Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 19 RANNSÓKN vegna eldsvoðans í frystihúsi Samherja, Fiskimjöli og lýsi, við Ægisgötu í Grindavík að- faranótt sunnudags miðar ágæt- lega. Sveinbjörn Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lög- reglunni í Keflavík, segir að grun- ur leiki á að um íkveikju hafi verið að ræða. Þó sé enginn grunaður sem stendur. Reiknað er með að tjónið nemi um 20–30 milljónum króna. Tilkynnt var um eldinn laust eft- ir miðnættið og var slökkvilið Grindavíkur kallað út auk varaliðs frá Keflavíkurflugvelli og Keflavík. Þá voru björgunarsveitir kallaðar út. Mjög hvasst var í Grindavík og voru aðstæður til slökkvistarfs ekki góðar. Auðvelt fyrir hvern sem er að komast inn í húsið Húsið er þriggja hæða. Á efstu hæðinni voru unglingar með að- stöðu til hljómsveitaræfinga. Sveinbjörn segir að þó svo að húsið hafi verið læst niðri hafi það verið algjört gatasigti. Það hafi verið fjórir eða fimm staðir þar sem hægt hafi verið að komast inn. „Eldurinn kom upp á þriðju hæð í suðurenda hússins þar sem kveikt hafði verið í símaskrám og teppum fyrr um kvöldið. Það virðist hafa verið glóð í því nema einhver hafi komið aftur og kveikt í.“ Óskar Ævarsson rekstrarstjóri segir að verið sé að meta tjónið en það hlaupi jafnvel á 20–30 millj- ónum króna. Húsið hefur verið not- að sem geymsla og voru um 250 tonn af afurðum í frystigeymslu í húsinu sem skemmdust ekki. Segir Óskar að þó þurfi jafnvel að skipta um eitthvað af umbúðum. Hann segir að þetta muni hafa lítil áhrif á starfsemi fyrirtækisins þar sem fyrirtækið sé með aðrar frysti- geymslur í bænum. „Það fór betur en á horfðist. Vindáttin var rétt þar sem hún stóð frá frystiklef- anum. Annars hefði hann farið og allar afurðirnar í honum.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mjög hvasst var í Grindavík og aðstæður til slökkvistarfs ekki góðar. Grunur um íkveikju í húsnæði Fiskimjöls og lýsis sem skemmdist í bruna aðfaranótt sunnudags Tjón áætlað 20–30 milljónir Grindavík UNGIR piltar í Grindavík, sem stunduðu hljómsveitaræfingar á efstu hæð í húsnæði Fiskimjöls og lýsis í Grindavík, sem skemmdist mikið í eldsvoða aðfaranótt sunnu- dags, urðu varir við mikinn reyk þar um áttaleytið. Þeir loftuðu út og yf- irgáfu húsið tæpum þremur klukku- stundum áður en eldsins varð vart. Óskar Gunnarsson sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, að kveikt hafi verið í símaskrám og ýmsu lauslegu í húsnæðinu en eld- urinn virtist hafa verið slokknaður þegar hann kom inn í húsið um kvöldið, ásamt félaga sínum, Aroni Ómarssyni. Mikill reykur var þó og loftuðu þeir út og yfirgáfu húsið klukkustund síðar, um níuleytið. Öll tæki hljómsveitar þeirra félaga eyðilögðust í eldinum. Þeir meta tjón sitt á um 600 þúsund krónur. Aron Ómarsson og Óskar Gunn- arsson á brunastað. Reynt var að kveikja í símaskrám Á MILLI 200–300 manns hafa stundað nám við öldungadeild Fjöl- brautaskóla Suðurnesja (FS) í Reykjanesbæ undanfarin ár en kennsla við deildina hefst 27. ágúst. Innritun verður 23., 24. og 25. ágúst. Oddný Harðardóttir, aðstoðar- skólameistari FS, segir að það sé helst tvennt sem skýri þennan mikla fjölda nemenda í kvöldskólanum. „Í fyrsta lagi erum við með frá- bæra kennara með langa reynslu af kennslu fullorðinna. Í öðru lagi er stjórn nemendafélags öldungadeild- ar mjög virk og starfar með okkur við að skipuleggja námið. Stjórnin tekur þátt í innritun nemenda og jafnframt gefur hún nýnemum góð ráð og hvatningu. Auk þess er mikill áhugi fólks á Suðurnesjum fyrir sí- menntun.“ Konur fleiri en körlum fjölgar Hún segir að í kvöldskólanum sé boðið upp á ýmsa áfanga sem kennd- ir séu í dagskólanum en einnig sé boðið upp meistaranám fyrir iðnað- armenn. „Nú í haust er boðið upp á fyrstu áfanga í almennum hluta meistara- námsins. Áfangar í öldungadeild og meistaraskóla eru kenndir ef næg þátttaka fæst.“ Flestir nemendur í kvöldskóla FS eru á aldrinum 20–50 ára en þó eru nokkrir nemendur komnir á sjötugs- aldurinn. Segir Oddný að fleiri konur stundi nám við deildina en körlum hafi þó fjölgað undanfarin ár. Um tveir þriðju hluti nemenda séu konur en þriðjungur karlar. Nemendur eru flestir úr Reykjanesbæ og sveitar- félögunum í kring, Garði, Sandgerði, Vogum og Grindavík. „Öldungadeildin er mikilvæg fyrir atvinnulíf og þjónustu á Suðurnesj- um. Til dæmis hafa allmargar konur hafið sjúkraliðanám við deildina og lokið síðar sérgreinum brautarinnar í dagskólanum. Þannig höfum við átt þátt í að manna heilbrigðisstofnanir á svæðinu og erum við ansi stolt af því. Þessar konur hefðu fæstar keyrt til Reykjavíkur til að stunda þetta nám.“ Síðastliðið haust gerði skólinn skoðanakönnun á meðal 300 Suður- nesjamanna á aldrinum 18–65 ára. „Þar kom fram að þeir þátttakendur sem höfðu stundað nám við deildina voru ánægðastir með kennara deild- arinnar og gátu fátt nefnt sem þeim fyndist að betur mætti fara. Um 40% þátttakenda sem ekki höfðu stundað nám við deildina höfðu íhugað það, en það getur verið erfitt að fara í skóla á ný eftir mörg ár. Svo menn láti verða af því þarf stuðning og hvatningu, bæði frá fjölskyldu og skólanum.“ Oddný segir að grunnmenntun nemenda deildarinnar sé mismikil og komi þeir úr ýmsum starfsgrein- um. Morgunblaðið/Þorkell Oddný Harðardóttir, aðstoðarskólameistari FS. Mikil aðsókn í nám við öldungadeild Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.