Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Árásin á Bandaríkin Á RÁS hryðjuverkamanna á World Trade Center í New York og bandaríska varnar- málaráðuneytið í Wash- ington á eftir að hafa mikil áhrif á næstunni og segir Michael Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við Boston University, sem síðastliðinn vetur var Fulbright-prófessor við Háskóla Íslands, að baráttan við hryðjuverka- menn sé ekki skammtímaverkefni heldur muni taka sinn tíma og bendir á að það sé ekki hægt að leita á náðir tækni og vísinda til að kippa málum í lag. Margir velta nú vöngum yfir því hvað nú taki við og er grannt fylgst með ummælum banda- rískra forustumanna til að leita vísbendinga. Hefur fréttaskýrendum þótt tónninn verða herskárri eftir því sem lengra líður frá árás- unum og kallið á svar gerist háværara. Vakti sérstaka athygli þegar Paul Wolfowitz, aðstoð- arvarnarmálaráðherra, talaði um að binda enda á ríki, sem styðja hryðjuverkamenn. Corgan sagði að ekki mætti oftúlka þessi orð og leggja í þau þá merkingu að Bandaríkja- menn hygðust leggja undir sig heilu ríkin. „Hann á við að enginn greinarmunur verður gerður á milli hryðjuverkamanna og ríkja, sem styðja þá í trássi við vilja alþjóðasamfélagsins. Það má búast við því að mönnum sé heitt í hamsi í upphafi og þeir tali eftir því. Þetta er hins vegar nokkuð, sem mun taka langan tíma. Það mun ekki finnast tæknileg lausn í barátt- unni við hryðjuverkamenn og við verðum að læra nýjar aðferðir.“ Athygli hefur vakið að yfirlýsingar um stuðn- ing koma úr flestum áttum og mætti þar nefna ríki á borð við Pakistan. Corgan segir að Pak- istanar séu í mjög erfiðri stöðu. „Þar takast á hófsöm öfl og bókstafstrúar- menn,“ segir hann. „Nú eru þeir að reyna að sýna andlit hófseminnar. Efnahagslíf þeirra stendur veikum fótum nú þegar og þeir vita að Indverjar munu ekki verða lengi að ganga á lagið ef staða þeirra veikist enn frekar. Pakist- anar mega ekki við því að einangrast og þeir vilja vera með í leiknum áfram. Ástæðan fyrir hinni víðtæku samstöðu er sú að öll þessi ríki vita nánast án undantekninga að það er hægt að beita sams konar aðferðum gegn þeim og það eru engin ný sannindi. Þúkidídes bendir á þetta í skrifum sínum um Pelopsskagastríðið. Í yfirlýsingu Pakistana sagði að margir Pakist- anar hefðu verið í World Trade Center þegar árásin var gerð og þetta væri því líka árás á Pakistan.“ Hussein sker sig úr því að útskúfun hans getur ekki orðið meiri Hann segir að undantekningin sé Saddam Hussein, leiðtogi Íraks. Hann líti svo á að staða sín geti ekki versnað, meira að segja þótt hann skjóti skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. Á hinn bóginn segi talibanar í Afganistan, þar sem hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden, sem nú leikur helst grunur á að standi á bak við hryðjuverkin á þriðjudag, hefur látið fyrirber- ast, að þeir hafi ekki komið nálægt þessu og hann ekki heldur. „Talibanarnir segja að þeir eigi undir högg að sækja og eigi í nægum vandræðum heima- fyrir,“ segir Corgan. „Það sé því ekki margt, sem þeir geti gert. Við höfum hins vegar ekki litið á þá sem lögmætt stjórnvald í Afganistan. Samskiptin hafa verið eftir því og afleiðingin lætur ekki á sér standa. Afstaða talibana hefur því verið að þeir þurfi ekki að hlusta á alþjóða- samfélagið eins og kom í ljós þegar þeir sprengdu og eyðilögðu búddalíkneskin án tillits til áskorana um að hlífa verðmætum, söguleg- um minjum. Stjórnsýsla felst ekki aðeins í því að tala við vini sína, heldur í því að tala við alla.“ Corgan segir að víða sé að finna fólk, sem hafi tilhneigingu til að aðhyllast aðgerðir af þessu tagi. Mörgum múslimum ói við því hversu halli á þá í viðureigninni við Vesturlönd og Bin Laden höfði til þeirra. „Þeir horfa til þess að árið 732 höfðu múham- eðstrúarmenn sótt fram til Tours í Frakklandi, en þurftu að hörfa,“ segir hann. „Nú vilja þeir ryðjast fram á ný. En öfgahugmyndir höfða víðar til fólks. Það dugir að benda á fótbolta- bullur í Evrópu og hópa, sem tala um yfirburði aríska kynstofnsins í Bandaríkjunum til að sýna að öfgar eru alls staðar fyrir hendi. Þar eru sams konar hlutir á ferðinni.“ Mikilvægt að láta ekki hryðjuverkin kalla fram fordóma Corgan segir að mikilvægt sé að láta ekki hryðjuverkin kalla fram fordóma og stefna réttindum manna í hættu vegna þess að þeir til- heyri ákveðnum þjóðfélagshópum og það megi ekki gleyma því að þorri múslima sé andvígur hryðjuverkum, enda þurfi að seilast mjög langt í túlkun og hártogun á Kóraninum til að finna réttlætingu þeirra. „Það síðasta sem við þurfum á að halda er að ráðist verði að saklausu fólki og flestir forustu- menn hafa talað af mikilli ábyrgð um að menn verði að sýna stillingu,“ segir hann. „Meira að segja menn á borð við rithöfundinn Tom Clancy hafa talað af ábyrgð.“ Corgan kennir við Boston University og seg- ir að samsetning stúdenta sé mjög fjölþjóðleg. Palestínumaður sé aðstoðarmaður hans og í nemendahópnum fólk frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, svo eitthvað sé nefnt. Kenn- ararnir geri sér far um að sýna gott fordæmi og brýna fyrir nemendum að ekki megi falla í þá gryfju að láta reiðina vegna hryðjuverkanna bitna á blásaklausu fólki einungis vegna upp- runa þess. Komið hefur fram í fréttum að Bin Laden fjölskyldan hefur tengsl víða og hefur bróðir Osamas Bins Ladens veitt milljón doll- ara í rannsóknarstyrk til Harvard-háskóla. Corgan segir að ekkert geti verið athugavert við það og spyr hvort styrktaraðilinn eigi að gjalda verka bróður síns. Í yfirlýsingu úr herbúðum Bins Ladens sagði að vissulega hefðu saklausir borgarar látið lífið í árásunum á þriðjudag, en daglega væri verið að murka lífið úr saklausum borgurum á Vest- urbakkanum og Gaza. Corgan segir að það sé vissulega rétt að ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs sé ámælisvert og þar halli mjög á Palest- ínumenn. Fyrir hvern Ísraela, sem láti lífið, deyi fjórir Palestínumenn. Ísraelar haldi því hins vegar fram að þeir séu í aðgerðum sínum að reyna að láta til skarar skríða gegn ákveðn- um aðilum og markmiðið sé ekki að fella sak- lausa borgara. Þarna sé skýr greinarmunur. Í árásinni á World Trade Center hafi ekkert ann- að vakað fyrir hryðjuverkamönnunum en að manntjónið yrði sem mest. „Byggingarnar voru táknrænar fyrir Banda- ríkin, en þeirra meginmarkmið var að myrða sem flesta,“ segir hann. Nokkuð hefur verið rætt um það hversu mikla þjálfun hafi þurft til þess að fremja hryðjuverkin á þriðjudag og eru menn ekki á eitt sáttir. Corgan kveðst vera þeirrar hyggju að ekki hafi þurft þrautþjálfaða flugmenn til að fremja hryðjuverkin. Hann kveðst hafa rætt við orrustuflugmenn úr flughernum, sem segi að það flóknasta við að fljúga stórum farþega- flugvélum sé að taka á loft og lenda þeim. Almenningur hefði ekki sætt sig við fylgifiska nauðsynlegs eftirlits „Þegar vélin er komin á loft þarf ekki nema ákveðna grundvallarhæfni og það er ekki svo erfitt að gera það sem hryðjuverkamennirnir gerðu,“ segir hann. „Því er haldið fram að þetta hafi verið of skipulagt og háþróað til að Bin La- den hefði getað staðið að baki verknaðinum, en ég held að það sé ekki rétt. Allar flugáætlanir í innanlandsflugi liggja fyrir og eru opinberar. Þeir tryggðu hins vegar að tjónið yrði eins mik- ið og mögulegt væri með því að velja vélar, sem voru á leið í langt flug þannig að sem mest elds- neyti væri um borð. Þá er ekki hægt að tala um að öryggisviðbúnaður hafi verið mikill í banda- rísku innanlandsflugi. Ritstjóri virts flugmála- tímarits benti á að allajafna væri bandarískt innanlandsflug um 40% af öllu flugi í heiminum. Í Bandaríkjunum eru flugvélar notaðar eins og strætisvagnar víða annars staðar. Á sjöunda og áttunda áratugnum var mikið um flugrán í Bandaríkjunum og því var mjög hert á öllum öryggisreglum og eftirlit mikið. Vopnaðir lög- reglumenn voru meira að segja um borð í vél- unum og þessu fylgdi iðulega bið og tafir. Síðan slaknaði smám saman á þessum kröfum og fyr- ir þessi hryðjuverk hefði bandarískur almenn- ingur aldrei sætt sig við þá bið og tafir, sem óhjákvæmilega fylgja stífu eftirliti. Hins vegar hafa fjölmargir aðilar, þar á meðal fyrrverandi eftirlitsmenn flugmálayfirvalda, bent á að víða væri pottur brotinn. Flestir hefðu hins vegar sagt að hryðjuverk af því tagi, sem við urðum vitni að í vikunni, væru útilokuð.“ Hryðjuverkamenn hafa átt erfitt með að láta Vesturlönd taka sig alvarlega Corgan sagði að hryðjuverkamenn hefðu til þessa í raun átt mjög erfitt með að láta Vest- urlönd taka sig alvarlega. „Þessir hryðjuverkamenn eru í stríði,“ segir hann. „Við höfum hins vegar í raun hunsað þá. Þegar framið er hryðjuverk myndast ákveðið ástand í nokkra daga, menn henda á þá nokkr- um sprengjum, en síðan fer allt í sínar hefð- bundnu skorður á ný og þetta hefur verið að gera hryðjuverkamenn brjálaða.“ Hann segir að þetta muni breytast núna, en Vesturlöndum sé hins vegar ákveðinn vandi á höndum vegna þess að þar sé ekki til staðar réttur aðili til að taka á vandanum. „Hryðjuverkavandinn er ofvaxinn hefðbund- inni lögreglu, en minni en svo að það henti að beita hernum,“ segir hann. „Það þarf í raun nokkurs konar þjóðvarðliða og slíkar sveitir voru til í löndum á borð við Frakklandi og Ítal- íu, en eru það ekki lengur. Það er helst að Rúss- ar eigi enn þetta millistig milli lögreglu og hers og er það arfleifð frá gömlum tímum.“ Corgan bendir á að markmið hryðjuverka- mannsins sé í raun tvíþætt. „Annað er að sýna að ríkjandi stjórnvöld séu ólögmæt vegna þess að þau geti ekki verndað borgarana og hitt að draga fram að um leið og hún verndi borgarana byrji hún að beita kúgun. Það er mjög erfitt að bregðast við hryðjuverk- um og það óhugnanlega er að það munu fleiri láta lífið nema komið verði á lögregluríki. Í þessu tilfelli er til dæmis hægt að fullyrða að við vissum um allar þær ráðstafanir, sem þyrfti að gera til að koma í veg fyrir hryðjuverk af þessu tagi. Hins vegar verður almenningur að vera reiðubúinn að styðja slíkt og fyrir atburðina á þriðjudag var því ekki til að dreifa.“ Corgan benti á að Bandaríkin hefðu ávallt verið andvíg hryðjuverkum, en hryðjuverk væru ekki alltaf litin sömu augum. Til dæmis hefði Írski lýðveldisherinn notið ákveðinnar velvildar í Bandaríkjunum og víða í Boston hefði þeim manni verið vísað á dyr, sem segði að IRA stundaði hryðjuverk. Þá hefðu Baskar getað framið hryðjuverk á Spáni og flúið síðan til Frakklands án þess að eiga á hættu að frönsk stjórnvöld ömuðust við þeim. Samstað- an nú sýndi hins vegar að um allan heim fylltust menn ógeði á verknaðinum í Bandaríkjunum. Þessi samstaða væri mikilvæg, ekki síst vegna þess að hún sýndi að þetta væri ekki bara hryðjuverk, heldur árás á stoðir pólitíkur og stjórnmála. Þá væri einnig mikilvægt að þessi samstaða næði út fyrir Vesturlönd þannig að ekki liti svo út sem hér væri um að ræða stríð milli siðmenninga heldur viðureign samfélags þjóðanna gegn sameiginlegri hættu. Ekki leyst með tæknibrellum „Nú tekur við löng barátta og það má búast við því að fleiri muni falla,“ segir Corgan. „Það má búast við að þessi barátta muni taka ára- tugi. Hún krefst samtakamáttar í aðgerðum. Það er ekki hægt að leysa þetta með tækni- brellum og njósnagervihnöttum. Það verður ýmislegt að breytast í vinnubrögðum og menn verða að gera sér grein fyrir því að eigi að upp- ræta hryðjuverkasamtök dugir ekki að vera með flugumann í afgönsku skátunum heldur þarf að komast inn að innsta kjarna og það get- ur kallað á samskipti við ýmsa vafasama menn. En við verðum að hafa hugann við það hvernig við bregðumst við. Munum að þegar Platón brást við upplausninni í Aþenu vegna Pelops- skagastríðsins lagði hann fram hugmyndir um hverjir skyldu ráða í samfélaginu. Aristóteles, sem við myndum ekki vita mikið um hefðu ar- abískir fræðimenn fyrr á öldum ekki varðveitt heimspeki hans, virti hins vegar fyrir sér ástand Aþenu er dregið hafði úr mætti hennar og komst að þeirri niðurstöðu að hófsemi væri þörf.“ Þessir hryðjuverkamenn eru í stríði Heimsbyggðin er slegin eftir árás hryðjuverka- manna á New York og Washington. Michael Corgan, prófessor við Boston University, segir að þeir, sem stóðu á bak við verknaðina, eigi í stríði og það eigi eftir að kosta nokkurra áratuga baráttu að ráða niðurlögum þeirra. Karl Blöndal ræddi við hann um hryðjuverkin og baráttuna við hryðju- verkamenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Michael Corgan, prófessor við Boston University, segir að ekki verði barist við hryðjuverka- menn með tæknibrellum, heldur þurfi aðrar aðferðir til að komast að rót vandans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.