Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri ✝ Jensína Ólafs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 16. nóv- ember 1912. Hún lést á Landspítalan- um, Landakoti, 5. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Gíslason verkamaður, f. 26. ágúst 1885, d. 1. október 1970, og Valgerður Jónsdótt- ir bústýra í Hálsa- sveit, síðar húsmóð- ir í Hafnarfirði, f. 14. apríl 1874, d. 7. janúar 1954. Albróðir Jensínu er Gísli Ólafs- son fv. fulltrúi tollstjóra í Reykjavík, f. 8. janúar 1917, maki Bjarnheiður Gissurardóttir klæðskeri, f. 29. nóvember 1913, d. 24. október 2000. Þeirra dæt- ureru Sigrún skólastjóri Flata- maki Guðmundur Gestsson skrif- stofustjóri Ríkisspítalanna, f. 3. nóvember 1904, d. 18. júní 1952. Þeirra börn: Helgi dósent í ís- lensku við HÍ, f. 7. maí 1933, og Helga Ingibjörg, f. 23. október 1947. Jensína giftist 22. júní 1940 Alexander Kristmannssyni járn- smið, f. 17. apríl 1919, d. 4. ágúst 1956. Foreldrar hans voru Krist- mann Agnar Þorkelsson útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, f. 23. júlí 1884, d. 21. janúar 1972, og Jónína Jónsdóttir, f. 11. ágúst 1885, d. 3. mars 1957. Dætur Jensínu og Alexanders eru: 1) Valgerður, f. 20. mars 1942, maki I Ingólfur Blöndal, f. 13. júní 1937. Börn þeirra: Birgir, f . 18. nóvember 1960, og Hafdís, f. 17. október 1967. Valgerður og Ingólfur slitu samvistum. Maki II John Reilly, f. 13. október 1937. 2) Sigurveig, f. 27. nóvember 1950, maki Ásgeir S. Björnsson lektor, f. 12. desember 1946, d. 20. ágúst 1989, þeirra sonur, Jón Bjarki, f. 15. september 1976. Útför Jensínu fór fram frá kapellunni í kirkjugarði Hafnar- fjarðar 13. september. skóla í Garðabæ, f. 26. september 1944, maki Guðjón Magn- ússon, dr.med., f. 4. ágúst 1944; og Hjör- dís meinatæknir, f. 8. september 1948, maki Gylfi Garðars- son lyfsali, f . 8. febr- úar 1947. Hálfsystk- ini Jensínu voru: a) Jón Helgason pró- fessor í Kaupmanna- höfn, f. 30. júní 1899, d. 19. janúar 1986, maki I Þórunn Ást- ríður Björnsdóttir, f. 25. mars 1895, d. 7. maí 1966. Börn þeirra: Björn, f. 8. maí 1925, d. 21. febrúar 1993, Helgi, f. 18. desember 1926, og Sólveig, f. 31. október 1932. Maki II Ag- nete Loth, f. 18. nóvember 1921. b) Ingibjörg Helgadóttir, f. 16. janúar 1905, d. 18. júní 1952, Lífið er margbreytilegt og starfs- vettvangurinn sem við veljum okkur, eða örlögin ákveða, er með ýmsu móti hvað varðar kjör og erfiði. Möguleikar ómenntaðra kvenna sem standa óvænt frammi fyrir því að þurfa einar að taka á sig allar skyld- ur varðandi fjölskyldu sína, eru í dag ekki taldir fýsilegir. Ennþá rýrari voru þeir um miðja síðustu öld, því að við einhæf og illa launuð störf bættist að fjárhagsleg aðstoð frá þjóðfélaginu var lítil sem engin. Fiskvinnsla varð oft eini valkostur þessara kvenna og líf fiskverkakonu enginn dans á rósum. Vinnan var erfið og sökum lélegra launa varð vinnudagurinn langur. Við það bætt- ist að eina hvíldarhlé dagsins – há- degið – var oftar en ekki nýtt til að fara heim, jafnvel um langan veg, til að sinna börnum. Föðursystir mín Jensína Ólafs- dóttir, sem ég kveð núna 88 ára gamla, tilheyrði þessum hópi. Hún varð ung ekkja fyrir u.þ.b. 50 árum og stóð þá ein uppi með dæturnar Valgerði og Sigurveigu. Mér er ennþá í fersku minni þegar Jensína og dæturnar komu í jólaboð til for- eldra minna í Garðabæinn, ferðalag sem kostaði mikinn þvæling með strætisvögnum, að hún sofnaði iðu- lega í stólnum sínum og ég sem barn skynjaði vel hversu útkeyrð hún var. En þrátt fyrir alla þessa vinnu var afkoman rýr og vonlaust að láta enda ná saman og því brugðið á það ráð að fara nokkur sumur ásamt yngri telp- unni í síldarvinnslu á Raufarhöfn. Þarna störfuðu þær mæðgur í 5 sum- ur, frá því að Sigurveig var 9 ára, bjuggu í verbúð, deildu herbergi með öðrum og lifðu á allan hátt eins spart og hægt var. Fyrsta árið sölt- uðu þær í sömu tunnurnar því telpan náði ekki niður á botn, en strax sum- arið eftir hafði tognað úr þeirri stuttu og hún gat unnið sem fullgild síldarstúlka. Þessi samvinna þeirra mæðgna, Jensínu og Sigurveigar, gerði þær ákaflega samrýndar og aldrei í ann- an tíma hef ég orðið vitni að álíka elsku og umhyggju og þeirri sem þær sýndu hvor annarri æ síðan. Eldri systirin Valgerður fluttist ung til fjarlægra landa en Sigurveig bjó ætíð í nágrenni við móður sína og nutu báðar góðs af nábýlinu. Hún frænka mín var aldrei fyrir fjölmenni. Hún undi sér best með sínum nánustu og fannst skemmti- legast að spjalla við heimilishundinn Lúlú eða einhverja af þeim kisum sem Sigurveig fóstraði. Síðustu árin treysti Jensína sér ekki til að sjá alfarið um sig sjálf og flutti hún þá á heimili dóttur sinnar, sem hlúði að móður sinni af mikilli hlýju og nærgætni. Við frænkurnar hittumst nokkuð oft hin síðari ár og af mörgum skemmtilegum samverustundum langar mig til að minnast á stund sem við áttum saman um verslunar- mannahelgina í fyrra. Jensína og Sigurveig stóðu ásamt okkur Gylfa og fullorðnum foreldrum mínum um hádegisbil úti á palli við sumarhús okkar vestur í Berufirði. Veðrið var ákaflega fallegt og við drógum fram freyðivín til að skála fyrir þeirra háa aldri og því yndislega lífi sem við átt- um saman. En ekkert varir að eilífu því bæði móðir mín og Jensína hafa kvatt okkur. Sigurveig mín og Valgerður, við Gylfi sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku frænka, Hjördís Gísladóttir. Föðursystir mín Jensína eða Jenna eins og hún var ávallt kölluð er látin eftir skamma sjúkrahúsvist. Jenna var á 89. aldursári og hafði hún notið almennt góðrar heilsu allt fram í andlátið. Hugurinn leitar aftur til þess tíma þegar dætur hennar Vallý og Veiga voru litlar og við hittumst oft hjá ömmu Valgerði og Ólafi afa í Hafn- arfirði. Alexander maður Jennu var sér- lega glæsilegur maður og sagt var að öll verk léku í höndum hans. Mann sinn missti Jenna frá ungum dætr- um og þá var lífsbaráttan hörð hjá ekkjunni við að halda heimili fyrir sig og dæturnar. Atvinnutekjurnar í fiskvinnslu og við afgreiðslustörf í mjólkurbúð voru rýrar og hvorki gat Jenna veitt dætrunum né sjálfri sér það sem hún hefði óskað. Aldrei kvartaði hún yfir hlutskipti sínu heldur bar hún höfuðið hátt og hafði engin orð um erfiðleika hvunndags- ins. Dæturnar erfðu marga góða eig- inleika foreldra sinna – listfengi, glæsileika og hæfni föðurins, dugnað og æðruleysi móður sinnar. Vallý hefur lengst af verið búsett erlendis bæði í Þýskalandi, Ghana í Afríku og síðustu áratugina í Utah í Bandaríkjunum þar sem börn henn- ar búa einnig. Þeim mægðum tókst að brúa fjar- lægðina með heimsóknum og dvaldi Jenna oft um lengri eða skemmri tíma hjá Vallý í Bandaríkjunum. Það kom þess vegna í hlut yngri dótturinnar Veigu að verða stoð og stytta móður sinnar og jafnframt varð hún hennar besta vinkona. Þeirra samband hefur alla tíð verið óvenjunáið og þá sérstaklega eftir að Veiga missti Ásgeir mann sinn og stóð ein eftir með drenginn þeirra, Jón Bjarka. Þær mæðgur fóru jafnan saman í sund og í sumarbústaðnum áttu þær ásamt Jóni Bjarka sínar bestu stundir. Síðustu árin bjó Veiga móður sinni gott athvarf á sínu heimili og engum duldist hið góða samband móður og dóttur. Dætrum Jennu og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að góður Guð gefi Veigu styrk til þess að takast á við sorgina og söknuðinn. Sigrún Gísladóttir. JENSÍNA ÓLAFSDÓTTIR Elsku besti afi okk- ar sem nú ert horfinn á vit feðranna. Við söknum þín sárt af því að við elskum þig svo mikið. Þú varst svo yndislegur og skemmtilegur afi. Það var svo gaman þegar við vorum lítil og komum suður til Reykjavíkur úr sveitinni til þín og ömmu og fengum að dvelja hjá ykkur í Mávahlíðinni. Þá var nú glatt á hjalla. Þú fórst með okkur í sund á hverjum degi í Sundhöll Reykjavíkur og keyptir nýtt brauð í leiðinni í Svansbakaríi. Síðan komum við heim í fisk og kartöflur til ömmu. Þú leyfðir okkur að fara með þér þegar þú keyrðir út popp- kornið í sjoppur og bíó borgarinn- ar. Síðan fórstu með okkur í bíó og talaðir við dyravörðinn og hann hleypti okkur frítt inn af því að þú að sjálfsögðu þekktir hann. Svo fengum við að nota litina þína og penslana til að mála myndir og þykjast vera málari eins og þú. Svo var það í miklu uppáhaldi að fá leyfi hjá þér til að fara inn á skrif- stofuna þína og gramsa í dótinu sem þar var í öllum skúffum og skápum. Brandararnir þínir voru æðislegir, sama hversu oft þú sagð- ir sömu brandarana þá var alltaf hlegið jafn mikið. Við hlökkuðum alltaf til að koma að hringtorgi, þegar við vorum að keyra, því þú fórst alltaf í marga hringi á torg- inu. Við kölluðum þig stundum sprellikarl, þú varst alltaf til í eitt- hvert grín. AXEL MAGNÚSSON ✝ Axel Magnússonfæddist að Litla- Seli í Reykjavík 10. maí 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 9. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 14. sept- ember. Á kvöldin sagðir þú okkur sögur af Palla og Sigga en þær voru alltaf jafn fyndnar og spennandi. Svo sagðir þú við okkur stelpurn- ar: „Góða nótt tútan mín, Guð og englarnir geymi þig.“ Við erum svo glöð í hjarta okkar yfir að þér líði vel núna en það sem þú kenndir okkur var að bera um- hyggju fyrir öðrum. Þú spurðir alltaf hvernig okkur gengi og hvernig við hefðum það, hvernig okkur liði. Okkur langar til að láta fylgja með ljóð sem við sungum svo oft saman og við höldum áfram að syngja það saman elsku afi. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness.) Þín barnabörn Kristín Björk, Arnar Snær, María og Axel. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ég átti vinnunni minni það að þakka að ég kynntist Aðalsteini Guðnasyni loftskeytamanni en Að- alsteinn kom til mín þegar hann kom í land eftir þrjátíu ára útivist á heimshöfunum. Ég hefði viljað minnast hans betur en vona að Guð gefi okkur tóm að ljúka samtalinu þótt síðar verði. Fólk er misjafnt og sumir taka sér tíma til að skilja hlutina. Fyrir öðrum liggja hlutirnir ljósir og skýrir frá fyrsta augnabliki og þannig var Aðalsteinn. Frá fyrsta augnabliki skildi Aðalsteinn kjarn- ann í þeirri mannréttindabaráttu sem fullorðið fólk hefur háð í Kópa- vogi undanfarin nærri tuttugu ár og upphaflega var kennd við Frí- AÐALSTEINN GUÐNASON ✝ AðalsteinnGuðnason, fyrr- verandi loftskeyta- maður og flugum- ferðarstjóri, fæddist á Svínaskálastekk í Reyðarfirði 1. júlí 1922. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. ágúst. stundahópinn Hana nú. Meðan Aðalsteinn hafði orku til þessgekk hann fremstur meðal jafningja við að rífa niður fordóma gegn fullorðnu fólki og vinna að hugarfars- breytingu í þjóðfélag- inu þar sem fólki er enn skipað á bása, fær ekki að lifa með reisn sem fullgildir meðlimir þjóðfélagsins og eðli- legur hluti þjóðarfjöl- skyldunnar. Aðalsteini var það ljóst frá fyrstu stundu að hér var um eitt mesta mannrétindamál nýrrar aldar að ræða. Aðalsteinn var fluggáfaður mað- ur. Hann hefði eins getað setið í prófessorsstöðu og við loftskeyta- tækið. Og hann sigldi ekki um heimsins höf með bundið fyrir aug- un. Hvar sem fegurðin var í augsýn voru öll skilningarvit Aðalsteins op- in. En hann fann líka til í stormum sinnar tíðar. Hvort sem um var að ræða vandamál rússneskra sjómanna á sjómannastofu í Múrmansk eða hrævareld á brúarvængnum í miðju Atlantshafinu var hugur Aðalsteins galopinn. Hrafn Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.