Morgunblaðið - 21.08.2001, Page 56

Morgunblaðið - 21.08.2001, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAU sem létust í Veiðivötnum voru Sigurður Jónsson, Eva María Sig- urðardóttir, Örn Sigurbergsson og Óli Ágúst Þorsteins- son. Sigurður var fimmtugur, til heim- ilis í Fjallalind 105, Kópavogi. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Eva María, dóttir hans, var 24 ára, ógift og barn- laus, til heimilis í for- eldrahúsum. Örn var 51 árs, til heimilis í Beykihlíð 19, Reykjavík. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tvö uppkom- in börn. Óli Ágúst var 37 ára og til heimilis á Hjarðar- haga 46, Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og dóttur. Maðurinn, sem lést þegar körtu- bíll valt á Alexandersflugvelli á Sauð- árkróki á laugardagsmorgun, hét Brynjar Örn Hlíðberg og var 26 ára. Hann var til heimilis í Fannafold 59 í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Sautján ára piltur, sem lést þegar bíll valt út af þjóðveginum í Súðavík laust fyrir kl. sjö að morgni sunnu- dags, hét Ragnar F. Vestfjörð Gunn- arsson og var til heimilis á Holtagötu 11, Súðavík. Bifreiðin, sem pilturinn var farþegi í, valt yfir stórgrýtta brimvörn og ofan í fjöru þar sem hún stöðvaðist á réttum kili í sjónum. Pilturinn var sofandi í aftursæti en kastaðist út úr bílnum við slysið og lenti undir honum. Hann er talinn hafa látist samstundis. Ökumaður bifreiðar- innar og stúlka sem einnig var farþegi voru flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en meiðsli þeirra eru talin minniháttar. Þau voru bæði í bílbeltum. Mikl- ar skemmdir urðu á bílnum. Að sögn lög- reglunnar á Ísafirði voru ökumaðurinn og stúlkan enn á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær og í miklu áfalli eftir slysið. Lögregla sagði ung- mennin hafa verið á leiðinni í gegnum Súðavík til norðurs. Þau höfðu ekið í gegnum Nýju-Súðavík og rétt yfir Eyrardalsá, þar sem bíllinn fór út af veginum í vægri aflíðandi beygju. Sagði lögregla að ekkert benti til að um hraðakstur eða glannaskap hafi verið að ræða. Ekki tókst að útvega mynd af Ragnari heitnum. Sex Íslendingar fórust í slysum um helgina Kolsýringseitrun talin hugsanleg dánarorsök í Veiðivötnum Sex Íslendingar létust af slysförum um helgina. Fjórir biðu bana í veiðiskála við Veiðivötn aðfaranótt sunnudags og er talið að ástæðan sé kolsýringseitrun sem hefur hugsanlega orðið vegna bruna í gas- lampa. Ungur maður lést þegar körtubíll valt á flugvellinum við Sauðárkrók fyrir hádegi á laugardag og sautján ára piltur lét lífið þegar bíll fór út af þjóðveginum við Súðavík árla dags á sunnudag. Brynjar Örn Hlíðberg Þau fórust við Veiðivötn Sigurður Jónsson Örn Sigurbergsson Eva María Sigurðardóttir Óli Ágúst Þorsteinsson  Talin hafa/6  Valt eftir/4 Fólkið sem fórst í Veiðivötnum var í einum af veiðikofum Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar. GILS Jóhannsson, varðstjóri lög- reglunnar á Hvolsvelli, segir að veiðivörður í Veiðivötnum hafi til- kynnt um kl. 18.30 á sunnudag að hann hafi komið að fjórum ein- staklingum látnum í einu veiðihús- anna við Tjaldvatn. Rannsókn lög- reglu á slysinu beinist að því hvort fólkið hafi fengið kolsýringseitrun, vegna þess að gasljós hafi brunnið yfir nótt og eytt öllu súrefni í hús- inu. Húsið sem fólkið var í er um 25 fermetrar að stærð, með einu her- bergi og forstofu, en millihurð var inn í forstofuna og voru dyrnar lok- aðar. Allir gluggar á húsinu voru einnig lokaðir þegar að var komið, enda var leiðindaveður aðfaranótt sunnudags. Rannsókn beinist að kolsýringseitrun BJÖRGUNARSVEITARMENN á Norðurlandi leituðu í gær og fram á nótt að feðgum á jeppa sem ætluðu að koma til byggða á sunnudags- kvöld en þeir voru ófundnir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talið að mennirnir, fullorðinn maður og son- ur hans á unglingsaldri, hafi verið í skálanum Dreka í Drekagili við Öskju í fyrradag. Ekki er vitað hvaða leið þeir fóru til byggða en um nokkrar er að ræða bæði austan og vestan Dyngjufjalla og röktu björg- unarsveitarmenn úr Mývatnssveit og bændur úr Bárðardal þessar leið- ir í gærkvöldi, en þær eru bæði lang- ar og torfarnar. Lögreglan segir að mennirnir hafi ekki verið mjög kunn- ugir staðháttum. Skipulögð leit hófst kl. rúmlega þrjú í gærdag og að sögn lögreglu átti að halda henni áfram fram eftir nóttu og auka átti hana í birtingu. FIMM erlendar einkaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær og hafa þar viðdvöl fram á föstudag. Eru þær í samfloti með um 100 manna hópi útlendinga sem hér eru í ævintýraferð. Að sögn Sveins Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Flugþjónustunnar, sem annast afgreiðslu flugvél- anna, eru þrjár af þotunum kanadískar, af gerðinni Challen- ger, ein heitir Falcon 2000, smíð- uð í Frakklandi og ein þýsk, af gerðinni Dornier Jet J328. Morgunblaðið/Jim Smart Fimm einkaþot- ur í ReykjavíkBjörgunarsveitir á Norðurlandi leita feðga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.