Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRÍMUR Eysturoy Guttorms- son, kafari og skipasmiður, kaf- aði fyrstur manna niður að flaki olíubirgða- skipsins El Grillo á botni Seyðisfjarðar árið 1952. Ranglega var sagt í frétt Morgun- blaðsins síð- astliðinn laugardag, að Hafsteinn Jó- hannsson hefði fyrstur kafað niður að flakinu. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Grímur E. Guttormsson fór alls 81 ferð niður að flaki El Grillo og bjargaði úr því 4.500 smálestum af svartolíu. Ekki var þá talið að kafari hefði nokkru sinni farið niður á meira dýpi, en við björgunarstörf sín fór Grímur niður á 44 metra dýpi. Í samtali við Morgunblaðið 7. ágúst 1999 sagði Grímur heit- inn, að tekist hefði að ná upp olíunni með því að dæla sjó inn í botninn á skipinu og þrýsta olíunni þannig upp. Með þessu móti hefði tekist að bjarga 4.500 tonnum af olíu úr skipinu en Grímur sagði að heilmikið magn hefði þó setið eftir. Grímur var fæddur í Færeyj- um 28. júlí árið 1919. Hann fluttist til Íslands árið 1945 og hóf störf við skipasmíðar. Á stríðsárunum kafaði hann mik- ið fyrir breska herinn og þegar hann kom til Íslands var hann fljótlega beðinn að taka að sér verk á sviði köfunar. Forseti Ís- lands sæmdi hann heiðurs- merki hinnar íslensku fálka- orðu. Grímur lést hinn 17. apríl 2000, þá áttræður að aldri. Grímur Eysturoy kafaði fyrstur að El Grillo Grímur E. Guttormsson MENNINGARNÓTT Reykjavíkur gekk vel fyrir sig að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann telur að um 50 þúsund manns hafi verið saman komin í miðborginni þegar mest var. Það sé nokkuð færra fólk en í fyrra, sem sé ekki undarlegt í ljósi þess að Reykjavík var menningarborg Evrópu í fyrra. Geir Jón segir að vissulega séu ýmis smávægileg atriði sem bent hafi verið á að mætti lagfæra en á heildina litið hafi allt gengið prýðilega. Fjöldi og eðli þeirra mála, sem upp komu, sé í samræmi við ástandið um venjulegar helgar og því hafi allt í raun farið mjög vel fram miðað við þann mann- fjölda sem var í bænum. Ökumenn tillitslausir við hlaupara Metþátttaka erlendra keppenda var í Reykjavíkurmaraþoni á laug- ardag. Geir Jón sagði það hafa gengið áfallalaust fyrir sig en reyndar hafi maraþonhlauparar kvartað undan því að ökumenn tækju ekki nógu mikið tillit til þeirra. Eftir að dagskrá menningar- nætur lauk á miðnætti tók við hefðbundið næturlíf borgarinnar. „Nú, síðan tók náttúrlega nóttin sjálf við. Það var kannski öðruvísi menning sem tók þá við, ef það er hægt að kalla það það. Og ég hef svo sem gefið það út áður að mér fannst vera of mikið af ungu fólki, mjög ungu fólki, sem ég tel að hefði bara þurft að fara heim með foreldrum sínum, ef foreldrarnir hafa komið með þau með sér í mið- borgina.“ Geir Jón telur að á milli fimm og sjö þúsund manns hafi verið í miðborginni fram eftir nóttu. Fyrst um þrjúleytið hafi far- ið að fækka. „Við vísuðum mörg- um frá og reyndum að koma krökkunum í strætisvagna. Það tók nú dálítinn tíma að koma þeim í gott ról og flutningarnir, það tek- ur allt ákveðinn tíma.“ Umferðin sem smurð vél Geir Jón segir að augljóslega hafi nú naglinn verið hittur á höf- uðið varðandi umferðarmálin. Um- ferð hafi gengið mjög vel. „Fólk tók mjög tillit til okkar ábendinga um að leggja bílum sínum svolítið frá sjálfri miðborginni.“ Lögð var megináhersla á að koma umferð- inni sem fljótast út úr miðborginni og segir Geir Jón að það hafi geng- ið mjög vel. „Við vorum með lög- reglumenn á öllum gatnamótum út úr miðborginni, töluvert upp með Miklubrautinni og Sæbrautinni og settum ljósin á blikk, þannig að forgangur var á akstur um þessar brautir og eins á Bústaðavegi.“ Segir Geir að huga þurfi aðeins betur að leið strætisvagnanna á menningarnótt en farið verði yfir það mál með Strætó og vankantar sniðnir af því skipulagi fyrir næstu menningarnótt. Foreldrar séu ábyrgari Viðveru unglinga í miðborginni eftir miðnætti, margra hverja drukkinna, telur Geir Jón helst varpa skugga á nóttina. Það sé einnig verkefni fyrir næsta ár að fá fólk til að taka meiri ábyrgð á börnunum sínum. „Því það var dá- lítil ölvun á því fólki, sem síðan eft- ir var í miðborginni, og það var nú kannski ekki allt endilega börn og unglingar. Það var auðvitað fólk á öllum aldri en ég vildi ekki sjá þessi börn undir 16 ára aldri þarna innan um og saman við.“ Um 50 þúsund manns í miðborginni á menningarnótt Umferð gekk að óskum Morgunblaðið/Ómar Þótt hraðinn hafi ekki verið eins mikill og hversdags gekk umferðin greiðlega á menningarnótt. TVEIR aðilar munu taka saman höndum og halda stóra sýningu í Laugardal dagana 6. til 10. septem- ber. Það eru Heimilið og Islandica 2001 sem standa að sýningunni sem verður annars vegar almenn heimilis- sýning og hins vegar ævintýrið um ís- lenska hestinn. Fyrirhugað var að halda sýningarnar sitt hvora helgina í Laugardalnum í haust en að sögn Unnar Steinsson, kynningarstjóra Heimilisins, felur sameiningin í sér ákveðna hagræðingu. „Í stað þess að bítast um sömu gestina sitt hvora helgina ákváðum við að sameinast og skapa þannig stærstu sýningu sem haldin hefur verið á Íslandi. Ein af frístundum heimilisins er hestamennskan en um 30 þúsund manns stunda þessa heilsurækt og vissulega er þarna snertiflötur við heimilið.“ Nær allt Laugardalssvæðið verður lagt undir sýningarnar. Heimilið verður með sýningu í Laugardalshöll, Islandica verður í risatjaldi sem reist verður við hlið hennar ásamt Skauta- höllinni. Þá verður stórt svæði lagt undir Tívolí á bílastæðum við Laug- ardalshöll og loks verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hluti af sýning- arhaldinu. „Það fór vel á því að skipuleggja þetta á einu bretti og ekki síður sáum við að með þessum sýningum samein- uðum vorum við að fá meiri fjölda gesta en hvor sýningin gat vænst að fá ein og sér. Teljum við okkur þar með vera að gera góða hluti, bæði fyrir sýnendurna sjálfa, sem eru að koma sínum vörum á framfæri og sýningargestina sem fá fjölbreytta og mikla sýningu,“ sagði Fannar Jónasson, framkvæmda- stjóri Islandica 2001 Um Laugardalinn í hestakerrum „Haldnar verða fjölbreyttar uppá- komur, leiksýningar og fyrirlestrar. Sýningin verður ein allsherjar fjöl- skylduhátíð. Gestir geta farið í Tívolí, heimsótt Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn, stigið á hestbak eða ferðast um Laugardalinn í hestakerrum,“ segir í fréttatilkynningu. Heimilið mun kynna vörur og þjón- ustu fyrir eldhúsið, baðið, stofuna, svefnherbergið, bílskúrinn og frí- stundir heimilisins. Markmið alþjóð- legu hestavörusýningarinnar Is- landica 2001 er að kynna vörur og þjónustu tengda íslenska hestinum og er tilgangurinn sá að vekja athygli á þeim vörum bæði meðal útlendinga og Íslendinga. Einnig að gefa gestum kost á því að fá yfirlit yfir það helsta sem er að gerast á þessu sviði. Heimilið og Islandica 2001 halda sameiginlega sýningu 6. til 10. september Laugardalurinn tekur á sig breytta mynd er sýningin verður sett upp. Leggja und- ir sig Laug- ardalinn ♦ ♦ ♦ SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, sat í gær fund norrænna um- hverfisráðherra í Ivalo í Norður- Finnlandi. Á dagskrá fundarins var samspil umhverfis- og heilsuvernd- ar, niðurstaða Bonn fundarins um útfærslu Kyoto bókunarinnar, sam- starfið við Rússland á sviði um- hverfismála og nýleg aðild Íslands að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Norrænu ráðherrarnir hyggjast senda breskum stjórnvöldum harð- ort bréf þar sem lýst verði yfir áhyggjum vegna niðurstöðu nýrra mælinga, sem sýna fram á aukna geislavirkni í hafinu við Noregs- strendur er rakin er til kjarnorku- endurvinnslustöðvarinnar í Sella- field á norðvesturströnd Englands. Rússar valda áhyggjum Í dag tekur Siv þátt í fundi um- hverfisráðherra Barentsráðsins í Kirkenes í Norður-Noregi. Á fund- inum verður fjallað um ástand um- hverfismála á Kolaskaga, m.a. hættu af kjarnorkumengun. Ákvörðun Rússa um að heimila innflutning á kjarnorkuúrgangi ann- arra landa er mikið áhyggjuefni í ljósi þess vanda, sem Rússland stendur frammi fyrir sjálft vegna uppsöfnunar kjarnorkuúrgangs. Áhyggjurnar beinast m.a. að því hvaða sjóleið úrgangur yrði fluttur ef af innflutningi yrði. Kjarnorkuvinnslustöð heimsótt Ráðherrarnir munu á morgun fara til Murmansk þar sem fundað verður með auðlindanefnd svæðis- ins. Þeir munu einnig heimsækja nýja úrvinnslustöð fyrir fljótandi kjarnorkuúrgang úr rússneska norðurflotanum, sem Bandaríkja- menn og Norðmenn fjármögnuðu. Mun tilkoma stöðvarinnar marg- falda það magn kjarnorkuúrgangs, sem Rússar geta unnið. Einnig verður stórt nikkelver á Kólaskaga, sem mikil mengun berst frá, heim- sótt. Norræni fjárfestingarbankinn hefur lagt fram fé til endurbóta á verinu. Áhyggjur af geisla- virkni við strendur Noregs Norrænir umhverfis- ráðherrar í Finnlandi HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem starfa hjá ríkinu hafa samþykkt kjarasamning sem gerður var við fjármálaráðuneytið í júlílok. Alls voru 1.799 á kjörskrá en 1.063 greiddu atkvæði eða 59,1%. Já sögðu 828 eða 77,9%, nei sögðu 225 eða 21,2%. Auðir seðlar voru 10 eða 0,9% Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segist ánægð með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þar sem hún sýni almenna sátt og ánægju félags- manna með samninginn. Samningurinn gildir til haustsins 2004 og segir Herdís að samið hafi verið á svipuðum nótum og gert hafi verið í öðrum samningum. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á eftir að ganga frá ýmsum stofnanasamn- ingum og samningum við sjálfseign- arstofnanir en við reiknum með að sú vinna eigi eftir að ganga vel,“ segir Herdís. Hjúkrunar- fræðingar samþykktu kjarasamning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.