Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhrifaþættir í vel- gengni vörumerkja Skýr mynd af helstu þáttum sem endur- spegla stöðu vöru- merkja á markaði er mikilvæg við stefnu- mótun og ákvörðunar- töku í markaðs- og aug- lýsingamálum. Markaðsdrægni (e. penetration) og kaup- tryggð (e. brand loyal- ity) eru þær grunn- breytur sem lýsa kauphegðunarferli. Sýnt hefur verið fram á að vörumerki sem hefur bæði mikla markaðsdrægni (margir kaupa einhvern tíma) og nýtur mik- illar kauptryggðar (margir kaupa aft- ur og aftur) nær gríðarlegu langtíma- forskoti á keppinauta sína. Huglægu breyturnar endurspegla þekkingu neytenda á vörumerkinu og hvaða ímynd það hefur í huga þeirra. Fjölmargar rannsóknir í gegnum tíð- ina hafa sýnt fram á að staða og styrkur þessara breyta geta haft for- spárgildi um væntanlega söluþróun á markaði. Fram að þessu hefur lítið verið fjallað um stöðu þessara grunnþátta markaðsmálanna hér á landi enda löngum verið skortur á aðgengilegum upplýsingum. Nú hefur auglýsinga- stofan Ydda í samvinnu við Telmar á Íslandi ráðið bót á því og safnað upp- lýsingum í aðgengilega gagnagrunna um þessar grunnbreytur með reglu- bundnum mælingum í nokkur ár. „Brattabrekka vörumerkjanna“ Á mynd 1, Brattabrekka vöru- merkjanna, getur að líta markaðs- drægni og kauptryggð sjö hundruð fimmtíu og þriggja vörumerkja sem tilheyra 37 daglegum neysluvöru- flokkum (e. fast moving consumer goods). Í ljós kemur lína (bratta- brekka!) sem sýnir að almennt gildir að samhliða aukinni markaðsdrægni fjölgar tryggum viðskiptavinum. Þessi fjölgun er þó yfirleitt hægari en aukning markaðs- drægninnar. Myndin sýnir skýrt að á bratt- ann er að sækja því þau merki sem mestum ár- angri hafa náð, þ.e. hafa bæði mikla markaðs- drægni og kauptryggð, eru tiltölulega fá. Vöru- merki sem eru fyrir of- an línuna geta státað af hlutfallslega mikilli kauptryggð miðað við markaðsdrægni en þau sem eru fyrir neðan hana eiga við hlutfalls- lega lága kauptryggð að stríða miðað við markaðsdrægni. Taka má sem dæmi vörumerki A. Þetta merki hefur augljóslega umtalsverða sérstöðu, þ.e. mikla kauptryggð mið- að við markaðsdrægni. Í prósentum talið er kauptryggð þessa vörumerk- is yfir 50% meiri en meðaltalslínan sýnir. Ljóst er að svo mikil kaup- tryggð er gríðarlega verðmæt mark- aðslega. Ekki er síður mikilvægt í ljósi þessara upplýsinga að velta fyrir sér hvort ekki sé tiltölulega auðvelt með réttum markaðs- og auglýsinga- aðferðum að auka markaðsdrægnina svo að hún nálgist meðaltalslínuna án þess að dragi úr kauptryggð. Í þessu dæmi sem er vörumerki á hreinlæt- isvörumarkaði myndi slík aukning þýða umtalsverða söluaukningu. Vörumerki B sem er á sælgætis- markaði er fyrir neðan línuna. Eig- andi þessa merkis stendur frammi fyrir þeim vanda að kauptryggð er mun minni en markaðsdrægnin gefur tilefni til. Í þessu tilfelli ætti kaup- tryggðin að vera hvorki meira né minna en þrefalt hærri sé miðað við meðaltalið (bröttubrekku). Eigandi þessa vörumerkis ætti því að skoða ít- arlega hvaða þættir það eru sem geta haft jákvæð áhrif á kauptryggðina og aðlaga markaðsaðgerðir sínar að þeim niðurstöðum. Á mynd 1 er eitt vörumerki (merkt C) sem hefur algjöra sérstöðu. Það hefur bæði gríðarmikla markaðs- drægni og nýtur mikillar kaup- tryggðar og er í raun alls ráðandi á sínum markaði. Þessi feikilega góði árangur er trúlega einsdæmi bæði hér á landi og annars staðar en þetta er staða sem marga dreymir um sín- um vörumerkjum til handa. „Kirkjugarðsmódelið“ Á mynd 2, Kirkjugarðurinn, er dregin upp mynd af vörumerkjavit- und og vörumerkjaímynd 75 vöru- merkja á íslenska markaðinum. Í ljós kemur lína sem sýnir að almennt gildir að ímynd vörumerkis eflist eft- ir því sem vitund um það eykst. Þessi lína er í samræmi við þekkt módel sem nefnt hefur verið „Kirkjugarðs- módelið“ en það varpar ljósi á styrk- leika vörumerkjavitundar og það hversu minnisstætt (e. recall) vöru- merkið er í huga neytenda. Þau merki sem eru fyrir neðan línuna (t.d. merki B) hafa tiltölulega sterka ímynd miðað við vörumerkjavitund. Slík vörumerki geta búið við viðun- andi markaðsstöðu ef þau tilheyra til- tölulega þröngum og afmörkuðum mörkuðum (e. niche). Hins vegar get- ur þessi staða einnig bent til veikleika í markaðssetningu sem trúlega er nokkuð auðvelt að bæta úr með til dæmis markvissum auglýsingaað- gerðum. Merki B tilheyrir mjólkuraf- urðamarkaði og myndi að öllum lík- indum styrkjast töluvert ef vitund neytenda um það yrði í samræmi við ímynd þess. Þau vörumerki sem eru fyrir ofan línuna (t.d. merki A) eru á svæði sem oft er nefnt „Kirkjugarðurinn“. Ástæða nafngiftarinnar er sú að þessi vörumerki búa við mjög veika eða lé- lega ímynd á sama tíma og vitund um þau er mjög mikil, þ.e. allir þekkja þau. Eigendur slíkra merkja standa frammi fyrir miklum vanda vegna þess að mjög erfitt getur reynst að hafa áhrif á ímynd þeirra. Ástæðan er einfaldlega sú að allir þekkja þau nú þegar af slæmu einu og enginn hefur áhuga á að taka á móti nýjum upplýs- ingum um þau. Eigendur þessara vörumerkja (vörumerki A er á smá- sölumarkaði) standa því frammi fyrir grundvallarákvörðunum um tilveru- rétt vörumerkisins. Þau vörumerki sem eru á miðri myndinni, þ.e. þau sem hafa hátt vit- undarstig og miðlungssterka ímynd, eru laus við veikleika „Kirkjugarðs- ins“ og eiga augljóslega frjó sóknar- færi ef rétt er á málum haldið við markaðssóknina. D er dæmi um slíkt vörumerki en það tilheyrir morgun- verðarkornsmarkaðinum. Merkin sem eru efst í hægra horni myndarinnar eru í sterkustu stöð- unni þar sem þau eru bæði vel þekkt og hafa jákvæða ímynd (t.d. merki C sem tilheyrir fjölmiðlamarkaðinum). Mikilvægasta hlutverk eigenda slíkra vörumerkja er að viðhalda markaðs- stöðu þeirra til framtíðar með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Lokaorð Af ofangreindu er ljóst að upplýs- ingar um vörumerkjavitund, vöru- merkjaímynd, vörumerkjatryggð og markaðsdrægni eru þýðingarmiklar fyrir þá sem bera ábyrgð á stefnu- mótandi ákvörðunum við markaðs- setningu vörumerkja. Sérstaklega er mikilvægt að geta borið vörumerki sín saman við vörumerki keppinaut- anna og einnig meðaltalskúrfu heild- armarkaðarins og metið þannig á raunhæfan hátt markaðsstöðuna og tekið markvissar ákvarðanir um markaðs- og auglýsingaaðgerðir. Hallur A. Baldursson Vörumerki Skilningur á samspili vörumerkjavitundar, vörumerkjaímyndar, vörumerkjatryggðar og markaðsdrægni, segir Hallur A. Baldursson, getur ráðið úrslitum í markaðssetningu vörumerkja. Höfundur er framkvæmdastjóri Yddu (hallur@ydda.is). Veistu hvar vöru- merki þitt er statt í „Bröttubrekku“? Í LEIÐARA Morg- unblaðsins 19. ágúst sl., sem bar heitið „Á hverju eigum við að lifa?“, er látið að því liggja að Íslendingar séu langt komnir með að virkja það vatnsafl sem tæknilega nýtan- legt telst. Þar segir: „Ef við byggjum engar virkjanir norðan Vatnajökuls og ekki Norðlingaöldulón má spyrja hvaða raunhæf- ir virkjanamöguleikar séu eftir.“ Þarna virðist gefið í skyn að þeir möguleikar séu fáir eða engir. En er það rétt? Hversu mikil vatnsorka er ónýtt í landinu og hvað eru þær tvær virkjanir sem nefndar eru stór hluti hennar? Gert er ráð fyrir að tæknilega nýt- anleg vatnsorka til raforkuvinnslu í landinu sé um 64.000 GWh (gígavatt- stundir) á ári og miðað við forsendur í dag er hagkvæm raforkufram- leiðsla 37.500 GWh. Hagkvæm raf- orkuvinnsla úr jarð- varma er a.m.k. 20.000 GWh á ári (sjá rit iðn- aðarráðuneytisins frá 1994, Innlendar orku- lindir til vinnslu raf- orku). Þegar er búið að virkja um 9% af tækni- lega nýtanlegri vatns- orku og 6% af varma- orkunni. Þær tvær virkjanir sem nefndar eru eru taldar gefa 4.890 GWh á ári (Kára- hnjúkar, sjá bls. 50 í Kárahnjúkar allt að 750 MW, mat á um- hverfisáhrifum) og 700 GWh á ári (Norðlinga- ölduveita, uppl. frá Landsvirkjun), eða samanlagt um 10% af ónýttri vatnsorku landsmanna. Af tölunum má sjá að sú viðbót við orkufram- leiðslu sem fæst með Norðlingaöldu- veitu samsvarar aðeins um 1,3% af enn ónýttu en nýtanlegu vatnsafli. Það eru sem betur fer til fleiri „raun- hæfir virkjanamöguleikar“ en Kára- hnjúkavirkjun og Norðlingaöldu- veita og vísa ég í því sambandi í rit iðnaðarráðuneytisins Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, en þar eru tíundaðir 64 vatnsaflsvirkjana- kostir og 21 háhitasvæði. Það er því ljóst að mikið er eftir, þótt ekki komi til þessara virkjana í þeirri mynd sem lagt hefur verið til. Úrskurður Skipulagsstofnunar vegna Kárahnjúkavirkjunar fjallar ekki um hvort aðrar útfærslur á virkjunum í Jökulsá á Dal og í Jök- ulsá í Fljótsdal komi til greina. Úr- skurðurinn kvað einfaldlega á um að sú útfærsla sem Landsvirkjun vildi nota ylli svo mikilli umhverfisrösk- un, að ekki væri réttlætanlegt að heimila hana m.t.t. ávinnings sem af henni hlýst. Um Norðlingaölduveitu gegnir öðru máli. Þar reynir Landsvirkjun að höggva eina ferðina enn í sama knérunn. Eftir margra ára deilur um 200 km² lón sem sett hefði nánast öll Verin á kaf tókst samkomulag um framkvæmdir sem ollu þó umtals- verðri röskun á austasta hluta Þjórs- árvera. Vatn var skert eða tekið af Eyvindarveri og Þúfuveri og önnur ver voru kaffærð undir 30 km² lón og smærri vötn. Auk þess hefur rennsli Þjórsár verið minnkað um helming þar sem áin rennur úr Verunum við Sóleyjarhöfða en upptakakvíslum Þjórsár og austurþverám hennar hefur verið veitt í Þórisvatn. Við þessar aðgerðir hefur Landsvirkjun fengið meiri raforku en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Nú vill Landsvirkjun enn bæta við uppi- stöðulóni. Nýja lónið yrði 32,5 km² að flatarmáli, eða nærri eins stórt og Mývatn, til að framleiða jafnmikið rafmagn og fæst úr núverandi vinnslu á Nesjavöllum og lítið eitt meira en fæst úr Kröfluvirkjun. Þetta lón mun sökkva syðstu gróð- urlendum Þjórsárvera: Eyvafeni, neðri hluta Hnífárvers, neðsta hluta Tjarnavers auk minni gróðurvinja meðfram Þjórsá. Framkvæmdirnar myndu valda röskun á megingróð- urlendum Þjórsárvera, sem hefur verið haldið utan við virkjunarfram- kvæmdir hingað til. Þjórsárver njóta alþjóðlegrar við- urkenningar og verndar sem eitt af mikilvægum votlendissvæðum jarð- ar. Þau eru aðalvarpland heiðagæsar og geta skipt sköpum fyrir framtíð þeirrar tegundar. Þjórsárver eru stærsta gróðurvin miðhálendisins en jafnframt ein sú einangraðasta. Ver- in eru að öllum líkindum tegunda- auðugasta svæði miðhálendisins sem er ekki síður athyglisvert í ljósi þess hvað auðnirnar umhverfis eru gróð- ursnauðar. Þjórsárver eru stærsta freðmýri landsins og þar er að finna gróskumikil flæðiengi sem annars finnast aðeins á örfáum stöðum á há- lendinu. Loks skal geta þess að Þjórsárver eru sú gróðurvin hálend- isins sem ber minnst merki búfjár- beitar og þar eru algengar ýmsar blómfagrar jurtir sem beit hefur haldið niðri eða útrýmt annars stað- ar. Það má því spyrja: Þegar enn eru ónýtt yfir 90% af tæknilega nýtan- legri vatnsorku, er rétt að taka það svæði sem mesta sérstöðu hefur og er líffræðilega dýrmætast? Er rétt- lætanlegt að fórna því fyrir ávinning sem samsvarar 1,3% af ónýttri en nýtanlegri vatnsorku landsins? Eru virkjanamögu- leikar á þrotum? Gísli Már Gíslason Virkjanir Þegar enn eru ónýtt yfir 90% af tæknilega nýt- anlegri vatnsorku, er rétt að taka það svæði, spyr Gísli Már Gíslason, sem mesta sérstöðu hef- ur og er líffræðilega dýrmætast? Höfundur er prófessor í vatna- líffræði og formaður Þjórsár- veranefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.