Morgunblaðið - 21.08.2001, Page 38

Morgunblaðið - 21.08.2001, Page 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Gíslasonbryti fæddist í Höfnum á Suður- nesjum 23. febrúar 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík sunnu- daginn 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Helga voru Gróa Jónsdóttir, f. 5.3. 1871, d. 9.11. 1952, og Gísli Vigfússon, f. 17.11. 1861, d. 28.12. 1950. Bróðir Helga var Sigurður, f. 14.8. 1906, d. 14.5. 1989. Fyrri kona Helga var Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, f. 22.5. 1918. Þeirra synir: 1) Birgir Þór vélstjóri, f. 22.1. 1939. Hann var giftur Kötlu Leifsdóttur, f. 9.2. 1938. Þeirra börn eru Leifur flugvirki, f. 27.3. 1957, Hilmar bóndi, f. 14.7. 1958, og Hanna Björg endurskoðandi, f. 17.3. 1960. Þau eru öll búsett í Bandaríkjunum. Leifur á Patrick Leif, f. 26.2. 2000. Hilmar á Bobby, f. 4.12. 1980, Brittany, f. 21.12. 1982, Jordan, f. 12.5. 1986, og Nicholas, f. 22.2. 1988. Hanna arfræðingur, f. 23.3. 1957, Hildur hjúkrunarfræðingur, f. 24.3. 1961, og Hörður Helgi lögfræðingur, f. 3.6. 1969. Hrund á Evu, f. 30.10. 1982, og Snorra Örn, f. 2.3. 1995. Hörður Helgi er giftur Elsu B. Valsdóttur lækni, f. 13.10. 1969. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum í Höfnum til 18 ára aldurs. Þá hóf hann nám í framreiðslu á Hótel Borg. Síðan vann hann sem þjónn á ýmsum skipum Eimskipa- félags Íslands til ársins 1941 er hann kom í land og vann um tíma á Hótel Borg eða þar til hann gerðist meðeigandi að Hótel Vík. Eftir stríðið fór hann til frekara náms í framreiðslu, matreiðslu og hótelrekstri í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Árið 1949 hóf Helgi að starfa sem bryti á skipum Eimskipafélagsins og starfaði þar til ársins 1962. Þá tóku við þrjú ár í Þjóðleikhúskjallaranum en árið 1965 fór hann aftur til sjós og sigldi óslitið til ársins 1980. Næstu fjögur árin sá hann um mötuneyti Eimskipafélagsins í Sundahöfn. Er Helgi stóð á sjötugu réðst hann til starfa í Hótel Holti og starfaði þar óslitið þar til á vordögum 2001 að hann sagði skilið við at- vinnulífið áttatíu og sjö ára að aldri. Útför Helga fer fram frá Lang- holtskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Björg á Birgi Þór, f. 25.12. 1982, og Leif, f. 22.5. 1995. 2) Hilmar framkvæmdastjóri, f. 14.2. 1941, d. 13.3. 1984. Hann var giftur Katrínu Thorarensen, f. 23.3. 1942. Þeirra synir eru Stefán Hilmar endurskoð- andi, f. 30.7. 1961, Helgi Hrafn flugvél- stjóri, f. 25.10. 1962, og Hannes viðskipta- fræðingur, f. 10.11. 1964. Stefán á Sigríði Katrínu, f. 29.12. 1992, og Hilmar Pál, f. 4.7. 1998, Helgi á Ylfu, f. 13.7. 1988, og Hannes á Hilmi Hlé, f. 21.8. 2000. Helgi átti Guðmund Jón flugum- sjónarmann, f. 14.9. 1953, með Ragnhildi Jónsdóttur, f. 5.4. 1929, d. 28.7. 1985. Guðmundur er gift- ur Lilju Hjördísi Ægisdóttur bankaritara, f. 16.12. 1958. Þeirra börn eru Ægir, f. 16.11. 1982, og Bryndís Hildur, f. 6.2. 1994. Seinni kona Helga er Hervör Hólmjárn bókasafnsfræðingur, f. 2.6. 1933. Þeirra börn eru Hrund hjúkrun- Heimspekilegar hugleiðingar um lífið og dauðann eru hluti af því að vera manneskja, vera til og vera í samneyti við annað fólk. Slíkar hug- leiðingar eru þó misnálægt eins og gengur eftir því hvert dagsverkið er. Þegar maður stendur við dánarbeð föður síns sem hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu er ekki nema eðli- legt að slíkar hugsanir sæki á og krefjist þess að maður staldri við og velti fyrir sér stóra samhenginu. Vangavelturnar taka á sig ýmsar myndir. Ótal minningar þjóta hjá, gamlar myndir fá nýja merkingu, at- hafnir og orð eru séð í nýju ljósi. Það að kveðja hluta af lífi sínu hlýtur að vera eitt það persónulegasta sem ein manneskja upplifir. Að koma þeirri upplifun í orð er bæði vandasamt og græðandi. Dauðinn tekur á sig ótal myndir, allt frá því að vera óvelkominn vá- gestur í það að vera velkomin líkn frá þraut. Hann skilur þó alltaf eftir sig djúpar tilfinningar, kærleik og tækifæri til að þroskast. Pabbi minn var einstakur maður sem skilur eftir sig margvíslegan lærdóm um það hvernig er hægt að lifa lífinu lifandi, af umburðarlyndi, elsku og virðingu fyrir samferðafólk- inu. Hann dæmdi ekki aðra, talaði aldrei illa um neinn, vildi helst að all- ir væru alltaf góðir við alla og að öll- um liði alltaf vel. Hann lifði svo sannarlega tímana tvenna og aðlagaðist betur en flestir öllum þeim stórstígu breytingum sem urðu á hans lífsgöngu. Pabbi fæddist árið sem Eimskipafélag Ís- lands var stofnað og átti samleið með því félagi mestan part ævinnar á einn eða annan hátt. Hann var bryti á mörgum helstu Fossunum og naut þess lífs út í ystu æsar. Hann var fæddur í Höfnum á Suðurnesjum, litlu sjávarþorpi, og hafði alla tíð sterkar taugar til sjávar. Hann var á sjónum allan minn uppvöxt og það var alltaf sama tilhlökkunarefnið að fara niður að höfn og taka á móti pabba eftir oft æði langa túra. Þetta þýddi að hann var oft í burtu á af- mælum og jólum en þá var bara haldin hátíð þegar hann kom heim. Þá kom hann með útlenskt gotterí og amerísk föt. Í þá daga gat maður slegið sér verulega upp í vinkonu- hópnum með því að bjóða upp á kók í dós og „smarties“. Svo fékk maður stundum að fara í siglingu með pabba til útlanda og þau ævintýri voru engu lík. Fyrsta ferðin mín var farin sumarið 1969 en þá hafði ég ný- lega eignast lítinn bróður sem ég var ekki alveg nógu ánægð með, því þar með var ég ekki lengur yngst og svo hafði mamma ekki alveg sama tíma og áður til að heyra allt um líf mitt í smáatriðum eins og áður hafði tíðk- ast. Því bauð pabbi mér í ferð með Gullfossi til Kaupmannahafnar og Edinborgar. Þessi ferð var mér all- nokkur sárabót því ekki aðeins fékk ég að fara í Tívolí og drekka kók í ómældu magni á barnum á Gullfossi heldur var ég nú í aðstöðu til að kaupa mér kjól fyrir skírnarveislu senuþjófsins sem ég taldi víst að myndi beina athygli veislugesta í rétta átt. Þessi átta ára gamla afbrýðisama brytadóttir naut þess í botn að ferðast með flaggskipinu þetta sum- ar vegna þess að brytinn kom fram við hana eins og heimsdömu en ekki barn. Hann kunni það nefnilega hann pabbi að koma fram við alla eins og jafningja. Þegar hann fór á eftirlaun hjá Eimskipafélaginu fyrir tæpum tuttugu árum var nú ekki al- veg skýrt í okkar huga sem næst stóðum hvernig þessi síkviki at- hafnamaður ætlaði að setjast í helg- an stein. Enda kom fljótlega í ljós að það var ekki meiningin. Hann hóf störf á Hótel Holti og vann þar þang- að til í vor. Þá var sjúkdómur sá er varð honum að aldurtila farinn að herja á líkamann þó að hugurinn væri ekki tilbúinn til að fara á eft- irlaun. Ýmsum fyndist sjálfsagt allt í lagi að hætta að vinna 87 ára. En það er nefnilega eitt af því sem gerði hann pabba einstakan. Hann náði háum aldri án þess að verða gamall maður. Hann var alltaf í takt við samtímann. Hann hlustaði á Vil- hjálm Vilhjálmsson, Stuðmenn og U2. Hann vakti fram á rauða nætur yfir boxi, hann fylgdist með öllum nýjum veitingastöðum sem opnuðu, hann fór í steggjapartý með þjón- unum á Holti, hann fór í bíó, fylgdist með öllu og var oftar en ekki yngstur í anda. Þegar yngsti afadrengurinn fædd- ist fyrir rúmum sex árum horfðum við hin á eitthvert það fallegasta samband sem hugsast getur orðið til. Það voru áttatíu og eitt ár á milli þeirra en að öðru leyti voru þeir í takt með alla hluti. Þeir töluðu sitt mál, þeir hurfu inn í herbergi að leika sér tímunum saman, þeir kúrðu saman og sáu ekki sólina hvor fyrir öðrum. Það varð því æði ruglingsleg tilveran hjá þessum litla snúð nú á undanförnum mánuðum þegar afi gat ekki lengur stungið sér kollhnís eða leikið risaeðlu. Við vitum ósköp lítið hvað gerist í huga sex ára drengs þegar afi deyr og fer til himna. Það getur ekki verið alveg einfalt að skilja tilgang lífsins þá. En það var gott að afi dó heima og var hjá okkur allan daginn svo glerfínn í sparifötunum með vasahnífinn í buxnavasanum. Þá var gott að vera heima hjá ömmu og afa og fara öðru hverju út að leika sér og gleyma sér. Koma svo inn og fá sér súkkulaði- köku. Honum fannst hún óskaplega góð en fannst þó vera á henni full- mikið súkkulaði því, að hans sögn, á maður ekki að borða mjög mikið súkkulaði á svona degi. Þar með var litli sælkerinn búinn að setja hlutina í ákveðið samhengi fyrir sig. Svo erum við hin, fullorðna fólkið, sem vitum ekki alveg hvernig við eigum að vera. Það er yndislegt að fá líkn við þraut. En það er samt tóm- legt. Það er skarð fyrir skildi og það þarf að leita að nýju jafnvægi í tilver- unni. Pabbi lifði löngu og innihaldsríku lífi. Hann eignaðist tuttugu og sjö af- komendur. Hann missti næstelsta son sinn í blóma lífsins og var það hans stærsta sorg í lífinu. Hann skil- aði góðu dagsverki og hans er minnst með hlýju og einlægri vænt- umþykju. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka hjúkrunarfræðingum hjá hjúkrunarþjónustunni Karítas og á deild A-3 í Fossvogi og læknunum Sigurði Björnssyni og Sigurði Árna- syni fyrir frábæra aðstoð og umönn- un í veikindum föður míns. Hildur Helgadóttir. Einstaka sinnum a lífsleiðinni get- ur maður orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast einstökum mann- eskjum sem bera með sér birtu og hlýju og kenna manni hvað það er sem raunverulega skiptir máli í líf- inu. Helgi Gíslason, tengdafaðir minn, var slíkur maður. Hann var fæddur og uppalinn á Suðurnesjum og bjó þar ásamt foreldrum sínum og eldri bróður til átján ára aldurs. Í minningunni tengi ég Helga alltaf við sjóinn, þótt hann hafi verið löngu kominn í land þegar ég kynntist hon- um, enda stefndi hugur hans snemma til sjávar. Hann var rétt um fermingu þegar hann fór í fyrsta róð- urinn með öðrum en föður sínum og hann dreymdi um að verða sjómaður á millilandaskipi. Þegar ævintýra- þránni varð ekki lengur svalað í heimahögum hélt Helgi til höfuð- borgarinnar, hóf nám í framreiðslu á Hótel Borg og líkaði vel. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að hann fékk snemma tækifæri til að láta drauminn sinn rætast með því að sameina þessar tvær að því er virðist ólíku starfsgreinar. Hann hóf störf sem þjónn á Fossum Eimskipa- félagsins en varð síðar bryti og gegndi því starfi hjá félaginu með hléum um tæplega hálfrar aldar skeið. Í upphafi stríðsáranna sneri Helgi um tíma aftur til starfa á Hótel Borg. Síðar eignaðist hann og rak Hótel Vík við annan mann um nokk- urra ára skeið. Þá annaðist hann einnig rekstur Þjóðleikhússkjallar- ans um tíma. Einhverjum kynni að þykja það væn starfsævi að vinna við sjó- mennsku og framreiðslustörf, hótel- og veitingarekstur í rúmlega fimm- tíu og fimm ár. En Helgi var aldrei gefinn fyrir að sitja með hendur í skauti. Í stað þess að setjast í helgan stein, sjötugur að aldri, hóf hann nýjan starfsferil eftir að hann lét af störfum hjá Eimskipafélaginu, í þetta sinn á Hótel Holti. Þar hafði hann lengstan starfsaldur þegar hann lét af störfum nú um páskana og hafði þá meðal annars miðlað heilli kynslóð framreiðslunema og matsveina af reynslu sinni. Það var líka upplifun að fara með Helga út að borða. Hvar sem var á landinu, hvort sem staðurinn var stór eða lítill, hversdagslegur eða hátíðlegur, alls staðar þekktu menn Helga og tóku höfðinglega á móti honum. Það er óhætt að segja að Helgi hafi lifað tímana tvenna. Hann mundi eftir baðstofunni í Höfnunum þar sem allir sváfu í einu herbergi án rafmagns eða rennandi vatns. Hann hóf sjómannsferil sinn á árabát og lauk honum á einu stærsta milli- landaskipi sem Íslendingar hafa átt. Hann var alltaf opinn fyrir nýjung- um og bjó yfir stöðugri forvitni og áhuga á umhverfi sinu. Það var alveg sama hvað var á seyði: nýtt leikrit, nýr veitingastaður, nýtt íbúðarhverfi – alltaf var Helgi með fyrstu mönn- um til að kynna sér málið. Hann átti góða ævi en varð einnig fyrir áföll- um. Mesta sorg í lífi hans var að missa næstelsta son sinn, Hilmar, sem lést af slysförum. Helgi gekk lífsins veg af yfirvegun og æðruleysi. Hann gerði ávallt meiri kröfur til sjálfs sín en annarra, vænti einskis en var alltaf reiðubú- inn til að leggja sitt af mörkum. Hann naut víðtækrar virðingar fyrir gæsku sína, hógværð og lítillæti. Þótt Helgi sé horfinn á braut lifir hann áfram í hinum stóra og gjörvu- lega hópi barna, barnabarna og barnabarnabarna sem hann skilur eftir sig. Hann lifir einnig í minn- ingum okkar sem erum svo gæfusöm að hafa verið samferðamenn hans um lengri eða skemmri tima. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp og sorgin knýr dyra er huggunar að leita í orðum Helga sjálfs, eins og hann komst að orði í bókinni Milli sterkra stafna: „Kannski hefur and- streymi þann tilgang að kenna manni að njóta gleðinnar til fulls þegar hún vitjar manns.“ Maður, sem skilur eftir sig slíka arfleifð, hef- ur ekki lifað til einskis. Elsa B. Valsdóttir. Lífsþróttur, dugnaður og gleði eru þau orð sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um hann afa minn. Þetta undrabarn sló okkur öllum við, þrátt fyrir að eiga flest árin að baki. Ég man svo vel þegar hann keypti fyrsta alvöru hjólið mitt og þegar við dönsuðum í stofunni eða þegar við spiluðum svarta pétur og hann teiknaði svartan punkt á nefbrodd- inn eftir að hafa leyft mér að vinna. Já, minningarnar um afa eru allar skemmtilegar og segir það mest um hversu fágætur persónuleiki hann var. Hann talaði nú samt ekki af sér og eyddi löngum stundum í að skreppa hingað og þangað í alls konar leynd- ardómsfullar ferðir. Það var eitt sinn þegar við vorum stödd í matarboði að afi var eitthvað óvenju lúinn og þá kom í ljós að hann hafði kvöldið áður tekið þátt í steggjapartíi á Óðali ásamt vinnufélögum sínum, þá 84 ára gamall. Best þótti mér þó samband hans við hann litla bróður minn. Sálu- félagar frá fyrsta andartaki. Þeir eyddu miklum tíma saman og ég er þakklát fyrir að hafa orðið vitni að þessu nána sambandi þeirra. Það er erfitt að kveðja þessa fal- legu persónu og stundum vildi ég óska að hægt væri að njóta góðu stundanna enn betur. En nú er tíminn víst kominn og ég ætla að gera mitt besta til að halda minningu hans og anda á lofti því það fyllir líf mitt af gleði. Elsku fjölskyldan mín, nú hefur hann pabbi okkar, afi og langafi fundið friðinn. Samgleðjumst hon- um, geymum brosið hans í hjarta okkar og leyfum komandi kynslóð- um að njóta þess sem hann gaf okk- ur. Eva Bjarnadóttir. HELGI GÍSLASON                                                   ! " # $$ # %& '(  $&  #  '(  $$   ' )   '$&  $*   +#"  #  "$$ $ #"  '(  $&  $* # $&  *  ,-'%.$$ "$$/ # $&  /$%  0&$$ 1$ # $&  '  # "$$ "$$ # $$  $-$*- 2( )  !       343    , ! 5 34 6 77 8' %% % & 9:    "   #    $   !  ; ".<$&   ".<   $$  =   &  .'(%$*-%& )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.