Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að bjóða lesendum Morg- unblaðsins upp á enn eina greinina um svo- nefndan miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Fá mál hafa verið rædd af meiri ákafa á síðum blaðsins und- anfarin misseri en einmitt gagna- grunnsmálið. Nú þegar tveir af helstu deiluaðilum í þessu máli, Læknafélag Íslands og Íslensk erfðagreining, hafa fyrir milligöngu landlæknis kom- ið sér saman um yfirlýsingu um fram- hald málsins, ef ekki lyktir, er kannski ástæða til að staldra við og huga nánar að því bæði hvernig um- ræðan um miðlæga gagnagrunna hef- ur farið fram, þ. á m. þann íslenska, og hvernig svipuðum gagnasöfnum hefur verið tekið annars staðar í heiminum. Gerð gagnagrunna endur- speglar örar framfarir í lífvísindum og upplýsingatækni og ný viðhorf í heilbrigðismálum og erfðarannsókn- um. Þjóðfélagsumræðan um þá er hins vegar afar breytileg, eins og hér verður rakið. Lítil umræða hefur farið fram um flesta gagnagrunnana heima fyrir, m.a. þann breska og þann sænska, en sama verður, eins og kunnugt er, ekki sagt um þann ís- lenska. Á alþjóðavettvangi hefur at- hygli manna einkanlega beinst að þeim íslenska. Hér skal stuttlega greint frá niðurstöðum athugunar á umræðu um gagnagrunninn í fréttum og aðsendum greinum í Morgun- blaðinu.(1) Bretland, Ísland og Svíþjóð Svonefndir miðlægir gagnagrunn- ar á heilbrigðissviði eru víða í und- irbúningi utan Íslands, m.a. í Bret- landi, Eistlandi, Kanada (Nýfundnalandi og Québec), Noregi, Singapúr, Suður-Afríku, Svíþjóð og Tonga. Samanburður á gagnagrunn- um Breta, Íslendinga og Svía er á ýmsan hátt lærdómsríkur. Til þeirra var stofnað um svipað leyti (1988– 1999) og þeir eru um margt líkir. Í Västerbotten í Svíþjóð hefur margs konar heilbrigðisgögnum verið safnað árum saman. Í mars 1999 gerðu þarlend heilbrigðisyfirvöld samning við fyrirtækið UmanGeno- mics um tengingu þessara gagna með það markmið í huga að rannsaka or- sakir algengra sjúkdóma. Samning- urinn kveður á um gerð og rekstur gagnagrunns, Medicinska Bioban- ken, og veitir hann UmanGenomics einkarétt á nýtingu upplýsinga sem fengnar eru úr blóðsýnum íbúa Väs- terbotten. Með tilkomu UmanGeno- mics var tekið að óska eftir „upplýstu samþykki“ blóðgjafa en áður var litið svo á að blóðgjafir væru nánast sjálf- sagt framlag til sænska velferðar- kerfisins, sem oft gengur undir nafn- inu „folkehemmet“ eða heimili fólksins. Ekki virðist hins vegar vera óskað eftir samþykki blóðgjafa í hvert skipti sem hafin er ný rannsókn á blóði þeirra.(2) Svipuð áform eru uppi í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að breski gagna- grunnurinn sem nú er í undirbúningi, UK Population Biomedical Coll- ection, geymi erfðaupplýsingar um 500 þúsund manns á aldrinum 45 til 60 ára og unnt verði að tengja þessar upplýsingar við læknaskýrslur og ættartöl. Gagnagrunnur þessi er samstarfsverkefni Wellcome-sjóðsins og breska rannsóknaráðsins í heil- brigðisvísindum. Markmiðið með gerð hans er að kanna samspil gena, umhverfis og lifnaðarhátta, með sér- staka áherslu á krabbamein og hjartasjúkdóma. Margt er þó ennþá óljóst í skipulagi breska grunnsins, m.a. val á þátttakendum, hvers konar samþykki skuli leitað eftir og hvernig aðgangi að gögnum verði háttað. Þótt sitthvað greini á milli um- ræddra þriggja gagnagrunna eru þeir svipaðir að gerð. Lögfræðingarn- ir Jane Kaye og Paul Martin benda á í samanburði sínum á breska og ís- lenska grunninum að „samkennin séu sláandi og þeir séu nánast eins í fé- lagslegu og siðferðilegu tilliti“.(3) Ætla mætti, ef haft er í huga hversu líkir þessir gagnagrunnar eru, að svipuð umræða hafi farið fram um þá á op- inberum vettvangi. Svo er þó ekki. Sænski gagnagrunnurinn hefur lítið verið ræddur og nánast ekkert utan Västerbotten. Þá sjaldan hann hefur borið á góma hefur það verið á já- kvæðum nótum þar sem fyrirtækinu UmanGenomics, sem að honum stendur, hefur verið hampað sem „siðferðilegri fyrirmynd“ í söfnun og meðferð heilbrigðisupplýsinga.(4) Í Bretlandi hefur sömuleiðis verið lítil sem engin umræða um gagnagrunna á heilbrigðissviði.(5) Engin teljandi umræða hefur heldur verið um breska grunninn utan Bretlands. Á síðum Morgunblaðsins Á meðan gagnagrunnarnir í Bret- landi og Svíþjóð hafa varla náð eyrum manna hefur áköf umræða farið fram um íslenska grunninn bæði hér og er- lendis. Morgunblaðið hefur ekki verið hlutlaust í þessari umræðu og aug- ljóslega hefur það haft bein áhrif á þau skoðanaskipti sem fram hafa far- ið um málið. Þessi staðreynd rýrir þó engan veginn gildi þess að einblína á Morgunblaðsgreinar. Ritstjórnar- stefna blaðsins hefur verið fremur já- kvæð í garð gagnagrunnsins, öfugt við þá afstöðu sem tekin er í meiri- hluta aðsendra greina um málið, eins og hér verður rakið. Morgunblaðið hlýtur að teljast heppileg heimild um þjóðfélagsumræðu á borð við þá sem hér er gerð að umtalsefni. Blaðið birt- ir nánast allt aðsent efni og flestir landsmenn lesa það reglulega. Fyrir vikið er það bæði vettvangur og speg- ilmynd hvers kyns þjóðfélagsátaka, tæki í höndum þeirra sem vilja hafa áhrif á gang landsmála og heimild fyrir forvitna fræðimenn og -konur. Á tímabilinu frá apríl 1998 til júlí 2000 birtust 569 greinar í Morgun- blaðinu um gagnagrunnsmálið. Mynd 1 sýnir hlut frétta og aðsendra greina. Eins og sjá má hefur umræðan á síð- um blaðsins tekið á sig mismunandi myndir frá einum mánuði til annars. Mikill fjöldi greina í októbermánuði árið 1998 stafar einkum af því að blað- ið ákvað að verja miklu rými til þess að kynna og skýra flókin tæknileg at- riði sem þá voru ofarlega á baugi í deilunum um gagnagrunnsmálið. Aðsendu greinarnar eru sérstak- lega áhugaverðar þar sem þær gefa til kynna tóninn í umræðunni meðal landsmanna og þau sjónarmið sem sett voru á oddinn. Þessar greinar voru flokkaðar með tilliti til þess hvort þær voru hlutlausar eða tóku afstöðu með eða á móti gagnagrunn- inum. Mynd 2 sýnir niðurstöðu slíkr- ar flokkunar mánuð fyrir mánuð á því tímabili sem um er að ræða. Örfáar aðsendar greinar eru hlutlausar og flesta mánuði eru þær neikvæðu fleiri en þær jákvæðu. Rétt er að hafa eftirfarandi atburði í huga þegar þessar myndir eru skoð- aðar: Upphaflegt frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði var lagt fram á Alþingi í apríl 1998, í júlí sama ár var nýtt frumvarp lagt fram, lögin um gagnagrunninn voru síðan sett í desember 1998 og í janúar árið 2000 var gerður samningur við Ís- lenska erfðagreiningu um gerð grunnsins. Hver segir hvað? Morgunblaðsgreinarnar hafa fjallað um marga þætti gagnagrunns- málsins, m.a. persónuvernd, ætlað og upplýst samþykki, trúnaðarsamband læknis og sjúklings, meðferð gagna og aðgang að þeim. Ekki er unnt að rýna nánar á þessum vettvangi í inn- tak gagnagrunnsumræðunnar. En hverjir eru það sem hafa tekist á um málið á síðum Morgunblaðsins? Mynd 3 gefur til kynna hverjir hafa verið helstu þátttakendur í gagna- grunnsumræðunni. Við höfum greint höfunda aðsendra greina í nokkra flokka. Helstu höfundar eru þessir: (1) læknar, (2) rithöfundar, blaða- menn og rannsóknafólk á sviði líf- tækni og upplýsingamála, (3) stjórn- málamenn, (4) talsmenn fyrirtækja eða hagsmunahópa og (5) almennir borgarar. Aðeins í flokki greina eftir „al- menna borgara“ eru þær greinar sem styðja gagnagrunninn fleiri en hinar sem andmæla honum. Læknar eru höfundar 28% aðsendra greina og flestar greinar þeirra tóku eindregna afstöðu gegn gagnagrunninum. Hafa ber þó í huga að hér er um fáa greina- höfunda að ræða. Einn og sami lækn- irinn er höfundur rúmlega fjórðungs þeirra greina sem læknar rituðu um málið. Þótt umræðan um gagnagrunninn í aðsendum greinum hafi verið fremur andvíg gagnagrunnshugmyndinni hafa skoðanakannanir sýnt að mikill meirihluti landsmanna hefur stutt áform um gerð gagnagrunnsins. Samkvæmt könnun Gallup í júní 1998 voru 58% landsmanna fylgjandi gagnagrunninum og könnun sama fyrirtækis í apríl árið 2000 leiddi í ljós að 81% landsmanna var fylgjandi málinu. Misræmið milli niðurstöðu skoðanakannana og sjónarmiða í að- sendum greinum vekur athygli. Að sumu leyti er það hins vegar skiljan- legt. Gagnagrunnsumræðan hefur skýrt flókin efni, sem áður voru lítið rædd bæði hér á landi og erlendis, og um leið hefur hún kanski hvatt menn til að leita nýrra lausna á mikilvægum álitamálum þannig að meiri sátt hefur verið um málið en ella hefði verið. Valgerður Backman sameindaerfðafræðingur og Kristbjörg Jónsdóttir meinatæknir að störfum við rannsóknir á erfðaefn Umræðan um ga                        ! " # $ %  &' (  &      ) * +  ,    ) * +  ,  &                                       " $  &' (  &      ) * +  ,    ) * +  ,  &                  %             &' ( ! " # $ %  -   . /'0   1(0 2 * 32 4 2  ( 2  4 /3    Fátt hefur vakið jafnmiklar deilur og umræður hér á landi undanfarin ár og fyrirhugaður miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Gísli Pálsson og Kristín Erla Harðardóttir gerðu athugun á því hvernig sú umræða kom fram í að- sendum greinum á síðum Morgunblaðsins á rúmlega tveggja ára tímabili, sem deilan stóð sem hæst, könnuðu hvaða hópar tóku helst þátt í henni og hvaða afstöðu þeir tóku. Þau gera hér grein fyrir niðurstöðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.