Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hafsteinn Bland-on fæddist 9. feb. 1946. Hann lést 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Hafsteins voru Hulda Hjálm- arsdóttir, f. 19.11. 1926, d. 21.7. 2001, og Þorsteinn Bland- on, f. 27.4. 1920, d. 29.11. 1997. Haf- steinn var elstur þriggja systkina, hin eru Björn Finnsson, f. 7.11. 1949, sam- mæðra, og Ragn- heiður Blandon f. 12.11. 1951. Hafsteinn kvæntist Lissu Mary Jensen árið 1972. Þau eiga tvö börn: Önnu Karínu, f. 1.5. 1972, sambýlismaður hennar er Þor- steinn Magnússon, dóttir hennar er Marín Dögg, f. 14.6. 1991; og Jónas Kára, f. 18.9. 1976, hann er ókvæntur og barnlaus. Hafsteinn var góður námsmað- ur og hlaut háar einkunnir á skólagöngu sinni. Fullnaðarprófi lauk hann frá Langholtsskóla, unglingaprófi og landsprófi frá Vogaskóla. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1966, nam verkfræði í Háskóla Íslands og Den Tekniske Høj- skole í Kaupmanna- höfn, útskrifaðist þaðan með meist- aragráðu í vélaverk- fræði 1972. Hann vann við verkfræði- störf og var virtur og framsýnn á því sviði sem hann sér- hæfði sig í, sem voru lagna- og loftræsti- kerfi. Árið 1975 stofnaði hann verk- fræðistofuna Kvasa með Árna Konráðs- syni, Stefáni Ingólfssyni, Gunnari Haraldssyni og Páli Jenssyni. 1978 stofnaði hann heildversl- unina Yltækni með bróður sínum Birni og Birgi Backmann. Haf- steinn var liðtækur skákmaður, unnandi sígildrar tónlistar og myndlistar. Hann starfaði í skáta- hreyfingunni í æsku og stundaði útivist. Hafsteinn veiktist af al- varlegum sjúkdómi sem að lokum dró hann til dauða. Útför Hafsteins fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 17. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallinn er frá langt um aldur fram skólabróðir minn og vinur til margra ára, Hafsteinn Blandon. Kynni okkar Hafsteins hófust haustið 1962 er við byrjuðum saman nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Við vorum ná- grannar í Norðurmýrinni og heima- gangar hvor hjá öðrum og vörðum tíma okkar mikið saman bæði við nám og leik. Eftir á að hyggja og í minningunni var allt sem við tókum okkur fyrir hendur leikur – líka námið. Við gáf- um því þó ekki nema allra naumasta tíma en sátum aftur á móti löngum stundum að tafli. Þá list iðkuðum við stíft og settumst aldrei niður til að tefla færri en tugi skáka í einu – og allar með miklum hraða. Ég segi nú ekki að stórmeistarar í greininni hafi allir legið kylliflatir fyrir okkur en nokkrir urðu þó að láta í minni pok- ann fyrir okkur félögunum. Ein var þó sú námsgrein sem við gáfum eðlilegan tíma en það var stærðfræði. Hún féll nánast undir tómstundaiðkun. Við stunduðum hana raunar af sama kappi og skák- ina. Reiknuðum dæmi ekki bara úr kennslubókum MR heldur keyptum við allar tiltækar stærðfræðibækur úr vestri og austri og reiknuðum myrkranna á milli. Okkur sóttist námið nægjanlega vel. Hafsteinn var reyndar afburða námsmaður alla tíð. Við sátum í MR í bekk með félögum okkar og stofnuðum þar allir til lífs- tíðarvináttu. Er nú höggvið fyrsta skarðið í þann hóp. Eftir stúdents- próf árið 1966 héldum við báðir í Há- skóla Íslands og lukum þaðan fyrri- hlutaprófi í verkfræði þremur árum síðar. Þetta voru afbragðsgóðir tímar. Námið og félagarnir og andrúmið – allt lagðist þar á eitt. Saman héldum við til Kaupmannahafnar og lukum meistaraprófi í verkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur árið 1972. Og saman héldum við svo heim aftur. Hófum störf hjá virtum verkfræði- stofum. Hafsteinn lauk námi í vélaverk- fræði og sérgrein hans var upphitun og loftræsting húsa og vann hann við það alla tíð meðan heilsa leyfði. Fljót- lega kom í ljós að það hentaði Haf- steini betur að vinna einn en með öðr- um. Það átti betur við persónu hans og lyndiseinkunn að fara eigin leiðir en að feta troðna slóð annarra. Hann réri því lengst af einn á báti. Hann var og maður til þess að stýra sjálfum sér í þeim efnum enda verkfræðingur fram í fingurgóma og kunni með ágætum skil á öllu því sem til þurfti. Það fer þó gjarnan þannig fyrir þeim sem einir róa að minna verður um hjálp þegar gefur á bátinn. Smám saman fékk vinur minn stríðari vinda í fangið en við hefði mátt búast. Lífs- baráttan reyndist erfið og þegar veikindi hans sjálfs komu síðan til varð róðurinn einstaklega erfiður og skuggarnir í lífinu tóku að lengjast. Það var sérlega sárt að þurfa að horfa upp á þá ójöfnu glímu sem hann háði við illvígan sjúkdóm. Sú barátta var því miður dæmd til að tapast. Enda þótt andlát vinar míns sé ald- eilis ótímabært ber þó að þakka fyrir að hann er nú laus undan þeim þungu þrautum sem á hann voru lagðar. Ég votta þeim samúð mína sem nú syrgja Hafstein Blandon og bið þess að sá sem öllu ræður veiti vini mínum góða heimkomu og langþráða hvíld. Þorgeir J. Andrésson. Hafsteinn Blandon verkfræðingur er látinn, langt um aldur fram, gáf- aður, góður og heiðarlegur maður. Hann hafði átt við veikindi að stríða hin síðustu ár, sem ágerðust hratt á tveimur árum og slökktu á þrótti hans og lífsvilja. Við sátum hlið við hlið í sjö ára bekk Langholtsskóla. Hann var ekki sterkbyggður, en góður að beita huga og ímyndunarafli, fluglæs þeg- ar í skóla kom. Vináttan stóð í nær hálfa öld. Vogahverfið var góður leik- vangur á þeim árum, með nægu plássi allt um kring, á og utan við ómalbikaðar göturnar. Heima hjá honum, oft í eldhúsinu hjá Huldu móður hans, var gott að vera. Áhuga- málin breyttust með árunum, en allt- af hélst vinskapur hinna bestu vina. Þegar á skólaárunum í MR varð Haf- steinn afbragðs skákmaður og sinnti því áhugamáli alla tíð. Því fylgdi áhugi á verkfræðilegum úrlausnum. Eftir verkfræðinám við Háskóla Ís- lands var haldið til Kaupmannahafn- ar þaðan sem hann útskrifaðist sem vélaverkfræðingur, með næsthæstu einkunn skólans það árið. Í Kaup- mannahöfn kynntist hann glaðlegri danskri stúlku sem kom með honum til Íslands sem eiginkona hans. Þau eignuðust saman tvö börn, Önnu Karinu og Jónas Kára. Hafsteinn hóf vinnu sem vélaverk- fræðingur og stofnaði með gömlum verkfræðifélögum fyrirtæki, sem hann rak seinna einn. Hann var fær fagmaður á sínu sérsviði, lagnahönn- un. Víða um land standa verk hans í skólum og íþróttamannvirkjum. Þá vann hann í innflutningi. Í raun lét honum þó kannski síður að vinna sjálfstæð störf af þessu tagi, þar sem hann var í eðli sínu hlédrægur, þótt hann gæti verið fastur fyrir. Hann hafði góða kímni og átti auðvelt með að gleðjast í hópi vina. Þótt margt gengi í haginn á fyrstu árunum eftir að heim kom, varð lífið honum ekki auðvelt. Veikindi og erf- iðleikar tóku toll í fjölskyldulífinu og rekstur fyrirtækisins gekk verr. Fyr- ir nokkrum árum ákvað hann að freista þess að byggja upp nýtt líf í Noregi. Dvölin erlendis gekk ekki að óskum. Hann varð að komast aftur heim. Þá var augljóst að hann átti við veikindi að stríða sem ekki gáfu mikla von um bata. Sennilega skynj- aði hann það sjálfur og við sáum lífs- þróttinn hverfa. Úrræði vantaði í heilbrigðiskerfinu til að veita honum heppilega aðhlynningu þar sem sjálfsvirðing manns á miðjum aldri væri ekki skert. Ég kveð gamla æskuvininn með söknuði. Samveran átti að verða lengri. Missirinn fyrir börn hans, afa- barnið og systkinin tvö er sár, en ef líf er eftir þetta, þá er víst að hann á góða heimvon. Reynir Tómas Geirsson. Það kom okkur bekkjarfélögunum ekki á óvart að heyra af láti vinar okkar og bekkjarfélaga Hafsteins Blandon verkfræðings. Hann hafði í nokkur ár átt við erfið veikindi að stríða og þrek hans minnkaði stöð- ugt. Þrátt fyrir fyrirvarann kemur dauðinn alltaf á óvart. Í Menntaskólanum í Reykjavík fylgdumst við að, sami hópurinn, mest allan skólatímann. Þessi hópur hefur haldið vel saman, þannig að sambandið hefur aldrei rofnað. Í T- bekknum átti Hafsteinn sinn ákveðna sess. Hann var hljóðlátur og hægur og tranaði sér ekki fram. Hann var með þeim allra bestu í raungreinum og menn sóttu til hans til að fá aðstoð við að skilja og leysa torskilin stærðfræðidæmi. Á þessum árum naut Hafsteinn sín til fullnustu. Hann var léttur og kíminn og hafði gott auga fyrir hinum skoplegu hlið- um lífsins. Hann naut mikillar virð- ingar fyrir kunnáttu sína og færni. Í 4. bekk stofnuðum við bekkjarfélag- arnir kaffifélag og fjárfestum í stórum hraðsuðukatli til þess að geta hitað okkur kaffi á skólatíma. Þetta tiltæki átti drjúgan þátt í því að þétta hópinn. Í stað þess að ramba á sjopp- ur í frímínútum sátum við yfir kaffi- bollum og nesti og spjölluðum saman. Menn kynntust betur og þetta varð grundvöllur að góðri vináttu okkar, sem enst hefur ævilangt. Nokkrir bekkjarfélaganna höfðu verið samtíða Hafsteini allt frá 8 ára bekk í Langholtsskóla og síðan Voga- skóla. Á þeim tíma var Hafsteinn stundum fjarverandi vegna veikinda og hann var með vottorð í leikfimi. Hafsteinn var afar hlédrægur en segja má að hagur hans hafi vænkast eftir því sem námið þyngdist og fór að gera meiri kröfur til gáfna og skerpu hugans, sem hann átti nóg af. Eftir menntaskólann skildu leiðir bekkjarfélaganna. Flestir fóru til frekara náms. Hafsteinn fór í verk- fræði og lauk fyrrihlutaprófi frá Há- skóla Íslands. Hann hélt svo til fram- haldsnáms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan prófi árið 1972. Eftir heim- komuna vann hann á verkfræðistof- um, en stofnaði sitt eigið fyrirtæki, verkfræðistofuna Kvasir, árið 1975 og starfrækti hana næstu 20 árin. Hann gat sér mjög gott orð sem verkfræðingur, var vandvirkur og samviskusamur og kunnáttu hans var við brugðið. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist Hafsteinn Lissu Mary Jensen og stofnuðu þau heimili í Reykjavík og eignuðust tvö börn Önnu Karinu og Jónas Kára sem bæði eru uppkomin. Síðar skildu þau Hafsteinn og Lissa. Eftir að við bekkjarfélagarnir snerum frá námi hittumst við reglu- lega. Hafsteinn lét sig ekki vanta á skemmtanir okkar og stóð sjálfur fyrir slíkum boðum. Smátt og smátt varð okkur ljóst að líf Hafsteins var oft erfitt. Fyrir um sjö til átta árum fór svo að bera á veikindum hjá hon- um sem mögnuðust og urðu til þess að hann varð óvinnufær. Samheldni þeirra sem kynnast í námi er mik- ilvæg og er öllum mikill styrkur. Við bekkjarfélagarnir þökkum fyrir sam- fylgdina og sendum börnum Haf- steins og öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar í 6.-T, Mennta- skólanum í Reykjavík 1966. HAFSTEINN BLANDON                                   ! "       # $     $      "  %    !   &%  ! $      !!"# $ !%#&'& !( %%  )#&'& !( %% '                                     ! "      #$#   ! " #  "$# $%       & ! '($    (  ) %*    & ! !%$#$  $ !%$# %+  +, -                                               !"                 #     $% #%    !   "  #  $# %  & ' $  $ %  "  (   &    %  &  () $   "  * + %  & &$  ) !                              !   "   #$   %&&$    !  "#$% % & # "#% % # ' "#!  () *+ #%  # "#% ,-# "#% # # . /#0!  "# ! ()! *                                   !""     !  " "  #  $    % &#  !  '      $    ( $ &#  $  )* " "  !  + , " "  !  $&  * -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.