Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR segir það rangt að Þjóðminjasafnið hafi afsal- að sér lóð á Norðurtúni rétt við Nesstofu þar sem áður var fyrir- hugað að reisa lækingaminjasafn þó að ákveðið hafi verið að leggja bygg- inganefnd safnsins niður. Í bréfi for- manns bygginganefndarinnar til bæjarstjóra Seltjarnarness segir hins vegar að hugmyndir um bygg- ingu safnhússins hafi verið lagðar til hliðar og að nefndin muni ekki nýta byggingaréttinn á reitnum. Forsaga málsins er sú að árið 1997 var efnt til samkeppni um hönnun lækningaminjasafns á lóð- inni. Voru það arkitektarnir Ásdís H. Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir hjá Yrki sf. sem urðu hlutskarpastar og luku þær hönnun safnsins að fullu. Framkvæmdum einungis frestað 4. júlí í sumar greindi Morgun- blaðið frá áformum um að reisa 60 rúma hjúkrunarheimili á umræddri lóð. Í kjölfar fréttarinnar reit Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður bæjarstjóra bréf þar sem hún gerir athugasemdir við þessi áform þar sem ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um byggingu lækn- ingaminjasafnsins heldur hafi fram- kvæmdum einungis verið frestað vegna fjárskorts. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri segir það hins vegar ljóst að með bréfi frá því í júlí í fyrra hafi bygg- inganefnd lækningaminjasafnsins afsalað sér lóðinni. Í bréfinu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er greint frá því að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun verksins og því hafi verið talið óráðlegt að fara út í framkvæmdina á meðan á end- urbótum og viðgerðum á húsi Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu stæði. Í bréfinu er sagt frá því að ekki sé líklegt að fjármagn fengist til bygg- ingar safnsins á næstu árum og því hafi verið áveðið að nýta þá fjár- muni sem fyrir hendi voru til að kaupa geymsluhúsnæði fyrir muni safnsins. „Af framansögðu má ljóst vera að lagðar hafa verið til hliðar hugmyndir um byggingu hins glæsi- lega nýja safnhúss sem hannað hef- ur verið í Nesi. Bygginganefnd Nes- stofusafns hefur ekki frekara hlutverki að gegna og hættir störf- um á næstunni,“ segir í bréfinu. Loks segir í niðurlagi bréfsins: „Bygginganefnd Nesstofusafns mun þannig ekki nýta byggingarrétt á reit þeim, sem úthlutað var til að byggja lækningaminjasafn í ná- grenni Nesstofu.“ Ekki í samráði við Þjóðminjasafnið Í bréfi sínu til bæjarstjóra frá því í sumar segir þjóðminjavörður að með bréfinu hafi formaður bygg- inganefndar í raun verið að tilkynna að nefndin sem slík myndi ekki hafa frekar með lóðina að gera. Vísar hún til Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra, sem hafi sagt í Nes- stofu í ágúst í fyrra að sín skoðun væri sú að tilkoma geymsluhúsnæð- isins að Bygggörðum 7 breytti ekki því að byggja þyrfti nýja safnhúsið. Í samtali við Morgunblaðið segir Margrét að það hafi ekki verið skilningur Þjóðminjasafnsins að bú- ið væri að leggja til hliðar áform um að byggja lækningaminjasafnið um alla framtíð heldur væri einungis um frestun að ræða vegna fram- kvæmda við Þjóðminjasafnið. „Þetta er ekki í samráði við okkur, okkar skilningur var sá að það væri ennþá í framtíðaráformum að byggja þetta hús og það var ekki rætt um annað við okkur,“ segir hún. Sigurgeir segir ekki hafa verið hægt að skilja annað af bréfi for- manns bygginganefndarinnar frá í fyrra að fallið hafi verið frá bygg- ingaráformunum. „Enda sýnist manni að fjárhagsgrundvöllur slíkr- ar stofnunar hafi verið mjög veikur frá byrjun. Reyndar kemur í ljós við nánari rannsókn að lóðinni hefur aldrei verið formlega úthlutað til þeirra. Það virðist alla vega hafa verið formgalli á því þannig að við finnum engar bókanir um að þetta hafi verið formlega gert,“ segir hann. „En hefði þetta verið einhver alvara í þessu þá væri byrjað að byggja þetta núna,“ segir hann. Ekki fjallað um nýja byggingu í nefndum bæjarins Sú gagnrýni hefur komið frá fulltrúum minnihlutans í bæjar- stjórn Seltjarnarness að meirihlut- Þjóðminjavörður ósáttur við hjúkrunarheimili við Nesstofu þar sem lækningaminjasafn átti að rísa Segir safnið aldrei hafa afsalað sér lóðinni Seltjarnarnes INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti síðastliðinn föstudag viðurkenningar fyrir frá- gang lóða og endurbætur á hús- næði í borginni. Viðurkenningar fyrir frágang lóða voru veittar vegna fjölbýlis- húsa og fyrirtækja þar sem frá- gangur þykir framúrskarandi og þær hlutu fjölbýlishúsin Gullengi 13 og Flétturimi 2-8, Verðbréfastofan hf., Suðurlandsbraut 18 og RÚV, Efstaleiti 1. Viðurkenningar fyrir endur- bætur á húsnæði hlutu eigendur þriggja eldri húsa borgarinnar sem vel hafa staðið að endurbótum á þeim. Þær húseignir sem við- urkenningar hlutu voru steinbær- inn Götuhús að Vesturgötu 50, gamli prestabústaðurinn að Landa- koti og loks var eigendum Tóm- asarhaga 55 veitt viðurkenning fyr- ir endurbætur á húsi sínu. Nefndir skipaðar af skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar völdu úr þær lóðir og hús sem skara þóttu framúr á þessum sviðum. Morgunblaðið/Þorkell Handhafar fegrunarviðurkenninga Reykjavíkur ásamt borgarstjóra. Viðurkenningar fyrir fegrun lóða og húsa Reykjavík HUGMYNDAVINNA vegna hugs- anlegrar menningarmiðstöðvar í Grafarvogi, sem starfrækt yrði á vegum borgarinnar og kirkjunnar, stendur nú yfir. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur framkvæmdastjóra Miðgarðs er málið á undirbúnings- stigi en um þessar mundir fara fram viðræður milli Miðgarðs og kirkjunnar í Grafarvogi þar sem skoðuð er þörf á húsnæði fyrir slíka starfsemi í framtíðinni. Ef af verður mun menningar- miðstöðin að sögn Regínu rísa við Spöngina í Grafarvogi og þar yrði fjölskylduþjónusta Miðgarðs og kirkjusel starfrækt auk þess sem hugmyndir eru uppi um félags- starf aldraðra og bókasafn á staðnum. Viðræður um menning- armiðstöð í Grafarvogi Grafarvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.