Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG FER ekki ofan af því að Tind- ersticks hafi átt tvær af allra bestu breiðskífum síðasta áratugar, frum- burðinn og meistaraverkið sem fylgdi þar á eftir. Á þriðju skífunni Curtains virtist sem sveitin hefði málað sig út í horn tónlistarlega og breytinga var greinilega þörf. Sem varð og raun- in á fjórðu skífunni, Simple Pleasure. Reykmettur og tilfinningaríkur kaffihúsablúsinn öðlaðist þá miklu meiri sál. Ekki að sálina hafi skort fyrir heldur á ég hér við áhrif frá gömlu góðu sálartónlistinni frá sjö- unda og áttunda áratugnum og þá fremur Stax- og Atlantic-sál en Mo- town. Ágætis skref það hjá Tinder- sticks. Fyrst og fremst virðingarvert að sveitin hafi haldið ferðalagi sínu áfram. Can Our Love... er beint framhald af þessum sálarrannsókn- um og er útkoman um margt mark- vissari. Rétti stíllinn er nú fundinn – rétta jafnvægið við eldri stefnu orðið til. Það er ýmislegt fýsilegt á plöt- unni. Staples er fantagóður sálar- muldrari sem syngur óneitanlega með sínu nefi en sem rótgróinn unn- andi verð ég þó að gerast fúll á móti og lýsa því yfir að ég kunni nú betur að meta gömlu Tindersticks. Stíllinn sá fórst þeim betur úr hendi, var áreynsluminni og framkallaði mun magnaðri lagasmíðar . Tónlist Sálarrann- sókna- félagið Tindersticks Can Our Love ... Playground/Japis Fimmta eiginlega breiðskífan frá Stuart Staples og félögum. Komnir á bólakaf í sálarrannsóknir. Skarphéðinn Guðmundsson ÞAÐ GETUR verið býsna gott að láta sér líða illa, því ekkert skerpir eins vel vellíðunina en að geta rifjað um stund upp hvernig það er að vera einmana og smáður, að bergja af bik- ar niðurlægingar og vonleysis. Þegar sá gállinn er á mönnum er gott að grípa til tónlistar eins og til að mynda verka Bills Callahans, sem kallar sig (Smog), eða svo gæti virst við fyrstu sýn. Yrkisefni á plötum (Smog) er gjarnan að því er virðist brostnar vonir, einmanaleiki og óendurgoldin ást. Þegar grannt er skoðað kemur aftur á móti í ljós að Callahan er gam- ansamur í meira lagi og beitir fyrir sig nöturlegum myndum og samlík- ingum með bros á vör; sjá til að mynda sönglínur barnakórsins í Blo- odflow á Dongs og Sevotion, skífunni sem Smog sendi frá sér á síðasta ári. Oft virðist því sem hann sé að mæra einmanaleikann, en síðan áttar hlust- andinn sig á því að það er verið að spila með hann; Callahan er í raun að gera grín að einmanaleikanum, kannski til að gera hann léttbærari. Byrjað að flytja Það er ekki hlaupið að því að kom- ast í samband við Bill Callahan, þó hann hafi tekið upp á því á síðustu mánuðum að veita viðtöl í gegnum tölvupóst. Á þeim viðtölum er ekki alltaf mikið að græða því einatt svar- ar hann lærðum spurningum með einsatkvæðisorðum eða setningum sem illt er að skilja. Callahan hefur reyndar alla tíð verið lítið fyrir sviðs- ljósið og meðal annars hefur hann þráast við að gera samning við stór- fyrirtæki því hann vill heldur eiga við einhverja sem hann þekkir og treyst- ir. Það má meðal annars sjá af því að svo að segja allan sinn feril hefur hann verið í samstarfi við Drag City útgáfuna og lengst af, ef ekki enn, án þess að hafa gert skriflegan samning við fyrirtækið. Um það leyti sem Callahan varð tvítugur ákvað hann að snúa sér al- farið að tónlistinni, hætti í skóla og byrjaði að flyta. Að því er hann segir sjálfur frá þá flytur hann alltaf þegar honum er farið að leiðast enda fátt betur til þess fallið að hressa upp á hversdagsleikann en að þurfa að finna verslanir í nýju nágrenni, rata á næstu strætóstöð eða finna skemmti- lega staði til setjast niður utan húss. Þannig hefur hann meðal annars búið í San Francisco, Sacramento, Dover í New Hampshire, Buford í Georgiu, Pasadena í Maryland og Prosperity í Suður-Carolina, þar sem hann bjó með Chan Marshall, sem kallar sig stundum Cat Power. Callahan býr nú í Chicago, en þess má geta að Drag City hefur einmitt höfuðstöðvar sínar þar í borg. Mikið um tilraunamennsku Á fyrstu útgáfu Callahans undir nafninu Smog, sem hann segist hafa valið sem barn, Macrame Gunplay, sem kom út 1988, var mikið um til- raunamennsku og lítið um eiginleg lög; hann skældi gjarnan sönginn og fór ekki hefðbundnar leiðir í laga- smíðum. Fleiri snældur fylgdu í kjöl- farið, Cow 1989 og 1990 komu út þrjár slíkar, A Table Setting, Tired Tape Machine og Sewn to the Sky. Snældurnar eru ekki fáanlegar leng- ur en á smáskífunni Strayed, sem kom út í kjölfar Dongs of Sevotion á síðasta ári, eru lögin átta af Cow sem aukalög. Fyrsta eiginlega platan, 12" Float- ing, kom svo út 1991 og Drag City gaf út. Fyrsta breiðskífan var svo For- gotten Foundation en á henni syngur og semur með Callahan Lisa „Suck- dog“ Carver, sem síðar stofnaði tíma- ritið Rollerderby og var með skemmtilegustu og mest ögrandi blaðamönnum Bandaríkjanna þegar hún var upp á sitt besta. Carver var þó ekki í Smog nema þessa einu plötu, því á næstu skífu, Julius Caes- ar, sem kom út 1993, er Cynthia Dall orðin meðlimur í sveitinni og einnig kemur við sögu merkismaðurinn Jim O’Rourke sem hefur víða komið við. Dall átti síðan eftir að vinna með Cal- lahan á næstu plötum fram til þess að hún hætti að semja með honum en hélt áfram að syngja, síðast á The Doctor Came at Dawn þar sem þau gera upp sambandið í eftirminnilegu lagi, Lize. Upp frá því hefur Callahan verið einn við stjórnvölinn, þó hann fái gjarnan gesti til að leika með sér inn á skífur og jafnvel ferðast með sér til tónleikahalds. The Doctor Came at Dawn kom út 1996 og sama ár sendi Dall frá sér sína fyrstu og einu sólóskífu, ónefnda, sem er býsna góð þó hún sé vonleysisleg, en Callah- an kemur við sögu í nokkrum lögum sem gítarleikari og söngvari. Drag City gaf þá plötu út. Aldrei meira en mánuð Síðan hefur hver skífan rekið aðra; Red Apple Falls, 1997, mikið afbragð, ekki síst fyrir lagið I Was a Stranger, sem lýsir vel eirðarleysinu sem ein- kennt hefur líf Callahans. Knock Knock kom út 1999 og er sú plata Smog sem hljómar best, svo vel reyndar að Callahan lýsti óánægju sinni með plötuna, fannst of mikið hafa verið nostrað við hana og upp frá því eyðir hann að sögn aldrei meira en mánuði í upptökur og eftirvinnslu. Viðmælendur Callahans inna hann oft eftir því hvort hann sé sífellt að syngja um sjálfan sig, en hann verst því jafnan fimlega. Þrátt fyrir það ber Knock Knock, plata sem kom út 1999, það með sér að vera um sam- band hans og Chan Marshall; í upp- hafslagi skífunnar syngur hann um það að flytja upp í sveit, sem þau ein- mitt gerðu, síðan leysist sambandið smám saman upp og lýkur svo með því að hann flyst á brott. (Ástæða er til að benda mönnum á Chan Mars- hall / Cat Powers, sem er afskaplega forvitnilegur tónlistarmaður, sjá plöt- urnar What Would the Community Think, Moon Pix og The Covers Re- cord, en á fyrstu plötunni og þeirri síðustu tekur hún til að mynda lög eftir Callahan.) Sushi og búddískt grænmetisfæði Dongs of Sevotion kom út á síðasta ári og lýkur með mögnuðu lagi sem vísar mjög í uppáhaldshöfund Callah- ans, Henri Barbusse, og uppáhalds- bók, Hel. Stuttskífan ’Neath the Puke Tree kom svo út í vetur og loks ný skífa í síðustu viku, Rain on Lens, en á þeirri skífu er kynnt nýtt nafn sveitarinnar, (Smog). Á naumhyggjulegu vefsetri sínu lýsir Callahans á Rain on Lens eitt- hvað á þessa leið: „Heimsókn til gamalla vina sem tala síðan ekki um neitt annað en það hvað það sé langt síðan þeir hafa séð mann og það að maður skuli aldrei koma í heimsókn þó maður sé einmitt staddur hjá þeim þá stundina og svo þegar maður talar við þá eftir að maður er farinn þá segjast þeir óska þess að þeir hefðu haft rænu á því að skemmta sér með manni þegar mað- ur var á staðnum og spyrja hvenær maður kemur aftur. Grunnar voru teknir upp á þremur dögum, þrír dagar fóru í frekari upp- tökur og síðan fjórir dagar í hljóð- vinnslu, tíu dagar alls. Eina fæðan sem menn máttu neyta á meðan á upptökum stóð var sushi og búddískt grænmetisfæði.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Heimsókn til gamalla vina Það getur verið býsna gott að láta sér líða illa og þá gott að grípa til tónlistar. Árni Matthíasson segir frá tónlistarmanninum Bill Callahan sem kallar sig (Smog). ÞAÐ var eitthvað undarlega ferskt og skemmtilegt við frumburð Jam- iroquai frá 1993, Emergency on Planet Earth, þrátt fyrir að hann væri fyrst og síðast að endurvinna fönk og sálartónlist frá áttunda ára- tugnum. Og ekki minnast á Stevie Wonder í eyru Jay Kay. Snertiflötur við samtíma dans- og raftónlist gerði að verkum að ca. fyrstu tvær plöt- urnar voru ekki helbert nostalklígjuferðalag. Á síð- ustu plötum er þó eins og Jay og fé- lagar séu sífellt orðnir færari í því sem þeir eru að gera og sjá: tónlistin er orðin næsta fullkomin eftirlíking af því sem svo greinilega er andagift- in nr. 1, 2 og 3. A Funk Odyssey er því á engan hátt flöt eða leiðinleg plata en manni finnst eins og það væri alveg jafngott að leita í hið upprunalega, úr því að það er svona lítið unnið úr þessum greinilegu áhrifum. Tvær stjörnur, þrjár stjörnur. Helst vil ég gefa tvær og hálfa. Því þetta er allt í lagi sosum en þó alls ekkert sérstakt. En alltént ekki skaðlegt þannig að...veskú...þrjár skulu það vera.  Skyldufönk frá Jamma Jamiroquai A Funk Odyssey Sony Soho Square Fimmta breiðskífan frá kettinum í hett- inum. Sama gamla (nýja?) fönkið. Arnar Eggert Thoroddsen ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.