Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 51 DAGBÓK BRIDSSKÓLINN Námskeið á haustönn Byrjendur: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu. Framhald: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Standardsagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Kjörið fyrir þá, sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Öll námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Bæði námskeiðin eru haldin í félagsheimili Sjálfsbjargar í Reykjavík, Hátúni 12. Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 28. september og laugardaginn 29. september í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Tímapantanir í síma 588 2140. Gestur Már Sigurbjörnsson, tannlæknir. Hef hafið störf á tannlæknastofunni Vegmúla 2, Reykjavík. Qigong - jóga- námskeið Helgarnámskeið í Qigong jóga verður haldið í Reykjavík dagana 22. og 23. sept. frá kl. 10-17. Kennari er meistari Li Jun Feng frá Kína, sem er heimsþekktur kennari með 40 ára reynslu í Qigong. Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af jóga. Skráning til 20. sept. í síma 552 3967 og 691 7768. Árnað heilla LJÓÐABROT KVÖLDBÆN Gyðja sælla drauma, gættu að barni þínu. Lokaðu andvaka auganu mínu. Bía þú og bía, unz barnið þitt sefur. Þú ein átt faðm þann, sem friðsælu gefur. Þú ert svo blíð og mjúkhent og indælt að dreyma. Svo er líka ýmislegt, sem eg vil gleyma. Jóhann Gunnar Sigurðsson STAÐAN kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarfirði. Enn á ný er það Bragi Þorfinns- son (2.371) sem er á skot- skónum, en hann hafði svart gegn stórmeistaranum Þresti Þórhallssyni (2.456). Þröstur, sem er bragðarefur mikill, virðist hafa bjargað sér að mestu fyrir horn þar sem biskupinn á f4 er dauða- dæmdur en svartur hafði ráð undir rifi hverju. 27... Kg8! 28. Hxf4 Hxe1+ 29. Dxe1 Dxc2+ 30. Ka2 30. Ka1 gekk ekki upp sökum 30...Dc1+ 31. Dxc1 Hxc1+ 32. Ka2 Hxg1 og svartur vinnur. Í framhaldinu verð- ur svartur skiptamuni og peði yfir. 30... Bf7+ 31. Hxf7 Kxf7 32. De5 Dc4+ 33. Ka1 De6 34. Df4+ Kg8 35. Bd4 Hf8 36. Dc1 Dd5 37. Bc3 Dd3 38. Be1 Db3 39. Bc3 Dc4 40. Dd1 Hf1 og hvítur gafst upp saddur líf- daga. 7. net- bikarmót Striksins og Taflfélagsins Hellis fer fram 16. sept- ember kl. 20.00. Teflt verður á ICC-skákþjóninum. Nán- ari upplýsingar veitir skak- .is. Atkvöld Hellis fer fram 17. september kl. 20.00 í húsakynnum þess, Álfa- bakka 14a. Ókeypis skákæf- ingar fyrir börn og ung- linga eru haldnar alla mánudaga kl. 17:15 hjá Tafl- félaginu Helli, Álfabakka 14a í Mjódd. Inngangur er við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur og félagið er með sal á þriðju hæð hússins gegnt Klassíska listdans- skólanum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SUÐUR spilar þrjú grönd eftir innákomu austurs á laufi: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD643 ♥ 53 ♦ ÁKD ♣ 765 Suður ♠ 5 ♥ ÁDG94 ♦ G863 ♣ KD3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 1 spaði 2 lauf 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út laufáttu, austur lætur níuna og suður tekur með kóng. Hvernig myndi lesandinn spila? Fyrsta hugsunin sem kviknar er að fara inn í blindan á tígul og svína hjartadrottningu. Þetta mun oft skila níu slögum, en hættan er sú að vestur liggi á eftir K10xx og brjóti lauf- ið: Norður ♠ KD643 ♥ 53 ♦ ÁKD ♣ 765 Vestur Austur ♠ G1082 ♠ Á97 ♥ K1062 ♥ 87 ♦ 754 ♦ 1092 ♣ 84 ♣ ÁG1092 Suður ♠ 5 ♥ ÁDG94 ♦ G863 ♣ KD3 Þá fást aðeins átta slagir: tveir á hjarta, fjórir á tígul og tveir á lauf, því austur á enn spaðaásinn og tvö frí- lauf. Þessi hætta er mjög raun- veruleg og það má mæta henni með því að spila fyrst spaða á kónginn. Framhald- ið er einfalt ef austur drepur og spilar laufi, en ef hann dúkkar er hjarta spilað næst og níundi slagurinn tryggð- ur. Erfiðasta staðan er sú þegar austur drepur með spaðaás og spilar spaða til baka. Það er gefið, en næsti spaði tekinn og liturinn frí- aður. Þá fást tveir spaða- slagir og hjartasvíningin verður óþörf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert örlátur og vinamarg- ur, þrautseigur og setur markið hátt, en mátt passa að ofmetnast ekki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að gefa gaum að heilsu þinni og láta einskis ófreistað til að vera í sem bestu formi. Mundu að annar líkami er ekki á lausu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu þér hægt í persónu- legum málum. Það getur undið upp á sig, ef þú mis- stígur þig eitthvað, svo þú verður umfram allt að forð- ast mistökin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Veltu fyrir þér möguleikum til breytinga í lífi þínu og gerðu það sem til þarf. Leit- aðu hamningjunnar bæði í einkalífi og í starfi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Eitthvað kemur upp í fjöl- skyldunni og kallar á alla þína athygli. Gefðu því þann tíma sem þarf til að það leys- ist farsællega. Sýndu tillits- semi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir alla muni haltu henni innan skynsamlegra marka. Margir hlutir sem freista eru ekki svo nauðsynlegir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Lykillinn að velgengni getur legið í því að vita hvenær á að þegja og hvenær á að tala - og þá ekki síður í því að velja réttu orðin þegar við á. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú hafir ýmislegt fyrir stafni er eins og þér finnist eitthvert tómahljóð í tilver- unni. Finndu heppilega leið til að auðga anda þinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nýir vinir eru á næsta leiti. Mundu bara að það er vanda- verk að velja sér vini og þeim þarf svo að sinna, ef vináttan á að haldast eitthvað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hollt að staldra við öðru hverju og velta fyrir sér mönnum og málefnum. Nýj- ar upplýsingar eru alltaf að berast og við þeim þarf að bregðast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt starfið sé gefandi og fjölbreytt er það ekki allt; þú þarft að eiga auðugt líf utan vinnu. Þar eru möguleikarn- ir margir og margvíslegir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gerðu þér far um að koma kurteislega fram við aðra og sýndu þeim þá virðingu, sem þú vilt að aðrir sýni þér. Þannig mun þér vel farnast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að vega það og meta, hvaða hlutverki vinir og vandamenn gegna í lífi þínu. Þetta er jú það fólk sem stendur með þér hvað sem á dynur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 75 ÁRA afmæli. Ámorgun mánudaginn 17. september verður 75 ára Sigurður Í. Bergsson, Hóla- bergi 22, Reykjavík. Eigin- kona hans er Þorbjörg Ólafsdóttir. GULLBRÚÐKAUP. Hjónin Magnús Jónsson, fv. skólastjóri og frú Sigrún Jónsdóttir áttu gullbrúðkaup 13. september sl. Heimili þeirra er að Tómasarhaga 23, Reykjavík. Ljósmyndastofa Þóris BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember 2000 Anna Kristín Úlfarsdóttir og Sigmar Jack. Faðir brúðar- innar, sr. Úlfar Guðmunds- son, gaf brúðhjónin saman. Heimili þeirra er í Reykjavík.          Bjáni. Þú átt ekki að heilsa þegar þú ert að vökva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.