Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 8

Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr dýraspítali í Víðidal Miklu betri aðstaða Á næstunni munudýralæknar Dýra-spítalans í Víðidal taka í notkun nýtt húsnæði sitt, samnefnt, á horni Breiðholtsbrautar og Vatnsveituvegar. Katrín Harðardóttir dýralæknir er einn af fimm hluthöfum í nýja fyrirtækinu og gjaldkeri þess. Hún var spurð hvort reksturinn breyttist mjög við þessi umskipti. „Við dýralæknarnir fimm sem störfum allir við Dýraspítalann í Víðidal stofnuðum hlutafélag árið 1999 með það fyrir augum að reisa nýtt húsnæði yfir starfsemina. Jafnframt breytist rekstrarfyrir- komulag fyrirtækisins þannig að hluthafarnir fimm reka það, en fram að þessu höfum við verið verktakar hjá Dýraspítalan- um í Víðidal. Öll útivinna, t.d. störf viðvíkjandi hestum, hefur verið á vegum hvers og eins dýralæknis.“ – Hvers vegna gerið þið þessa breytingu? „Það var draumur okkar að geta verið með sterka miðstöð fyr- ir allar tegundir dýra þar sem við getum boðið upp á fullkomna þjónustu. Með umræddri breyt- ingu á rekstrinum munu framveg- is öll okkar störf fara í gegnum fyrirtækið. Við gerum okkur ekki vonir um fjárhagslegan afrakstur með þessu en hins vegar fáum við miklu betri aðstöðu til okkar starfa í þágu okkar viðskipta- vina.“ – Hvaða dýr er mest leitað til ykkar með? „Einkanlega hunda og ketti og svo hesta. Við þjónum einnig átján kúabúum í Kjósinni og það er tölu- vert mikið af kindum á höfuðborg- arsvæðinu, einkum á Reykjanesi.“ – Og hvað er það nú helst sem plagar sjúklinga? „Hjá köttum eru það nú oft sár eftir slagsmál og meltingartrufl- anir, niðurgangur og uppköst. Hjá hundum er mikið um magavanda- mál, ofnæmi og eyrnabólgur, einnig heltast margir hundar. Mikið af störfum okkar er svoköll- uð „rútínuvinna“ – við geldum húsdýr, bólusetjum og hreinsum þau af ormum.“ – Er mikið um dýrahald á höf- uðborgarsvæðinu? „Það hefur aukist gífurlega á þeim tólf árum sem ég hef starfað á Dýraspítalanum í Víðidal. Eink- um hefur hundum fjölgað eftir að hundahald var leyft í Reykjavík og hafinn var innflutningur á hundum. Fjölbreytnin í tegundum bæði hjá hundum og köttum er ótrúlega mikil.“ – Hvaða tegundir eru vinsæl- astar? „Smáhundarnir eru mjög vin- sælir núna, töluvert framboð er af þeim og það er minni vinna að hafa þá, þeir þurfa minni viðrun, borða minna og fara síður úr hár- um. Veiðihundar eru líka vinsælir og íslenski hundurinn stendur fyrir sínu. Hvað kettina áhrærir er íslenski húsköttur- inn mjög algengur ennþá, en það er búið að flytja inn persneska ketti og skógarketti, svo og síamsketti í mörgum af- brigðum og í minni mæli aðra ketti, svo sem abyssiníuketti og bengalketti.“ – Hvað með hestana, hefur komið fyrir að fluttir séu inn út- lendir hestar? „Nei, það er bannað með öllu. Íslenski hesturinn ríkir hér al- valdur. Það er meira að segja bannað að leyfa íslenskum hestum að koma aftur til landsins ef þeir á annað borð hafa verið fluttir til út- landa, sem mikið er gert af.“ – Hvers vegna er þetta svona strangt með hestana? „Íslenski hesturinn er alveg laus við allar alvarlegar veirusýk- ingar og smithætta er alltof mikil til að leyfa innflutning.“ – Svo við snúum okkur aftur að hinu nýja húsnæði – er það mun stærra en það sem þið eruð í nú við Vatnsveituveg? „Nýi spítalinn er 500 fermetrar, sá gamli 130 fermetrar. Nýi spít- alinn skiptist í hestaspítala og smádýraspítala með tengibygg- ingu á milli, sem er biðstofa.“ – Hafið þið byggt þennan nýja spítala á eigin kostnað? „Já, við höfum ekki fengið neinn fjárstuðning en auðvitað hefur fyrirtækið fengið lán til bygging- arinnar.“ – Í hverju liggur aðstöðumun- urinn helst? „Fyrir utan stækkun á húsnæði þá er þetta nýja húsnæði hannað sérstaklega fyrir þennan rekstur, en hið gamla var það ekki. Arki- tektastofan Gláma Kím teiknaði húsið í náinni samvinnu við okkur dýralæknana.“ – Er þetta steinhús? „Þetta er stálgrindarhús og reksturinn á einni hæð nema hvað geymsluloft er yfir hestaspítalan- um.“ – Hvað munu starfa margir á hinum nýja spítala? „Það verða fimm dýralæknar og væntan- lega þrír starfsmenn að auki.“ – Mun þetta draga úr einkarekstri dýra- lækna á höfuðborgar- svæðinu? „Við fimm hættum öllum einka- rekstri en það eru þrjár aðrar dýralæknastofur á höfuðborgar- svæðinu og það mun væntalega ekki breytast.“ – Hvenær hefst starfsemin í nýja spítalanum? „Vonandi fyrir 1. október, þetta er allt að smella núna.“ Katrín Harðardóttir  Katrín Harðardóttir fæddist í Reykjavík 24. janúar 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1982 og læknaprófi frá landbún- aðarháskólanum í Kaupmanna- höfn 1989. Hún hefur starfað á Dýraspítalanum í Víðidal frá 1990. Hún er varaformaður Kattavinafélagsins og á sæti í stjórn Dýralæknafélags Íslands. Katrín er gift Kristjáni Jónas- syni, jarðfræðingi á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Þau eiga tvö börn. Nýi spítalinn er 500 fer- metrar en sá gamli 130 fermetrar STARFSMÖNNUM Áburðarverk- smiðjunnar var tilkynnt í gær að milli 35 og 40 þeirra, eða um tveimur þriðju hlutum starfsmanna, yrði sagt upp um næstu mánaðamót vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu sem ætlað er að bæta samkeppnis- stöðu þess. Fyrirtækið mun hætta frumvinnslu hráefna til áburðarfram- leiðslu og leggja í staðinn áherslu á fullvinnslu áburðar. Efnaverksmiðjur fyrirtækisins verða því lagðar niður og verður hrá- efni flutt inn til landsins. Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Áburðarverksmiðjunnar, segir að skorið verði niður í öllum rekstri fyr- irtækisins. Þungt hljóð í starfsmönnum Frank Hall, vaktstjóri hjá fyrir- tækinu, segir að þungt hljóð sé í starfsmönnum. „Margir eru búnir að vinna hérna hálfa starfsævina, í 20–30 ár. Ef það er rétt sem virðist útlit fyr- ir, að það sé framleiðslan sem er verið að stöðva, eru náttúrlega elstu starfs- mennirnir þar,“ segir Frank. Hann segir að á morgun muni fulltrúar starfsmanna funda með forsvars- mönnum fyrirtækisins og þá muni staðan kannski skýrast eitthvað, en ekkert hefur verið gefið upp um hvar verði skorið niður. Frank segir að starfsmenn séu slegnir og að það sé erfitt fyrir þá að bíða til mánaðamóta með að vita hvort þeir haldi vinnunni, best hefði verið að fá úr því skorið strax. Frank segir að vel hafi verið mætt á starfsmannafundinn í gær, miðað við að boðað var til hans með þriggja klukkustunda fyrirvara og að margir hafi verið í sumar- eða vakta- fríi. Óvægin samkeppni frá innflytj- endum erlends áburðar Nú eru tæplega 60 fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu en árið 1999, þegar Haraldur keypti fyrir- tækið ásamt hópi fjárfesta, voru starfsmenn 88 talsins. Haraldur segir að síðan þá hafi verið farið í ýmsar hagræðingaraðgerðir og að starfs- mönnum hafi verið fækkað um 33 á þeim tíma, en það hafi ekki verið nóg. „Við höfum verið að tapa peningum og það getur enginn haldið áfram að reka fyrirtæki sem tapar peningum,“ segir Haraldur. Þegar kaupin fóru fram árið 1999 var markaðshlutdeild fyrirtækisins 80%, en er hún nú um 70%. Haraldur segir að óvægin verðsamkeppni ís- lenskra innflytjenda á erlendum áburði, sé ástæða minnkandi mark- aðshlutdeildar. Að meginstofni komi samkeppnin frá fimm aðilum, m.a. hafi kaupfélögin flutt inn áburð. Har- aldur segir að um leið og Áburðar- verksmiðjan hafi gefið út verð á sína vöru hafi innflytjendurnir undirboðið þá. „Þeir hafa reynt að selja sína vöru á verði, en ekki gæðum.“ Haraldur segir ekki nokkurn vafa leika á að er- lendur áburður sé lakari. „Vara okkar er sérhönnuð fyrir íslenskt veðurfar og íslenskt gróðurlendi,“ segir hann. Haraldur segir að bændur sem hafa keypt erlenda áburðinn eigi eftir að sjá jarðveginn hjá sér rýrna á næstu árum. „Það tekur um þrjú ár að koma fram að skipt hafi verið um áburð, því áhrifin koma ekki fram á fyrsta degi.“ Til þessa hefur Áburðarverksmiðj- an lagt höfuðáherslu á framleiðslu einkornaáburðar, en mun eftir breyt- ingarnar eingöngu framleiða fjöl- kornaáburð sem er einfaldari í fram- leiðslu. Haraldur segir að uppsagn- arfrestur starfsmanna sé allt frá þremur mánuðum upp í sex mánuði og að á þeim tíma verði starfseminni breytt. Í einkornaáburði innihalda öll kornin sömu efnablönduna, en í fjöl- kornaáburði eru kornin mismunandi, hvert korn inniheldur hluta úr heild- arblöndunni. Haraldur segir að það eigi eftir að skýrast hvað verði um þau hús sem hafa hýst þá starfsemi sem nú verður lögð niður og þau tæki sem hætt verð- ur að nota. Hann segir að engin tilboð hafi borist í eignirnar. „Skipulagsyfir- völd hafa verið að tala um að setja íbúðabyggð þarna. Ef það verður munum við bíða eftir því, en þangað til nýta húsin í það sem mögulegt er.“ Nærri 40 af 60 starfs- mönnum sagt upp Breytingar fyrirhugaðar hjá Áburðarverksmiðjunni ÞEIR líkjast helst risavöxnum marmarabjörgum, ísjak- arnir á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, sem ferða- mennirnir – sem aftur á móti virðast einungis örlitlar þústir á myndinni – skoðuðu í blíðviðrinu á dögunum. Morgunblaðið/RAX Tignarleg fegurð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.