Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 39 ✝ Geirlaug Skafta-dóttir Ottesen fæddist í Viðey 10. júlí 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. ágúst síð- astliðinn. Hún var yngsta barn foreldra sinna, Önnu Katrínar Jónsdóttur, f. 1.8. 1886, d. 22.9. 1965, Káraneskoti í Kjós, og Skafta Þorláks- sonar, f. 2.5. 1876, d. 26.4. 1946, frá Varmadal á Kjalar- nesi. Systkini hennar eru: Ólafur, f. 2.6. 1908, d. 21.6. 1929, Ingibjörg, f. 24.6. 1909 , d. 24.12. 1986, Svava, f. 17.2. 1911, Þorlákur, f. 9.3. 1914, d. 1.7. 1993, Geirlaug, f. 15.10. 1912, d. 30.6. 1927, Jóna, f. 17.3. 1915, d. 26.6. 1946. Hinn 7. nóvember 1948 giftist Geirlaug Oddgeiri Á.L. Ottesen frá Ytra-Hólmi, f. 18.12. 1922. Börn þeirra eru: 1) Skafti Geir, f. 3.10. 1947, maki Guðný Gunnþórs- dóttir. 2) Sigurbjörg, f. 10.3. 1950. 3) Guðný Ásta, f. 14.8. 1951, maki Sigurður Emil Ólafsson. 4) Anna Katrín, f. 28.3. 1954. 5) Auður Ingi- björg, f. 27.4. 1956, maki Páll Pétursson. 6) Morten Geir, f. 5.4. 1959, maki Kolbrún Bjarnadóttir. 7) Svava, f. 8.10. 1964, d. 30.3. 1965. 8) Sól- hildur Svava, f. 13.4. 1967. Barnabörnin eru 14 og barna- barnabörnin tvö. Geirlaug bjó fyrstu æviárin í Við- ey en fluttist þaðan til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp. Ár- ið 1954 fluttist hún til Hveragerðis ásamt manni sínum og börnum þeirra. Hún starfaði á Morgunblaðinu áður en uppeldis- hlutverkið hófst. Eftir að elstu börnin fóru að heiman vann hún hlutastarf utan heimilis, fyrst í Ullarþvottastöðinni, Elliheimilinu Ási og síðast á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Seinustu árin bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hún naut góðrar aðhlynn- ingar með útsýni yfir Viðey sem var henni kær. Útför Geirlaugar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig setti hljóða þegar ég fékk upp- hringingu frá Guðnýju dóttur Geiru þriðjudaginn 14. ágúst. Ég byrjaði á því að óska henni til hamingju með stórafmælið sem var þennan dag, en þá sagði hún mér þær fréttir að mamma sín hefði dáið þá um daginn. Guðný hélt upp á afmælið laugardag- inn 11. ágúst og var okkur Stefáni boðið upp í Þjórsárdal í sumarbústað þar. Hringt var í Geiru um kvöldið og spilað á gítar og sungið fyrir hana, henni til mikillar gleði og ánægju. Ég talaði við hana og grét hún af gleði yf- ir að við skyldum syngja fyrir hana þótt hún gæti ekki verið með okkur. Hún hafði ætlað að koma í afmælið en treysti sér ekki vegna veikinda. Geira var búin að vera mikill sjúk- lingur undanfarin ár, en aldrei var langt í hláturinn og kátínuna hjá henni þrátt fyrir veikindin. Fyrir nokkrum árum flutti hún frá Hveragerði að Skjóli í Reykjavík og varð hún yfir sig ánægð þegar hún fékk herbergi á 6. hæð með útsýni út í Viðey til æskustöðva sinna. Henni leið mjög vel á Skjóli og svo þegar Oddgeir flutti til Reykjavíkur nokkru seinna voru þau aftur saman flesta daga. Í mínum huga er það léttleiki, kát- ína og gleði sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka. Alltaf kátt á hjalla í Hveragerði og Geira manna kátust, þótt heimilið væri mann- margt og oft gestkvæmt. Hér áður fyrr hlakkaði maður alltaf til þegar fjölskyldan á Tómasarhaganum ákvað að skreppa til Hveragerðis og heimsækja fjölskylduna í Frumskóg- um. Oftar en ekki var Geira á fullu í garðinum milli þess sem hún töfraði fram dýrindis krásir í eldhúsinu og Oddgeir að byggja, breyta og bæta hús og híbýli. Allt í kring voru svo börnin, frænkur mínar og frændur, að hjálpa til eða að hafa gaman af líf- inu á annan hátt. Geiru frænku er sárt saknað og sendum við Stefán og synir okkar fjölskyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Einnig senda Gyða, Hróðvar og litla Snædís kveðjur frá Álaborg í Danmörku en þau eru með ykkur í huganum. Anna Björg Þorláksdóttir. „Velkomin, elskan,“ voru orðin hennar Geiru. Hún var einstaklega hlý og góð manneskja. Þegar við kynntumst var móðir mín nýlega lát- in og gekk Geira mér að nokkru leyti í móðurstað. Þegar ég átti erfiðustu stundir lífs míns talaði ég við Geiru. Þá mætti ég vináttu og skilningi. Í erfiðu námi studdi Geira mig með uppörvun og bjartsýni. Sonur minn Hannes, ömmubarn Geiru, var gim- steinn í lífi hennar. Geira amma var gimsteinninn í lífi Hannesar. Hún var traust, hún var glaðlynd, en það sem einkum einkenndi Geiru var velvild til annarra. Hún mælti aldrei illt til nokkurs en bætti hvert böl með góðu umtali og glaðværð. Geira sýndi mikinn dugnað og hug- rekki í erfiðum veikindum. Við fylgd- umst með henni og óttuðumst um hana. Myndin af Geiru verður ávallt nær hjarta mínu. Ég hugsa til Oddgeirs, til barna, niðja, til vina, til yndislegrar konu, móður og vinar. Ef til vill eru veiði- lendur þar sem við hittumst á ný í fyllingu tímans. Þá vil ég finna hlýju hendurnar hennar Geiru, heyra fallegu röddina hennar og njóta áfram vináttu sem var ólík öðru, hlýrri, hreinni, fegurri. Jón Gunnar. Geira er dáin. Minningar frá æsku og unglingsárum hellast yfir. Geir- laug var hún skírð, en í mínum huga hét hún bara Geira. Geira var móð- ursystir mín og milli þeirra systra var einstaklega kært. Mér er til efs að systrasamband geti orðið öllu betra. Móðir mín er 16 árum eldri en Geira og eflaust hefur mömmu fundist hún bera sérstaka ábyrgð á litlu systur. Fyrir mér var Geira „frænkan“. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja oft á sumrum austur í Hvera- gerði hjá Geiru og Oddgeiri. Þessi tími er mér helgur í minningunni og ég hef mjög sterkar taugar til Hvera- gerðis sem míns heimabæjar. Nú þegar ég sit og rita þessa minningu finn ég sterkt ilminnn, sem sumir myndu kalla fnykinn, frá hverunum. Í minningunni er þetta ilmur og reynd- ar er svo enn í dag. Ferðirnar í sund- laugina og leikirnir á kvöldin, lífið og fjörið á barnmörgu heimili, Geira kát og létt, en stundum nokkuð hávær, en Oddgeir alltaf í nálægðinni, rólegur með sitt óræða bros. Já, hún var létt og kát og nokkuð hávær á stundum hún Geira og setti svo sannarlega lit á umhverfið. Varð miðpunktur hvar sem hún kom. Þegar ég heimsótti Geiru á Skjól leyndi það sér ekki þeg- ar maður nálgaðist handavinnustof- una ef Geira var þar. Smitandi hlát- urinn hljómaði á móti manni fram á ganginn og samræðurnar voru ekki neinn feluleikur. Síðan hlýjan og ein- læg gleðin sem mætti gestinum. Geira var mér meira en móðursystir, hún var vinur. Þegar ég lít til baka þá hefur það verið mér sérstök gæfa hve ég hef eignast góða vini í systkinum mömmu, þeim Geiru og Lalla. Að eiga gott og náið samband á lífsgöng- unni við þá sem eldri og reyndari eru, er ómetanlegt fyrir þroska þess er nýtur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Geira mín. Sveinn H. Skúlason. Elsku amma. Fréttin um andlát þitt snart mig djúpt og minningarnar streymdu fram. Þær eru ófáar stund- irnar sem ég hef átt með þér og afa í Hveragerði. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn, alltaf var tek- ið vel á móti manni og passað upp á að maður fengi meira en nóg að borða. Alltaf var tími til að spjalla, en þú hafðir líka gaman af því að segja frá og kunnir marga fyndna og skemmti- lega „frasa“. Aldrei heyrði ég þig þó tala niðrandi eða illa um aðra. Hjarta- hlýja þín og gjafmildi var einstök, svo og umhyggja í garð þeirra sem minna máttu sín. Þú varst hæfileikarík kona, listfeng og myndarleg í hönd- unum og hafa umhverfi þitt og gjafir þínar ætíð sannað það. Garðurinn ykkar afa í Hveragerði var stór og fallega skreyttur með trjám og blóm- um, en plöntur voru þitt líf og yndi. Maturinn var einnig lystilega borinn fram, hvort sem um var að ræða hversdagsmáltíð eða hátíðarmat. Þegar þú fluttir á Skjól hélstu áfram plönturæktinni og lést þér ekki nægja að skreyta herbergið þitt með blómum heldur skreyttir einnig ýmsa ganga og skúmaskot. Í herberginu þínu voru þó ekki bara blóm heldur einnig mikið af fjölskyldumyndum og einstakt dúkkusafn ásamt alls kyns föndurdóti. Þínir nánustu fengu oft fallegt handverk í gjafir eftir þig og gafstu t.d. syni mínum málverk í eins árs afmælisgjöf nú í sumar. Síðustu æviárin bjóstu á Skjóli. Þegar þú fluttir frá Hveragerði á Skjól varstu svo heppin að fá her- bergi á 6. hæð með stórum gluggum og frábæru útsýni yfir Viðey, æsku- stöðvar þínar. Einnig naustu nálægð- ar við Svövu systur þína en hún var þér mjög kær. Starfsfólkið var ákaf- lega gott við þig og erum við ætt- ingjar þínir ákaflega þakklát því góða fólki. Þrátt fyrir langvarandi veikindi naustu lífsins til síðasta dags, hélst alltaf þínu striki og gerðir það sem þér þótti skemmtilegt: rækta blóm, föndra, spila rommy, fara á bingó og vera í mannfagnaði innan um fjöl- skyldu og vini og taka lagið. Í lokin langar mig að segja að í mínum huga eru skemmtilegustu jól- in jólin í Hveragerði þar sem stór- fjölskyldan var saman komin. Elsku amma, ég þakka þér fyrir þær fjölmörgu stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig um ókomna tíð. Þinn dóttursonur, Oddgeir. GEIRLAUG SKAFTA- DÓTTIR OTTESEN við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 %   &  7,81 7,6  #'>*  #" 0 %  1$  " "  <   % #" 0 % $ / $ #%/  >" ' # "  "        " & ".<$$ %& &  $-$*- # $ %< )       ! ?7 ! @6 77 % $ .   $"02 %%" *  ' % & 9 !$."%%$2          '   "- A"%$$)                   3, $ $*% 0" $  "-* #%/ 9B "  #    $    /$/ $&    %   &  #   $ $$  0&   $  0<*  "*%  -&/$) ( &                 34  3  .- ) 2&   /0$$( 0 "$ CD &"-'0 $/ $  % #" 0 % $ <  *> E %$"%%  "  ) *   +      ' -#   !#   /  $& )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.