Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 27 Á MENNINGARNÓTT var vígt nýtt leikhús í Reykjavík með pomp og prakt og því gefið nafnið Vestur- port. Að þessu nýja leikhúsi stendur hópur ungra leikhúsmanna og af við- tölum við aðstandendur þess má ráða að ætlunin sé að Vesturport verði suðupottur þar sem ungir leikarar fá að takast á við ögrandi og öðruvísi verkefni og tekin verði til sýninga verk sem höfða sérstaklega til ungs fólks. Gott ef sú verður raunin og Vesturport yrði þá kærkomin viðbót við íslenska leikhúsflóru sem státar ekki af mörgum slíkum leikhúsum (það væri þá helst Nemendaleikhús- ið). Fyrsta verkefni Vesturports er leikritið Diskópakk (Disco Pigs) eftir írska leikskáldið Enda Walsh (f. 1967) sem óhætt er að segja að hafi „slegið í gegn“ á undanförnum árum, bæði með þessu verki og öðrum. Fyrr í þessum mánuði var leikrit hans Bedbound verðlaunað á Edinborg- arhátíðinni, en því verki hefur verið líkt við verk Becketts og ekki að ófyr- irsynju. Það er vel við hæfi að leikhópur Vesturports sæki efni og innblástur til Írlands því að þar í landi blómstrar leikhúslíf ungs fólks og mun vera starfandi þar í landi á sjöunda tug sjálfstæðra leikhúsa sem sérstaklega miða starfsemi sína við ungt fólk. Flest þessara leikhúsa eru meðlimir í National Association for Youth Drama (NAYD) á Írlandi sem var stofnað árið 1980 og hafa þau sprottið upp á síðastliðnum tveimur áratug- um. NAYD er öflugt félag sem held- ur utan um leiklistarstarfsemi sem ætluð er ungu fólki. Það heldur nám- skeið og ráðstefnur, skipuleggur leik- listarhátíðir og stendur að símenntun fyrir leikara, leikstjóra og annað leik- húsfólk, auk þess sem það gefur út tímaritið Youth Drama in Ireland og fréttabréfið The Big Mouth. Þegar NAYD var stofnsett voru aðeins tvö leikhús á Írlandi sem voru sérstak- lega starfrækt undir þeim formerkj- um að vera leikhús unga fólksins. Til- koma félagsins á án efa mikinn þátt í þeirri sprengingu sem orðið hefur á þessu sviði síðastliðna tvo áratugi. Vel færi á því að ungt íslenskt leik- húsfólk tæki sér fordæmi Íranna til fyrirmyndar: Hvernig væri að Vest- urport, Nemendaleikhúsið, Mögu- leikhúsið og Stoppleikhúsið (og e.t.v. fleiri) tækju sig saman um að stofna samtök af þessu tagi á Íslandi og sameinuðu krafta sína í þágu leiklist- ar fyrir unga fólkið? Það hlýtur að vera markaður meðal ungra áhorf- enda fyrir „öðruvísi“ leiklist en flest leikhúsanna bjóða þessum hópi upp á í dag. Diskópakk var frumsýnt í Cork haustið 1996, fór síðan á Edinborg- arhátíðina og þá í leikferð um Evrópu og til Ástralíu. Einn gagnrýnandi lýsti verkinu sem „einhverju sem Quentin Tarantino hefði dreymt en síðan verið skrifað niður af James Joyce á sýru“. Þetta er ágæt lýsing á verkinu í hnotskurn; verkið er hrátt, ágengt og ofbeldisfullt (líkt og verk Tarantinos) og tungumál þess er að stórum hluta „búið til“ af höfundinum (Joyce á sýru), persónurnar tvær, unglingarnir Svínn og Písl, lifa í sinni eigin heimatilbúnu veröld þar sem þau tala jafnvel sitt eigið heimatil- búna tungumál. Þessi vídd verksins kemst kannski ekki fullkomlega til skila í annars ágætri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar enda erfitt að yfir- færa leik í einu tungumáli yfir á ann- að (sem dæmi má nefna að bærinn sem þau Svínn og Písl (Pig og Runt) búa í heitir Pork, sem er tilbrigði við nafn heimabæjar Walsh, Cork, en á íslensku heitir bærinn Beikonbær, sem hlýtur að teljast sæmileg lausn). Þau Svínn (Víkingur Kristjánsson) og Písl (Nanna Kristín Magnúsdótt- ir) eru fædd á sama degi, eru alin upp í húsum sem standa hlið við hlið og hafa verið vinir frá blautu barnsbeini. Þótt það sé ekki sagt berum orðum er ljóst að þau koma bæði frá lágstétt- arheimilum sem eru mörkuð af fá- tækt, atvinnuleysi, ofbeldi og ömur- legum lífsskilyrðum í allri grein. Þau eru í stuttu máli skemmd og mörkuð af umhverfi sínu en standa saman í heimi þar sem allir aðrir eru óvinir þeirra. Leikurinn á sér stað á sautján ára afmælisdag þeirra og þau ákveða að fara út og „skemmta sér“ en skemmtunin er aðallega fólgin í að ögra umhverfinu og „fríka út“, eins og sagt er á góðu máli. Þó er ekki allt sem sýnist. Bak við grímu ofbeldis og siðleysis leynast viðkvæmar sálir með drauma sem stangast á við hrá- an og hörkulegan lífsmátann og væntingar Svíns og Píslar fara ekki saman þrátt fyrir yfirlýsta samstöðu út yfir rauðan dauðann. Bestu vinir geta einnig reynst hinir verstu. Hlutverkin tvö krefjast mikils af leikurunum; leikið er á fullum dampi frá upphafi til enda og hvergi slegið af í þau fimm korter sem verkið tekur í flutningi (án hlés). Nanna Kristín og Víkingur gáfu sig öll í hlutverkin og léku af augljósri innlifun og krafti. Í ofbeldissenunum voru þau ógnvekj- andi og brjóstumkennanleg á við- kvæmari augnablikum. Leikurinn var þeim báðum og hinum unga leik- stjóra Agli Heiðari Antoni Pálssyni til mikils sóma. Umhverfi hins nýja leikhúss var vel skipulagt utan um leikinn; hrátt svart sviðið og ótal sjónvarpsskjáir á baksviði sköpuðu fullkomna umgjörð um sýninguna. Á skjám sjónvarpanna mátti sjá bregða fyrir myndskeiðum sem vísuðu beint og óbeint í það sem fram fór á svið- inu. Björn Kristjánsson á heiðurinn af lýsingu sýningarinnar og líklega einnig því sem fram fór í sjónvörp- unum (ekki annað tekið fram í leik- skrá). Tónlist skipar einnig stóran þátt í heildinni og í hlutverki DJ-sins var Árni E og hans þáttur jók mjög áhrifagildi sýningarinnar. Þetta er verk sem endurspeglar menningarkima sem er að verða æ meira áberandi á Íslandi, rétt eins og erlendis, og á því brýnt erindi hér sem annars staðar. Þetta er menn- ingarkimi sem skotið hefur upp koll- inum í íslenskum bókmenntum und- anfarin ár (Didda, Mikael Torfason o.fl.) og hlýtur að rata inn í íslenska leikritun áður en langt um líður. Þangað til verðum við að láta okkur nægja erlend verk eins og Diskó- pakk. Vesturport hefur farið vel af stað og ég óska þessu nýja leikhúsi langra lífdaga og velgengni. Svínsleg tilvera LEIKLIST V e s t u r p o r t Höfundur: Enda Walsh. Íslensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Páls- son. Leikarar: Nanna Kristín Magn- úsdóttir og Víkingur Kristjánsson. Lýsing: Björn Kristjánsson. DJ: Árni E. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Laugardagur 18. ágúst DISKÓPAKK Soff ía Auður Birgisdótt ir Á NÆSTSÍÐUSTU sumartónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20:30, koma fram þau Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott- leikari og Jón Sig- urðsson píanóleik- ari. Þau munu leika Rómönsu eftir Ro- bert Schumann, Fagottsónötu eftir Ríkarð Örn Pálsson, Sonatensatz eftir Mikhail Glinka, Rapsódíu fyrir fag- ott eftir Wilson Os- borne og verkið La Muerte del Angel eftir Astor Piazolla. Kristín Mjöll lauk mastersprófi frá Yale School of Mus- ic vorið 1989. Hún hefur starfað undanfarin ár m.a. með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og ýmsum kammerhópum auk kennslu. Jón lauk árið 1995 einleik- araprófi frá Arizona State Uni- versity í Bandaríkjunum undir handleiðslu próf. Caio Pagano. Hann hefur starfað á Íslandi síðan þá, unnið með ýmsum tónlistar- mönnum og oft komið fram á tón- leikum. Fagott og píanó í Sigurjónssafni Jón Sigurðsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart SÝNINGAR á Fröken Júlíu eru að ljúka. Listaháskóli Íslands lánaði leikhópnum sýningarhúsnæðið í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13, en nú er starfsemi leiklistardeildar skólans að hefjast í húsnæðinu og því lýkur sýningum á Júlíu í þessari viku. Sýn- ingarnar verða á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag, kl. 20 alla dagana. Fröken Júlía af fjölunum AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnaði sýningu í ash Galleríi Lundi Varmahlíð á laugardag. Aðalheiður stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-1993 og nemur nú við Dieter Roth-akademiuna. Þetta er 17. einkasýning Aðal- heiðar og hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún var bæjarlistamaður á Akureyri árið 2000. Sýningin er opin frá 11-18, alla daga nema þriðjudaga, og stendur til 31. ágúst. Aðalheiður S. Eysteins- dóttir sýnir í ash Galleríi KOPPEL-fjölskyldan er ein helsta tónlistarfjölskylda Norður- álfu. Afinn, Herman D. Koppel, er eitt þekktasta tónskáld Dana á síð- ustu öld, faðirinn Anders stofnaði hina þekktu rokkhljómsveit Svavge Rose ásamt Thomasi bróður sínum og mágkonunni Anisette og son- urinn Benjamin er í hópi bestu djassleikara Dana undir þrítugu. Það er ekki langt síðan Benjamin lék hérlendis með kvartett sínum og Anders hefur í tvígang ferðast um landið með heimstónlistarsveit- inni Baazar. Það var mikil stemmning í Nor- ræna húsinu er KAK-tríóið lék þar hinn sérstaka heimsdjass sinn. Flest voru verkin á efnisskránni eftir Anders og leikin samfellt eins og um svítu væri að ræða utan eitt hlé. Fá tækifæri voru því til að klappa. Fyrsta verkið á efnis- skránni var hægt og seiðandi og blés Benjamin það í sópraninn, en skipti yfir í altó í næsta verki, Shuffle, sem er upphafsópusinn á frábærum diski tríósins: Kakoph- onia. Þeir feðgar svinguðu sem óðir væru og ekki minnkaði sveiflan við kongótrommuslátt Jakobs. Benj- amin er ljóðrænn blásari og túlkun hans á Sofðu unga ástin mín hitti mann beint í æð, enn magnaðri var altóblástur hans í ballöðunni fögru Horneks, sem lýsir strandlífi á eyj- unni Læsø – selir, fuglar og skelj- ar. Anders upphóf ballöðuna með sálmaforleik á orgelið. Suður-am- erísk tónlist er þeim félögum hug- leikin eins og Puerto Rican Rumba Benjamins og Mumi’s Samba þeirra feðga sannaði ekki síður en Choro, með barokksku orgelupp- hafi, eftir Ernesto Nazareba og samsuðan úr stefjum Baden Pow- ells, gítaristans, og Verdis: Villa Verdi. Húmorinn var oft allsráð- andi í leik Benjamins eins og í sam- setningu þeirra félaga: Only the Fool Fears not the Sea, þar sem hann hermdi eftir mávagargi, vind- gnauði og eimskipspípi. Stuðið var keyrt upp í næsta ópusi, Ready Steady eftir Anders en í Wie eine Baum, grípandi laglínu sem Benj- amín blés með grófum tóni í altó- inn, var hægt á ferðinni án þess að grúfið biði af skaða. Aukalagið var sambland af Lille digters skrøne eftir Herman D. Koppel oh Jeg drømte om en jard eftir Anders. Það var troðfullt í Norræna hús- inu enda var hér á ferð óvenju- skemmtileg hljómsveit sem átti greiða leið að hjarta hlustenda og tókst á meistaralegan hátt að blanda ólíkum tónlistarstefnum í heilsteypta kakófóníu. ÞAÐ var úr mörgu að velja að kvöldi menningarnætur. Undirrit- aður settist inn á Vídalín, sem áður nefndist Fógetinn, og ætlaði að hlusta eitt augnablik á tríó Jóns Páls gítarmeistara. Þega ég kom voru þeir félagar að leika ópus Gershwins: Takin’ a Chance on Love af slíkri snilld að ekki var mögulegt að hverfa af staðnum fyrr en tríóið hafði lokið leik sínum. Árni og Guðmundur stóðu vel fyrir sínu í rýþmanum, en það var Jón Páll sem kom, sá og sigraði. Ég held að Jón Páll spili aldrei betur en þegar hann er einn með bassa og trommum. Engin hljómahljóð- færi til að halla sér að og hann einn í framlínunni. Í kjölfarið fylgdi annar Gershwin-ópus: I Got Rhythm með tilvitnunum í Tea for Two. Þá kom meistaraverkið: Darn that Dream. Það er sama hve oft maður heyrir Jón Pál leika það, í spuna hans er alltaf eitthvað nýtt að finna og tilfinningin svo heit og næm að það undraði mig ekkert er sessunautur minn andvarpaði ,,Jes- ús minn almáttugur,“ er ballaðan var á enda. Það var gaman að heyra tríóið spila gamla svinghúsganga eins og Christopher Columbus, eftir einn af uppáhalds tenórsaxófónleikurum Sveins heitins Ólafssonar, Chuck Berry og Ain’t Misbehavin’ eftir Fats Waller og svo blúsinn hans Ellingtons sem leikinn var á öllum djammsessjónum á Íslandi á árum áður: C jam blues. Sveiflan var fín í þessum ópusum en hrynsveitin ekki alveg eins góð í Have you Met Miss Jones og Days of Wine and Roses. Það gleymdist þó þegar dúndrandi sveiflan fékk innviði hinna fornu innréttinga til að dansa af gleði í How High the Moon. Það eru allt of fáar hljóðritanir til með Jóni Páli Bjarnasyni og ekki seinna vænna að út verði gef- inn diskur með honum í samfylgd bassa- og trommuleikara. Þá munu margir gleðjast. Menningarnæturdjass DJASS N o r r æ n a h ú s i ð Benjamin Koppel altó- og sópran- saxófón, Anders Koppel hammond- orgel, Jakob Andersen trommusett, kongótrommur og slagverk. Laugardaginn 18.8. 2001. KAK-TRÍÓIÐ Vernharður Linnet V í d a l í n Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Scheving rafbassa og Guð- mundur Steingrímsson trommur. Laugardagskvöldið 18.8. 2001. TRÍÓ JÓNS PÁLS ♦ ♦ ♦ Mörkinni 3, sími 588 0640. OPIÐ Í DAG 12—18 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 10—40% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.