Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VERKEFNI Leikfélags Íslands í vetur eru af ýmsu tagi, en óvenju margar sýningar hefja göngu sína að nýju nú í haust eftir velgengni þeirra á síðasta leikári,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri leikfélags- ins. Rúm fyrir einn eftir Hallgrím Helgason verður áfram sýnt í Hádeg- isleikhúsi Iðnó en þar leika Friðrik Friðriksson og Kjartan Guðjónsson í leikstjórn Magnúsar Geirs. Söngleik- urinn Hedwig eftir John Cameron Mitchell og Stephen Trask verður einnig á dagskrá áfram en síðustu sýningar verða í Loftkastalanum í september. Aðalhlutverk eru í hönd- um Björgvins Frans Gíslasonar og Ragnhildar Gísladóttur. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Töframaðurinn Iiro verður með töfrasýningu í Loftkastalanum 21., 22. og 23. september. „Iiro hefur vak- ið heimsathygli fyrir atriði sín og sýn- ingar, en þetta er fyrsta sinn sem Ís- lendingum gefst kostur á að sjá heila sýningu frá kappanum og fylgdarliði hans. Sýningin er fyrir alla fjölskyld- una og er sambland af töfrabrögðum, gríni og áhættuatriðum Á menning- arnótt fengu Reykvíkingar þó smjör- þefinn af sýningunni, því Iiro sýndi þá eitt frægasta atriði sitt á Hafnar- bakkanum þegar hann losaði sig úr spennitreyju hangandi í brennandi reipi á hvolfi í 80 metra hæð. Þessi heimsfrægi töframaður fer á kostum og áhorfendur standa á öndinni,“ seg- ir Magnús Geir. Fífl í hófi verður tekið til sýninga í Loftkastalanum í október en verkið var frumsýnt í Íslensku óperunni sl. vor. „Kaldhæðinn, fyndinn og grimm- ur gamanleikur,“ segir Magnús Geir. Í aðalhlutverkum eru Baldur Trausti Hreinsson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir. Sýningin er sett upp af Sögn ehf. í samstarfi við Leikfélag Íslands. Áfram verður haldið sýningum á Á sama tíma síðar eftir Bernard Slade í Loftkastalanum í nóvember. Þetta er sjálfstætt framhald af hinu geysivin- sæla Á sama tíma að ári. „Þetta er sjötta árið í röð sem Sigurður Sigur- jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hoppa saman upp í rúm í Loftkast- alanum. Leikstjóri er Hallur Helga- son. Við verðum með nokkrar auka- sýningar á leikritinu í nóvember.“ Fyrsta frumsýning leikársins verð- ur Eldað með Elvis eftir Lee Hall í Loftkastalanum um jólin. „Lee Hall er með athyglisverðustu höfundum Breta um þessar mundir, margar kannast líklega við kvikmynd hans, Billy Elliot, en fyrir handritið að þeirri mynd var hann einmitt til- nefndur til Óskarsverðlauna. Þá hef- ur leikrit hans, Spoonface Steinbeck, vakið mikla athygli og var meðal ann- ars flutt hjá Útvarpsleikhúsinu. Eld- að með Elvis er svívirðilega fyndið leikrit, – flugbeitt en ljúfsárt! Til stóð að frumsýna leikritið síðastliðið vor, en vegna vinsælda annarra verka í Loftkastalanum var frumsýningu frestað. Því eru æfingar langt komn- ar,“ segir Magnús Geir. Í aðalhlut- verkum eru Friðrik Friðriksson, Edda Björgvinsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Þýðing og staðfærsla er í höndum Hallgríms Helgasonar, leik- stjóri er Stefán Jónsson, leikmynd og búningar eru í höndum Snorra Freys Hilmarssonar, en tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Næsta frumsýningin verður Upp- tekinn eftir Becky Mode í Iðnó um áramótin. „Upptekinn hefur verið sýnt við miklar vinsældir í New York og víða um Bandaríkin að undan- förnu. Í leikritinu fylgjumst við með Samma, efnilegum, nýútskrifuðum leikara úr Leiklistarskóla Íslands sem hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum leikhússtjóranna en bíður í of- væni við símann. Til að hafa í sig og á fær Sammi vinnu á vinsælasta veit- ingahúsi Reykjavíkur. Þar er hans aðalverk að bóka og umbera sérvisku- legar kröfur fólks úr þotuliði höfuð- borgarinnar. Á sviðinu lifna við skrautlegar hetjur dægurmenningar, m.a. kvikmyndaframleiðandinn Barrabas Kornelíus, krúnerinn Aggi Sloj, stórkaupmaðurinn Jóhannes í Mínus og poppstjarnan Bóbó Hall. Bjarni Haukur (Hellisbúi) fer með öll fjörutíu hlutverk leiksins. Gísli Rúnar Jónsson þýðir verkið og býr því ís- lenskan búning en leikstjóri er Þór Tulinius. Að sögn Magnúsar Geirs stendur einnig til að taka Sniglaveisluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikgerð höf- undar og Sigurðar Hróarssonar til sýninga að nýju í vetur. Þar er Gunn- ar Eyjólfsson í aðalhlutverki en leik- stjóri er Sigurður Sigurjónsson. Sýn- ingin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Íslands. Þá verður einnig haldið áfram sýningum á gamanleiknum Sjeikspír eins og hann leggur sig. „Þessi drepfyndna leiksýning hefur troðfyllt leikhúsið í tvö leikár,“ segir Magnús Geir en leikarar eru Halldóra Geirharðsdótt- ir, Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason. Leikstjóri er Benedikt Erl- ingsson og Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði. „Báðar þessar sýningar fara á fjalirnar um leið og hægt verður að koma því við vegna anna leikaranna í öðrum sýningum.“ Höfundasmiðja Leikfélags Íslands Að sögn Magnúsar Geirs hefur Leikfélag Íslands undanfarna mánuði unnið að undirbúningi Höfunda- smiðju sem hleypt verður af stokk- unum nú í upphafi vetrar. „Markmið- ið er að veita 8 nýjum íslenskum höfundum aðstöðu til að kynnast leik- húsinu og skrifa verk fyrir leiksvið. Verk höfundanna verða leiklesin vor- ið 2002 og nokkur þessara verka fara á svið Hádegisleikhússins seinni hluta þess árs. Í Hádegisleikhúsinu hefur hingað til verið lögð áhersla á frum- flutning nýrra íslenskra leikverka, en með þessu er ætlunin að auka enn vægi nýrra íslenskra verka á verk- efnaskrá leikhússins.“ Magnús Geir skýrir ennfremur frá því að undanfarna mánuði hafi leik- hópur unnið í Iðnó að ýmiss konar til- raunum í leiklist. „Hópurinn hefur það að markmiði að leita nýrra leiða í listsköpun sinni til að geta boðið upp á öðru vísi leikhús sem snertir okkur á annan hátt en þær hefðbundnu sýn- ingar sem yfirleitt sjást hér á leik- sviðum bæjarins.“ Þennan leikhóp skipa leikkonurnar Arndís Egilsdótt- ir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónasdóttir og Þrúður Vilhjálmsdótt- ir. Leikstjóri hópsins er María Reyn- dal. Þá mun Reykjavíkurakademían standa fyrir fyrirlestraröð um ýmis menningarleg málefni í Iðnó í vetur. „Fyrirlestrarnir eru opnir almenn- ingi og á léttu nótunum. Gestir eru boðnir velkomnir í Iðnó fyrsta laug- ardaginn í hverjum mánuði um há- degisbil. Boðið verður upp á léttan málsverð meðan á fyrirlestrunum stendur. Tilvalið er að líta inn í Iðnó á undan Löngum laugardegi sem er alltaf í miðbænum í upphafi hvers mánaðar. Tónleikar og leikhúsklúbbur Fyrir utan hefðbundna dagskrá Leikfélags Íslands verður að sögn Magnúsar Geirs fjöldi tónleika í leik- húsinu í vetur. „Þessir tónleikar ásamt öðrum uppákomum verða kynntir þegar að þeim kemur. Eftir áramót verða ný verk frumsýnd, en þau verða kynnt þegar nær dregur ásamt fleiri óvæntum uppákomum sem framundan eru.“ Leikfélag Ís- lands ætlar að hleypa af stokkunum í haust nýjum Leikhúsklúbbi. „Til- gangur Leikhúsklúbbsins er að gefa leikhúsáhugafólki kost á að sjá þær sýningar sem mestan áhuga vekja hverju sinni á besta verðinu og taka þátt í umræðum um leiklist á netinu. Klúbbmeðlimir munu fá fréttir úr leikhúsinu og tilboð á sýningar í gegn- um netið. Leikhúsklúbburinn kemur í stað hinna hefðbundnu áskriftarkorta sem tíðkast hafa í leikhúsunum um árabil. Er þetta liður í viðleitni Leik- félags Íslands til að laga sig að nýjum tímum, en samskipti í gegnum netið eru sem kunnugt er orðin æ stærri hluti af upplýsingagjöf í þjóðfélaginu. Með þessu móti þurfa klúbbmeðlimir ekki að kaupa miða á ákveðið margar sýningar fyrirfram eins og tíðkast með áskriftarkortunum. Þátttaka í Leikhúsklúbbnum er meðlimum al- gerlega að kostnaðarlausu og engin skuldbinding felst í aðild. Við frumsýningu nýrra verka munu klúbbmeðlimum bjóðast miðar í forsölu og einnig verða ýmis önnur tilboð á sýningar með stuttum fyrir- vara,“ segir Magnús Geir að lokum. Slóðin á Leikhúsklúbbinn er um Heimasíðu Leikfélags Íslands, www.leik.is. Leikfélag Íslands kynnir fjölbreytta starfsemi á nýju leikári í Iðnó og Loftkastalanum Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Geirharðsdóttir og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum í hinni vinsælu sýningu, Sjeikspír eins og hann leggur sig. Margt á döfinni Leiksýningar, höfundasmiðja, hádegisleikhús, fyr- irlestraröð, tilraunasmiðja, tónleikar og margt fleira verður á vetrardagskrá Leikfélags Íslands í Iðnó og Loftkastalanum í vetur. MINNISMERKI eru olnboga- börn nútímans. Í stað þeirra hafa komið útilistaverk, tilraunir nútíma- listamanna til að bregðast við því tómarúmi sem skapaðist þegar minnismerki fyrri tíðar hættu að virka sem skyldi. „Listamaðurinn á horninu“ er tilraun til að virkja lista- menn til að nýta sér hversdagslegt umhverfi sitt og færa með því list sína nær hinum almenna borgarbúa. Reyndar er ætlunin að ganga gegn viðteknum venjum um minnismerki með því að forðast varanleik, eða að listamaðurinn reisi sjálfum sér minnisvarða. Hver þátttakenda fær eina viku til að setja upp verk sitt. Það eru listamennirnir Ásmundur Ásmundsson og Gabríela Friðriks- dóttir sem stýra verkefninu, sem er ráðgert sem áframhaldandi sýning á verkumellefu listamanna, á hálfs mánaðar fresti, fram til jóla. Síðasta listamanninum er ætlað að setja upp verk sitt 15. desember. Þannig munu listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Helgi Hjaltalín setja upp verk sitt á sunnudaginn, sem enn einn hluti af „Listamaðurinn á horninu“. Aðrir sem fylgja munu í kjölfarið eru væntanlega Egill Sæ- björnsson, Haraldur Jónsson, Er- ling Klingenberg, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Katrín Sigurðardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir og Margrét H. Blöndal. En hvað er komið hingað til? Fyrst til að ríða á vaðið, á sjálfa menningarnóttina, 18. ágúst, var Ás- dís Sif Gunnarsdóttir með risavaxið skjávarp á tjaldi, á túninu norðan Lindargötu, sem merkilegt þó, hélt vatni á menningarnóttina þótt rigndi eins og hellt væri úr fötu. Með skjá- varpinu, rennibrautum, dekkjum og flaggstöngum gerði Ásdís verðuga tilraun til að grípa augnablikið með tilfinningalegum hætti. Það er vissu- lega spurning hvort gjörningar eru ekki að hverfa aftur til uppákom- unnar, þegar listamaðurinn hratt af stað einhverri atburðarás án þess að vita með vissu hvar ævintýrið end- aði. Allen Kaprow var einn helsti lista- maður uppákomunnar á sjöunda áratugnum, og bíldekkið var eftir- lætisefniviður hans. Það er einhver endurómur af Kaprow í Ásdísi Sif, svipuð tilfinning fyrir núinu og há- tíðarstemmningunni. Bandaríska listakonan Eileen Olivieri Torpey er allt öðruvísi og innilegri í framsetningu sinni, á horninu á Amtmannsstíg og Þing- holtsstræti. Stórar, galvaniseraðar vatnsfötur eru grafnar hér og hvar í beðunum og framan við bekkina. Um trén hefur hún vafið límdum sælgætisbréfum. Hugmyndin er sú að safna vatni, sem táknrænni at- höfn fyrir hringrás lífsins. Verk Tor- pey er ekki ætlað fyrir stóran mann- söfnuð heldur skulu þeir sem fram hjá ganga leiða hugann í kyrrð og ró að þessari táknmynd hennar og tengslum hennar við sjálfa tilveruna. Hér eru með öðrum orðum tveir listamenn á horninu, eins ólíkir og hugsast getur. Listamaðurinn á horninu Hluti af verki Torpey, á mótum Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Leifarnar af verki Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur á túninu. MYNDLIST H o r n Þ i n g h o l t s - s t r æ t i s o g A m t - m a n n s s t í g s o g F r a k k a s t í g s o g L i n d a r g ö t u ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR EILEEN OLIVIERI TORPEY BLÖNDUÐ TÆKNI Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.