Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 14
LISTIR 14 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U NDARLEGT er háttalag mann- anna. Þeir myrða hver annan og í kjöl- farið skapa þeir ódauðleg lista- verk til að minna sig á hörmung- arnar sínar. Svona einfalt er það kannski ekki; – en engu að síður er það athyglisvert hve stríð og hörm- ungar hafa oft orðið alls kyns lista- mönnum að yrkisefni í mikilfengleg verk. Eru þau minnisvarði?; – aðferð til að muna hversu grimm við get- um orðið? Eru þau tilraun til að breyta ljótleika í fegurð? Eru þau frásögn?; – eða kannski túlkun á dýpstu angist mann- legrar tilveru? Ótal tónverk hafa verið samin um stríð; mörg til fagna hetjudáðum, eins og Eroica, 3. sinfónía Beethovens, sem samin var til að hylla Napóleon og stríðs- sigra hans. Önnur, og kannski fleiri bera einkenni harmljóðsins, eins og Stríðsrequiem Benjamins Brittens. Á kynningarfundi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í vikunni var greint frá tónleikahaldi vetrarins og þeim kostum og kynjum sem þar verða í boði. Einir tónleikar vetrarins verða helgaðir stríðs- tónlist; – verkum sem samin hafa verið eftir marga mestu hörmung- aratburði mannkynssögunnar. Með- al verka sem þá verða leikin, er Eftirlifandinn frá Varsjá eftir Arn- old Schönberg, Threnody eftir Krsysztof Penderecki og Sinfónía nr. 13, Babi Yar eftir Dimitri Sjos- takovitsj. Schönberg samdi Eftirlifand-ann frá Varsjá eftir seinniheimsstyrjöldina. Þetta ermikið harmljóð fyrir karla- kór, sögumann og hljómsveit. Verk- ið er ekki langt, en krefst stjórrar hljómsveitar auk kórsins. Tilefni þessa verks var frétt sem hann heyrði af hópi gyðinga á leið í gas- klefann. Það var þeim hughreysting á leiðinni í dauðann að syngja Shema Yisrael, boðorðið um að elska Guð. Verkið er magnað, ekki síst fyrir hlutverk sögumannsins sem lýsir hryllingnum berum orð- um. Arnold Schönberg og listmál- arinn Vassilíj Kandinskíj voru góðir vinir á árunum fyrir fyrri heims- styrjöld. Árið 1923 stóð vinskapur þeirra tæpt vegna þess að Schön- berg taldi Kandinskíj haldinn gyð- ingahatri. Ágreiningurinn var sá, að Kandinskíj hafði boðið Schönberg að koma með sér til Weimar til að taka þátt í starfsemi Bauhaus- skólans. Schönberg hafði heyrt að Bauhaus-félagar væru haldnir gyð- ingahatri. Í upplýsandi og áhrifa- miklum bréfaskriftum þeirra á milli þar sem Schönberg ávarpar fyrrum vin sinn ævinlega í þriðju persónu takast þeir á um hatrið og óttann og Schönberg dregur upp sterka mynd af því hvernig það er að vera gyðingur á þeim tímum sem Hitler vex fylgi dag frá degi. Threnody eftir Penderecki ber undirtitilinn: Til þeirra sem fórust í Hiroshima. Þetta er stutt verk, en engu að síður áhrifaríkt. Verkið er samið árið 1960, fyrir strengjasveit, meðferð tónskáldsins á strengj- unum er áhrifamikil. Penderecki notar hæstu tóna strengjanna til að skapa ískrandi væl sem engu er líkt. Þannig sker óbærilegur harm- ur og grátur fórnarlambanna hlust- andann inn að hjarta og upplifun verksins verður magnþrungin og upp rifjast ógleymanlegur útvarps- upplestur á skáldsögunni Blóm- unum í ánni eftir Editu Morris, en þar er fjallað um sama atburð. Dimitri Sjostakovitsj bjólengst af sínum tón-skáldsferli í skuggastríðsátaka og kúgunar. Hann var undir hælnum á Stalín og ógnarstjórn hans, og verk hans voru tuskuð til eins og hverjar aðr- ar dulur þegar að áliti valdsmanna kom. Honum var gert að breyta verkum sínum, – semja eitthvað skemmtilegt og valdhöfunum þókn- anlegt; – en oftar en ekki óttaðist hann um líf sitt vegna stanslausra árása yfirvalda. Mörg verka hans voru flutt í laumi, eða seint og um síðir. Babi Yar er þrettánda sin- fónía Sjostakovitsj, samin fyrir ein- söngvara, karlakór og hljómsveit. Allt fram að frumflutningi verksins óttuðust tónskáldið og flytjendurnir að þeim yrði gert að hætta við flutning þess. Verkið er byggt á ljóðum eftir Jevgeníj Jevtúsjenkó, þar sem megnri andúð er lýst á verstu þáttum ógnarstjórnar Stal- íns: kynþáttahatri, kvennakúgun, ótta, lögregluveldi og sjálfs- upphafningu þeirra sem eru í þeirri stöðu að geta makað krókinn. Eftir frumflutninginn fékkst verkið ekki flutt aftur fyrr en þrem árum síðar, eftir að ljóðskáldið og tónskáldið höfðu fallist á að gera á því breytingar til að skafa af því broddinn. Nafn sinfóníunnar er dregið af fyrsta þætti hennar, Babi Yar. Babi Yar er gljúfur nálægt Kiev. Það hefur að hluta til verið fyllt upp í það, og efst trónir minn- isvarði um útrýmingu á milljónum gyðinga og Rússum af enn ann- arlegri uppruna. Óttinn, viðfangs- efni fjórða þáttar verksins var átakanlegt og viðvarandi þema í lífi Sjostakovitsj og fjölda annarra sem hafa staðið í sömu sporum. Sagan um örlög verksins eftir fyrsta flutn- ing þess sýndi að ástæða var til ótta. Í bréfi til vinar síns Ísaks Glickmans sagði tónskáldið: „Ef þeir skera af mér hendurnar, held ég áfram að semja, með pennann milli tannanna.“ Gyðingar hafa verið drepnirí stríði, arabar hafa veriðdrepnir í stríði, kristnirmenn hafa verið drepnir í stríði. Það er saga okkar allra, hvar sem er á jörðinni að kúga og drepa. Og það er í senn sorglegt en satt, að enn höfum við tilefni til að skapa þessu undarlega eðli okkar eilífa minnisvarða í listinni. „Ef þeir skera af mér hendurnar...“ 26. apríl 1937 sprengdu þýskir bandamenn spænskra fasista þorpið Guernica í Baskalandi. Tilefnið var sagt vera það, að prófa nýjar tegundir af sprengjum. Eyðing Guernica varð táknræn fyrir ofbeldi fasista gegn saklausu alþýðufólki á Spáni. Pablo Picasso gerði atburðinn ódauðlegan í málverki sínu Guernica. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HEFUR þú mætt eldhúshníf á hraðferð?“ segir Ólöf Ingólfsdóttir í kynningu á nýju dansverki sem hún er höfundur að og verður frumsýnt kl. 20.30 í Tjarnarbíói í kvöld. Verk- ið ber heitið Fimm fermetrar og fjallar höfundurinn þar um sam- skipti fólks í hversdagslífinu, þar sem þættir eins og samkeppni, sveigjanleiki, frekja og fórnfýsi birt- ast í þeim daglegu samskiptum sem við eigum við ókunnuga, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Verkið verður jafnframt sýnt fimmtudag og föstudag, einnig kl. 20.30. Fimm fermetrar er samið fyrir fjóra unga dansara, þau Andra Örn Jónsson, Valgerði Rúnarsdóttur, Tinnu Grétarsdóttur og Jóhann Frey Björgvinsson. Þau þrjú fyrst- nefndu eru að hefja feril sinn sem listdansarar, en Jóhann Freyr hefur dansað um árabil með Íslenska dansflokknum. Ólöf segir verkið mótað að miklu leyti í samvinnu við dansarana og höfund tónlistarinnar, Hall Ingólfsson. Hún segist upp- runalega hafa fengið hugmyndina að verkinu þegar hún fór að velta fyrir sér því hreyfingarflæði sem fólk myndar til að geta athafnað sig eða komist leiðar sinnar í þröngu eða afmörkuðu rými. „Það má því segja að innblásturinn að verkinu sé úr hversdagslífinu. Ég hef unnið við ýmis störf, m.a. í kaffiteríu þar sem eldhúsið var mjög lítið. Þar og víðar þar sem fleiri en einn eru að vinna með alls kyns áhöld, jafnvel í flýti, er fólk stöðugt að smeygja sér hvert fram hjá öðru þannig að allt geti gengið upp. Þetta verður eins og nokkurs konar dans, sem myndast í flókinni umferðinni. Í framhaldi af þessari hugmynd fór ég að skoða ýmis mynstur, það mætti kannski kalla þau umferðarmynstur, og velti fyrir mér hvernig fólk aðlagast í ólíku rými. Afstaða fólks getur einn- ig haft mikil áhrif, þ.e. hvort það er sveigjanlegt og kurteist, hvort allir eru samtaka eða hvort einhver einn stingur í stúf, nú eða þar sem allir hreinlega ryðjast áfram,“ segir Ólöf. Hún segir dansinn vera gott tjáningarform fyrir slíkar hugleið- ingar, þar sem dans sé í grunn- atriðum samspil hreyfinga í rými og tíma. Tónlist Halls Ingólfssonar myndar jafnframt nokkurs konar hljóðheim rafgítars og umhverf- ishljóða sem dansararnir hreyfast í. Ólöf Ingólfsdóttir stundaði nám í The European Dance Development Centre í Hollandi. Hún hefur vakið athygli sem danshöfundur hér á landi og erlendis. Ólöf hefur m.a. samið verk fyrir Íslenska dansflokk- inn og verður nýjasta verk hennar, Plan B, frumsýnt hér á landi í októ- ber. Verk Ólafar sem frumsýnt verður í kvöld hlaut styrk úr Lista- sjóði og frá leiklistarráði. Morgunblaðið/Jim Smart Valgerður Rúnarsdóttir og Jóhann Freyr Björgvinsson eru meðal dans- ara í dansverkinu Fimm fermetrar sem sýnt verður í Tjarnarbíói. Flæði hversdagslífsins SÆNSKIR bóka- og viku- blaðaútgefendur fagna nú ákaft þeirri ákvörðun stjórn- valda að lækka virðisauka- skatt á bækur. Lækkunin er umtalsverð og mun virðis- aukaskatturinn vera 6%, í stað 25%, frá og með janúar á næsta ári að því er greint var frá í sænska dagblaðinu Dag- ens Nyheter á dögunum. Sænski menningarmálaráð- herrann, Marita Ulvskog, hefur áður lýst yfir vantrú sinni á tillögum þess efnis en hún óttast að mismunurinn á bókaverðinu muni einfaldlega lenda í vasa útgefendanna. Ulvskog hefur því fullan hug á að hafa vakandi auga með að verð bóka lækki raunveru- lega. „Það kann að vera að áhrifanna verði bara einu sinni vart. Þegar skatturinn var lækk- aður umtalsvert í Finnlandi urðu áhrifin til að mynda rétt mælanleg og það er engin trygging fyrir að það gerist, þótt sænskir bókaútgefendur hafi skrifað ráðuneytinu og heitið slíku, og að verð á bók- um lækki raunverulega eins og skatturinn,“ sagði Ulvskog í viðtali við blaðið. 19% lækkun á virðisauka- skatti bóka mun koma til með að kosta sænska ríkið rúma 10 milljarða íslenskra króna. En að sögn Ulvskogs er grip- ið til þessara ráða m.a. vegna þess að sífellt dregur úr lestri í landinu, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. „Þess vegna verður að leita allra leiða,“ sagði ráðherrann. Svíar lækka virðis- aukaskatt á bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.