Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/9 – 15/9 ERLENT INNLENT  ÚTVARPSRÁÐ hefur samþykkt niðurskurðar- aðgerðir sem eiga að draga úr rekstrarkostn- aði Ríkisútvarpsins um 90 milljónir króna fram að áramótum. Þó er talið að um 200 milljóna króna tap verði á rekstrinum í ár. Þá hefur útvarpsstjóri sótt um að afnotagjöld verði hækkuð um 11,1%.  TÍMAMÖRKUM á loka- ákvörðun vegna bygg- ingar álvers í Reyðarfirði og virkjunar við Kára- hnjúka því tengdri hefur verið frestað um sjö mán- uði, frá 1. febrúar í vetur til 1. september næsta haust. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sagði ástæðu frestunarinnar vera umhverfismálin sem þyrfti að gefa meiri tíma.  TUTTUGU erlendir flóttamenn hafa sótt formlega um hæli á Ís- landi síðustu tvær vikur en allt árið í fyrra leituðu 24 flóttamenn formlegrar meðferðar hjá Útlend- ingaeftirlitinu. Það sem af er árinu 2001 er talan komin upp í 48.  AFFÖLL húsbréfa hafa lækkað talsvert að und- anförnu samfara því að ávöxtunarkrafa á skulda- bréfamarkaði hefur lækkað í miklum við- skiptum á verðbréfa- markaði. Ávöxtunar- krafan hefur lækkað um 0,20 prósentustig eða 20 punkta og afföllin lækkað um í kringum 2%. Heimurinn ekki samur og fyrr „VIÐ fordæmum þennan viðbjóðslega voðaverknað sem virðist vera framinn af óvinum Bandaríkjanna og lýðræð- isins í heiminum,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra um hryðjuverk- in í Bandaríkjunum á þriðjudag. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra kvaðst vera sleginn bæði harmi og skelfingu yfir atburðunum. „Nú blasir þetta við og þá er manni ljóst að heimurinn verður ekki sá sami á morgun og var í dag,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra sagði samþykkt N- Atlantshafsráðsins að árásin á Banda- ríkin væri árás á öll ríki NATO væri sögulegur viðburður en þar sem Ís- lendingar væru herlaus þjóð yrði stuðningur okkar við Bandaríkin fyrst og fremst pólitískur auk þess sem við gætum heimilað notkun á Keflavíkur- flugvelli eins og oft hefði verið gert áður vegna aðgerða sem tengdust slíkum málum. Hert öryggisgæsla hefur verið á Keflavíkurflugvelli í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum þar sem vopnaðir lögreglumenn hafa gætt flugstöðvarinnar og hliða vallarins. Nýjar öryggisreglur kveða m.a. á um að leitað verður í ákveðnu hlutfalli í öllum farangri sem fer um borð í vél- arnar. Vegabréfslausir Íslendingar á Schengen svæðinu hafa lent í vand- ræðum þar sem mjög hefur verið hert á persónueftirliti á flugvöllum og við landamæraeftirlit. Íslendingar í Bandaríkjunum segja að hryðjuverk- in hafi áhrif á alla þjóðina þar sem þjóðerniskennd og samstaða hafi stór- aukist en óttast að sama skapi að kyn- þáttafordómum vaxi fiskur um hrygg. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli er að sögn flotaforingja liðsins vel undir það búið að verjast árás hryðjuverka- manna á Íslandi og í sumar æfði varn- arliðið sérstaklega viðbrögð við slíkri árás. Hermdarverkamenn ráðast á Bandaríkin TALIÐ er að meira en 5.000 manns hafi látið lífið á þriðjudag þegar flug- ræningjar flugu tveimur farþegavél- um á World Trade Center í New York og þriðju vélinni á Pentagon, höfuð- stöðvar bandaríska varnarmálaráðu- neytisins í Washington. Báðir turnar World Trade Center hrundu eftir árásina og hluti Pentagon-byggingar- innar gjöreyðilagðist. Fjórða farþega- vélin hrapaði í Pennsylvaníu eftir að hermdarverkamenn höfðu rænt henni og talið er að þeir hafi ætlað fljúga henni á Camp David, bústað Banda- ríkjaforseta í Maryland. Alls voru 267 manns í flugvélunum fjórum. Yfirvöld telja að flugræningjarnir hafi ætlað fljúga vélinni, sem hafnaði á Pentagon, á Hvíta húsið í Washington. Þota forsetans hafi einnig verið skot- mark árásarmannanna. Hvíta húsið og þinghúsið í Wash- ington voru rýmd eftir að árásirnar hófust. George W. Bush forseti var fluttur með leynd milli herstöðva í Louisiana og Nebraska í varúðar- skyni. Bandarísk yfirvöld voru með gífur- legan öryggisviðbúnað eftir árásina og Bandaríkjaher var settur í við- bragðsstöðu. Bush sagði að árásin hefði verið annað og meira en hryðju- verk, hún hefði verið „stríðsaðgerð“, og hét því að Bandaríkin myndu „leiða heiminn til sigurs“ á hryðjuverka- starfsemi. Bandaríkjastjórn grunar að sádi- arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden hafi staðið fyrir árásinni. 7.000 manns taka þátt í rannsókn alríkislögreglunnar, FBI, á árásinni, viðamestu rannsókn í sögu Bandaríkj- anna. Hefur hún leitt í ljós að flugræn- ingjarnir voru átján og alls tóku um 50 manns þátt í árásinni. Í hverri flugvél- anna fjögurra var a.m.k. einn hermd- arverkamaður sem fengið hafði þjálf- un í bandarískum flugskóla.  SENDIHERRAR aðild- arríkja Atlantshafs- bandalagsins samþykktu á miðvikudag að gera virka 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, sem kveður á um að árás á eitt ríki skuli skoðast sem árás á þau öll, ef sannað þætti að erlendir aðilar hefðu staðið fyrir árásinni á Bandaríkin á þriðjudag. Ísland á sem eitt NATO- ríkjanna 19 fulla aðild að þeirri ákvörðun.  STJÓRNMÁLALEIÐ- TOGAR ríkja víða um heim hétu því að stórefla samvinnu þjóða í barátt- unni gegn skipulegri starfsemi hryðjuverka- manna eftir árásina á Bandaríkin. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, og fleiri leiðtogar sögðu árásina hafa verið „stríðsyfirlýsingu við gjörvallan hinn siðmennt- aða heim“.  STJÓRNVÖLD um all- an heim vottuðu banda- rísku þjóðinni samúð sína vegna blóðsúthellinganna á þriðjudag og fólk um víða veröld fylgdist af hluttekningu með atburð- unum í fjölmiðlum. Þús- undir Palestínumanna fögnuðu þó í Nablus á Vesturbakkanum og í flóttamannabúðum í Líb- anon.  IAIN Duncan Smith fór með sigur af hólmi í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins með 61% atkvæða. Duncan Smith hefur verið talsmaður Íhaldsflokksins í varn- armálum. GEISLA- DISKAR FRÁ BT SKEIFAN 199 999 199 1.199 999 OPIÐ Í DAG 13-17 TÓNLIST OG TÖLVULEIK IR Á verði MEÐ 61 prósent fylgi er Iain Dunc- an Smith óyggjandi sigurvegari í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins en um leið ályktar blaðið Guardian að und- irtök Thatcher-arms flokksins séu að sama skapi óyggjandi. Kenneth Clarke, sem laut í lægra haldi í ann- arri tilraun sinni til að ná kjöri sem flokksleiðtogi, megnaði ekki að lokka hinn harða kjarna flokksins til fylgis við frjálslynda og Evrópuholla stefnu sína. Þótt frammámenn í Verkamanna- flokknum hafi auðvitað engin orð um kjörið opinberlega önnur en kurteisleg velfarnaðarorð til nýja leiðtogans liggja þeir ekki á því í einkasamræðum að Duncan Smith var þeirra óskasigurvegari. Með hann sem leiðtoga sé tryggt að flokkurinn laði ekki að sér þær fjór- ar milljónir kjósenda sem Íhalds- flokkurinn hefur misst síðan 1992. Með framgöngu Frjálslynda demó- krataflokksins í síðustu kosningum eru æ fleiri sem spá því að sá flokk- ur verði nú annar stærsti flokkurinn og þar með leiðandi afl í enskum stjórnmálum rétt eins og hann var fyrir einni öld. Það hefur þótt liggja nokkuð ljóst fyrir undanfarið að Duncan Smith færi með sigur af hólmi. 79 prósenta kosningaþátttaka þótti þó vísbend- ing um að sigurinn yrði ekki auð- veldur, svo afgerandi sigur Duncan Smith kom á óvart. „Hague án skopskyns“ er eitt þeirra viðurnefna, sem Duncan Smith hefur áunnið sér nýlega. Áður vissi varla nokkur af honum. Hann var hermaður og verður fyrsti íhaldsleiðtoginn, sem aldrei hefur verið ráðherra og sá fyrsti sem er kaþólikki, en það er Tony Blair for- sætisráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins einnig. Í stöðugri viðleitni Breta til að vera með á al- þjóðavettvangi er sambandið vestur um haf miðlægt. Duncan Smith hef- ur þegar sterk tengsl við Repúblik- anaflokkinn bandaríska og leiðandi menn þar. „Hvaða Duncan?“ Óyggjandi sigur Duncan Smith vekur vonir flokksmanna um að þriggja mánaða óvægin kosninga- barátta, sem á endanum stóð á milli hins reynda og Evrópuholla Ken- neth Clarke og hins lítt þekkta og Evróputortryggna Duncan Smith. Clarke hefur hafnað ábyrgðarstöð- um innan flokksins nú en ætlar að halda þingsæti sínu, um leið og hann heldur áfram störfum í viðskipta- heiminum, meðal annars sem stjórn- arformaður British American To- bacco, BAT. Sú staða hefur verið gagnrýnisefni í kosningabaráttunni því eins og fleiri tóbaksfyrirtæki freistar fyrirtækið þess á ósvífinn hátt að lokka ungt fólk til að reykja. Hið súra fyrir Clarke er að hann átti kosningu vísa 1997 en þá brá Margaret Thatcher fætinum fyrir hann. Í þetta skipti var þáttur henn- ar kannski ekki eins stór, en hún lá þó ekki á stuðningi sínum við Dunc- an Smith. Í hópi hinna 266 þúsund flokksmanna, sem kusu, er Thatcher enn skær stjarna. Fyrir framgang flokksins boða vinsældir hennar þó vart mikið gott, því þessi kjarni er að mestu eldra fólk og ekki líkt þeim kjósendum, sem flokkurinn þarf að ná til. Duncan Smith fæddist í Edinborg 1954, fjórða barn flughetju úr stríð- inu og fyrrum ballettdansmeyjar með japanskt blóð í æðum. Jap- anska svipinn má greina á syninum. Kunnugir segja að sonurinn hafi eytt ævinni til að uppfylla væntingar föður síns. Í hernum starfaði Dunc- an Smith bæði á Írlandi og í Ródes- íu, en söðlaði um 1981 og sneri sér bæði að viðskiptum og stjórnmálum. Eftir tíu ár kom hann auga á öruggt þingsæti, þegar hinn harðhægri- sinnaði Norman Tebbit dró sig í hlé. Á þingi fór ekki mikið fyrir honum og þegar hann tók áskorun um að bjóða sig fram voru viðbrögð bæði fjölmiðla og almennings „Hvaða Duncan er þetta?“ John Major fyrr- um flokksleiðtogi og forsætisráð- herra og aðrir ráðherrar í upphafi tíunda áratugarins vissu þó vel hver Duncan Smith var. Á þessum árum var hann í ákafri Evrópuandstöðu líkt og enn og hikaði ekki við að greiða atkvæði gegn Maastricht samningnum og um leið gegn stjórn íhaldsmanna. Sama gerði hann iðu- lega í öðrum Evróputengdum mál- um. Þessu hefur hinn annars svo orðvari Major greinilega ekki gleymt, því hann fór hörðum orðum um Duncan Smith og skort hans á flokkshollustu nýlega. Litlar líkur á æðsta embættinu En þótt Íhaldsflokkurinn hafi ver- ið eindreginn í stuðningi sínum við Duncan Smith er fátt sem bendir til að sá stuðningur muni skila sér í af- gerandi stuðningi kjósenda þegar að næstu kosningum kemur. Það má mikið breytast í Íhaldsflokknum til að Duncan Smith geti gert sér minnstu vonir um að ná því tak- marki að verða forsætisráðherra einn góðan veðurdag. Allstaðar í Evrópu stefna stóru flokkarnir á miðjuna og hana hefur Verka- mannaflokkurinn breski lagt undir sig, en það er enn sem komið er ekk- ert miðsækið við Duncan Smith. Iain Duncan Smith kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins Óskasigurvegari andstæðinganna Hinn nýi leiðtogi íhaldsmanna er óreyndur og stefna hans hefur ekki sýnst heildstæð, svo við honum blasir það verkefni að sýna sig og sanna, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Lundúnum. Reuters Iain Duncan Smith fagnar sigri ásamt konu sinni, Elizabeth, fyrir fram- an höfuðstöðvar Íhaldsflokksins í Lundúnum. sd@uti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.