Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 41 ✝ Þorgerður Þor-kelsdóttir fædd- ist í Gerðum í Gaul- verjabæjarhreppi hinn 6. júní 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 7. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1. febrúar 1888, d. 6. desember 1970, og Þorkell Guðmunds- son, f. 31. desember 1883, d. 17. júní 1975. Bræður Þorgerðar eru tveir. Markús, tvíburabróðir hennar, er kvæntur Margréti M. Öfjörð, þau búa á Eyrarbakka og eiga fjögur börn, en Ragnheiður dóttir þeirra lést 16. júlí sl., Margrét átti þrjá syni áður en einn þeirra er látinn. Þórir, f. 14. september 1921, d. 27. september 1987. Fósturbróðir Þorgerðar er Her- geir Kristgeirsson, kvæntur Fanneyju Jónsdóttur, þau eiga fjögur börn og búa á Selfossi. Þorgerður ólst upp í Gerðum og dvaldist þar þangað til hún flutti ásamt foreldrum sínum og Þóri bróður sínum að Selfossi árið 1958. Lengst af bjó Þorgerður í Smára- túni 14 eða allt til ársins 1996 að hún flutti í íbúðir aldraðra að Grænumörk 3 þar sem hún bjó til æviloka. Útför Þorgerðar fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Selfosskirkju- garði. Þeim fækkar óðum sem muna fyrri hluta síðustu aldar þegar ekki voru þær allsnægtir sem nú eru. Á þessum árum hafði fólk almennt ekki nema rétt til hnífs og skeiðar og varð að velta fyrir sér hverjum eyri, að honum væri eingöngu varið til þess sem lífsnauðsynlegt var, það var ekkert þar umfram. Hér í Flóanum var þá þéttbýlt, jarðirnar flestar landlitlar og landkostir frekar rýrir. Með tilkomu Flóaáveitunnar rættist þó verulega úr með grassprettuna og fór þá að örla fyrir batnandi afkomu almennings. Allt var þetta þó mjög hægfara enda kreppan í algleymingi. Má segja að það hafi ekki verið fyrr en á stríðsárunum og eftir þau sem pen- ingar fóru að sjást og framfarir urðu í búskaparháttum með vélvæðing- unni. Á þessum árum var hvorki raf- magn né sími á bæjunum, eldsneytið var skán, mór og kol og steinolía til ljósa. Vetrarmyrkið var næstum allsráðandi, það sáust ljóstírur á milli bæja ef skyggni var gott, ella réði myrkrið ríkjum. Allt varð að vinna hörðum höndum, grasið var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífum, síðan sætt, bundið og reitt heim á hestum. Heyhlöður voru litlar og var heyi því hlaðið upp í útihey, sem annað tveggja voru tyrfð eða, sem var ný- mæli, sett undir striga. Nútímamaðurinn sem aldrei hefur séð þessi vinnubrögð getur sjálfsagt ekki skilið hversu lífsbaráttan var hörð og gaf lítið í aðra hönd. Þetta var sú veröld sem fólkið ólst upp við og sem það með dugnaði sínum hrinti af sér og komst til betra lífs. Á þessum tíma bjuggu í Gerðum þau Þorkell Guðmundsson og Guð- rún Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum, Þorgerði, Markúsi og Þóri. Þau hófu búskap þar árið 1916 og bjuggu þar í 42 ár. Þorgerður, ætíð nefnd Gerða, sem hér er kvödd var í hópi þeirra sem þekktu þetta líf svo vel og sem mundi glöggt eftir því hvernig þetta var. Óbrigðult minni hennar á nýtt og gamalt til síðasta dags var einstakt og hún átti líka gott með að miðla af reynslu sinni og þekkingu til unga fólksins. Hún ólst upp við þessa erf- iðu og, að mati nútímans, frumstæðu búskaparhætti. Hún gekk í barna- skólann í sveitinni sem þá var far- skóli sem börnin voru í frá 10 ára til 14 ára aldurs. Skólinn var í tveimur deildum, yngri og eldri deild, og þeim kennt sinn hvorn daginn. Síðan var þar að auki farkennsla þannig að kennarinn kenndi á tveim- ur stöðum í sveitinni og var þá viku eða hálfan mánuð á hvorum stað. Þá var sett fyrir til að læra heima þar til næst yrði kennt í nágrenninu. Þetta virtist ekki vera neitt vanda- mál og það var lært tiltölulega meira en börnin gera nú til dags. Þá var líka fátt sem glapti, hvorki útvarp né sjónvarp og almennar samkomur trufluðu engan, það var helst að fólk hittist við kirkju en oftast var mess- að þriðja hvern sunnudag í Gaul- verjabæ. Gerða átti mjög gott með nám og las mikið auk þess sem hún fór á námskeið í hússtjórnun og mat- reiðslu sem haldin voru í sveitinni á vegum kvenfélagsins. Um aðra skólagöngu var ekki að ræða. Þrátt fyrir skamma skólagöngu var hún fjölfróð um land og þjóð og fylgdist með fréttunum alveg fram á síðasta dag. Þegar Gerða var um tvítugt veikt- ist Guðrún móðir hennar af berklum og varð að fara til langdvalar að Víf- ilsstöðum. Skömmu áður höfðu hjón- in í Gerðum tekið ungan dreng í fóst- ur en móðir hans lést af berklum um þetta leyti og faðir hans skömmu síð- ar. Drengurinn, sem þessar línur skrifar, hlaut það lífslán að þetta góða fólk tók hann að sér og annaðist sem hann væri þeirra eigin sonur. Í veikindum Guðrúnar var Gerða nátt- úrlega fóstra mín svo vandséð er hvort mér finnst hún vera uppeld- issystir eða fóstra enda á enginn henni jafnmikið að þakka og ég. Gerða var sem sagt húsmóðirin strax á unga aldri og fórst það vel úr hendi. Það lenti á henni að annast föðurömmu sína og nöfnu sem kom að Gerðum 1937 og dvaldist þar uns hún lést haustið 1939 og var rúm- liggjandi mestan þann tíma. Húsa- kynnin voru aðeins baðstofan sem var „þrjár rúmlengdir“ eins og kall- að var. Getur nærri hvort hjúkrun rúmliggjandi gamalmennis hefur ekki verið erfið við þær aðstæður en allt þetta innti hún Gerða af hendi með mikilli prýði og ekki þýddi að kvarta því það var engin önnur leið, þetta var gangur lífsins í sveitunum á þessum tíma. Þetta er í stuttu máli saga upp- vaxtaráranna hennar Gerðu og svip- uð var saga svo margra annarra í sveitum landsins á þessum árum. Lífið var vinna og aftur vinna. Menntun og skemmtanir urðu að sitja á hakanum. Gerða fór nokkrum sinnum til Reykjavíkur og dvaldi þar um tíma til að hjálpa frænku sinni sem átti í barneignum og að mig minnir veik- indum. Því sinnti hún af sömu alúðinni og öðru. Um 1950 veiktist hún af berkl- um og varð að dvelja langtímum á Vífilsstöðum og það oftar en einu sinni. Með tilkomu nýrra lyfja náði hún bata en þá voru lungun orðin svo skemmd að hún náði aldrei fullri heilsu. Árið 1958 brugðu þau Þorkell og Guðrún búi í Gerðum og fluttu að Selfossi. Gerða og Þórir bróðir henn- ar, sem alla tíð voru í heimili með for- eldrum sínum, fluttu með þeim að Selfossi. Lengst áttu þau heima í Smáratúni 14 og þar bjó Gerða ein síðustu árin eftir að Þórir lést langt um aldur fram árið 1987. Gerða vann víða við ræstingar á Selfossi auk þess sem hún prjónaði fyrir fólk, að- allega barnaföt. Var mikil ásókn að fá hana til að prjóna enda fannst mér hún ekki kunna að verðleggja vinnu sína við prjónaskapinn. Það var frek- ar gjöf en sala. Árið 1996 var sjón Gerðu svo mjög farið að hraka að hún ákvað að flytja í íbúðir aldraðra að Grænumörk 3 á Selfossi. Þar fór sérstaklega vel um hana og hún átti ætíð góða granna og naut aðstoðar þeirra og hins besta fólks heimaþjónustu aldraðra. Börnin mín hændust strax að Gerðu enda þekktu þau hana frá frumbernsku. Hún var þeim eins og besta amma, síprjónandi sokka og vettlinga bæði á þau og svo síðar á þeirra börn. Hún kepptist við í sumar þegar Guðrún Herborg dóttir mín kom í heimsókn frá Danmörku með son sinn ungan, að prjóna á hann sokka og vettlinga til að hann gæti tekið með sér heim. Svona var hún Gerða, hennar yndi var að gefa og gleðja alla sem hún þekkti. Þrátt fyrir sjónleysið prjón- aði hún til síðasta dags sem hún var heima hjá sér í vikunni fyrir andlátið. Í júnímánuði sl. veiktist hún og var um tíma á Sjúkrahúsi Suður- lands. Þá missti hún þá litlu sjón sem eft- ir var. Það var eins og hún missti lífs- löngunina við þetta og hún sagði að nú væri sér sama um allt. Það skildi ég sem svo að hún væri viðbúin dauða sínum og fyllilega sátt við hann. Það var enda stutt eftir, hún var flutt á sjúkrahúsið 2. ágúst þar sem hún hlaut hægt andlát hinn 7. ágúst. Hér skulu færðar þakkir til nágranna hennar í Grænumörkinni og til þeirra sem aðstoðuðu hana á margan hátt þessi síðustu ár. Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir það sem hún gerði fyrir okkur og börnin okkar. Hergeir Kristgeirsson. Nú er hún Gerða frænka dáin. Þar sem hún hafði átt við veikindi að stríða í mörg ár vissi ég að hún gæti farið hvenær sem væri, en maður er aldrei viðbúinn. Allir sem þekktu Gerðu vita hversu góð hún var, já, mig vantar nánast lýsingarorð um hana. En í raun má segja að öll góðu lýsingarorðin eigi við hana. Hún var svona frænka sem allir þyrftu að eiga, sambland af frænku, ömmu og vinkonu. Það var sama hvað var að alltaf átti maður vin í henni og alltaf hafði hún tíma fyrir alla. Jákvæðni má segja að hafi verið hennar mottó, það var sama hversu neikvæður at- burður gerðist alltaf gat hún séð eitt- hvað jákvætt við allt. Ef maður var sjálfur neikvæður var ekki annað að gera en fara til Gerðu eða bara að hugsa til hennar; þá breyttist allt. Hún Gerða var og verður mín fyr- irmynd í lífinu fyrir jákvæðni, lífs- gleði þótt erfiðleikar steðji að, þakk- læti fyrir það sem maður hefur og umhyggju fyrir öðrum. Við Agnar nutum þeirra forréttinda að fá að búa í kjallaranum hjá Gerðu í Smáratúni í eitt ár og var það hin besta sambúð sem við erum þakklát fyrir. Við erum þakklát fyrir að börnin okkar náðu að kynnast henni, þakklát fyrir allar stundirnar með henni og yfirleitt að hún fékk að vera hér með okkur þetta lengi. Það voru forréttindi að þekkja þig, elsku Gerða, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín er ljós í lífi okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kolbrún og fjölskylda. Ég var á þrettánda ári þegar ég og pabbi fluttum í kjallarann hjá þér og hafa margir úr fjölskyldunni verið svo heppnir að búa þar, því þar var mjög gott að vera og ég gleymi aldrei samverustundunum sem við áttum saman, já þó svo aldursmunurinn hafi verið mikill þá fundum við lítið fyrir því. Mér fannst svo gott að tala við þig, þú varst svo hughreystandi og hvetjandi. Það voru ófáar kvöld- stundirnar sem við sátum saman og spjölluðum um lífið og tilveruna og gleymdum hvað tímanum leið, já það var svo gaman hjá okkur. Þú varst svo hlý og góð við mig og í seinni tíð eftir að þú fluttir í Grænumörkina og ég fór að vera mikið í Reykjavík þá gat ég ekki hugsað mér annað en að líta aðeins inn til þín í heimsókn, mér fannst annað ómögulegt. Þú varst svo heilsteypt manneskja og mikil fyrirmynd mín. Minning- arnar um okkar samverustundir munu leiða mig í gegnum lífið og ég mun alltaf verða glöð í hjartanu mínu þegar ég hugsa um þig. En samveru- stundirnar verða ekki fleiri í bili og guð mun geyma þig og þaðan getur þú fylgst með okkur en núna ætla ég að kveðja þig með tveim vísum úr Hótel jörð. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson.) Takk fyrir allt, elsku Gerða mín, þín frænka, Ólöf Árnný. ÞORGERÐUR ÞORKELSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þor- gerði Þorkelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina          ,       ,D 5D   2 -    )    !   6 !  1    344 :    !          ;  ! ! 6!    <    33 3848 " ( %0'<     "% $  0&  "% $ D %' I $&  & "% &  %& "% &  (  "% "% $ ,%$ '( *  %$&  2  2(   2  2  2( ) ( &            ,          ,F D83 ) 3  %( % "& $* &  2  9       6 !  2    !    +   !    19   344 :    !       +!       .   <*    3 8 J'.$&  8 J'. ) ,-'%.$$  =  $&  #  ) ,-'%.$&    ' 1) ,-'%.$$ !    0$ ,-'%. ) ,-'%.$$ 3  %" $&  2  2(   2  2  2 ) =   6       6                ,     &             3D63 6 773 1%. $*" KL . . ) ."   6    " > ;     5  &  5  0  #    > %% /0$&  1$"  $" $$ ".< " 0 $ %& 1$" $&   '  0&$$ %0 1$" $$  2'(  "% &  " 0 1$" $$ 8'% %%& $&  % (002(  )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.