Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. skil- aði 154,8 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er það tæplega 56% aukning frá sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn 99,4 milljónir. Til samanburðar má geta þess að hagnaður ársins 2000 í heild var 171,3 milljónir króna. Félagið segir afkomu tímabilins vera viðunandi en verulegt tap hafi orðið á eignatryggingum, m.a. vegna brunans hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja og tveggja stórra bruna- tjóna til viðbótar. Afkoma ökutækja- trygginga, sem nema um 50% af heildariðgjöldum félagsins, hefur hins vegar batnað, að sögn fyrst og fremst vegna iðgjaldahækkana og fækkunar tjóna á fyrstu fjórum mán- uðum ársins. Þreföldun hagnaðar af vátryggingarekstri Hagnaður af vátryggingarekstri nær þrefaldaðist frá sama tímabili í fyrra, var 338,9 milljónir króna nú en 113,5 milljónir í fyrra. Hlutfallslega mest aukning frá fyrri hluta síðasta árs, eða um tæp 72%, varð á fjárfest- ingatekjum sem færast á vátrygg- ingarekstur, en þær fóru úr 430 í 738 milljónir króna. Skýringin er rakin til mikillar verðbólgu og hárra vaxta. Þá jukust eigin iðgjöld um 28,0% eða 472 milljónir króna en þar af nam aukn- ing bókfærðra gjalda 29,9%, voru þau um 4,4 milljarðar króna nú á móti 3,4 milljörðum árið áður. Um þriðjungur aukningarinnar er rakinn til tilfærslu á gjalddögum innan ársins en sé tillit tekið til þess er aukning bókfærðra iðgjalda 20,1%. Eigin tjón tímabilsins námu 2,1 milljarði króna á móti tæp- lega 1,7 milljörðum árið áður og juk- ust um 27,7%. Þar af jukust bókfærð tjón um 45,9% frá fyrra ári, voru 2,8 milljarðar króna nú en 1,9 milljarðar árið áður. Aukningin er rakin til upp- gjörs bóta upp á 989 milljóna króna vegna stórbrunans í Ísfélagi Vest- mannaeyja. Þá jókst hluti endur- tryggjenda í bókfærðum tjónum um 179%, var 1.309 milljónir króna nú á móti 469 milljónum árið áður. 18 m.kr. tap af fjármálarekstri Vegna þeirra háu fjárfestingar- tekna af vátryggingarekstri sem færðar voru vegna verðbólgu og hárra vaxta myndast 18,4 milljóna króna tap af fjármálarekstri félags- ins samanborið við liðlega 86 milljóna króna hagnað í fyrra. Þá er 55 millj- óna króna afskrift viðskiptavildar vegna kaupa á Tryggingu hf. gjald- færð undir öðrum gjöldum. Hvað varðar afkomu síðari hluta ársins segir í tilkynningu að hún verði vænt- anlega svipuð og afkoma fyrri hlut- ans. Ennfremur segir að þess sé vænst að rekstur ökutækjatrygginga verði kominn í viðunandi horf eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. Þá sé verið að huga að leiðum til að stöðva taprekstur í eignatrygging- um. Í samræmi við væntingar Katrín Friðriksdóttir, sérfræðing- ur hjá Búnaðarbankanum Verðbréf, segir afkomu Tryggingamiðstöðvar- innar vera að mestu leyti í samræmi við væntingar greiningadeildar Bún- aðarbankans. „Ljóst var að tekjur félagsins myndu aukast verulega vegna hækkana á iðgjöldum öku- tækjatrygginga. Félagið hefur til- kynnt að stórtjón í eignatryggingum það sem af er árinu myndu hafa áhrif á afkomu í þeim flokki vátrygginga. Þá hefur hátt vaxtastig og mikil verð- bólga þau áhrif að auka fjárfesting- artekjur af vátryggingarekstri og á kostnað fjármálareksturs sem nú skilar tapi.“ Katrín segir að hlutfall eigin tjóna á móti eigin iðgjöldum sé lítið breytt frá sama tímabili í fyrra en verulegur viðsnúningur hafi orðið þar á ef litið er á tjónahlutfall í árslok 2000 sem var 105,4%. „Að því gefnu að félagið verði ekki fyrir stórtjónum í eigna- tryggingum á seinni hluta árs má gera ráð fyrir enn hagstæðara tjóna- hlutfalli á seinni helming ársins, sér- staklega í ljósi þess að enn á hluti af hækkunum iðgjalda ökutækjatrygg- inga eftir að skila sér inn í rekstur- inn.“ Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar 156 milljónir króna á fyrri hluta árs Afkoma öku- tækjatrygg- inga batnaði           #          3'   #   4       5 3  6     $  !      !   7 8 "  !     "   9 9: 3    #    %      $;      &                          (', 0*) (',,. *0) )   +/* + ""   (('/,* ((' *'-)0  ('(0( - ()) % &% &%& &%& % % % % %& % % &% %& % % %        !  " #  " #  " #      !           !   SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað var rekin með 398 millj- óna króna tapi á fyrstu sex mán- uðum ársins 2001 en tap sama tímabils í fyrra var 16 milljónir króna. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar, býst við að betur gangi á seinni hluta ársins og ekki sé ástæða til að breyta rekstr- aráætlun. Áætlanir félagsins um afkomu hafa ekki gengið eftir á tímabilinu sem rekja má aðallega til þriggja þátta, að því er fram kemur í til- kynningu: aukins fjármagnskostn- aðar vegna mikils gengistaps á tímabilinu og hækkandi vaxta, olíu- verð hækkaði á tímabilinu en reikn- að var með lækkunum í áætlunum og í þriðja lagi hafi verkfall sjó- manna í 50 daga haft veruleg áhrif þar sem reiknað hafði verið með veiði á kolmunna á þeim tíma. Rekstrartekjur Síldarvinnslunnar á fyrri hluta ársins námu 1.973 milljónum króna en rekstrargjöld námu 1.320 milljónum króna. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- liði nam 653 milljónum króna, eða sem svarar til 33,1% af rekstrar- tekjum. Á sama tímabili árið áður nam þessi fjárhæð 323 milljónum króna, eða 20,9% af rekstrartekjum. Afskriftir námu samtals 239 millj- ónum króna, samanborið við 214 milljónir sama tímabil árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjármuna- tekjur námu 913 milljónum króna, samanborið við 75 milljónir króna sama tímabil árið áður. Verðhækk- un og gengismunur skulda var 962 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins. Veltufé frá rekstri nam 501 milljón króna samanborið við 258 milljónir króna á sama tímabili árið 2000. Eigið fé félagsins í júnílok nam 1.906 milljónum króna, samanborið við 2.471 milljón í árslok 2000. Í júnílok var eiginfjárhlutfall félags- ins 22,80%, samanborið við 33,64% í lok ársins 2000. Veltufjárhlutfallið var 0,66 samanborið við 0,85 í árs- lok 2000. „Ég get ekki verið sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar, í fréttatilkynningu. „Það verður hins vegar að horfa á að félagið er að mestu leyti fjármagnað með erlendri mynt og breytingar á gengi krónunnar setja því verulegt mark á rekstrarniðurstöðuna. Það eru hins vegar batamerki sjáanleg í rekstri félagsins sérstaklega í upp- sjávarfiskinum, sem gefur von um betri tíð að minnsta kosti um sinn.“ Björgólfur segir síðari hluta árs- ins yfirleitt lakari hjá Síldarvinnsl- unni hf. en nú megi hins vegar reikna með góðum síðari hluta vegna hás markaðsverðs fyrir síld- arafurðir, frosnar og saltaðar, svo og fyrir mjöl- og lýsisafurðir. Tap hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað Búist við betri afkomu seinni hluta árs UMSÓKN Kjötumboðsins, áður Goða, um framlengingu á greiðslu- stöðvun var tekin fyrir í héraðsdómi í gær. Að sögn Kristins Geirssonar, framkvæmdastjóra kjötumboðsins, komu fram mótmæli við framleng- ingu á greiðslustöðvun frá einum að- ila og málinu hafi því verið frestað um einn dag. Aðspurður segir Krist- inn að þessi mótmæli hafi ekki verið mjög haldbær en það dugi að einn aðili mótmæli til þess að dómtaka þurfi málið. Kristinn segir að lög- menn sínir telji að þessi mótmæli muni þó væntanlega ekki breyta endanlegri niðurstöðu, þ.e. að greiðslustöðvunin verði framlengd þar sem allir aðrir kröfuhafar hafi samþykkt eða ekki mótmælt áfram- haldandi greiðslustöðvun félagsins. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að samtökin hafi ekki mætt við þinghaldið en þau hafi átt fund með öðrum kröfuhöfum fyrir helgina þar sem farið hefði verið yfir stöðuna. Samtökin hafi ákveðið að mótmæla ekki beiðni um framlengingu greiðslustöðvunar til Kjötumboðs- ins. „Við ráðfærðum okkur við ýmsa aðra lánardrotta Kjötumboðsins. Reyndar teljum við framlögð gögn á fundinum benda til þess að það verði líklega erfitt fyrir Kjötumboðið að komast í gegnum þetta mál. Það get- ur verið tvísýnt hvor aðferðin er betri við að ná sem mestu af kröfum okkar, þannig að við lögðum ekki í það að mótmæla framlengingu á greiðslustöðvun.“ Málið dóm- tekið í dag Greiðslustöðvun Kjötumboðsins TAP Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. nam 178 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 41 milljónar króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Helsta skýringin á þessum viðsnúningi er að gengistap á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 var 529 milljónir króna samanborið við 64 milljóna króna gengistap árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 419 milljónum eða 30,8% af rekstrartekjum samanborið við 314 milljónir króna árið áður eða 23,2% af rekstrartekjum. Rekstrartekjur félagsins voru 1.356 milljónir krónur samanborið við 1.353 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld námu 937 milljónum króna en voru 1.039 milljónir króna árið áður sem er lækkun um 10%. Veltufé frá rekstri var 257 milljónir króna á tímabilinu sem er 19% af rekstrartekjum, samanborið við 200 milljónir króna árið áður sem er 15% af rekstrartekjum. Heildareignir félagsins voru 5.388 milljónir króna í lok júní og eigið fé var 838 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall hefur lækkað úr 20,6% í 15,5%. Auknar tekjur vegna veikingar krónunnar Í frétt frá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru kemur fram að á tímabilinu gengu bolfiskveiðar og -vinnsla vel, svo og útgerð frystiskips félagsins þrátt fyrir tafir frá veiðum vegna sex vikna verkfalls sjómanna í apríl og maí. Útgerð rækjuveiðiskipa félags- ins var rekin með nokkrum halla á tímabilinu. Rekstur félagsins fyrir af- skriftir og fjármagnslið hefur gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir og er meginskýring þess að við veikingu íslensku krónunnar hafa tekjur félagsins aukist. Gert er ráð fyrir því að afkoma félagsins á síðari hluta ársins verði betri en á þeim fyrri að því gefnu að gengi íslensku krónunnar verði stöð- ugt. Hraðfrystihúsið – Gunnvör Nær 180 milljóna tap ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.