Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 25
haldi af því hvað virðist skynsamleg- ast að gera. Við megum bara aldrei gleyma því hversu mikilvægt er að löggæsla sé í föstum skorðum. Kostnaður við nýja löggjöf verði metinn Hvernig hafa samskipti sveitarfé- laganna við ríkið gengið? Í stórum dráttum hafa samskipti ríkis og sveitarfélaganna verið með eðlilegum hætti. Til marks um það má sérstaklega nefna samkomulag ríkis og sveitarfélaga um flutning á rekstri grunnskólans til sveitarfélag- anna og heildarendurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaganna. Á hinn bóginn er því ekki að leyna að af og til hefur risið upp ágreiningur. Einkum þegar verkaskiptingin er óskýr, t.d. vegna 40% hlutdeildar sveitarfélag- anna í stofnkostnaði framhaldsskóla og 15% hlutdeildar sveitarfélaganna vegna stofnkostnaðar sjúkra- og heilsugæslustofnana og meiriháttar viðhalds þeirra. Nú er unnið að því í nefnd skipaðri fulltrúum ríkis og sveitarfélaga að færa þessi verkefni alfarið yfir til ríkisins. Óskýr verka- skipting eykur aðeins hættuna á ágreiningi. Ekki er nema sjálfsagt að fækka slíkum gryfjum. Annars konar ágreiningur hefur risið upp vegna kostnaðarauka sveit- arfélaga í tengslum við breytingar á lögum og reglugerðum. Ríkið hefur látið áætla hvers konar kostnaðar- auka slíkar breytingar hefðu í för með sér fyrir ríkissjóð. Hins vegar hefur sjaldnast verið hugað að því hvers konar kostnaðarauka sömu breytingar hefðu í för með sér fyrir sveitarfélögin. Hvað þá að gert væri ráð fyrir ákveðnum tekjustofnum til að koma til móts við auknar kröfur. Núna hafa ríki og sveitarfélög komist að samkomulagi um að kostn- aður sveitarfélaganna verði metinn með svipuðum hætti og gert hefur verið til að gera alþingismönnum grein fyrir því hve mikið ákveðnar breytingar á lögum og reglugerðum hafa í för með sér. Í framhaldinu verður að svara því með hvaða hætti þessum kostnaði verður mætt. Um þessar mundir vinnur nefnd skipuð fulltrúum ríkis og sveitarfélaga að því að koma þessu í réttan farveg. Getur þú nefnt dæmi um kostnað- arauka sveitarfélaganna vegna nýrra laga og reglugerða? Umhverfismálin eru ágætt dæmi. Undir forystu sveitarfélaganna er hægt að tala um að orðið hafi um- hverfisbylting á Íslandi á síðustu ár- um. Kostnaðurinn er auðvitað gríð- arlegur, t.d. er kostnaður sveitarfélaga vegna sorp- og fráveit- umála um 10 milljarðar á síðustu 10 árum. Ótalinn er annar kostnaður vegna tilskipana EES í umhverfis- málum og áfram væri hægt að telja. Annars er alveg ljóst að tilskipun EES varðandi fráveitumálin á hvorki eftir að ganga eftir á Íslandi né í flestum öðrum Evrópulöndum vegna óheyrilegs kostnaðar. Hverju hefur endurskoðun tekju- stofna skilað til sveitarfélaganna? Miðað við að sveitarfélögin full- nýttu heimildir felur hún í sér 2,4 milljarða króna árlega tekjuaukn- ingu. Jöfnunarsjóðurinn hefur því til viðbótar fengið 700 milljónir til ráð- stöfunar til sveitarfélaganna bæði í ár og í fyrra. Stungið upp á nýju ráðuneyti Hvernig standa sveitarfélögin fjárhagslega? Sveitarfélögin standa afskaplega misvel að vígi fjárhagslega. Nýir at- vinnuhættir samfara fólksfækkun hafa valdið því að verulegir erfiðleik- ar hafa skapast í ákveðnum lands- hlutum. Framlag Jöfnunarsjóðsins hefur þar komið að góðum notum. Byggðanefnd sem stjórn sambands- ins skipaði hefur nú lagt fram tillög- ur sem miðast að því að draga úr bú- ferlaflutningum utan af landi til höfuðborgarsvæðisins en þeir hafa bæði haft í för með sér mikil áhrif á fjárhag þeirra sveitarfélaga sem tapa frá sér íbúum og þeirra sem taka við aukinni fólksfjölgun. Tillög- urnar verða teknar upp í viðræðum við félagsmálaráðherra og iðnaðar- ráðherra og síðan ræddar á fulltrúa- ráðsfundi í haust. Ef ætlunin er að snúa vörn í sókn verður að styrkja stoðir atvinnulífsins í ákveðnum landshlutum, t.d. á ákveðnum svæð- um áVestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Aust- fjörðum. Eins þarf að efla mennta- stofnanir á framhalds- og háskóla- stigi sem víðast á landinu. Hvernig leggur byggðanefndin til að brugðist verði við vandanum? Byggðanefndin sendi frá sér tillög- ur í 10 liðum og þar er af ýmsu að taka. Ég get nefnt að mælt er með því að byggða-, sveitarstjórnar-, skipulags- og byggingarmál verði sameinuð í eitt ráðuneyti, ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála. Markmiðið með því er að skapa betri yfirsýn og stuðla með því að mark- vissari aðgerðum í byggða- og sveit- arstjórnarmálum. Nefndin leggur áherslu á að byggð dreifist um landið. Markvisst verði unnið að því að byggja upp tvö til þrjú öflug kjarnasvæði til mótvægis við höfuðborgarsvæðið. Þessi kjarna- svæði verði að hafa burði til að treysta búsetu í viðkomandi lands- hlutum og mynda með því kjölfestu fyrir byggð í landinu öllu. Lögð er áhersla á að kjarnasvæðin og höfuð- borgarsvæðið hafi með sér náið sam- starf og verkaskiptingu sem byggist á sameiginlegri framtíðarsýn. Hvar er gert ráð fyrir þessum kjarnasvæðum? Þessi kjarnasvæði gætu verið á Eyjafjarðarsvæðinu (35–40.000 íbú- ar), Vestfjörðum (10.000 íbúar) og Mið-Austurlandi (10.000 íbúar). Í til- lögum nefndarinnar kemur fram að þessi svæði þyrftu að bjóða upp á mikla þjónustu og fjölbreytt atvinnu- líf. Ríkisvaldið þyrfti að beita sér fyr- ir því nýjar stofnanir væru staðsettar á þessum svæðum. Á hinn bóginn gæti sérstaða annarra svæða kallað á staðsetningu tiltekinnar opinberrar starfsemi utan kjarnasvæðanna. Hvernig líst þér á hugmyndir um að lækka skatta á fyrirtæki utan höf- uðborgarsvæðisins? Ég tel að tillagan sé varla fram- kvæmanleg. Fyrir utan að hún gæti kallað á mismunun og jafnvel mis- notkun. Sveitarfélög á landsbyggðinin hafa víða lent í erfiðleikum vegna fé- lagslegra íbúða. Hvernig verður brugðist við því? Sveitarfélögin hafa samkvæmt lögum kaupskyldu á félagslegum eignaríbúðum. Þar sem eftirspurn er eftir húsnæði og virkur húsnæðis- markaður gengur það upp en í þeim sveitarfélögum sem hvorki geta selt eða leigt félagslegar íbúðir sem þau hafa innleyst, aðallega vegna fólks- fækkunar, er um að ræða gríðarleg- an vanda. Þrátt fyrir kaupskyldu- ákvæðin í lögunum hafa tekjustofnar sveitarfélaga aldrei verið við það miðaðir að þau tækju á sig miklar fjárhagslegar byrðar vegna inn- lausna og reksturs félagslegra íbúða sem ekki geta staðið undir sér. Rík- isvaldið verður því að koma að mál- inu og til þess hefur verið stofnaður svokallaður Varasjóður viðbótarlána. Ein leiðin væri að efla þann sjóð með framlögum ríkisins og útvíkka hlut- verk hans þannig að hann aðstoðaði þau sveitarfélög sem eiga í mestum vanda vegna félagslega íbúðakerfis- ins. Með þeim hætti tel ég að hægt væri að vinna sig út úr vandanum á nokkrum árum. Síðan er þetta líka spurning um hlutverk og ábyrgð Íbúðalánasjóðs, sem hefur haft allt sitt á þurru í þessum viðskiptum. Átak gegn fíkniefnaneyslu Hvernig hefur sambandið beitt sér í forvörnum gegn fíkniefnum? Sambandið hefur tvívegis sett á fót starfshópa til að fjalla um fíkniefna- vandann og í framhaldi starfa þeirra sent öllum sveitarstjórnum ábend- ingar þeirra, tillögur og leiðbeining- ar til umfjöllunar og leiðsagnar. Í framhaldi af niðurstöðum síðari starfshópsins eigum við nú í viðræð- um við þrjú ráðuneyti og Áfengis- og vímuvarnaráð um hvort unnt sé að efna til sérstaks tímabundins átaks- verkefnis þessara aðila sem miði sér- staklega að því að efla forvarnir gegn fíkniefnum í grunn- og framhalds- skólum og hvetja sveitarfélögin til þess að vinna ötullega að forvörnum gegn þeim vágesti sem fíkniefnin eru. Hvað eru erlend samskipti stór lið- ur í starfsemi sambandsins? Við erum aðilar að Sveitarstjórn- arþingi Evrópusambandsins og höf- um átt fulltrúa á þingum þess og einnig erum við aðilar að IULA sem eru alheimssamtök sveitarfélaga og höfum sótt þing þeirra samtaka öðru hvoru. Þá eigum við samstarf við hin sveitarfélagasamböndin á Norður- löndunum og höldum með þeim sam- norræna sveitarstjórnaráðstefnu annað hvert ár. Þau tengsl fara vax- andi og gagnkvæmar heimsóknir eiga sér stað. Nú erum við með Evr- ópumálin, þ.e. ESB og EES til sér- stakrar skoðunar í framhaldi af heimsókn okkar til Brussel í vor og hyggjumst kynna okkur betur þá möguleika sem felast í nánari sam- skiptum við það sem er þar að gerast gagnvart sveitarfélögunum. Af þeim vettvangi berast tilskipanir og reglu- gerðir sem teknar eru upp á Íslandi og hafa mikil áhrif á starfsemi sveit- arfélaganna og þar kunna einnig að leynast tækifæri sem sveitarfélögin geta nýtt sér. Hvernig þau samskipti verða efld er hins vegar óráðið og þarfnast miklu frekari skoðunar og umfjöllunar áður en ákvarðanir verða teknar. Afleiðingar af húsnæðisstefnu meirihlutans að koma fram Nú hlýtur að vera býsna ólíkt fyrir þig að vinna fyrir sveitarfélög úti á landsbyggðinni og sitja svo í borg- arstjórn? Að vera í forystu fyrir sveitar- félögin er ákaflega fjölbreytt við- fangsefni. Eftir 11 ár er vinnan enn jafn spennandi. Eins og gengur er ekki hægt að búast við því að allir séu alltaf sammála. Ég hef reynt að fylkja mönnum um sameiginleg hagsmunamál. Hinu hef ég reynt að ýta til hliðar. Ég er á því að þessi að- ferð hafi gefist bærilega, a.m.k. hefur tekist að koma ýmsum stórum verk- efnum í höfn og framundan eru önn- ur. Í borgarmálunum hef ég ákveðnar skoðanir, sérstaklega í skipulags- og lóðarmálum og húsnæðismálum. Ein af ástæðunum er ugglaust sú að ég veitti skipulagsnefnd formennsku um 12 ára skeið. Ég er afar ósáttur við hvernig meirihlutinn hefur haldið á þessum málum. Með takmörkuðu lóðaframboði og uppboði á lóðum hefur verið stuðlað að háu íbúðar- verði svo ekki sé minnst á leigu. Ungt fólk treystir sér ekki til að kaupa eða leigja sér húsnæði og afleiðingarnar hafa verið að koma fram. Biðlistinn eftir að komast í félagslegt leiguhús- næði lengist með degi hverjum. Annars er ég alls ekkert ósáttur við allar aðgerðir meirihlutans. Ég get nefnt að ég er í megindráttum sáttur við hvernig til hefur tekist í fræðslumálunum og með einsetningu grunnskólans. Eins tel ég að víða hafi verið vel gert við uppbyggingu orku- mannvirkja, t.d. á Nesjavöllum. Telur þú að sjálfstæðismenn nái meirihluta í borginni næsta vor? Já, ég er alveg sannfærður um að við eigum eftir að vinna borgina á næsta ári. Heldur þú að Björn Bjarnason bjóði sig fram til forystu? Ég get á þessu stigi ekki svarað því frekar en Björn sjálfur. Ég átti traust og ánægjulegt samstarf við Björn í tengslum við flutning grunn- skólans til sveitarfélaga. Björn vinn- ur mjög skipulega og hefur staðið sig vel sem menntamálaráðherra. Við skulum hafa það í huga að Sjálfstæð- isflokkurinn nær ekki meirihluta í borginni á nýjan leik nema góð sátt sé um næsta borgarstjóraefni hans. Sú verður niðurstaðan að mínu mati. Ég studdi Ingu Jónu til forystu á sínum tíma. Hún hefur staðið sig mjög vel og vaxið í hlutverki sínu. Aðalatriðið er auðvitað að sjálfstæð- ismenn standi saman einarðir í þeirri baráttu sem framundan er og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að svo verði.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 25 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 28. september, í 22 nætur á einn vinsælasta sólarstaðinn við Miðjarðarhafið. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 22 nætur 28. september. Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 22 nætur. 28. september. Skattar innifaldir. Síðustu sætin í haust Stökktu til Benidorm 28. sept. í 22 nætur frá kr. 39.985 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is  Tungumálanám - byrjenda- og framhaldsnámskeið: Enska, danska, ítalska, norska, sænska, franska, spænska, þýska, íslenska fyrir útlendinga, stafsetning.  Handverks- og listgreinar: Tréútskurður tálgunámskeið, fatasaumur, bútasaumur, eldsmíði, hnífagerð, leðurvinna, leirmótun, málun, teikning og grafík,myndlist fyrir börn og unglinga, skrautritun og leturgerð byrj. og framh., glerskurður, glerbræðsla, keramikmálun.  Námskeið fyrir dagmæður. Námskeið fyrir eldri borgara.  Prófanám í samstarfi við Flensborgarskóla. Íslenska, stærðfræði, enska, þýska, ítalska, spænska, tölvnám. Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Haustönn 2001  Námsaðstoð fyrir nemendur í 10. bekk í samræmdum greinum.  Hagnýt og gangleg námskeið: Hönnun og skipulagning heimilisgarðsins, skjólveggir og sólpallar, val og skipulag trjá- og runnagróðurs, Bonsai - ræktun og með höndlun dvergtrjáa, tölvubókhald-Navision Financials, alm. tölvunám, bókhald og rekstur, Excel töflureiknir, Photoshop, Internet og tölvupóstur, fluguhýtingar og fluguköst.  Framandi og fróðleg námskeið: Matargerð-fiskur og grænmeti, stjörnuspeki, að leggja og túlka tarotspil, fræðslufundir um Evrópusambandið, hugsjónir og kristin trú. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.namsflokkar.hafnarfjordur.is Innritun í almenna flokka fer fram dagana 17.-20 sept. á skrifstofu Námsflokkanna, Strandgötu 31, 2. hæð, milli klukkan 13 og 19. Upplýsingar í síma 585 5860. Kennsla hefst skv. stundaskrá 24. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.