Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 21
þrjú ár um Japan, Mexíkó og Ind-
land, flytur svo til Barjac í Suður-
Frakklandi, ekki langt frá Pro-
vence, 1993, táknrænt að þar er
hann á fyrrverandi slóðum Húgó-
notta og mikillar örlagasögu. Sama
ár fer hann til Kína, sem seinna á
eftir að hafa mikil áhrif á mynda-
seríuna Látum þúsund blóm
blómstra. Sýnir einnig myndaser-
íuna Tuttugu ára einsemd, í list-
húsi Marian Goodman í New York,
hvar verkum frá 20 ára tímabili var
safnað í stóra ruslabingi á gólfinu.
Einsemdin, víðátturnar og firrðin
eru ríkur þáttur í list Kiefer og út-
færslu myndverka hans, finnur hér
ríka samkennd með ljóðum Inge-
borg Bachman sem hann dáir og
segir sig standa í eins konar and-
legum bréfaskriftum við.
Loks ber að nefna verkefnið
Himinn – Jörð, á Feneyjatvíær-
ingnum árið 1997 – táknmynd
hinnar miklu platónsku tilvistar-
keðju. Hér samsamast himinn og
jörð, rannsókn á möguleika þess að
láta himininn ná til jarðar, eða öf-
ugt, að fara yfir landamæri jarð-
neskra náttúruafla, sem er einmitt
miðjan í myndheimi Kiefers. Árið
2000 snýr hann aftur til myndefna
sem skara gyðingdóminn, í sex
málverkum yfirstærðar og tveim
blýinnsetningum kryfur hann sköp-
unina – innblásturinn sóttur í
kabbala, erfðaduld gyðingdómsins.
Myndaröðin nefndiast Chevirat
Ha-Kelim, og hver fleki hvorki
meira né minna en níu sinnum
fimm metrar þ.e. 9 x 5 metrar.
Hann segist aldrei hafa haft áhuga
á einstökum skiliríum, það sé list
sem menn hengja yfir sófa sem
skreytingu í tilfallandi rými.
Að vissu marki er myndferlið
skylt því sem nefnt hefur verið frá-
sagnarmálverkið, narrative real-
isme, eins og við þekkjum það hjá
Erró, þar sem fléttast saga og
samtími. Báðir hafa þeir notað
Maó sem tákn í myndaröð en á
gjörólíkan hátt, myndflöturinn hjá
Erró spegilsléttur en efniskenndur
og grófur hjá Kiefer, auk þess að
hann styðst við collage, klippi-
myndatæknina, í málverkunum
sjálfum. En markar hins vegar for-
vinnuna hjá Erró. Þá sækir Erró í
sviðsljósið en Kiefer í einangrunina
og það eru til mjög fáar ljósmyndir
af honum. Myndverk hans innibera
allt aðra efniskenndari og odhvass-
ari ádeilu á söguna og fortíðina,
eru í senn verufræði og vitund-
argreining hins liðna.
Maó, hin vinsæla og föðurlega
ímynd hins mikla leiðtoga, heilsar
með útréttan arminn, sem er önnur
mýkri og blíðlegri útgáfa æva-
fornrar varnar mannsins gegn
árásum hunda og úlfa en hin harða
og yfirlætisfulla kveðja nazista. Út-
færslan er að auk í jarðneskari og
myndrænni (malerískari) búningi,
skoðandinn skynjar í senn víðerni
og ofurvald í þessari óbifanlegu
táknmynd einræðisins. Kiefer er
meira fyrir málverkið og fagur-
fræðina, sem er meginástæða þess
að hann er litinn hornauga af
fulltrúum hrárrar hugmyndafræði,
poppsins og naumhyggjunnar.
Myndaflokkurinn Látum þúsund
blóm blómstra inniber líkt og önn-
ur myndverk Kiefers mikla tví-
ræðni, sem menn lesa auðveldlega
úr efninu og meðhöndlun þess.
Jörðin segir sögu, sömuleiðis for-
gengileiki jurtanna og jafnt blý
sem sandur. Á þessar andstæður
spilar listamaðurinn í myndverk-
unum af Maó, annars vegar hinn
mikli föðurlegi einvaldur, en hins
vegar blómin og forgengileikinn.
Vísar til að bak við blómlegt yf-
irborð menningarbyltingarinnar,
háleitan boðskap og orðspeki, býr
dauðinn og tortímingin, gjaldið er
milljónir mannslífa ekki síður en í
helför nazismans.
Blómið er í sögunni öðru fremur
tákn fæðingar og frjósemi, þannig
myndar skrautrósin, ímynd hinnar
súmersku Ishtar, fjögur aðalblöð
og fjögur aukablöð sem rísa upp
frá blómabikar, sjálft blómstrið
táknar gyðjuna Ishtar, líkast til
sköp hennar, vegna þess að orðið
„padma“ á indversku þýðir erfða-
venjunni samkvæmt hvort tveggja
lótus og vagina, lótusblóm og leg-
göng. Blómið framber þá frjósemi
og sköpun sem einkennir hina
ungu mey og kvenprest frammi
fyrir hofgyðjunni.
En um leið tákna blóm forgengi-
leika og dauða. Þau eru sorgar-
táknin sem fólk kastaði grátandi
yfir börurnar með Tammuz, elsk-
huga Ishtar, seinna yfir elskhuga
Afródítu, hinn deyjandi guð, Adón-
is. Kvenprestur og kvenaðdáendur
bera blómaankeri í hárinu, um leið
og þær gráta og tæta í sundur
klæði sín. Það er dauði blómsins,
hin óhjákvæmilegu endalok æsk-
unnar, sem þær syrgja…
Það er ekkert jafnfallegt og ung
stúlka með gul blóm vafin í hár
sitt, sagði hin gríska Saffó frá Les-
bos. Og þessi hugsýn hélt Saffó
löngum andvaka í ástþrunginni ein-
semd undir mundilfara á himnaleið
hans um nætur.
Kiefer þenur allt rýmið út af
blómum, gulum blómum er minna
á sólliljur, en í miðju blómabreið-
unnar staðsetur hann hinn mikla
og óbifanlega Maó, sem gaf blóm-
unum líf en dæmdi þau til dauða
um leið. Þannig er lífið, dauðinn og
forgengileikinn inntak myndferlis-
ins hjá listamanninum, eins og allt-
af …
Greinarhöfundur taldi mikilvægt
að fara ofan í almennar upplýs-
ingar á þróunarferli listamannsins
til skilningsauka, og að sá er les
sjái svart á hvítu hvernig fram-
sæknir listamenn úti í heimi sækja
í sitt nánasta umhverfi, jafnt í
landslag sem söguna, grípa í það
sem er í sjónmáli og hendi næst,
hér er það útfærslan sem gildir.
Þetta gerðist einnig með strang-
flatalistina; geometríuna, hina sér-
tæku úthverfu; abstrakt express-
jónismann, list neysluþjóðfélagsins;
popplistina, list fátæktarinnar; arte
povera, minimalismann; naum-
hyggjuna. Þetta heitir að vera í
nánum tengslum við umhverfi sitt
og efnisföng, samtíma og fortíð.
Látum þúsund blóm blómstra, blönduð tækni, 570 x 395 cm, 1998.
Anselm Kiefer í sundi. Ein af fáum ljósmydnum sem til eru af honum. Listamað-
urinn hefur vantrú á persónudýrkun, er ómannblendinn og vill helst vera í felum.
Ljósmynd/Louisiana Museum of Modern Art
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 21
Fáðu fría ráðgjöf frá arkitekt á iav.is
Þú verður
margs
vísari á
iav.is
Ef þú hefur spurningu um hús eða hönnun geturðu stólað á svar frá
sérfræðingi á heimasíðu ÍAV, iav.is. Þar svarar Ólöf Örvarsdóttir
arkitekt fyrirspurnum frá fólki sem er að breyta eða bæta heima hjá
sér og gefur góð ráð.
Mánaðarlega birtir Ólöf einnig á iav.is áhugaverða myndkreytta
pistla þar sem fjallað er um flest það er viðkemur hönnun ásamt
því að kynna nýjustu strauma og stefnur.
Hvort sem þú ert í framkvæmdahug eða hefur áhuga á því sem er að
gerast í hönnunarmálum ættirðu að finna eitthvað við hæfi á iav.is