Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 43 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 OPIÐ HÚS Í DAG Í HVASSALEITI 30 Sex herbergja íbúð með bílskúr á þessum vinsæla stað. Mjög stórar stofur, fallegt útsýni til vesturs. Aukaherbergi í kjallara. Íbúð sem býður uppá mikla möguleika. Grímur og Sigríður taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 13 og 16. SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Opið á sunnudögum frá kl. 11-13 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Austurstræti - Til leigu Til leigu hluti af húseigninni Austurstræti 17. Húsið var endurnýjað á árinu 2001. Húsnæðið er laust frá og með áramótum. Uppl. hjá Fasteign.is og í síma 896 5076. Opið hús á milli 3 og 6 í dag Langholtsvegur 57 - 3 íbúða hús Opið virka daga kl. 8.00 - 17.00 Sími 552 1400 Fax 552 1405 Heimasíða: www.mbl.is/fasteignir/fold Netfang: fold@islandia.is ANNEY BÆRINGSDÓTTIR  EINAR GUÐMUNDSSON  GUÐBJÖRG GYLFADÓTTIR  SIGRÍÐUR SIF SÆVARSDÓTTIR  VIÐAR BÖÐVARSSON  ÞORGRÍMUR JÓNSSON  ÆVAR DUNGAL  HÁLFDÁN STEIÞÓRSSON Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð 105 Reykjavík Til sölu er glæsilegt hús við Laugar- dalinn. 2ja herb., 3 ja herb. og 5 til 6 herbergja íbúðir. Mögulegar leigutekj- ur frá 140.000 til 300.000 á mánuði. Hús og innréttingar í ágætu viðhaldi. Laust við kaups. Áhv. samkomulag. Verð 23.9 milllj. Ákveðin sala! 4993 Hóll fasteignasala hefur ákveðið að stórauka þjónustu sína við landsbyggðina með því að setja upp umboðsskrifstofur út um allt land. Við á Hóli kynnum stoltir umboðsmann okkar í Borgarnesi, Gest Ellert Guðnason, gsm 864 2340, sem jafnframt er umboðs- maður TM og Heklu í Borgarnesi og staðsettur á besta stað í Hekluhúsinu við Vesturlandsveg. Hóll býður Gest sérstaklega velkominn til starfa. Markmið okkar með opnun þessarar umboðsskrifstofu er að auka til muna þjónustuna við Borgarnes og nærsveitir! Ágætu Borgnesingar og nærsveitamenn! Við óskum eftir öllum gerðum og stærðum fasteigna og bújarða á söluskrá nú þegar. Allar eignir sem koma í sölu verða kynntar með fjölda mynda á landsvísu á www.holl.is sem yfir 50.000 manns skoða árlega. Allir þeir, sem áhuga hafa á að kaupa fasteign hvar sem þær er á landinu, eru velkomnir á umboðsskrifstofu okkar í Borgarnesi. Umboðsskrif- stofan er beintengd við söluskrá Hóls þar sem er að finna fjölmargar myndir af miklum fjölda eigna sem eru til sölu um allt land. BORGARNES Hóll fasteignasala - 595 9000 - Alltaf rífandi sala! ATH.! Þú getur skoðað fjölda nýrra og spenn- andi eigna á heimasíðu okkar www.holl.is Til leigu í Skeifunni Um 2.000 m² stórglæsileg skrifstofuhæð á 2. hæð á frábærum stað. Húsn. er allt nýinnréttað. Mögul. að taka tæpl. helming hæðarinnar eða um 900 fm. Húsnæðið er allt ný innréttað og er sérstaklega vel hannað í útliti og nýtingarmöguleikum, en það er ríkulega búið tæknibúnaði. Leiguverð er samkomulag. Sími 511-2900                                              !       " #$%   &  '$'      (       )  * +  ,         )$   )$   #-..  #/..           Hjarðarhagi 28, efsta hæð Glæsileg 3ja til 4ra herb. íbúð. Nýl. falleg eldhúsinnrétting, parket á stofu. Til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16, (bjalla merkt opið hús). Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Jón Kristinsson sölustjóri. Svavar Jónsson sölumaður. Sími 551 8000 - Fax 551 1160 Vitastíg 12 - 101 Reykjavík Opið hús „VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, vinnur að skipulagningu ráð- stefnu um málefni lesblindra við Há- skóla Íslands. Ráðgert er að ráðstefnan fari fram miðvikudaginn 26. september næstkomandi og er markmið hennar að vekja yfirstjórn og starfsfólk háskólans til umhugsun- ar um eðli þess kvilla sem lesblinda er og sömuleiðis að leita úrlausna fyrir lesblinda nemendur við Háskóla Ís- lands, svo sem gert er á öðrum skóla- stigum,“ segir í fréttatilkynningu frá Vöku. Vaka hélt á sínum tíma styrktar- kvöld fyrir þetta málefni og var ágóði þess kvölds, sem nam um 400.000 kr., notaður til uppbyggingar svokallaðs Aðgengisseturs Háskóla Íslands. „Fjölmargir stúdentar með les- blindu hafa komið að máli við Vöku- liða og kvartað yfir því að hafa enga aðstoð fengið vegna sinna mála hjá forsvarsmönnum Stúdentaráðs. Svo virðist sem vanþekking sé undirrót allra vandamála sem upp koma vegna lesblindunnar,“ segir þar jafnframt. Vaka hvetur alla sem að málinu koma, jafnt stúdenta sem kennara, til að taka þátt í ráðstefnunni. Vaka heldur ráðstefnu um málefni lesblindra ENDURMENNTUN HÍ heldur 27. september eins dags námskeið um Evrópurétt og málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum. Kennarar eru Davíð Þór Björgvinsson prófessor og aðstoðarmaður forseta EFTA- dómstólsins, Mads Magnussen og Meinhard Novak, lögfræðingar við dómstólinn. Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og meðferð mála fyrir EFTA-dómstólnum og þýðingu dóma. Einnig um reglur sem gilda um ráðgefandi álit frá dómstólnum. Farið verður nokkuð rækilega yfir einstaka dóma, einkum þá sem taldir eru varpa ljósi á eðli EES-samnings- ins og tengsl hans við íslenskan landsrétt. Námskeiðið verður að hluta til kennt á ensku. Námskeið um EFTA-dóm- stólinn og Evrópurétt NORRÆNA blaðamannamiðstöðin í Árósum, NJC, og Blaðamannafélag Íslands gangast fyrir námstefnu um sjávarútvegsmál í Reykjavík í lok september. Námstefnan verður hald- in í Norræna húsinu og hefst með móttöku þriðjudagskvöldið 25. sept- ember og lýkur henni hinn 30. sama mánaðar. Meginefni námstefnunnar er fisk- veiðiréttindi, fiskeldi í sjó, togstreitan milli olíuvinnslu og sjávarútvegs, of- veiði Evrópusambandsins og deilur um aðganginn að auðlindum hafsins. Gert er ráð fyrir að að minnsta kosti 16 norrænir blaða- og frétta- menn muni sitja námstefnuna en fjöldi íslenzkra starfsbræðra þeirra er enn ekki ljós. Námstefnunni stjórna þeir Ágúst Þór Árnason frá Reykjavíkur akademíunni og Stein- Ove Grönsund frá NJC. Meðal þeirra Íslendinga sem koma við sögu eru Kristinn H. Gunnarsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, próf- essorarnir Þorsteinn Gylfason og Vil- hjálmur Árnason, Karl Axelsson lekt- or, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur, Valdimar Jó- hannsson og séra Bjarni Karlsson. Auk fundahalda munu þátttakendur á námstefnunni fara í skoðunarferð um Suðurnes. Námstefna um sjávarútveg mbl.isFRÉTTIR ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.