Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Þóra Guð-laugsdóttir fæddist í Bolunga- vík 7. mars 1909. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Guðmundína Guð- mundsdóttir, ættuð úr Bolungavík, f. 4. des. 1879, d. 1. jan. 1952, og Guðlaugur Albert Bjarnason, ættaður úr Stranda- sýslu, f. 19. júlí 1886, d. 23. júní 1961. Systkini Elínar Þóru voru Guðjón Bjarni, f. 4. ágúst 1906, d. 21. mars 1977, Magnús Guðmundur Árni, f. 8. júní 1911, d. 22. okt. 1987, og Steinunn Ingibjörg Torfhild- ur, f. 6. okt. 1917. Árið 1917 fluttist Elín til Hnífsdals og síðan 1929 til Reykjavíkur og sett- ist að á Framnesveg- inum. Hún vann hjá fiskverkunarstöðinni Dvergi í 15 ár en síð- an fór hún að vinna við hreingerningar, fyrst í húsum og síð- ar í skipum Skipaút- gerðar ríkisins í nær fjóra áratugi. Elín flutti 1947 ásamt for- eldrum sínum í Skipasund 4 og bjó þar þangað til hún flutti á Hjúkrunar- heimilið Eir 1995. Elín var félagi í Verkakvenna- félaginu Framsókn í yfir 60 ár og var gerð að heiðursfélaga þar 1984. Einnig var hún í Góðtempl- arareglunni og var gerð að heið- ursfélaga 1998. Elín Þóra verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elín Þóra Guðlaugsdóttir, eða Ella eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Bolungavík og bjó þar til átta ára aldurs en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Hnífsdals. Þá bjó þar margt frændfólk hennar og vin- ir, m.a. í Ystahúsinu. Æskustöðv- arnar voru henni afar kærar alla tíð og í hjarta sínu var hún alltaf vest- firsk. Fjölskyldan fluttist síðan til Reykjavíkur 1929 og settist að á Framnesveginum en þar í nágrenn- inu var fiskverkunarstöðin Dvergur og varð það hlutskipti Ellu að vaska fisk þar næstu 15 árin sem oft var kalsamt verk. Síðar fór hún að vinna við hreingerningar, fyrst í húsum og síðar í skipum Skipaútgerðar rík- isins í nær fjóra áratugi eða til 1981. Ella flutti 1947 ásamt foreldrum sínum í Skipasund 4 og átti þar heimili þangað til hún flutti á Hjúkrunarheimilið Eir 1995. Ella var félagi í Verkakvenna- félaginu Framsókn í yfir 60 ár og var þar í ýmsum nefndum og full- trúaráði og var gerð að heiðurs- félaga þar 1984. Einnig var hún Góðtemplarareglunni og var gerð að heiðursfélaga 1998. Hún var alla tíð afar áhugasöm, samviskusöm og virk í báðum þessum félögum. Ella var mikil handavinnukona; prjónaði, heklaði og saumaði og síð- ustu árin og meðan heilsan leyfði var hún sífellt að búa til kisur og kanínur, dúkkur, bangsa og púða, svo og ýmislegt til jólanna o.fl. Á handavinnusýningum sem haldnar voru á Eir var alltaf sérstakt sýn- ingarborð með handavinnu hennar. Ella hafði mikinn áhuga á mönn- um og málefnum og öllum þjóðleg- um fróðleik, svaraði t.d. fjölda skráa frá þjóðháttadeild Þjóðminjasafns- ins. Einnig var hún var afar áhuga- söm um ættfræði og kom enginn að tómum kofunum hjá henni í þeim efnum. Ella hafði mikla samkennd með fjölskyldu sinni, var trygg og trú sínu fólki. Hún eignaðist aldrei börn sjálf en börn systkina hennar og þeirra fjöldskyldur voru henni afar hjartfólgin, ekki síst fjölskylda Ingi- bjargar systur hennar og bar aldrei neinn skugga á samstarf þeirra systra. Við, systkinabörn hennar og fjöl- skyldur þeirra, kveðjum hana í kær- leika og með miklu þakklæti og minnust hennar sem mikillar heið- urskonu í hvívetna. Hún var sterkur persónuleiki, trygg, grandvör, skap- andi, vel gefin, opin og átti auðvelt með að kynnast fólki og var öllum minnisstæð sem kynntust henni. Hún hvíli í friði og blessuð sé minning hennar. Eggert Guðjónsson og fjölskylda, Elín, Páll, Guðlaugur og Þóra. Árið 1917 fluttist Ella til Hnífs- dals, 8 ára, og var í nálægð frænd- fólks síns í Yztahúsinu. Þar bjó amma hennar, Þóra í Dal, Jónsdótt- ir, ásamt syni sínum Sigga í Dal (Sigurði) Guðmundssyni og eigin- konu Elísabetu Jónsdóttur og börn- um þeirra. Amma hennar fluttist frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd á haust- dögum 1908 eftir að maður hennar lést. Í Hnífsdal ólust þau upp tugur systkina og frændsystkina og meðal annarra Herdís Þóra, móðir okkar. Þau léku sér saman í fjörunni, hent- ust um lautir og bala, fóru í feluleik við klettana og ræddu um huldu- fólkið í álfabyggðum. Í blíðu og stríðu áttu þau ætíð athvarf hjá ömmu sinni, Þóru í Dal. Glögglega munum við eftir Ellu frænku og Ingibjörgu þegar þær systur komu í heimsókn á Grett- isgötuna. Ella talaði skýrt, hátt og greinilega. Hress og kát kona. „Komið þið heil og sæl, elskurnar. Hvað er í fréttum?“ Hún var einlæg og hreinskiptin, vel máli farin og góður sagnaþulur. Hún fylgdist með öllum í ættinni og vildi öllum vel. Hún sá hvernig við bárum okkur að, hvernig við orðuðum atburðarás og tjáðum tilfinningar okkar. Hún bar saman nýja siði og gamla og virtist „muna allt“ – og allt fram undir andlát streymdu þjóðháttafræðing- ar til hennar til að heyra frá bernsku hennar og æsku, frá at- vinnuháttum og menningu liðins tíma. Við sjáum þær fyrir okkur, syst- urnar, Ella á undan Imbu, þrek- mikil og skýrmælt, í þröngu anddyri uppi á lofti á Grettisgötu. „Heil og sæl, Herdís nafna . . “ og svo sá hún Þóri Sigurð gægjast bak við mömmu sína, feiminn og hlédrægan. „Nei, sæll og blessaður, Siggi minn. Þú líkist Dalsættinni meira og meira.“ Svo sneri hún sér aftur að móður okkar og sagði: „En hvað hann Siggi litli er orðinn stór!“ Hún var svo samkvæm sjálfri sér, jafn- lynd en ákveðin og barðist fyrir góð- um málefnum og ekki síst fyrir kon- ur í verkastétt. Hún gekk snemma í Verkakvennafélagið Framsókn og var þar í nefndum og ráðum. Segir sjálf í Lífsgleði I, (Hörpuútgáfan 1992): „Ég fæddist í verbúð í Bol- ungarvík,. . . táknrænt fyrir mig og líf mitt . . . – og verkakona hef ég verið allt mitt líf. Verkamenn og verkakonur hafa unnið ein þýðing- armestu störf fyrir þjóðina frá upp- hafi byggðar á okkar góða landi.“ Hún söng með krafti: „Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum – að byggja réttlátt þjóðfélag.“ Þegar við ræddum um ellina og dauðann fyrir 10 árum sagði hún jafnskýrmælt og skorinorð sem fyrr: „Ungt fólk og miðaldra harmar og grætur þegar við deyjum, kemur sjaldan í heim- sókn og hlustar ekki á reynslu og visku aldraðra. Svona er lífið. Þegar við vorum í Hnífsdal, áttum okkar einlægu barnatrú og fólkið úr Hjálpræðishernum söng af lífi og sál svo geislaði af þeim lífsgleðin: „Á himni föðurland mitt er“ – þá styrktist trú okkar á lífið – og annað föðurland þar sem ríkir sönn gleði og „réttlátt þjóðfélag“. Komið sam- an með gleði þegar þið minnist mín og hugsið um þá sem minna mega sín.“ Við færum Ingibjörgu og öllum ástvinum sem reyndust henni vel, ekki síst Guðjóni frænda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug, Þórir, Jón, Sævar og fjölskyldur. ELÍN ÞÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ( &                 D 83 , 0 !" %% &  "  .!  .     $ '   % .$$   > % .$&  <  !) /"%$$ "% % .$&  '   8 $$  > % .$&   %"  % .$&  > %%& $$ 2  2(   2  2  2 ) +!  &          &  F   D54, 8  .%& :B "-*' /* "  #        /         ! / "$$&  ,%%"   %/ 2"  6  "%   %/ 2"   > #   &   2'(  $* $* $&  (  0< <* $  & %/ 2"    %/ 2"   $ &"& )                   @73   . < "$0  "-'0 "   ,  !    +    0  &        +  !    0  !   12   344 5          6     6    !              !   "%&  &   ) >$$ ".  %& $&  / >$&   G; $$ -%.  >$$ 1>$  $'<$&  2  2(   2  2  2( )              543 !,7 @ D,!6 77  " 9  $*"  "  -! !    7#                .     !    13   894    $* $$ , % ! >$&  * $* $$ 8 ** ,%/  $&  %  > $* $$  > $&   0&  $* $$ $* $* $$ ,- >  0&$&  "/ $* $&   $"   $" $$    $* $$  &/$   $&  2  2(   2  2  2( )             ,       75 ! @6 77 %$2>   2  <   *'%& H "         0&  $$ ! >$  0&$$ "%% '( *  %& $&  I  0&$$  > ,-'%.$&   $ !)  0&$$ #  D 0  2  2(   2  2  2( ) -                7,81 D,8 2 . " $'  #%' . %" *       ,  !    0 6 !  '      #6#    8   :         # %&   > ".<$&   !  ; ".<$&  A"%    (0 /  > ".<$&  %%  ".<$&  8 2 )  $$ 2  2(   2  2  2( )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.