Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 46
Guð sér út um holt og hæðir, heyrir sjúkra kvalaóp, skynjar allt, sem manninn mæðir, miskunn sýnir hverjum glóp. Honum er í lófa lagið líf að skapa, hvar sem er –, eyðir líka annað slagið ýmsu því, sem miður fer. Guð er alltaf góður hirðir, gætir þess, sem lítils má, rætur lífsins ver og virðir, vakir jafnan öllu hjá. Þeir, sem ganga villur vegar, vonarglætu enga sjá, örvinglaðir eru, þegar andinn losnar holdi frá. Hraust og falleg íslensk æska á að vera nógu sterk til að vita, að guð og gæska gera mikil kraftaverk. Ef menn tendra ástarneista, elska börn af hjartans lyst, þeim, sem Honum trúa’ og treysta, trygg er Paradísarvist. (Ort 19. júní 1996.) SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Keflavík. Sáluhjálp Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: 46 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 NÝLEGA var kveðinn upp dómur í hrottalegasta nauðgunarmáli sem um getur hér á landi. Þjóðin varð agndofa þegar níðingurinn, sem átti eftir að af- plána 7 ára fang- elsi, fékk 3 ára dóm fyrir illvirk- ið. Glæpaverkið þykir óprenthæf- ur hryllingur sem ekki má fjalla um vegna fyrirsjáan- legs sálarháska þeirra sem á hlýða. Tökum til hliðsjónar ólíkt mál þar sem þingmaður ofhlaðinn trún- aðarstörfum fer út af sakramentinu. Berum saman afleiðingar þessara mála á gerendur og þolendur. Einn af virkustu alþingismönnunum fellur í gryfjur ágirnda og lyga. Græðgin er svikull förunautur sem leynist illa og því varð maðurinn uppvís að stór- felldu misferli og sem verra var, lyg- um. Gæfuleysið er mikið og örvænt- ingin þegar gripið er til lyga til að leyna og má líkja viðbrögðunum við að skvetta olíu á eld til að slökkva. Þingmaðurinn, ásamt vinum og ætt- ingjum á eftir að líða fyrir þetta en engir aðrir. Viðbrögð fjölmiðla og al- mennings hljóta að verða honum minnisstæð martröð þar sem drama- tísk eymd hans og volæði vakti park- insonlögmálið til pólitískra nota. Freistarinn lætur ekki að sér hæða og er ávallt viðbúinn eins og skát- arnir. Þegar klúðurslegum lagasmíð- um misvitra þingmanna er þröngvað í gegnum þingið fá alþýðuóvinirnir færið. Götótt lög eru fjárglæfra- mönnum áskorun til þjófnaðar en eru heiðarlegu fólki eins og illur andi í húsi. Lög sem segja jafnréttinu stríð á hendur og hvetja þannig fólk til óheiðarlegra undanbragða, eru það líka. Verkalýðsforingjar sem semja þannig að vísitalan eikur launabilið, eru vandræðagemsar og engum trúir frekar en vanhæfir stjórnmálamenn. Skattsvik verða rússnesk rúlletta og gefur gráðugum spennufíklum byr undir báða vængi. Smátt og smátt myndast háþróaðar svikaleiðir fyrir þau sem hafa lært að láta almenning borga brúsann fyrir sig og mörg fórnardýranna eru svo rækilega úti á þekju að þau halda að gróðinn sé þeirra. Ljóst er að andskotalausir verða Íslendingar ekki meðan þeir tala hljóðlega og af hógværð um hræðilegustu illvirki síðari ára en ætla af göflunum að ganga þegar freistingarnar verða þjóðkunnum manni að falli. Þá hefst gúrkutíð í fréttamennsku og síbyljurullan setur margt í vafasaman farveg. Það sem vakti helst athygli mína var hvað margir köstuðu steinum úr glerhús- um. Stjórnmálin eru söm við sig og manngæskan verður í ljósára fjar- lægð. Fallvölt vinátta er eins og skít- ur á priki, einskis virði og hverfur með hagsmunalokun. Það var talað um sex ára dóm fyrir það sem þing- maðurinn gerði en hryllilegur nauðg- ari, forhert illmenni var dæmt í 3 ár. Ég þekki þingmanninn ekkert og ætla ekki að mæla honum bót, en fyrr má nú rota en dauðrota. Það góða við mál mannsins er að þau greiða mistur frá svikaleiðum sem eru og hafa verið notaðar af fjölda manns. Þingmaðurinn verður að taka afleiðingum gerða sinna og gera hreint fyrir sínum dyrum því þannig gerir hann leiðina best færa til baka. Bréf hans til kjósenda sinna var skil- merkilegt og drengilegt en betur má ef duga skal. Nauðgun, morð, misþyrmingar hvers konar og sala eiturlyfja eru á allt annarri gráðu en fjármálaspilling sem orðin er viðunandi ósómi sem þjóðin leiðir hjá sér. Þjóðaríþrótt lík- ust miðað við hvað margir Íslending- ar ánetjast. Misþyrmingar skilja eft- ir óbætanleg sár og eru afleið- ingarnar skelfilegar fyrir þolendur, ættingja og þjóðina. Þeim eina sem er sama er glottandi gerandinn sem í flestum tilfellum er illmenni. Það á að birta nöfn og myndir af slíku ill- þýði og leyfa því ekki að gleymast. Virðum saklausa, sýnum þeim sam- úð. Illþýði þarf ekki á henni að halda. Ef ég hef sæmilega rétt fyrir mér með þessum lýsingum eigum við Ís- lendingar þungan róður fyrir hönd- um. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Þegar steinarnir fljúga Frá Alberti Jensen: Albert Jensen Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.