Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 37 Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI AÐ venju var það töltkeppnin sem var hápunktur heimsmeistaramóts- ins í Stadl Paura í Austurríki og þótt oft hafi þau verið æsileg töltúrslitin á þessum mótum er ljóst að nú varð toppnum náð hvað það varðar þótt endir keppninnar hafi verið hörmu- legur. Hafliði Halldórsson sem keppti á Valíant frá Heggsstöðum hafði látið stór orð falla. Það væri enginn vafi hvar sigurinn myndi lenda! Þegar svo keppnin hófst var ljóst strax á fyrsta atriði úrslita- keppninnar, hæga töltinu, að þetta yrði erfiður róður fyrir þá félaga því Karly Zingsheim og Dökkvi voru í feiknastuði og ljóst að þeir myndu klóra sig býsna hátt upp skalann. Og þær létu ekki sér standa háu töl- urnar, fjórar níur á lofti og einn dómari með 8,5 og þar sem hæsta og lægsta tala fellur út voru þeir með 9,0 fyrir hægt tölt meðan Hafliði og Valíant fengu 8,0 og útlitið ekki gott. Báðum tókst þeim vel upp á hraða- breytingu þar sem riðið er hægt tölt á skammhliðum og upp í góða milli- ferð á langhliðum vallarins. Hafliði hafði vinninginn þar, var með 9,0 en Karly var með 8,83 og munurinn þarna ekki nægilega mikill á þeim félögum því þegar þeir fara í yfir- ferðartöltið sem er að vísu sterkasti þáttur Valíants var staðan sú að Karly var með 8,91 og Hafliði 8,50 og mjög á brattann að sækja. Uppgjafareið og útafstökk Ónefndur sérfræðingur hafði á orði þegar hér var komið sögu að nú væri eina von Íslendinga og Hafliða að Dökkvi stykki út af vellinum því munurinn væri það mikill að erfitt gæti reynst vinna upp þetta forskot. Mátti ætla að Karly þyrfti aðeins að gæta sín á að sprengja ekki klárinn upp á yfirferðinni en þess í stað að reyna að sigla lygnan sjó í gegnum síðasta atriðið. Hafliði og Valíant fóru mikinn á yfirferðinni og virtist allt ganga vel þar til á næst síðasta hring þegar hann missti Valíant upp á annarri skammhliðinni smá spotta en í sama mund og þetta gerist fer Dökkvi inn á hina skammhliðina og beint á meters hátt grindverk og út af vellinum. Skömmu áður en þetta gerist var töltkeppnin hætt að vera fögur og spennandi sýning en hafði snúist upp í afskræmda mynd sína þar sem fimm glæstir töltarar voru við það að gefast upp og knaparnir farnir að hrópa til dómara óskir um að þessu yrði hætt. Ástæðan fyrir því hvers vegna Dökkvi fór út úr braut var augljós; hann var uppgef- inn og athyglisvert var að hann fer út úr brautinni þar sem eiginkona Karlys, Rúna Einarsdóttir stendur við völlinn en ekki þar sem hliðið var inn á völlinn. Má ætla að hann hafi vænst lausnar frá þessari níðslu hjá fóstru sinni. En með þessum atburði var ljóst hvar sigurinn myndi lenda, Karly reið reyndar aftur inn í braut og fékk einkunn hjá tveimur dóm- urum sem ekki sáu atvikið. Enn einu sinni verða hestaáhuga- menn vitni að slíkri hörmung sem þarna átti sér stað á stórmóti. Svipað hefur áður gerst á heimsmeistara- mótum og landsmótum og virðist ljóst að sú umræða sem átt hefur sér stað eftir slíkar uppákomur hafa ekki leitt til lausnar á þessu. Það er margt sem spilar inn í þegar svona gerist og ekki hægt að finna neinn ákveðinn sökudólg en vísast eru allir sammála um að tímabært sé að dýraníðslu sem þessari linni. Orkumiklir áhorfendur Að frátöldu þessu atviki var mótið býsna gott og órækur vitnisburður um stöðugar framfarir í ræktun og reiðmennsku. Á margan hátt var þetta mót skemmtilegra breytinga og má þar nefna þátt áhorfenda sem voru virkari en áður hefur þekkst á hestamótum og á það við um mót bæði á Íslandi og erlendis. Engar hömlur voru settar á hvatningar- hróp áhorfenda og oft á tíðum var líkast því sem menn væru staddir á kappleik í ensku úrvalsdeildinni. Hestakostur mótsins var betri en nokkru sinni fyrr og sama hvar tekið er niður. Þótt Íslendingar hafi unnið fjögur gullverðlaun þá má glöggt greina að breiddin er mjög að aukast og öll verðlaun mun harðsóttari. Íslenska liðið stóð sig með miklum ágætum og hér að ofan var getið frækilegrar frammistöðu Hafliða við að tryggja heimför tölthornsins fræga. En stórtækastur allra var Vignir Jónasson sem vann tvenn gullverðlaun í fimmgangi og saman- lögðu á sínum mikla gæðingi Klakki frá Búlandi. Þeirra undirbúningur hefur staðið í ein þrjú fjögur ár og er það eitt og sér efni í langa tölu. En hér var sem sagt hápunkturinn á ferli þeirra því auk tveggja gullverð- launa hlutu þeir bronsverðlaun í gæðingaskeiði, voru í tíunda sæti í 250 metra skeiði og fimmtánda sæti í tölti. Þarna voru miklir afreksgarp- ar á ferð sem hafa átt saman bæði súra og sæta daga þar sem sætleik- inn hefur verið ofan á síðustu árin. Styrmir Árnason hlaut nú sinn ann- an heimsmeistaratitil í fjórgangi nú á Farsæli frá Arnarholti en einnig unnu þeir gott verk í töltinu, þegar þeir fyrst unnu í B-úrslitum og síðan upp í þriðja sæti í hinum sögulegu töltúrslitum. Hugrún Jóhannsdóttir og Sveinn Ragnarsson reru á sömu miðum í gegnum allt mótið, voru oft nálægt hvort öðru í stigum í ýmsum greinum. Stóðu þau sig með mikilli prýði, fylgdu á hæla Vignis í keppn- inni um gullið í samanlögðu, Sveinn með silfrið og Hugrún bronsið. Þá voru þau á svipuðum tíma í 250 metrunum og fylgdust að í röð í 100 metra skeiðinu sem var kynningar- grein að þessu sinni. Reynir Aðal- steinsson varð þriðji í skeiðinu á Sprengi-Hvelli og fjórði í 100 metr- unum. Hlynur Arnarsson á Braga frá Allenbach fór vel af stað í fjór- gangi náði öðru sætinu eftir for- keppni en hafnaði í fimmta sæti í úr- slitum og varð að draga sig út úr töltúrslitum þar sem klárinn hafði slegið sig í olnbogann í fjórgangin- um. Dæmið gekk ekki alveg upp hjá Sigurbirni hann vann þó í 100 metra skeiðinu en hlaut silfrið í 250 metr- unum en eins og komið hefur fram átti sér mikið klúður í framkvæmd þeirrar greinar því ef rétt hefði verið dæmt átti hann sigurinn þar með réttu og verður fjallað meir um það síðar. Kynbótahrossin stóðu sig einnig með mikilli prýði, fjögur þeirra stóðu efst í sínum flokki og tvö voru í öðru sæti þannig að liðið heldur heim á leið með alls átta gull og sig- ur í aukagreininni. Íslenska liðið stóð sig framúrskarandi vel og er það nú eitthvað til að gleðjast yfir. Heimsmeistaramótið í Stadl Paura Fjögur gull á báð- um vígstöðvum og einn sigur að auki Heimsmeistaramótin bjóða upp á spennu og gleði og víst er gleði í herbúðum Íslendinga. Valdimar Kristinsson varð vitni að góðri frammistöðu Íslendinganna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hið sigursæla lið Íslands var ánægt með árangurinn að lokinni harðri keppni við vinaþjóðir innan FEIF. Tölt 1. Hafliði Halldórsson, Íslandi, á Valíant frá Heggsstöðum 8,37/8.78 2. Jolly Schrenk, Þýskal., á Laxnesi vom Störtal, 8,27/8,38 3. Styrmir Árnason, Íslandi, á Farsæli frá Arnarhóli, 7,50/8,50/7.83 4. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika 7,63/6.61 5. Hlynur Arnarson, Íslandi, á Braga von Allenbach, 7,67/- 6. Karly Zingsheim, Þýskal., á Dökkva frá Mosfelli, 8,20/- 7. Irene Reber, Þýskal., á Kappa frá Álftagerði, 7,33/7,89 8. Mette Logan, Danmörku, á Austra frá Austurkoti, 7,50/7,83 9. Saskia Heumann, Þýskal., á Þyti frá Krossum, 7,20/7,56 10. Lene Wenaas, Noregi, á Heklu frá Þóreyjarnúpi, 7,27/7,22 11. Christine Lund, Noregi, á Galsa frá Stokkseyri, 7,20/7,06 Fjórgangur 1. Styrmir Árnason, Ísland, á Farsæli frá Arnarholti, 7,53/8,33 2. Jolly Schrenk, Þýskal., á Laxnesi frá Störtal, 7,30/7,83 3. Saskia Heumann, Þýskal., á Þyti frá Krossum, 7,23/7,73 4.Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 6,93/7,83/7,63 5. Irene Reber, Þýskal., á Kappa frá Álftagerði, 6,97/7,41 6. Hlynur Arnarsson, Íslandi, á Braga frá Allenbach, 7,37/7,00 7. Karly Zingsheim, Þýskal., á Dökkva frá Mosfelli, 6,93/7,47 8. Christine Lund, Noregi, á Galsa frá Stokkhólmi, 6,63/7,07 9. Mette Logan, Danmörku, á Austra frá Austurkoti, 6,63/7,00 10. Juliet ten Bokum, Holl., á Gróttu frá Litlu-Tungu, 6,63/6,93 11. NicoleBergmann, Finnl., á Brunni frá Súluholti, 6,73/6,87 12. Isebelle Felsum, Danmörku, á Garpi frá Hemlu, 6,77/6,83 Fimmgangur 1. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá Búlandi, 7,57/7,74 2. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Dug frá Minni-Borg, 6,93/7,50 3. Samantha Leidesdorf, Danmörku, á Depli frá Votmúla, 7,13/7,24 4.-5. Ralf Wohlaib, Þýskal., á Nælu frá Skarði, 6,73/7,07 4.–5. Rune Svendsen, Noregi, á Hug frá Stóra-Hofi, 6,70/7,17/7,07 6. Elke Schafer, Austurríki, á Blæ frá Minni-Borg, 6,90/ 7. Thomas Haag, Sviss, á Frama frá Svanavatni, 6,73/7,07 8. Hugrún Jóhannsdóttir, Íslandi, á Súlu frá Bjarnastöðum, 6,60/7,07 9. Anne S. Nielsen, Danmörku, á Dem- anti frá Bólstað, 6,60/6,86 10. Piet Hoyos, Austurr., á Heljari frá Brautartungu, 6,67/6,76 11. Nicole Kempf, Þýskal., á Kóngi frá Wetsinghe, 6,63/6,69 13.Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Brynj- ari frá Árgerði, 6,47 23. Sigurbjörn Bárðarson, Íslandi, á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, 5,87 Slaktaumatölt 1. Anne Balslev, Danmörku, á Hrammi frá Þóreyjarnúpi, 7,33 2. Nicole Kempf, Þýskalandi, á Kóngi frá Wetsinghe, 7,50 3. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Dug frá Minni-Borg, 7,27 4. Piet Hoyos, Austurríki, á Heljari frá Brautartungu, 7,00 5. Fredric Rydström, Svíþjóð, á Gesti frá Stallgarden, 6,83 6. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Brynj- ari frá Árgerði, 6,73/7,50 7. Hugrún Jóhannsdóttir, Íslandi, á Súlu frá Bjarnastöðum, 6,67/7,17 8. Michaela Aðalsteinsson, Austurríki, á Goða frá Arnarsstöðum, 6,70/6,54 9. Samantha Leidesdorf, Danmörku, á Depli frá Votmúla, 6,73/6,50 10. Flurina Barandum, Sviss, á Frigg frá Auas Sparsas, 6,63/6,37 11. Sigurbjörn Bárðarson, Íslandi, á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, 5,37 Gæðingaskeið 1. Johan Haggberg, Svíþjóð, á Aski frá Hakansgarden, 8,34 2. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurr., á Katli frá Glæsibæ II, 8,05 3. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá Búlandi, 7,96 4. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dalbæ, 7,63 5. Marianne Tscappu, Sviss, á Gammi frá Ingveldarstöðum, 7,09 6.–7. Uschi H. Voight, Sviss, á Hrafn- tinnu frá Ási, 6,59 6.–7. Elke Schafer, Austurr., á Blæ frá Minni-Borg, 6,59 9. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á Depli frá Votmúla, 6,25 10. Gestur Júlíusson, Austurr., á Erni frá Efri-Brú, 5,09 250 metra skeið 1. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dalbæ, 21,60 sek./9,40 2. Sigurbjörn Bárðarson, Íslandi, á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, 21,70 sek./9,30 3. Reynir Aðalsteinsson, Íslandi, á Sprengi-Hvelli frá Efstadal, 22,0 sek./9,00 4. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurr., á Katli frá Glæsibæ II, 22,10 sek., 8,90 5. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Brynj- ari frá Árgerði, 22,30 sek., 8,70 6. Kirstine Segall, Danmörku, á Kjarna frá Tyrevoldsdal, 22,30 sek./8,70 7. Hugrún Jóhannsdóttir, Íslandi, á Súlu frá Bjarnastöðum, 22,40 sek./8,60 8. Sandra M. Knips, Þýskal., á Lippu frá Svignaskarði, 22,40 sek./8,60 9. Gestur Júlíusson, Austurr., á Erni frá Efri-Brú, 22,80 sek./8,20 10. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá Búlandi, 22,90 sek./8,10 100 metra flugskeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Íslandi, á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, 7,71/7,68 sek. 2. Tanja Gundlach, Þýskal., á Hrönn frá Godemoor, 7,68/- sek. 3. Sandra M. Knips, Þýskal., á Lippu frá Svignaskarði, 7,73/7,72 sek. 4. Reynir Aðalsteinsson, Íslandi, á Sprengi-Hvelli frá Efstadal, 7,73/7,73 sek., 5. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Þór frá Kalvsvik, 7,92/- sek. 6. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á Fáki frá Holti, 8,18/8,25 sek. 7. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dalbæ, 8,21/8,24 sek. 8. Hugrún Jóhannsdóttir, Íslandi, á Súlu frá Bjarnastöðum, 8,68/8,29 sek. 9. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Brynj- ari frá Árgerði, 8,31/- sek. 10. Marjolein Strikkers, Hollandi, á Erró frá Vallanesi, 8,42/8,65 sek. Frjáls fimi 1. Karly Zingsheim, Þýskal., á Dökkva frá Mosfelli, 7,28 2. Jolly Schrenk, Þýskal., á Laxnesi frá Störtal, 7,10 3. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 6,96 4. Christine Lund, Noregi, á Galsa frá Stokkhólmi, 6,77 5. Isebelle Felsum, Danmörku, á Garpi frá Hemlu, 6,68 6. Dorothée Her, Luxemb., á Flossy frá Hochvaldhof, 5,96 7. Lene Wenaas, Noregi, á Heklu frá Þóreyjarnúpi, 5,78 8. Johanna Stabinger, Austurr., Sera frá Reynisstað, 5,48 9. Mette Logan, Danmörku, á Austra frá Austurkoti, 5,43 10. Janice Hutchinson, Bretlandi, á Bisk- upi frá Skálholti, 5,33 Samanlagður sigurvegari mótsins 1. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá Búlandi, 8,42 2. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Brynj- ari frá Árgerði, 8,33 3. Hugrún Jóhannsdóttir, Íslandi, á Súlu frá Bjarnastöðum, 8,31 4. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Dug frá Minni-Borg, 8,18 5. Jolly Schrenk, Þýskal., á Laxnesi frá Störtal, 8,05 6. Karly Zingsheim, Þýskal., á Dökkva frá Mosfelli, 8,02 7. Anna Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá Dalbæ, 7,95 Sigurbjörn Bárðarson, Íslandi, á 8. Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, 7,82 9. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Miðkrika, 7,68 10. Sandra M. Knips, Þýskal., Nælu frá Skarði, 7,52 Stóðhestar 7 vetra og eldri 1. Stefnir frá Sandhólferju, Íslandi, knapi Guðmundur Björgvinsson, sköpu- lag: 8,38, hæfileikar: 8,46, aðaleink.: 8,43 2. Frami frá Haringe, Svíþjóð, knapi Denni Hauksson, s.: 7,93, h.: 8,49, a.: 8,26 3. Eldjárn, Þýskal., knapi Birgir Gunn- arsson, s.: 7,73, h.: 8,38, a.: 8,12 4. Farsæll frá Fitjum, Hollandi, knapi Maaike Burggrafer, s.: 7,80, h.: 7,96, a.: 7,90 Stóðhestar 6 vetra 1. Skarði frá Vindstöðum, Austurr., knapi Piet Hoyos, s.: 8,05, h.: 8,34, a.: 8,22 2. Gnýr frá Stokkseyri, Íslandi, knapi Vignir Siggeirsson, s.: 8,03, h.: 8,35, a.: 8,05 3. Burkni frá Skarholti, Noregi, knapi Svein Sortehaug, s.: 7,90, h.: 8,15, a.: 8,05 4. Hrannar frá Svaða-Kol-Kir, knapi Samantha Leidesdorff, s.: 8,05, h.: 7,95, a.: 7,99 Stóðhestar 5 vetra 1. Ægir frá Ketilsstöðum, Íslandi, knapi Bergur Jónsson, s.: 8,13, h.: 8,20, a.: 8,17 2. Lárus frá Birkenlund, Þýskal., knapi Susan Beuk, s.: 7,98, h.: 8,26, a.: 8,14 Hryssur 7 vetra og eldri 1. Hrönn frá Godemoor, Þýskalandi., knapi Tanja Gundlach, s.: 7,63, h.: 8,72, a.: 8,28 2. Góa frá Hjarðarhaga, Íslandi, knapi Bjarni Jónasson, s.: 8,13, h.: 8,18, a.: 8,16 3. Dimma frá Vinnes, Noregi, knapi Mona Fjeld, s.: 7,95, h.: 8,22, a.: 8,11 4. Ljónslöpp frá Krahenweide, Austurr., knapi Valdimar Auðunsson, s.: 7,80, h.: 8,23, a.: 8,06 5. Sóley frá Aldenghoor, Hollandi, knapi Sigurður Marínusson, s.: 7,50, h.: 8,16, a.: 7,90 Hryssur 6 vetra 1. Hlín frá Feti, Íslandi, knapi Erlingur Erlingsson, s.: 7,98, h.: 8,36, a.: 8,21 2. Náttfaradís frá Wreta, Svíþjóð, knapi Magnús Skúlason, s.: 7,80, h.: 8,35, a.: 8,13 3. Nótt frá Knutshyttan, Svíþjóð, knapi, Garðar Gíslason, s.: 8,10, h.: 8,00, a.: 8,04 4. Katla frá Ryethöj, Danmörku, knapi Anna S. Níelsen, s.: 7,75, h.: 8,22, a.: 8,03 5. Svarta frá Krahenweide, knapi Valdi- mar Auðunsson, s.: 7,55, h.: 8,34, a.: 8,02 Hryssur 5 vetra 1. Blá frá Úlfsstöðum, Íslandi, knapi Atli Guðmundsson, s.: 7,90, h.: 8,54, a.: 8,28 2. Snotra, Þýskal., knapi Angantýr Þórð- arson, s.: 8,13, h.: 8,03, a.: 8,07 3. Gleði frá Dal, Danmörk, knapi Jóhann Skúlason, s.: 7,55, h.: 8,04, a.: 7,84 4. Völva frá Rosenlund, Danmörku, knapi Guðmundur Björgvinsson, s.: 7,45, h.: 8,01, a.: 7,79 5. Skella frá Helms Hill, Bandaríkin, knapi Birga Wild, s.: 7,78, h.: 7,58, a.: 7,66 Úrslit í Stadl Paura
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.