á ástandinu, en aðeins 10% Rússa rekja ógöngurnar til stjórnarhátta fyrri Sovétleiðtoga. Jafnvel þeir sem komu saman við Hvíta húsið til að fagna falli Sovét- ríkjanna báru blendnar tilfinningar í brjósti varðandi þróun mála síðasta áratug. „Við stöndum á nákvæmlega sama stað í dag og fyrir tíu árum. Ekkert hefur breyst. Við þurfum enn að berjast fyrir lýðræðisumbótum og frelsi fjölmiðla,“ hafði AFP-frétta- stofan eftir Lev Shamajev, fimmtug- um lýðræðissinna. Viðmælandi AP- fréttastofunnar tók enn dýpra í árina: „Núverandi stjórnvöld eru í raun framlenging af valdaránsklíkunni ... Við megum ekki leyfa leyniþjónust- unni að taka völdin í landinu.“ Ungt fólk, sem átti leið framhjá þinghúsinu á sunnudag, yppti öxlum þegar fréttaritari AFP spurði það álits á hátíðahöldunum og kvaðst ekki vita hvert tilefnið væri. Eini embætt- ismaður Moskvustjórnarinnar sem var viðstaddur, vinnumálaráðherr- ann Alexander Pochinok, var strax umkringdur af fólki sem fýsti að vita hvenær það fengi lífeyrinn sinn greiddan. Hvorki Jeltsín né arftaki hans á forsetastóli, Vladímír Pútín, tjáðu sig í tilefni valdaránsafmælisins. Blendin viðbrögð í Eystrasaltslöndum Valdaránstilraunin miðaði einnig að því að stemma stigu við sjálfstæð- istilburðum Eystrasaltsríkjanna og annarra sovétlýðvelda. Viðbrögð Eista, Letta og Litháa við tíu ára af- mæli atburðanna voru að vonum blendin, enda hafa margir íbúanna orðið fyrir vonbrigðum með þróun mála á síðasta áratug, rétt eins og í Rússlandi. Ivars Godmanis, þáverandi for- sætisráðherra Lettlands, minntist þess í samtali við AFP-fréttastofuna þegar hann sat taugaóstyrkur á skrif- stofu sinni 20. ágúst 1991 og beið þess að sovéska óeirðalögreglan kæmi og tæki hann höndum. Svo fór þó ekki, þar sem valdaránstilraunin var kveð- in niður. Þrátt fyrir að Lettar hafi í kjölfarið öðlast sjálfstæði treystir Godmanis sér ekki til að fullyrða að síðan hafi allt leikið í lyndi. „Fólk kann ekki að meta það sem það hefur fengið – frelsi. Gildismatið og vænt- ingarnar hafa breyst.“ Vytautas Landsbergis, þáverandi forseti þings Litháens og leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar, var öllu já- kvæðari. „Fyrir tíu árum öðluðumst við það sem við töldum okkur aldrei geta fengið,“ sagði Landsbergis við AFP, en bætti við að atburðirnir hefðu allt eins getað farið á annan veg. Hann bendir á að Litháar hefðu getað lent aftur undir áhrifavaldi Rússa, eins og mörg önnur fyrrver- andi sovétlýðveldi hafa gert, en þess í stað sé landið nærri því að ná mark- miðum sínum um að fá inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafs- bandalagið. „Það er stórkostlegur ár- angur,“ sagði Landsbergis. Aðeins í Eistlandi hefur atburð- anna verið minnst á hverju ári, en há- tíðahöldin vekja jafnan litla athygli. Á daginn hefur komið að margir Eistar, rétt eins og Lettar og Litháar, höfðu gert sér of háar hugmyndir um lífið eftir sjálfstæði. „Fyrir tíu árum var fólk innblásið af rómantískum minningum um hið sjálfstæða eistneska ríki á fjórða ára- tugnum, auk glansmynda af norrænu velferðarríkjunum sem birtust í finnska sjónvarpinu,“ segir Rein Veidemann, dálkahöfundur sem var virkur í eistnesku sjálfstæðishreyf- ingunni. „En Lýðveldið Eistland sem við uppskárum hefur ekki uppfyllt þessar rómantísku væntingar og því er ekki undarlegt að votti fyrir von- brigðum þegar Eistar minnast tíu ára sjálfstæðisafmælisins.“ Samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar voru á síðasta ári, eru 40% Letta ósátt við lífskjör sín. Þriðj- ungur Eista tekur undir þessa full- yrðingu og 24% Litháa. Segir hleranir KGB hafa leitt til valdaránstilraunar Rússnesk kona heldur á mynd af Jeltsín við hátíðahöldin í Moskvu á sunnudag vegna tíu ára afmæl- is valdaránstilraunarinnar. Moskva, Riga, Washington. AFP, AP. Reuters AP INDVERSKUR listamaður leggur lokahönd á leirstyttur af hindúa- guðinum Ganesh. Mikil trúarhátíð sem haldin er til dýrðar guðinum með fílshöfuðið hefst á miðviku- dag og að henni lokinni verður styttunum sökkt í hafið. Trúarhátíð á Indlandi ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORYSTUGREIN hins virta danska dagblaðs Berlingske Tidende hinn 15. ágúst sl., sem fjallaði um umdeildan nýjan sendiherra Ísraels í Kaup- mannahöfn, var á stórum köflum tekin beint upp úr leiðurum dag- blaðsins Politiken frá 26. júlí og 12. ágúst, án þess að vitnað væri til heimildar. Á föstudaginn var birtu rit- stjórar Berlingske afsökunar- beiðni vegna þessa ritstuldar en tóku fram að þeir stæðu að fullu að baki boðskap textans sem tekinn var ófrjálsri hendi með þessum hætti. „Þetta er með öllu ósamræm- anlegt þeim grundvallargildum sem Berlingske Tidende hefur í heiðri og þeim trúverðugleika sem við lifum á. Yfirritstjórnin hefur því gripið til ráðstafana sem eiga að tryggja að slíkt komi aldrei fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu ritstjóranna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende Ritstuldur í leiðara NORSKIR stjórnmálamenn hafa misst meiri völd til embættismanna í Brussel, sem gæta þess að ákvæðum samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) sé framfylgt, en þá hefur nokkru sinni grunað. Þetta fullyrðir norski stjórnmála- fræðingurinn Dag Harald Claes í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem vitnað er til í dagblaðinu Aftenpost- en, en hann hefur á undanförnum ár- um gert víðtækar rannsóknir á hin- um ýmsu hliðum EES-samningsins og áhrifum hans. Claes segir að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, blandi sér stöðugt inn í norska þjóðfélagsumræðu. Hún hafi skoðanir á öllum mögulegum hlut- um, allt frá laxveiðum í Finnmörku og skorti á sturtum fyrir konur í fisk- vinnslustöðvum til kynjakvóta við Háskólann í Ósló. „Já, listinn verður smám saman anzi langur,“ hefur Aftenposten eftir Claes um úttekt sína á starfsemi ESA, sem hann kynnir í skýrslu sem meðal annars hefur verið rædd í norska Stórþinginu. Niðurstaða Claes er sú, að EES- samningurinn sé stórgallaður með tilliti til lýðræðislegra lögmætissjón- armiða, en þessir gallar hafa verið kunnir í mörg ár. „Það nýja er, að nú fyrst getur maður gert sér almenni- lega grein fyrir því hve víðtækur og „smáatriðastýrandi“ EES-samn- ingurinn er,“ skrifar Aftenposten. „Upprunalega virtist manni að EES-samningurinn væri markaðs- samningur. Tilgangur hans var jú að tryggja norskum [og íslenzkum o.s.frv.] fyrirtækjum aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Nú riðar þessi ímynd samningsins til falls. Hann hefur áhrif inn á mörg málefnasvið sem okkur virðast mjög fjartengd markaðnum,“ segir Claes. Hann nefnir kynjakvóta við Ósló- arháskóla sem dæmi. Ástæðan fyrir því að ESA (sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að EFTA-ríkin sem aðild eiga að EES – Noregur, Ísland og Liechtenstein – framfylgi ákvæðum EES-samningsins) sér ástæðu til að beita sér gegn því að kynjakvóti sé tekinn upp er að slíkt kunni að verka hamlandi á frjálsa flutninga vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. „Framkvæmd samningsins ein- kennist í mun meira mæli en stjórn- málamenn áttu í upphafi von á af ósveigjanlegum tilskipunum frá ESB-hliðinni,“ segir Claes. Ástæðan fyrir því sé einföld. Þegar EES- samningurinn var gerður var mun meira jafnræði milli EFTA- og ESB- stoða samningsins, þar sem þá voru Svíþjóð, Finnland og Austurríki enn í EFTA en skiptu síðan (í ársbyrjun 1995) um „herbúðir“ með inngöng- unni í ESB. „Noregur á sér enga bandamenn, þess vegna eigum við fá úrræði þegar ESB kemur fram með einhverjar kröfur,“ skrifar Aften- posten. „Kaþólskari en páfinn“ Að sögn Claes hefur starfsemi ESA þróazt þannig, að stofnunin leggi metnað í að sjá til þess að EES- gerðum sé framfylgt til hlítar í EFTA-löndunum og embættismenn- irnir sem starfi hjá stofnuninni leggi meira uppúr því að framkvæmda- stjórn ESB sé ánægð með vinnu- brögð þeirra en norsk (eða íslenzk eða liechtensteinsk) stjórnvöld. Flestir starfsmenn ESA eru norskir. Innrimarkaðs- og samkeppnismála- deildir framkvæmdastjórnarinnar hafa það hlutverk að hafa eftirlit með því að ESB-ríkin hlíti EES-gerðum, en eins og áður segir er þetta eft- irlitshlutverk í EFTA-löndunum í höndum ESA. Einar Steensnæs, formaður utan- ríkismálanefndar norska Stórþings- ins, hefur varað ESA við því að vera of ströng í túlkun sinni á EES-samn- ingnum. „Almennt er álitið að þeir [embættismenn ESA] séu kaþólsk- ari en páfinn. Það er augljóst að ESA vill forðast að vera sökuð um hlut- drægni og það leiðir til þess að við- vörunarbjöllurnar hjá ESA hringja fyrr en hjá framkvæmdastjórn ESB,“ segir Steensnæs. Ný norsk rannsókn á framkvæmd EES-samningsins Völd færast frá Ósló til Brussel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.