Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT sýning á nýjum risa-flekum Anselms Kiefer áLouisiana í Humlebæksé á síðasta snúningi,ljúki 23. september, er um að ræða viðburð sem listheim- inum kemur við. Athyglin beinist að, verkin vafalítið umfjöllunarefni listtímarita beggja vegna Atlants- ála næstu mánuði og ár og víða sýnileg eins og annað sem þessi víðfrægi og umdeildi myndlistar- maður tekur sér fyrir hendur. Sýn- ingin kemur frá London, og list- húsi Anthonys d’Offay en er á upphafsreit á sjálfu meginlandinu svo hér hafa menn brugðið skjótt við. Kiefer er, eins og margur inn- vígður veit, einn af fáum útlendum sem slegið hafa í gegn vestan hafs og gerði það svo um munaði á ní- unda áratugnum, var jafnvel í fúl- ustu alvöru líkt við sjálfan Michel- angelo. Að sprengja hina þykku múra sem marka menningarlega landhelgi Bandaríkjanna á seinni tímum er eitt sér hvorki meira né minna en ofurmannlegt afrek hvað myndlist áhrærir. Hins vegar hef- ur stórveldinu tekist öllum betur að rjúfa landhelgi annarra þjóða í skapandi listum, að ekki sé talað um andhverfuna sem skilgreind er sem lágmenning og froða. Á nýrri öld og tímum heimsvæð- ingar má búast við áframhaldandi vakningu um staðbundna menn- ingu heimsálfanna, einkum Evr- ópu. Það heitir að lifa með fortíð sinni en hvorki í henni né valta yfir hana. Bandarísk samtímalist bygg- ist öðru fremur á arfleifð frá gamla heiminum en þeir vestra hafa skilið forfeðrunum stórum betur á hvaða grunni sterkt nútímaþjóðfélag skal byggt. Döngun sína á hún ekki svo lítið að þakka landflótta evrópskum myndlistarmönnum á tímum naz- ismans, sem urðu mikilvægir þátt- takendur í markvissri uppbyggingu lista er hófst fyrir alvöru á tímum New Deal-stefnu Roosevelts og staðið hefur allar götur síðan. Ekki út í bláinn að drepa á þessu hér vegna þess að Anselm Kiefer er mikilvægur hlekkur í heimsvæð- ingu núlista en sækir þó myndefni sín til fortíðar, einkum sögu þjóðar sinnar. Fornrar sem nýliðinnar sögu þýzku þjóðarinnar, einkum nazismans, en nú síðast skyldra at- hafna hjá föður hinnar blóðugu menningarbyltingar í Kína, sjálfum Maó, undir merki hinnar fleygu orðspeki „Látum þúsund blóm blómstra“, sem með dálitlum og meðvituðum orðsnúningi er sam- heiti allra myndverkanna á sýning- unni á Louisiana. Anselm Kiefer fæddist 1945, árið sem þriðja ríkið féll saman, og hef- ur frá fyrstu tíð verið altekinn af þeim sögulega bakgrunni sem skarar upphaf lífs hans. Sama ár orti franska skáldið Paul Celan ljóðaflokkinn Helförina, sem er lík- ast til fyrsta ádeilan á níðings- verkin í Auschwitz, yfirfærð í fag- urfræðilegan búning. Á líkan hátt hefur Kiefer yfirfært helförina í svipmikinn búning með risaflekum sínum, þar sem sjónræn og fag- urfræðileg áhrifameðöl eru keyrð á fullu. Myndefni á fyrstu sýningu sína árið 1969 sótti Kiefer í hið bælda úr fortíðinni, söguna, þýzkt yfir- bragð, arkitektúr nazismans og Wagner. Mestu athygli vakti ljós- myndasería þar sem Kiefer sést meðal annars heilsa með nazista- kveðju í landslagi en sviðsetur at- höfnina á skondinn hátt með víð- átturnar einar sem vitni að atburðinum. Ungur maður með sítt hippahár, tilburðirnir ekki viðlíka tilfinningaþrungnir, engir vel skipulagðir herflokkar ganga hjá, tákn valds og hollustu, né heldur múgur til að hrífa og dáleiða með orðgnótt, öskrum og óhljóðum eins og hjá Adolf Hitler, fyrsta bítli síð- ustu aldar. Engu að síður var Kie- fer sakaður um að vera nýnasisti fyrir þessa í grunni sínum ungæð- islegu og meinleysislegu upp- ákomu, sem segir ýmislegt um við- kvæmni landa hans gagnvart hinu liðna. Kiefer hafði stundað nám við ríkislistaskólann í Freiburg frá 1966 en árin 1970–72 nam hann hjá Joseph Beuys í Düsseldorf. Hann fær þá hugmynd að sagan sé greypt inn í efni náttúrunnar og hallar sér að heimspeki lærimeist- arans og ítölsku Arte Povera- hreyfingarinnar, að sjálft efnið rúmi fornmynd og grunnsögu menningarinnar. Hann gerir myndaröð af bjálkakofum sem er inntak sýningar hjá Michael Wern- er í Köln árið 1973. Bjálkakofinn er tákn um öryggi, hið trausta athvarf og nána samband við jörðina. Vísar til átthagaímyndarinnar eins og heimspekingurinn Martin Heid- egger formaði hana og endurfædd- ist í nazismanum. Á því tímaskeiði sem Kiefer sló í gegn voru popplistin og naum- hyggjan ráðandi stefnur, áhrifarík- um og tilfinningaþrungnum risa- flekum hans var líkt við hnefahögg framan í listheiminn. Hugmyndir Kiefers um að sagan og goðsagn- irnar liggi falin í efninu stungu óþyrmilega í stúf við kenningar fræðinga tímanna og allt það sem helzt var haldið fram af listhúsum heimsins, sýningarstjórum og kennismiðum. Næst fylgdi myndaröðin Sieg- fried vergisst Brünhilde (Siegfried gleymir Brúnhildi), sem var fyrst sýnd í listhúsi Michaels Werner í Köln, myndræn endursögn Parsi- fals, hinnar miklu goðsagnar evr- ópskrar menningar. Listamaðurinn endursegir arfsögnina og krukkar í hana um leið, helzt í þá veru að láta birtingarmyndina sýnast und- arlega tóma og innihaldslausa. Parsifal er í sjálfu sér eins konar myndmál, löng runa ævintýra er byggjast á þjóðsögunni um hinn helga dóm, gral. Það er táknrænt að eintak af Niflungakviðunum í útgáfu þrettándu aldar er einmitt varðveitt í Donauschingen, fæðing- arborg Kiefer. Næst var það sýningin Verbren- nen, verholzen, versenken, ver- sanden (Brenna, trénast, sökkva, senda) á Feneyjatvíæringnum árið 1980. Kiefer verður fyrir hatröm- um árásum þegar gagnrýnendur sjá málverkið Deutsches Geistes- helden (Þýskir hetjuandar) frá árinu 1973 og Parsifal I/ III/ IV frá 1974, sem þótti óhugnanleg endurtekning á hinni þýzku hetju- rómantík nazismans. En Kiefer er gæddur þeim hæfi- leika að slæm rýni særir hann aldrei, hversu hörð og óvægin sem hún annars kann að vera, hann segir sig lesa hana af sömu athygli og góða. Að ekki sé til fölsk listrýni – öll gagnrýni hafi sínar ástæður og þess vegna sé það ekki svo mik- ilvægt hvort um góða eða slæma gagnrýni er að ræða – mikilvægast sé hvort hann geti sett sig inn í hugsunarhátt gagnrýnanadans og haft ávinning af. Hann sagði þetta í sambandi við síðustu stóru sýningu sína á Nýja þjóðlistasafninu í Berl- ín árið 1991 og hina óvægnu rýni sem hann fékk þá. En verk hans hafa ekki einungis verið gagnrýnd heldur einnig hafin upp til skýjanna, maðurinn sem afhjúpar hetjurómantík fortíðar á hrifmeiri hátt en aðrir er þannig jafnframt ein af hetjum samtímalistarinnar. Árið eftir fylgir myndaröðin Soldatenhallen (Hermannahöllin), af þeirri miklu draumsýn Alberts Speer, húsameistara Hitlers, til heiðurs föllnum hermönnum í þjón- ustu nazismans. Hann umformaði risahöllina sem aldrei var byggð í áhrifamikið en óhugnanlegt minn- ismerki um fórnardýr helfararinn- ar, titillinn sóttur í ljóð Pauls Cel- ans. Á tímabili voru umsvif Kiefer svo mikil að sagt er að hann hafi haft 25 aðstoðarmenn við útfærslu verka sinna og aðsetur í risastórri vöruskemmu eða yfirgefinni verk- smiðju. Árið 1984 heldur hann í fyrsta skipti til Ísrael, og að eigin sögn hafði ferðin áhrif til úrslita varð- andi tengsl hans við gyðingdóminn. Þetta leiðir til rannsókna á goða- fræði og dulspeki gyðingdómsins og hugmyndar að alveg nýrri myndaröð. Árið 1991 yfirgefur Kiefer Þýskaland, áleit vistaskiptin veita sér æskilegt viðnám, verða ávinn- ingur fyrir sköpunarkraftinn. Hér kom þó einnig til hjónaskilnaður, sem gerði að engu hugmynd hans að listastofnun sem hann var með á heilanum í Óðinsskógi. Ferðast í Metnaðarfullir viðburðir rata áfram í sali Louisiana í Humlebæk eftir að hinn ungi Poul Erik Tøjner tók við stjórnartaum- unum, ekki síður en fyrrum í tíð Knuds W. Jensen, stofnanda listasetursins. Mikilsháttar sýning á nýjum verkum mál- arans heimskunna Anselms Kiefer er það helsta um þessar mundir. Jafnframt er þar uppi sýningin „Á leiðinni“, frumriss nafnkenndra samtíðarlistamanna. Bragi Ásgeirsson var á vettvangi. Líf á Louisiana Ljósmynd/Louisiana Museum of Modern Art Látum þúsund blóm blómstra, blönduð tækni, 190 x 630 cm, 2000. Látum þúsund blóm blómstra, blönduð tækni, 333 x 190 cm, 2000. Ljósmynd/Louisiana Museum of Modern Art Látum þúsund blóm blómstra, blönduð tækni, 463 x 280 cm, 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.