Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 49 DAGBÓK Upplýsingar og innritun: HTML forritun - Notepad – 18 kennslustundir Access gagnarunnur - 24 kennslustundir Photoshop og Imageready - 24 kennslustundir Freehand - 18 kennslustundir UltraDev - 54 kennslustundir Fireworks - 12 kennslustundir Flash 5 - 24 kennslustundir Lokaverkefni - 18 kennslustundir Hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra vefsíðugerð frá A-Ö. Að námi loknu eiga nemendur að geta gert gagnagrunns- tengdar vefsíður með allri grafík og myndvinnslu. Næstu námskeið byrja 28. ágúst, og 11. sept. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is V gerð Helstu námsgreinar efsíðu- Örfá sætilaus n t v .i s nt v. is n tv .i s NTV Hafnarfirði - 555 4980 NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 K la p p a ð & k lá rt / ij Kringlunni, sími 553 2888 Nýjar vörur Glæsilegt úrval af leðurstígvélum Margir litir Kvartbuxur Nýir haustlitir STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert trygglyndur og meira fyrir það að sýna tilfinningar þínar í verki en flagga þeim með upphrópunum og fyr- irgangi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef þú fellur ekki í þá freistni að láta sjálfselskuna ná tökum á þér ættu áætlanir þínar að ganga fullkomlega upp. Vertu því sanngjarn við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Eitthvað rekur á fjörur þínar í dag sem þú hefur lengi beðið eftir. Láttu það eftir þér að leika þér eingöngu að þessum hlutum dálitla stund. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ekki nóg að hugsa um hlutina ef ekkert verður úr framkvæmdinni. Brettu því upp ermarnar og gakktu til verks áður en þú drukknar í verkefnaflóðinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sá friður sem þú býrð nú við á flestum vígstöðvum kann að vera nokkuð brothættur sums staðar. Farðu því yfir stöðu mála og lagfærðu það sem miður fer. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu það ekkert nærri þér þótt einhverjir verði til þess að hreyta ónotum í þig. Stundum segja orðin meira um þá sem nota þau en hina sem um er rætt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu ekki alltaf að velta því fyrir þér hvað öðrum kunni að finnast um orð þín og gjörðir. Vertu bara heiðarlegur og sjálfum þér trúr. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fegurðin er alls staðar í kringum okkur og þú þarft bara að opna augun til þess að njóta hennar. Sönn vinátta byggist á gagnkvæmu trausti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er eitthvað að brjótast um í þér sem þú getur ekki alveg fest fingur á. Taktu þér tíma til þess að hugsa um málið og helst leysa það sem fyrst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að þiggja öll þau boð sem þér berast. Það er nefnilega ekkert að því að segja nei þegar maður raun- verulega vill ekki segja já. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að taka frumkvæðið og kýla áfram þau verkefni sem þér og samstarfsmönn- um þínum hafa verið falin. Láttu engan komast upp með undanbrögð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er alltaf ráðlegt að fara varlega í samskiptum sínum við ókunnuga og hleypa þeim ekki lengra en efni og aðstæð- ur eru til. Sýndu þolinmæði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef ekkert er hægt að gera til þess að bjarga málum er ekki um annað að ræða en láta þau yfir sig ganga svo hægt sé að afgreiða þau og halda lífinu áfram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Sigling Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Örn Arnarson. STAÐAN kom upp á Price- net-mótinu á skákhátíðinni í Olomouc í Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Jón Viktor Gunnarsson (2404) hafði hvítt gegn Radek Sluka (2339). 25. Hdg1! Dxd4. Ill nauðsyn þar sem 25. ...Hxg1 26. Hxg1 leiðir rakleiðis til máts. 26. Dh8+ Kf7 27. Hxg7+ Dxg7 28. Hh7 Dxh7 29. Dxh7+ Kf6 30. Dh6+ Kf7 31. b3 Hc5 32. Df4+ Bf5 33. Dxb4 Hxc2 34. Ka1 a6? Fram að þessu hef- ur svartur telft vörnina vel en textaleikurinn tapar peði bótalaust. 34. ... Hc5 hefði veitt harðvítugra viðnám þótt vinnings- möguleikar hvíts séu góðir. 35. Da5! e6 36. Dxa6 d5 37. Da7+ Kf6 38. Dd4+ Ke7 39. a4 Kd6 40. f4 Kc6 41. a5 Hc5 42. Da4+ Kc7 43. a6 Hc1+ 44. Kb2 Hc2+ 45. Ka3 Hc1 46. Kb4 Hd1 47. Da5+ Kc8 48. a7 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Robert Tibensky (2451) 8 vinningar af 11 mögulegum 2. Josef Jurek (2329) 7½ v. 3. Alberto Andres Gozalez (2407) 7 v. 4. Jan Dudas (2238) 6½ v. 5.–6. Rasmus Skytte (2342) og Jón Viktor Gunnarsson (2404) 6 v. 7.–8. Radek Sluka (2339) og Tomas Dvorak (2250) 5½ v. 9.–10. Jakub Krejci og Sigurbjörn Björnsson (2297) 5 v. 11. Monika Krupa (2307) 2½ v. 12. Reinhard Bolig (2238) 1½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Guð-mundur Geir Ólafs- son, Grænumörk 5, Selfossi, verður níræður miðvikudag- inn 22. ágúst. Hann verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti ættingjum og vinum á Stað, Eyrar- bakka, föstudaginn 24. ágúst milli kl. 20 og 22.30. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 21. ágúst, er áttatíu ára Leó Guðbrandsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, frá Ólafs- vík, Núpalind 2, Kópavogi. Eiginkona hans er Helga Kristín Lárusdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag kl. 16–19 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Skildinganesi 33, Reykjavík. 60 ÁRA afmæli. Sextugverður á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst, Sesselja Eiríksdóttir, for- stöðumaður ræstingadeild- ar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi, Logafold 24, Reykjavík. Af því tilefni mun hún taka á móti ættingjum, vinum og samstarfsfólki í Stakkahlíð 17 (Drangeyjarsal) á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Meistarafélag Bólstrara www.bolstrun.is M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem 25 slagir velta á einu út- spili. Eddie Kantar var í sporum vesturs og átti út gegn þremur gröndum. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á102 ♥ G ♦ ÁKG976 ♣ 1065 Vestur Austur ♠ D4 ♠ 973 ♥ D72 ♥ ÁK9643 ♦ 4 ♦ 832 ♣ ÁDG9843 ♣ 2 Suður ♠ KG865 ♥ 1085 ♦ D105 ♣ K7 Vestur Norður Austur Suður 3 lauf 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Það er skemmst frá því að segja að Kantar „hitti ekki á það“. Hann kom út með laufdrottningu og sagnhafi var fljótur að taka tólf slagi, því auðvitað toppaði hann spaðann með níu örugga slagi á hendinni. „Mér er sagt að Mike Lawrence hafi skrifað frá- bæra bók um útspil. Ég verð líklega að kaupa hana,“ seg- ir Kantar: „Eg er viss um að Michael útskýrir fyrir mér hvers vegna ég hefði átt að spila út hjarta.“ Kantar heldur áfram og segir að ef hjarta verði fyrir valinu sé rétt að velja sjöuna (topp af „engu“) svo austur óttist ekki að skipta yfir í lauf. Hjarta út og lauf til baka gefur vörninni alla þrettán slagina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Elliheimilinu Hlíð og söfnuðust 5.450 krónur. Þær heita Rósa María Árnadóttir, Móheiður Guðmunds- dóttir og María Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.