Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... HIN árlega menningarnótt í mið-borg Reykjavíkur var haldin í sjötta sinn síðastliðinn laugardag og að þessu sinni á 215. afmælisdegi höfuðborgarinnar. Þessi mikla menningarveisla er greinilega búin að festa sig í sessi sem ein fjölmenn- asta og fjölbreyttasta útihátíð sem völ er á hér á landi. Tugþúsundum saman streyma borgarbúar og gest- ir hvaðanæva í miðborgina til að þiggja það fjölbreytta og safaríka menningargóðgæti sem hátt í eitt hundrað félög, fyrirtæki og stofn- anir og nálægt eitt þúsund einstak- lingar hafa tekið þátt í að útbúa fyr- ir samborgara sína. x x x MENNINGARNÓTTIN í fyrraá eftir að verða mörgum minnisstæð um ókomna framtíð en þá var veður með eindæmum gott og fjöldinn sem sótti menningar- veisluna í miðbænum varð mun meiri en reiknað hafði verið með. Það hafði svo í för með sér tilheyr- andi umferðaröngþveiti þegar fólk hélt heim á leið að stórfenglegri skemmtun lokinni. Að þessu sinni sáu veðurguðirnir hins vegar um að minna landsmenn á að það er ekki á vísan að róa með veðrið þegar svona hátíðarhöld fara fram, en þrátt fyrir rigninguna á laugardaginn er talið að um 40 þús- und manns hafi komið í miðborgina þegar fjölmennast var. Sem fyrr var fjöldinn mestur þegar flugeldasýn- ingin á hafnarbakkanum fór fram, en þrátt fyrir að hún væri ekki jafn- stórfengleg og í fyrra stóð hún vel fyrir sínu. Nokkur gagnrýni kom fram á það í fyrra hve miklum fjár- munum var eytt í flugeldana en hafa ber í huga að þá var Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu, auk þess sem þá voru árþúsunda- mót og meira lagt í að gera þessa skemmtun sem eftirminnilegasta. Víkverji og nokkrir vinir hans voru meðal þeirra fjölmörgu sem tóku sér stöðu undir regnhlíf á Arn- arhóli og biðu þar eftir að berja ljósadýrðina augum. Á meðan beðið var sá Garðar Cortes um að stjórna kór sem söng ýmis gömul ættjarð- arlög og var risastórri hreyfimynd af honum að stjórna kórnum með tilþrifum varpað á húsvegg sem blasti við þeim sem á hólnum stóðu. Aðeins einn galli var á þessu öllu saman en hann var sá að nánast ekkert heyrðist í blessuðum kórn- um. Hljóðkerfið hafði nefnilega klikkað eins og oft vill verða á stundum sem þessari og því var lítið um að almenningur tæki undir sönginn. x x x EKKI eru fregnir af neinu stór-kostlegu umferðaröngþveiti á menningarnótt að þessu sinni þrátt fyrir mikinn mannfjölda og greini- legt að skipulag lögreglu hefur ver- ið með mestu ágætum. Það voru þó ekki allir sem héldu heimleiðis að flugeldasýningunni afstaðinni og er talið að hátt í sex þúsund manns hafi verið í miðborginni allt fram undir morgun. Það vekur vissulega óhug að meðal þessara nátthrafna skuli vera þeir sem virðast helst fá ánægju af því að eyðileggja eigur samborgaranna og berja á náung- anum. Þannig þurfti lögreglan að þessu sinni að hafa afskipti af þrett- án líkamsárásum auk þess sem í fimm öðrum tilfellum var um slys á fólki að ræða. Þá voru skráð hjá lög- reglunni níu eignaspjöll. Er það miður að atburðir af þessu tagi þurfi að fylgja í kjölfarið á jafn-vel heppnaðri skemmtun sem menning- arnóttin er fyrir þorra fólks. Tapað/fundið Kannast einhver við fólkið á myndinni? MYNDAVÉL fannst á Galtalæk um verslunar- mannahelgina. Þessi mynd var í vélinni. Ef einhver kannast við fólkið vinsam- lega hafið samband í síma 864-2025. Hvar er búðin? Í MARS sl. greiddi kona ut- an af landi 500 kr. inn á vín- rauð náttföt í verslun í Reykjavík. Hún getur ekki með nokkru móti munað hvaða verslun þetta er. Verslunareigandinn er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 561-4161. Vönduð sólgleraugu í óskilum VÖNDUÐ sólgleraugu fundust á bílastæði Kringl- unnar miðvikudaginn 15. ágúst sl. Eigandi getur haft samband í síma 561-1858. Fótbolti fannst í vesturbæ VANDAÐUR fótbolti fannst á Landakotstúninu fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 552-4383. Þráðlaus sími tapaðist Í MAÍ sl. tapaðist þráðlaus Siemens-heimilissími í bæj- arferð. Sennilega hefur hann gleymst einhvers staðar. Vinsamlegast hafið samband við Huldu í síma 561-4161. Dýrahald Persnesk læða óskast ÓSKA eftir lítilli persn- eskri læðu á gott og rólegt heimili. Vinsamlega hafið samband í síma 561-4161 eða 694-1418. Dísarpáfagaukur flaug að heiman GULUR og grár dísarpáfa- gaukur með rauðar kinnar flaug frá heimili sínu fyrir nokkru. Vinsamlegast hafið samband í síma 698-4678 eða 568-2335. Svala er týnd SVALA hvarf frá heimili sínu Rauðalæk 5 síðastl. föstud. Svala er 1 og 1/2 árs grábröndótt læða með rauða ól og stórar bjöllur. Hún er mjög stygg en for- vitin og á það til að stökkva upp í bíla eða læðast inn í bílskúra. Ef einhver veit um ferðir Svölu er viðkomandi beðinn um að hafa samband í síma 588-1590 eða 861-6073. Hennar er sárt saknað. Fundarlaun. Kettlinga vantar heimili ÁTTA vikna kettlinga vant- ar góð heimili. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar í síma 565-3422. Hneta er í óskilum HNETA er í óskilum í Sel- brekku 22 í Kópavogi. Hún labbaði þar inn sunnudag- inn 19. ágúst sl. Hún er merkt en það svarar enginn í því númeri. Sennilega er Hneta í pössun einhvers staðar. Þeir sem kannast við Hnetu geta haft sam- band í síma 554-2516. Týra er ennþá týnd TÝRA er grá og hvít læða. Hún er búin að vera týnd síðan 5. ágúst sl. Týra var vel merkt með ól þegar hún hvarf og er einnig eyrna- merkt með númerinu R410. Týra er sérstaklega gæf og mannelskur köttur og á góða fjölskyldu á Grenimel í Reykjavík. Hún gæti verið komin langt frá heimili sínu á þeim 12 dögum sem hún hefur verið týnd. Ef ein- hver veit hvar Týra er nið- urkomin er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Brynju í síma 551-4152 eða í síma 865-3361. Fund- arlaunum heitið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags LÁRÉTT: 1 möndull, 4 vafasöm, 7 bleyðu, 8 jöfnum hönd- um, 9 megna, 11 naut, 13 hamslausi, 14 ærið, 15 raspur, 17 keyrir, 20 ofsareiða, 22 launa, 23 froða, 24 vondur, 25 upp- tök. LÓÐRÉTT: 1 gjafmild, 2 kraftaverk, 3 skrökvaði, 4 öðlast, 5 kóngssonur, 6 notaði, 10 skynfærið, 12 ófætt fol- ald, 13 flana, 15 persónu- töfrar, 16 duglegur, 18 afl, 19 stjórnar, 20 mynni, 21 mjög. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fagurgali, 8 sætta, 9 öskur, 10 nóg, 11 móann, 13 glans, 15 flóns, 18 grjón, 21 Týr, 22 stífa, 23 eirir, 24 hugfangin. Lóðrétt: 2 aftra, 3 uxann, 4 glögg, 5 lykta, 6 ýsum, 7 gras, 12 nón, 14 lár, 15 fást, 16 Ólínu, 17 starf, 18 grein, 19 járni, 20 nýra. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Flor- inda Málmey, Sol- straum og Askur koma í dag. Víðir fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli kom í gær. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga til Við- eyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferð- ir fyrir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan, sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099 Fréttir Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtudag kl. 14-17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17-18. Mannamót Aflagrandi 40 og Hraunbær 105. Sam- eininleg sumarferð í Vík í Mýrdal miðvikudaginn 29. ágúst, lagt af stað frá Aflagranda kl. 9.30 og frá Hraunbæ kl. 10. Ekið verður um Vík í Mýrdal kirkjan skoðuð og prjónastofan Vík- urprjón heimsótt. Í bakaleiðinni verður ekið um Reynistaðahverfi og Fljótshlíð. Fólk hafi með sér nesti. Far- arstjóri Anna Þrúður Þorklelsdótir. Skráning í Aflagranda s. 562-2571 og í Hraunbæ s. 587- 2888. Árskógar 4. Kl. 9-12 bókband og öskjugerð, kl. 13-16.30 opin smíða- stofa, kl. 10-16 pútt- völlur opinn. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffiveitingar. Félag eldri borgara Kópavogi. Farið verður í Eldborgargjá í Svarts- engi, fimmtudaginn 23. ágúst. Eldborgargjá skoðuð, farið í kaffi í Grindavík, ekið til baka um Reykjanes og Hafn- ir. Upplýsingar í Gjá- bakka s. 554- 3400 eða Gullsmára s. 564-5260. Ferðanefndin. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verða púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14-16. Á morgun miðvikudag verður pílukast kl. 13.30 Félagsheimilið er opið alla virka daga frá kl. 13 til 17. Kaffi á könn- unni. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Á morgun mið- vikudag fara Göngu- Hrólfar í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 10. Dagsferð 28. ágúst. Veiðivötn og Hrauneyjar. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leið- sögn Tómas Einarsson. Þeir sem eiga pantað vinsamlegast sækið far- miðana sem fyrst. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og miðviku- dögum frá kl. 10-12 f.h. í síma 588-2111.Upplýs- ingar á skrifstofu FEB kl. 10-16 í síma 588- 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-12 hár- greiðsla, sjúkraböðin kl. 9-14.30, morgunkaffi kl. 9-11, hádegisverður kl. 11.30-13, kl. 12.45 Bón- usferð, eftirmiðdags- kaffi kl. 15-16. Félagsstarf aldraðra á Suðurnesjum. Dagana 27.- 29. ágúst, ferð í Skagafjörð lagt að stað frá SBK kl. 9, gist að Hólum í Hjaltadal, tvær nætur með fæði. Þriðju- daginn 4. sept. hálfs dags ferð í Borgarfjörð m. a. Hvanneyri, Borg á Mýrum, Borgarnes, lagt af stað frá SBK kl. 12.30. Þeir sem áhuga hafa á ferð til Kan- aríeyja hafi samband sem fyrst, dvalið verður á íbúðarhótelinu Los Tilos og farið verður um mánaðamótin jan- úar-febrúar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Miðvikudaginn 22. ágúst verður heimsókn í Árnesþing, Árborg- arsvæði, m.a. komið við í Hveragerði, á Selfossi og Eyrarbakka, kaffi- veitingar í Fjöruborð- inu á Stokkseyri. Lagt af stað kl. 12.30. Leið- sögn staðkunnugra. Skráning hafin. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10-17, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9-17 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13- 17 hárgreiðsla Mosfellingar, Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari fer í gönguferð- ir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlaðhömr- um: Ganga 1 er létt ganga kl. 16. til 16.30. Gönguhópur 2 kl. 16.30. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9-16.40 opin vinnustofa, út- skurður, Hafdís, kl. 10- 11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9.15-15.30 al- menn handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og al- menn handmennt, kl. 10 fótaaðgerðir og almenn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30 kaffi Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin. Fundir á Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13-15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Íris í Miðgarði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-17. S. 553- 9494. Í dag er þriðjudagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. (Lúk. 11, 33.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.