Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR segir það rangt að Þjóðminjasafnið hafi afsal- að sér lóð á Norðurtúni rétt við Nesstofu þar sem áður var fyrir- hugað að reisa lækingaminjasafn þó að ákveðið hafi verið að leggja bygg- inganefnd safnsins niður. Í bréfi for- manns bygginganefndarinnar til bæjarstjóra Seltjarnarness segir hins vegar að hugmyndir um bygg- ingu safnhússins hafi verið lagðar til hliðar og að nefndin muni ekki nýta byggingaréttinn á reitnum. Forsaga málsins er sú að árið 1997 var efnt til samkeppni um hönnun lækningaminjasafns á lóð- inni. Voru það arkitektarnir Ásdís H. Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir hjá Yrki sf. sem urðu hlutskarpastar og luku þær hönnun safnsins að fullu. Framkvæmdum einungis frestað 4. júlí í sumar greindi Morgun- blaðið frá áformum um að reisa 60 rúma hjúkrunarheimili á umræddri lóð. Í kjölfar fréttarinnar reit Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður bæjarstjóra bréf þar sem hún gerir athugasemdir við þessi áform þar sem ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um byggingu lækn- ingaminjasafnsins heldur hafi fram- kvæmdum einungis verið frestað vegna fjárskorts. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri segir það hins vegar ljóst að með bréfi frá því í júlí í fyrra hafi bygg- inganefnd lækningaminjasafnsins afsalað sér lóðinni. Í bréfinu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er greint frá því að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun verksins og því hafi verið talið óráðlegt að fara út í framkvæmdina á meðan á end- urbótum og viðgerðum á húsi Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu stæði. Í bréfinu er sagt frá því að ekki sé líklegt að fjármagn fengist til bygg- ingar safnsins á næstu árum og því hafi verið áveðið að nýta þá fjár- muni sem fyrir hendi voru til að kaupa geymsluhúsnæði fyrir muni safnsins. „Af framansögðu má ljóst vera að lagðar hafa verið til hliðar hugmyndir um byggingu hins glæsi- lega nýja safnhúss sem hannað hef- ur verið í Nesi. Bygginganefnd Nes- stofusafns hefur ekki frekara hlutverki að gegna og hættir störf- um á næstunni,“ segir í bréfinu. Loks segir í niðurlagi bréfsins: „Bygginganefnd Nesstofusafns mun þannig ekki nýta byggingarrétt á reit þeim, sem úthlutað var til að byggja lækningaminjasafn í ná- grenni Nesstofu.“ Ekki í samráði við Þjóðminjasafnið Í bréfi sínu til bæjarstjóra frá því í sumar segir þjóðminjavörður að með bréfinu hafi formaður bygg- inganefndar í raun verið að tilkynna að nefndin sem slík myndi ekki hafa frekar með lóðina að gera. Vísar hún til Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra, sem hafi sagt í Nes- stofu í ágúst í fyrra að sín skoðun væri sú að tilkoma geymsluhúsnæð- isins að Bygggörðum 7 breytti ekki því að byggja þyrfti nýja safnhúsið. Í samtali við Morgunblaðið segir Margrét að það hafi ekki verið skilningur Þjóðminjasafnsins að bú- ið væri að leggja til hliðar áform um að byggja lækningaminjasafnið um alla framtíð heldur væri einungis um frestun að ræða vegna fram- kvæmda við Þjóðminjasafnið. „Þetta er ekki í samráði við okkur, okkar skilningur var sá að það væri ennþá í framtíðaráformum að byggja þetta hús og það var ekki rætt um annað við okkur,“ segir hún. Sigurgeir segir ekki hafa verið hægt að skilja annað af bréfi for- manns bygginganefndarinnar frá í fyrra að fallið hafi verið frá bygg- ingaráformunum. „Enda sýnist manni að fjárhagsgrundvöllur slíkr- ar stofnunar hafi verið mjög veikur frá byrjun. Reyndar kemur í ljós við nánari rannsókn að lóðinni hefur aldrei verið formlega úthlutað til þeirra. Það virðist alla vega hafa verið formgalli á því þannig að við finnum engar bókanir um að þetta hafi verið formlega gert,“ segir hann. „En hefði þetta verið einhver alvara í þessu þá væri byrjað að byggja þetta núna,“ segir hann. Ekki fjallað um nýja byggingu í nefndum bæjarins Sú gagnrýni hefur komið frá fulltrúum minnihlutans í bæjar- stjórn Seltjarnarness að meirihlut- Þjóðminjavörður ósáttur við hjúkrunarheimili við Nesstofu þar sem lækningaminjasafn átti að rísa Segir safnið aldrei hafa afsalað sér lóðinni Seltjarnarnes INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti síðastliðinn föstudag viðurkenningar fyrir frá- gang lóða og endurbætur á hús- næði í borginni. Viðurkenningar fyrir frágang lóða voru veittar vegna fjölbýlis- húsa og fyrirtækja þar sem frá- gangur þykir framúrskarandi og þær hlutu fjölbýlishúsin Gullengi 13 og Flétturimi 2-8, Verðbréfastofan hf., Suðurlandsbraut 18 og RÚV, Efstaleiti 1. Viðurkenningar fyrir endur- bætur á húsnæði hlutu eigendur þriggja eldri húsa borgarinnar sem vel hafa staðið að endurbótum á þeim. Þær húseignir sem við- urkenningar hlutu voru steinbær- inn Götuhús að Vesturgötu 50, gamli prestabústaðurinn að Landa- koti og loks var eigendum Tóm- asarhaga 55 veitt viðurkenning fyr- ir endurbætur á húsi sínu. Nefndir skipaðar af skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar völdu úr þær lóðir og hús sem skara þóttu framúr á þessum sviðum. Morgunblaðið/Þorkell Handhafar fegrunarviðurkenninga Reykjavíkur ásamt borgarstjóra. Viðurkenningar fyrir fegrun lóða og húsa Reykjavík HUGMYNDAVINNA vegna hugs- anlegrar menningarmiðstöðvar í Grafarvogi, sem starfrækt yrði á vegum borgarinnar og kirkjunnar, stendur nú yfir. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur framkvæmdastjóra Miðgarðs er málið á undirbúnings- stigi en um þessar mundir fara fram viðræður milli Miðgarðs og kirkjunnar í Grafarvogi þar sem skoðuð er þörf á húsnæði fyrir slíka starfsemi í framtíðinni. Ef af verður mun menningar- miðstöðin að sögn Regínu rísa við Spöngina í Grafarvogi og þar yrði fjölskylduþjónusta Miðgarðs og kirkjusel starfrækt auk þess sem hugmyndir eru uppi um félags- starf aldraðra og bókasafn á staðnum. Viðræður um menning- armiðstöð í Grafarvogi Grafarvogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.