Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁNÆGJULEGT er aðkynnast því, hve íbúarhelstu nágrannaeyjaokkar í Norður-Atlants-hafi gera sér far um að
leggja rækt við fornan menningar-
arf. Áberandi er til dæmis alúð
þeirra við varðveislu gamalla bygg-
inga. Nú á tímum má það teljast
mikill þjóðarauður, að eiga leifar af
húsakynnum forfeðranna, sem eru
vitnisburður um lifnaðarhætti
manna fyrr á öldum.
Á tímum aukins áhuga á ferðalög-
um sækist fólk eftir því, að koma til
fjarlægra staða, til þess að skoða
landslag, sem þeim var áður óþekkt,
en ekki síður til þess að virða fyrir
sér lífríki og sérstakt mannlíf þess-
ara sömu svæða.
Þegar komið er til Færeyja og
Hjaltlands blasa harvetna við manni
séreinkenni bygginga á þessum
slóðum. Ferðamenn flykkjast til
eyjanna, meðal annars til þess, að
sjá þennan sérstæða húsakost í
framandlegu umhverfi.
Mannlíf á Færeyjum og Hjalt-
landi á sér að vísu lengri sögu, en
hér á landi.
Hjaltland
Vitað er, að menn höfðust við á
Hjaltlandi á steinöld fyrir rúmum
5.000 árum og ef til vill höfðu veiði-
menn farið þar um eyjar fyrir þann
tíma, þótt ekki hefðu þeir þar fasta
búsetu og minjar um þá séu vand-
fundnar. Fornleifafræðingar á
Hjaltlandi eru samt stöðugt að finna
mannvistarleifar frá forsögulegum
tíma. Þar í landi eru þessar rústir
varðveittar og hafðar til sýnis, en
einnig eru endurreistar eftirlíkingar
ýmissa fornra bygginga.
Frægast þessara fornu mannvist-
arleifa er Jarlshof, sem er raunveru-
lega fjöldi rústa misgamalla bygg-
inga. Þar í jarðlögum hafa fundist
hlutir, sem eru um 4500 ára gamlir.
Bronsaldar byggingar frá 1800 til
600 f.K. má þar einnig sjá og hús frá
járnöld, sem síðar hafa verið reist í
námunda við hin eldri. Þar hafa ver-
ið gerðar hringlaga og hjóllaga
byggingar og svonefndar borgir
(Broch), sem náð hafa yfir tíu metra
hæð og hafa bæði verið heimili og
virki íbúanna. Talið er að piktar hafi
ráðið þarna ríkjum frá þeim tímum,
þegar Rómverjar voru í Englandi
allt þar til norrænir menn komu til
eyjanna um 860 e.K. Þarna eru einn-
ig rústir af langhúsum norrænna
manna, en ýmsar byggingar þeirra
bættust við fram undir miðaldir,
þegar skoskir jarlar tóku að reisa
þarna háreist steinhlaðin hús, sem
entust fram á sautjándu öld. Þaðan
kemur svo nafnið Jarlshof. Allri
þessari sögu hafa Hjaltlendingar
gert góð skil með veggspjöldum á
svæðinu og í bæklingum með upp-
dráttum og lýsingum af rústunum.
Þá má einnig nefna rústirnar á
Old Scatness, sem eru frá járnöld og
tímum pikta. Eru heimamenn að
rannsaka þær og grafa úr jörð. Virð-
ast fornfræðingar þar jafnframt
vera að endurbyggja sum húsanna,
reisa tilgátu-hús, til þess að gefa
öðrum betri innsýn í lifnaðarhætti
forfeðranna.
Margar fróðlegar minjar um
byggingar og þing norrænna manna
er einnig víðar að finna á Hjalt-
landseyjum.
Færeyjar
Færeyjar byggðust nokkru fyrr
en Ísland. Sumir telja, að þar kynnu
að hafa dvalist einsetumenn á sjö-
undu öld, en ekki hefst þar verulegt
landnám fyrr en með komu nor-
rænna manna. Færeyingar leggja
mikla rækt við varðveislu gamalla
húsa. Er aðdáunarvert að sjá þá
snyrtimennsku, sem er í umgengni
við fornar byggingar þar á eyjunum.
Hvergi sést þar veggjakrot á húsum
né rusl í görðum. Eftirminnilegt er
að virða fyrir sér gömlu húsin í
Saksun, Götu og á Kirkjubæ, en
samt má telja ennþá athyglisverð-
ara, hvernig Færeyingum hefur
tekist að varðveita gömlu húsin í
sjálfum höfuðstaðnum, Þórshöfn. Á
þessum stað er hið forna þing eyja-
skeggja og þar í grennd er gömul
byggð, sem setur virðulegan svip á
staðinn.
Ísland
Við getum lært margt um varð-
veislu fornrar byggðar af þessum
nágrönnum okkar og reyndar einnig
af mörgum fjarlægari frændum á
meginlandi Evrópu. Í Reykjavík er
erfitt að finna ósnortið bæjarhverfi,
sem minnir á fyrstu þætti í sögu
þéttbýlis. Mynd Aðalstrætis er
verulega skert og Grjótaþorpið
skortir að mörgu leyti nægilega
sannfærandi frumbæjarsvip.
Nú er nýlega búið að grafa upp
leifar af fornu bæjarstæði suðvestan
við Aðalstrætið, ef til vill af fyrsta
landnámsbænum. Mjög væri mis-
ráðið að byggja nýtískulegt hótel við
þessar frægustu rústir landsins og
bílageymslu í næsta nágrenni, sem
hefði innkeyrslu um Grjótaþorpið
og eyðilegði þar með ásýnd hverf-
isins.
Væri nú ekki fremur ráð, að reyna
að skapa andrúmsloft frumbyggðar
á þessu svæði, sem væri til menn-
ingarauka fyrir borgina og heillandi
staður fyrir ferðamenn að kynnast,
fremur en að spilla þeim með hót-
elum og bílastæðum? Fyrsta skrefið
væri að byggja upp fornaldarskála á
núverandi rústum í Aðalstræti.
Þarna eru gólfhellur og vegg-
hleðslur, sem til sanns vegar má
færa að séu úr landnámsbænum.
Varla getur nokkur þjóð státað af
svipuðum mannvirkjum af fyrsta
fasta bústað landnámsmannsins,
nema ef vera kynni að Nýfundna-
lendingum og Grænlendingum und-
anskildum. Ánægjulegt væri að geta
snert þessar hellur Ingólfs í forn-
legri skálabyggingu og setið í um-
hverfi, sem minnir á fortíðina.
Dæmigerð upphafsbygging þétt-
býlis í Reykjavík er húsið úr Inn-
réttingunum, eitt elsta hús í Reykja-
vík, byggt 1752. Síðan koma
nýbyggingar, hús Tryggingastofn-
unar h.f. og gamla Morgunblaðshús-
ið, sem engan veginn falla inn í
heildarmynd af frumbernsku
Reykjavíkur. Þessi hús væri réttast
að fjarlægja, þegar tækifæri gefst
til. Þeirra í stað mætti fá nokkur vel
valin hús úr Árbæjarsafninu og
koma þeim fyrir á sömu lóð. Til þess
að halda sögu byggðar áfram á
þessu svæði þyrftu helst að vera
þarna tilgátu-tóvinnuhús eða gott
eintak af steinbæ og nokkrir fisk-
hjallar.
Blómlegt mannlíf þarf að vera í
byggðinni. Skáli Ingólfs þarf að vera
lifandi sýnigripur, jafnvel með veit-
ingaaðstöðu. Í steinbænum þyrftu
gæslumenn að búa og þar mættu
vera lítil söfn eða minjasölur. Allt
gæti þetta myndað eftirtektarverða
framhlið fyrir sjálft Grjótaþorpið og
vera lofsverð viðleitni til að varð-
veita og endurgera gömlu Reykja-
vík.
Sögustaðir landsins
Við Íslendingar eigum fágætar
fornsögur, en við höfum gert lítið til
að kynna sögustaði með ljósum og
áþreifanlegum merkjum. Lítið er að
sjá af táknrænum vegsumerkjum,
sem minna á söguna á Bergþórs-
hvoli eða Hlíðarenda og ekki eru
neinar upplýsingar um hetjuna á
Borg á Mýrum, þegar komið er þar
að stað. Hins vegar má nefna nokk-
ur ágæt framtök í kynningu forn-
minja, eins og bæina í Þjórsárdal,
Eiríksstaði og Njálusýningarnar á
Hvolsvelli, nýreista Auðunarstofu,
safnið á Skógum, í Reykholti og
önnur byggðasöfn, eða ýmsa varð-
veitta bæi og hús, sem hafa sögulegt
gildi. Einhvern veginn finnst mér
samt, að fornminjar séu ekki gerðar
eins sýnilegar almenningi og æski-
legt væri.
Þyrfti ekki að byggja betur upp
jarðgöng og virki í Reykholti? Væri
ekki tilvalið fyrir Borgnesinga að
reisa Skallagríms-skála? Líkt og
þegar áður var gerður upp haugur
Skallagríms.
Eru ekki ótal sögustaðir víðsveg-
ar um landið, sem þörf er á að
merkja á einn eða annan hátt og
gera augljóst samband staðarins við
söguna, til dæmis með myndspjöld-
um og lýsingum af söguþáttum? Á
Hjaltlandi eru fornleifafræðingar
ekkert bangnir við að endurreisa
fornminjar með tilgátu-húsum. Get-
um við ekki byggt upp hluta af rúst-
um á stöðum, sem tengdir eru merk-
um atburðum í sögu okkar?
Fornsögurnar og Sturlunga eru
ekki öllum aðgengilegt lestrarefni,
en með því að kynna þær á sjálfum
sögustöðunum yrðu margir til þess
að forvitnast betur um nánari heim-
ildir viðkomandi sagna.
Varðveisla fornminja
Gamli bæjarhlutinn í Þórshöfn í, Færeyjum Götumynd frá Gamla bænum í Þórshöfn í Færeyjum
Jarlshof séð úr lofti. Á svæðinu eru rústir misgamalla bygginga. Er þeim viðhaldið og þær hafðar til sýnis og vel merktar.
Góðir leiðarvísar eru þar einnig á spjöldum til kynningar á rústum einstakra tímaskeiða.
Ferðamenn flykkjast til
Færeyja og Hjaltlands, m.a.
til þess, að sjá sérstæðan
húsakost í framandlegu um-
hverfi, segir Sturla Frið-
riksson, sem telur Íslend-
inga gera lítið til að kynna
sögustaði með ljósum og
áþreifanlegum merkjum.
Jarlshof á Hjaltlandi.
Kotbýli á Hjaltlandi. Myndirnar eru teknar í för með Jóni Böðvarssyni og Magn-
úsi Jónssyni sagnfræðingum um Færeyjar og Hjaltland í júní sl.
Höfundur er náttúrufræðingur.