Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 25 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Baðvörur í úrvali w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 2 Eitt fjölbreyttasta úrval landsins af baðinnréttingum á tilboðsverði 1 2 3 4 5 FLUGLIÐAR yfirgefa Boeing 737- 700 farþegaþotu sem rann út af flugbraut eftir lendingu á vellinum í Istanbúl á sunnudaginn. Tyrk- neska fréttastofan Anatolia greindi frá þessu í gær. Engan sakaði. Or- sök óhappsins er talin vera mikil rigning. Um borð voru 135 farþeg- ar og sex manna áhöfn. Þotan er í eigu þýska flugfélagsins Hamburg International og var að koma frá Hamborg er óhappið varð. Reuters Út af braut í rigningu ÞÝSKIR nasistar unnu skipulega að því á stríðsárunum að stela öllum bestu hljóðfærunum, sem fyrirfund- ust á hernámssvæðum þeirra. Voru þau ekki síst tekin frá gyðingum að því er fram kom í Chicago Tribune á sunnudag. Einhver verðmætustu hljóðfærin eru fiðlur, ómetanlegir gripir eftir menn eins og Stradivarius, Guarneri og Amati, og hugsanlegt er, að nú verði farið fram á bætur fyrir þjófn- aðinn. Koma upplýsingar um hann fram í skjölum, sem Bandaríkjaher hefur nýlega birt, í þýskum skjölum, sem hald var lagt á í stríðslok, og víð- ar. Helsti hugmyndafræðingur Hitl- ers, Alfred Rosenberg, kom á fót sérstakri sveit, „Sonderstab Musik“, 1940 til að safna saman bestu hljóð- færunum og bestu tónsmíðunum. Starfaði hún að þessu í fimm ár. Í hvert sinn er nasistar lögðu und- ir sig land eða landsvæði komu sér- menntaðir menn á vettvang til að meta, skrá og undirbúa flutning á hljóðfærum og öðru, sem tónlistinni tengdist, til höfuðstöðvanna í Berlín. Elan Steinberg, framkvæmda- stjóri Heimsráðs gyðinga, sem hefur átt í samningaviðræðum vegna þessa þjófnaðar og annars, segir, að það verði erfitt verk að endurheimta hljóðfærin eða fá bætur fyrir þau. Öll skjöl týnd „Mörg söfn hafa gert lítið í því að taka saman skrár yfir þá muni, sem gerðir voru upptækir á stríðsárun- um eða rétt eftir þau, og auk þess er erfiðara að bera kennsl á fiðlu en venjuleg listaverk, sem eiga sér nafn, dagsetningu og lýsingu. Það er ekki víst, að eigendur fiðlnanna þekki þær lengur svo óyggjandi sé,“ segir Steinberg og bendir á, að nas- istar hafi á sínum tíma eyðilagt öll skjöl, sem sannað gátu eignarrétt- inn. Gyðingurinn Francis Akos, fiðlu- leikari með sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, eignaðist aldagamla Gagliano-fiðlu 1939 er hann fékk fyrstu verðlaun fyrir leik sinn í Búdapest í Ungverjalandi. Hann lifði af vist í útrýmingarbúðum nasista en vinir hans týndu lífinu og hljóðfærin þeirra og fiðlan hans hafa ekki fund- ist síðan. Vilja fá ómet- anlegar fiðlur bættar Chicago. AP. YFIRVÖLD á Filippseyjum birtu í gær ákæru á hendur eiganda hótels- ins sem eyðilagðist í eldi aðfaranótt sl. laugardags með þeim afleiðingum að 73 hótelgestir fórust. 51 slasaðist, að því er embættismenn greindu frá. Eigandinn, kaupsýslumaðurinn William Genato, var ákærður fyrir „hættulegt gáleysi er leiddi til fjölda dauðsfalla og meiðsla“. Samkvæmt ákærunni á Genato yf- ir höfði sér allt að sex ára fangelsi, auk sekta og skaðabótagreiðslna. Yf- irmaður slökkviliðsins í Quezon- borg, sem er útborg Manila, sagði að á hótelinu hefðu ekki verið neinir brunaboðar, enginn nothæfur brunavarnabúnaður og ekki hafi ver- ið hægt að komast út um neyðarút- ganga. Yfirvöld greindu frá því að Genato hefði fengið aðvörun fyrir ári síðan um að gera yrði úrbætur. Síðar hefði málið verið kannað og í ljós komið að ekkert hafði verið að gert, en starf- semi hótelsins var fram haldið. Jose Lina, innanríkisráðherra Filipps- eyja, sagði að nokkrir embættis- menn ættu ákærur yfir höfði sér vegna meintrar vanrækslu. Genato hefur hvergi verið að finna síðan á laugardagsmorgun, en að sögn yfirvalda hefur hann haft sam- band við þau og sagst myndu gefa sig fram um leið og hann verði ákærður. Eiginkona Genatos, Reb- ecca neitaði í sjónvarpsviðtali flest- um ásökunum um lélegar bruna- varnir. Hótelinu hefðu borist aðvaranir í sex liðum um úrbætur sem þörf væri á, en vegna þess hve reksturinn hefði gengið illa undan- farin ár hefði aðeins verið mögulegt að bæta úr fjórum atriðum. 73 fórust í brunanum á Filippseyjum Hóteleigand- inn ákærður Manila. AP. DAVID Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, hyggst mæla fyrir breytingum á bresku innflytjenda- löggjöfinni í þá veru að enskunám verði gert að skilyrði fyrir því að inn- flytjendur hljóti breskan ríkisborg- ararétt að því er segir í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph. Málfarsleg nýlendustefna Blunkett sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis um helgina og tekur þar undir ummæli Rookers lávarðar, ráðherra innflytjendamála, sem lagði til á föstudag að innflytjendur yrðu skyldaðir til að taka námskeið í undirstöðuatriðum enskrar tungu. Rooker sagði hættu á því að innflytj- endur einangruðust, fengju ekki vinnu og nytu ekki ýmissa þegnrétt- inda, gætu þeir ekki tjáð sig á ensku. Fyrrverandi stjórnarmaður í op- inberu ráði um jafnrétti kynþátta, dr. Raj Chandran, tók undir með láv- arðinum. „Ef innflytjendur tala ekki ensku er grundvöllur samfélagsein- ingar horfinn,“ sagði dr. Chandran. Habib Rahman, formaður samtaka sem berjast fyrir velferð innflytj- enda, hafnaði hins vegar tillögum um lögbundið enskunám. Lýsti hann þeim sem „málfarslegri nýlendu- stefnu“ og bætti við að þær væru „af- ar skaðlegar fyrir samskipti kyn- þátta.“ Samkvæmt núgildandi lögum verða umsækjendur um breskan rík- isborgararétt að geta sýnt fram á grundvallarfærni í ensku, en þeir sem koma til Bretlands í þeim til- gangi að ganga í hjónaband eru und- anþegnir þessu ákvæði. Innflytjendur læri ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.