Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 29 lveg autt, æðinu, að bara hver kki er á að menningin að setjast ígarettu,“ mkvæmdir strætinu í því sé erf- viðskiptin laganna. afi minnk- ólíklegt að n þátt. kt 20. maí nn sam- arstaddir. óhress og ar á þingi Auðvitað r og í takt ona boð og Hann tel- ar átt að u skyldað sér upp völ er á. „Svo á frelsið náttúrlega bara að vera þannig að fólk geti opnað reyk- lausa staði og staði þar sem leyft er að reykja. Fólk sem ekki reykir sniðgengur þá bara þessa staði,“ segir hann. Hægt að setja nánari reglur um útfærslu í reglugerð Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðis- og trygginganefndar Al- þingis, segir að engar ábendingar hafi borist til nefndarinnar um að erfitt sé að koma lögunum í fram- kvæmd. Hún segir að telji fólk þörf á endurskoðun og einhverjum breyt- ingum á lögunum sé sjálfsagt að fólk beini tilmælum til nefndarinnar, eða til heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis. Jónína segir að einu við- brögðin hafi hingað til komið fram í fjölmiðlum. „Veitingamenn hafa bent á viss vandkvæði við að fram- fylgja lögunum. Vafalaust eiga ein- hverjir erfiðara með að bregðast við þessu en aðrir,“ segir hún. Jónína bendir á að heilbrigðisráðherra hafi heimild til að setja nánari reglur í reglugerð í samráði við samgöngu- ráðherra og umhverfisráðherra, m.a. til að flokka staðina með tilliti til reykinga, þar sem enginn greinar- munur er gerður á veitingastöðum í tóbaksvarnalögunum. Jónína segir spurningu hvernig brugðist yrði við þessu í reglugerð. „Aðalkrafa neyt- enda í dag er að á matsölustöðum sem fólk á öllum aldri sækir sé reyk- leysi. Minni krafa er gerð til reyk- leysis á skemmtistöðum og þar sem áfengi er eingöngu selt,“ segir hún. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, segir að nú sé í skoðun hvort þurfi að setja nánari reglur um útfærslu á níundu grein laganna, sem kveður á um takmörk- un reykinga á veitingahúsum. Skoð- að verði hvaða vankantar komi upp á þessum lagaákvæðum á fyrstu vik- um gildistíma laganna og segir hún að skriður gæti komist á þessa vinnu að loknum sumarfríum í september og október. Hún segir að það verði gert í samráði við samgönguráð- herra og umhverfisráðherra og seg- ist einnig gera ráð fyrir að samráð verði haft við Samtök ferðaþjónust- unnar. Jónína segist telja að ákveðinn misskilningur ríki meðal almennings um nýju lögin, hefur hún m.a. heyrt því haldið fram að lögin banni for- eldrum að reykja heima hjá sér. Hún segir að foreldrum sé að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þeir reykja á heimilum sínum, í lögunum sé þó áréttað að börnin hafi sama rétt og fullorðnir, en þar er viðurkenndur réttur einstaklinga til hreins lofts. „Það er ekkert eitt sem dregur úr reykingum, það eru margar sam- verkandi aðgerðir, en kannski erum við með þessu að breyta viðhorfun- um svolítið og draga fram að þetta sé hættulegt efni og óæskilegt fyrir heilsuna,“ segir Jónína. Hulda Hákon segir að sér finnist framkvæmd laganna vera bæði ger- ræðisleg og fálmkennd. „Við veit- ingamenn eigum að vera einhvers konar eftirlitsaðilar með viðskipta- vinum okkar og framfylgja þessum lögum, en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar frá yfirvöldum, hvað þá heimsókn frá einhverjum sem gæti ráðlagt okkur,“ segir hún. Hulda segir að öll umræðan hafi far- ið fram gegnum fjölmiðla og þaðan hafi hún allar sínar upplýsingar. Hún segist vita um veitingamann, sem segist ekkert hafa fylgst með fjölmiðlum undanfarið, sem leyfir enn reykingar í samræmi við gömlu lögin. „Mér finnst það alveg rétt hjá honum. Það er ekki hægt að ætlast til þess af einstaklingum í samfélag- inu að þeir fylgist með fjölmiðlum alla daga.“ Um tíu kvartanir hafa borist Heilbrigðiseftirliti Eftirlit með framkvæmd laganna er í höndum sveitarstjórna á hverj- um stað fyrir sig. Rósa Magnúsdótt- ir, sviðstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að nokkrir veit- ingamenn hafi verið heimsóttir og að nú sé í undirbúningi að senda bréf á alla veitingastaði og kaffihús til að kynna nýju lögin betur. Rósa segir að um tíu kvartanir hafi borist frá því að lögin tóku gildi og til þessa hafi einungis verið kvartað undan því að reyklausu svæðin séu ekki nægilega stór eða þau vanti algjör- lega. Þessir staðir hafa verið heim- sóttir og segir Rósa að yfirleitt hafi starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits- ins verið vel tekið og að hún hafi enga ástæðu til að ætla annað en að þeir muni fara eftir tilmælum stofn- unarinnar. „Þetta er náttúrlega svo skammt á veg komið að ég get eig- inlega ekki svarað því hvernig þetta gengur. Við förum og ræðum við þá og ef þeir segjast ætla að standa sig betur þá treystum við því að þeir geri það þar til annað kemur í ljós. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að koma í veg fyrir að reykur berist á milli og verður reynslan að leiða í ljós hvernig þetta gengur,“ segir Rósa. Hún segir að mörgum veit- ingamönnum hafi fundist erfitt að ekki var gert ráð fyrir neinum aðlög- unartíma í lögunum. Heilbrigðiseftirlitið getur beitt þvingunaraðgerðum, ef tóbaks- varnalögin eru brotin. Ef veitinga- maður fer ekki að fyrirmælum stofn- unarinnar er veitt áminning, þá frestur til úrbóta og loks er hægt að takmarka starfsemi staðarins, t.d. með því að takmarka afgreiðslutíma eða eitthvað slíkt. Einnig er hægt að svipta staðinn tóbakssöluleyfi ef brotið er gegn ákvæðum um sölu á tóbaki. Heilbrigðiseftirlitið hefur reglu- bundið eftirlit með veitingastöðum, það felur í sér eftirlit með húsnæði, sorpi, hávaða, meðferð matvæla og fleira og er tóbaksvarnaeftirlitið einnig hluti af því. Rósa segir að stofnunin muni ekki vera með sér- stakt tóbaksvarnaeftirlit nema þeg- ar kvartanir berast. Hún segir að annað væri óeðlilegt þar sem veit- ingahúsin þurfi að greiða fyrir hverja heimsókn Heilbrigðiseftir- litsins. Tímagjaldið er 4.900 krónur og er lágmarksverð fyrir tóbakseft- irlit rúmlega 12 þúsund krónur, að hennar sögn. Rósa segir að engar áætlanir séu uppi um sérstakt átak vegna þessara nýju laga að svo komnu máli, fyrst verði látið á það reyna hvernig lögin koma út. rnalögin víða ramkvæmd Morgunblaðið/Golli veitingarýminu skipt í tvennt. Reykt er á jarðhæð en reyklaust rými er á þeirri efri. ninabjork@mbl.is ann seg- um þriðj- að er þó aklega fa við- upa tób- fara a, ef eldri a við söl- að þeg- á 0 á a með ga.“ starfs- ára kning- k ráðið. við að kössum g i lluð að u hljóti ð ein- hverju leyti. Þó það sé ekki hollt að reykja verða menn bara að átta sig á því að það er verið að selja þessa vöru,“ segir Finnur. Hann segir að kúnnarnir hafi brugðist vel við þegar þeim er bent á að fara á aðra kassa. „Viðskiptavinurinn er meðvit- aður að einhverju leyti um þessi lög og áttar sig á þessu. Það er náttúrulega mjög vont fyrir okk- ur að það skuli koma niður á okkar viðskiptavinum að okkur séu settar þessar skorður.“ Þórður segir að nú sé ekki ráðið starfsfólk sem ekki hefur náð 18 ára aldri, en áður var aldurstakmarkið 17 ár. Hann segir að í vor hafi starfsmönnum sem voru yngri en 18 ára verið sagt upp, þegar fyrirséð var að lögin tækju gildi þann 1. ágúst. Hann segir að síðan hafi 10-11 fengið undanþágu hjá heilbrigð- iseftirlitinu til áramóta þannig að megnið af starfsfólkinu hafi verið ráðið aftur. Hann segir nauðsynlegt að starfsmenn geti gengið í öll störf, bæði áfyllingu og afgreiðslu á kassa. Lögin kveða einnig á um að þeir sem selja tóbak í smásölu þurfi sérstakt leyfi heilbrigð- isnefndar á viðkomandi svæði, sem þarf að endurnýja á fjög- urra ára fresti og er sveit- arfélögum heimilt að innheimta sérstakt gjald fyrir slíkt leyfi. Rósa Magnúsdóttir, sviðstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur, segir að yfir 230 staðir séu nú komnir með leyfi til tób- akssölu, fyrst og fremst smá- söluverslanir. „Veitingahús hafa ekki skilað sér jafn vel, enda höfum við engar upplýsingar um það hversu stór hluti þeirra sel- ur tóbak, en auðvitað þurfa þeir sem selja tóbak, hvort sem það heitir veitingahús eða verslun að sækja um leyfi.“ Rósa segir að leyfið sé nauðsynlegt til að nálg- ast vöruna hjá ÁTVR. Hún segir að engar kvartanir hafi borist, hvorki um að tóbaki sé stillt upp í verslunum, né að starfsfólk yngra en 18 ára selji vöruna. Fjórtán undanþágur hafa ver- ið afgreiddar um að unglingar sem ekki hafa náð átján ára aldri megi afgreiða tóbak og gilda þær til áramóta. Rósa seg- ir að fylgst verði með þessum þáttum samhliða öðru reglu- bundnu eftirliti, jafnframt því að kvörtunum verði sinnt. r kvartanir borist vegna ásölunnar „KONUR hafa að mínu mati betri skipulagshæfileika en karlmenn og koma hlutunum í verk fyrr en karl- menn. Mér er því óhætt að segja að konur hafi komið með miklum krafti og blásið ferskum vindum inn í Rot- ary,“ segir Richard D. King, forseti alþjóðahreyfingar Rotary, spurður um stöðu kvenna í Rotaryhreyfing- unni. Félagar í Rotary eru í dag 1,2 milljónir í 30 þúsund klúbbum í 163 þjóðlöndum. Í dag eru konur 10% Rotary- hreyfingarinnar og fer talan vax- andi frá ári til árs en aðeins eru liðin 13 ár frá því konum var fyrst veittur aðgangur að þessum tæplega hundrað ára félagsskap. Á Íslandi eru 29 klúbbar, 17 eru blandaðir, félagar samtals1100 og sama hlut- fall kvenna eða liðlega 10% félagar. „Þegar Rotary var stofnað árið 1905 stjórnaði tíðarfarið andanum innan félagsins. Eins og gefur að skilja breytist tíðarandinn og að- stæður allar eftir því sem leið á öld- ina, karlar voru ekki lengur einráðir á vinnumarkaði og í heimi stjórn- valda og árið 1988 var stórt skref stigið í sögu Rotary þegar konum var loks veittur aðgangur að hreyf- ingunni. Það hafði lengi stefnt í þessa breytingu eða í allt að tvo ára- tugi.“ Richard viðurkennir reyndar að óánægjuraddir hafi heyrst í fyrstu frá ýmsum gamalgrónum Rotary félögum en þær raddir séu löngu þagnaðar og nú undrist menn að breytingin hafi ekki verið gerð miklu fyrr. „Nú er það líka almennt viðurkennt að þrátt fyrir umdeilda byrjun hefur það reynst gríðarleg- ur styrkur og vaxtarbroddur fyrir hreyfinguna að hleypa konum inn í Rotary. Aðrir klúbbar af svipuðu tagi hafa streist á móti nútímanum og finna nú að þeir eru að verða úr- eltir – tímarnir breytast og menn- irnir með,“ segir Richard. Árangur íslenskra kvenna í Rot- ary þykir að sögn Richards fram- úrskarandi þar sem þær hafa verið frumkvöðlar í vinnu sinni innan hreyfingarinnar og reynst öflugir liðsmenn. Konur veljast nú einnig í sívaxandi mæli í leiðtogastöður inn- an Rotary og gildir hið sama um ís- lenskar Rotary-konur. „Íslendingar eru sérstaklega framarlega í um- hverfismálum og er skemmst að benda á umhverfisráðherra ykkar, Siv Friðleifsdóttur, í þeim málum.“ Richard gerðist Rotary-félagi ár- ið 1968 og inntur eftir breytingum sem orðið hafa á þeim tíma segir hann: „Þegar ég kom inn í hreyf- inguna einbeitti Rotary sér ekki eins að því að finna heildrænar lausnir á stórum verkefnum, menn voru meira að einbeita sér að því að bæta nánasta umhverfi sitt – enginn var að gera neitt á heimsvísu. Í dag starfar Rotary að ýmsum framfara- og stuðningsmálum og er stærsta verkefnið sem hreyfingin hefur stað- ið fyrir svonefnt polio-plús verkefni sem er ætlað að stemma stigu við út- breiðslu barnalömunarveiki en verk- efnið er unnið í nánu samstarfi við alþjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO. Nær tvær milljónir barna hafa verið bólusettar og árangur herferðarinn- ar er það góður að vonast er til þess að tekist hafi að mestu að útrýma veikinni á aldarafmæli Rotaryhreyf- ingarinnar árið 2005. Við leggjum einnig ríka áherslu á önnur stór verkefni eins og að fræða ungt fólk um alnæmi og aðra málaflokka eins og fíkniefni og eiturlyfjamisnotkun. Við höfum einnig lagt okkar af mörkum í baráttunni við ólæsi, vinnum að bættri umhverfisvitund almennings og í raun má segja að verkefni Rotary spanni flest það sem er manneskjunni viðkomandi. Rotary-félagar nýrrar aldar taka því mun virkari og beinni þátt í að hafa áhrif á það sem er að gerast í heims- þorpinu.“ Richard segir það ekki heldur aftra framförum að félagar í Rotary séu oftar en ekki mjög áberandi í þjóðfélaginu. Þetta sé áhrifafólk í sinni grein, stjórnmálamenn, trúar- leiðtogar og viðskiptamógúlar. „Þetta hjálpar okkur auðvitað að ná árangri í viðfangsefnum okkar. Við erum líka með öflugt samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Rotary- hreyfingin er líka farin að ná til landa þar sem hún hefur aldrei verið áður, s.s. Austur-Evrópu og til Mið- Austurlanda. Rotary heldur því áfram að vaxa af krafti og lítur á hvern félaga sem liðsauka á leiðinni til heimsfriðar og sátta manna á meðal.“ Aðspurður hvaða framtíðarsýn hann hafi fyrir hreyfinguna svarar Richard að unga fólkið sé alltaf framtíðin. „Ungt fólk vill láta eitt- hvað gott af sér leiða í veröldinni – það vill stuðla að enn frekari vinnu í mannúðarskyni og er tilbúið að láta sitt af mörkum til að sú vinna skili raunverulegum jákvæðum breyting- um á lífsháttum annarra. Við viljum stuðla að því að þessu fólki sé gert kleift að láta drauma sína um betri heim rætast.“ Íslandsheimsókn forseta alþjóðahreyfingar Rotary Þar sem ein- staklingurinn skiptir máli Forseti Rotaryhreyfingarinnar var staddur á Íslandi um helgina. Jóhanna K. Jóhannesdóttir ræddi við hann um þær breytingar sem orðið hafa í Rotary á liðnum áratugum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Richard King, forseti alþjóðahreyfingar Rotary, átti m.a. fund með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum. Á myndinni eru auk Ólafs Ragnars og Richards eiginkona hins síðarnefnda, Cherie. jkj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.