Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓLIN hefur sent geisla sínayfir austurborgina þegarVilhjálmur skýst inn úrdyrunum í höfuðstöðvumSambands íslenskra sveit- arfélaga á Háaleitisbrautinni í morg- unsárið. Hann er með þykkan blaða- bunka undir öðrum handleggnum og afsakar kurteislega að hafa látið bíða eftir sér. Helgin hjá formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hefur verið erilsöm. Hann hefur þeyst landshluta á milli til að halda erindi og kynna sér sveitarstjórnarmál á breiðum grundvelli. Eftir aðeins nokkra klukkutíma taka við skyldur borgarfulltrúans á erfiðum stjórnar- fundi í Landsvirkjun. Ekki er samt annað að sjá en Vil- hjálmur hafi alla þræði í hendi sér og áhuginn á málefninu leynir sér ekki. Augun glampa þegar hann lýsir því að ríki og sveitarfélög eigi að vera samherjar og sjá til þess að þau verk- efni, sem hið opinbera á annað borð annast, verði svo sem frekast er kost- ur á hendi þess stjórnstigs sem nær er íbúunum. „Þessi stefna tengist beint helsta viðfangsefni Sambandsins á síðustu árum, þ.e. sameinginu sveitarfélag- anna,“ segir hann. „Sveitarfélögun- um hefur verið að fækka um 80 á að- eins 10 árum. Ferlið heldur áfram og væntanlega verða sveitarfélögin orð- in 40 til 60 í staðinn fyrir 120 eftir 10 ár. Meginmarkmiðið með sameining- unni er að styrkja og efla sveitar- stjórnarstigið, m.a. til að sveitar- stjórnirnar eigi auðveldara með að takast á við vandasamari stjórnsýslu og viðameiri verkefni eins og rekstur grunnskólanna. Hefur ekki hægt á sameiningar- ferlinu á síðustu árum? Eins og gengur eru ekki allir jafn sáttir við þróunina. Hingað til hafa ákvarðanir verið teknar í frjálsum kosningum. Nú verða sveitarstjórn- armenn að fara að gera upp við sig hvort að ástæða er til að fara aðrar leiðir. Annars er í sjálfu sér ekki um margar leiðir að ræða. Lagasetning væri trúlega hinn kosturinn. Hvað finnst þér sjálfum? Ég hef áður lýst því yfir að ef ekki gangi nægilega vel að stuðla að sam- einingu sveitarfélaganna með frjáls- um kosningum þurfi að huga að öðr- um leiðum. Á hinn bóginn er jafn ljóst að takmarkaður árangur næst í sameiningu sveitarfélaga nema í sæmilegri sátt við íbúana og sveit- arstjórnirnar í hverju sveitarfélagi. Grunnskólinn vaxið og dafnað Hvernig hefur sveitarfélögunum gengið að ráða við rekstur grunn- skólanna? Fyrst ætla ég að taka fram hversu þýðingarmikið var að gott samkomu- leg náðist á milli ríkisins og sveitarfé- laganna um flutninginn á sínum tíma. Aldrei áður hefur jafn stórt verkefni verið flutt með svipuðum hætti til sveitarfélaganna. Óhætt er að segja að foreldrar, kennarar og sveitar- stjórnarmenn séu sammála um að flutningurinn og reksturinn hafi gengið ákaflega vel fyrir sig. Ekki aðeins hefur skólahaldið fengið yfir sig yfirbragð friður og festu á nýjan leik. Skólastarfið hefur vaxið og dafnað undir handarjaðri sveitarfé- laganna um landið allt. Metnaðurinn sést best á því að flest sveitarfélaganna hafa látið meira fé af hendi rakna til rekstr- arins heldur en tekjustofnarnir gerðu ráð fyrir í upphafi. Með síðasta kjarasamningi fara spennandi tímar í hönd. Samningurinn er tímamóta- samningur að því leyti að hann felur í sér margvíslega möguleika til að bæta og efla skólastarfið. Sveitar- félögin hugsa sér því gott til glóð- arinnar að brydda upp á frekari nýj- ungum í því skyni að halda áfram að efla skólastarfið. Ekki er því hægt að segja annað en hvert sem litið er hafi verkefnið tekist vel. Þú nefnir síðustu kjarasamninga. Hvernig hefur sveitarfélögunum gengið að fjármagna umtalsverðar launahækkanir til stórra hópa á borð við kennara og leikskólakennara? Ég sagði við samningagerðina og segi enn að sveitarfélögin hafi teygt sig út á ystu nöf miðað við fjárhags- getu sína. Ekki hvað síst til að ná þessum tímamótasamningi við kenn- arana og svo leikskólakennara. Núna hafa sveitarfélögin þurft að draga úr framkvæmdum og hagræða í rekstri til að mæta kostnaðaraukanum. Flutningur málefna fatlaðra í undirbúningi Hvernig standa viðræður um flutning málefna fatlaðra til sveitar- félaganna? Eins og fram hefur komið staðfesti fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga samhljóða vilja sveitar- félaganna til að taka yfir málefni fatl- aðra 1. janúar árið 2003 á fulltrúa- ráðsfundi sínum í vor. Á hinn bóginn var mælt með því að viðeigandi frum- vörp um breytingu á félagsþjónustu- lögum og tekjustofnum sveitarfélaga yrðu afgreidd samtímis á næsta haust- eða vorþingi. Félagsmálaráð- herra hafði ætlað að afgreiða fyrra frumvarpið í vor og hitt í haust. Eftir samþykkt fulltrúaráðsins ákvað rík- isstjórnin að draga frumvörpin til baka. Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur átt í viðræðum við félags- málaráðuneytið um framhald máls- ins í sumar. Bréf hafa farið á milli stofnana og þar hefur komið fram skýr vilji sveitarfélaganna til að taka við verkefninu. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að sveitarfélögin eru fullfær um að sinna þjónustunni. Sveitarfélögin hafa verið að sinna annars konar félagslegri þjónustu. Þessa þjónustu mætti samþætta annarri félagslegri þjónustu á vegum sveitarfélaganna. Ótalið er að vafa- laust væri hægt að gera þjónustuna markvissari og hagræða á ýmsum sviðum. Hins vegar er algjört grund- vallaratriði að tekjustofnar vegna verkefnisins taki ekki aðeins mið af núverandi þörf heldur óhjákvæmi- legri aukningu á næstu árum. Ríki og sveitarfélög hafa látið gera kostnað- aráætlun vegna verkefnisins og ríkir í meginatriðum sátt um niðurstöð- una. Hvað erum við að tala um háa upp- hæð á ári? Um 5 milljarða á ári miðað við nú- verandi þörf. Kostnaðurinn við grunnskólann nemur til samanburð- ar um 11 milljörðum á ári. Ertu bjartsýnn á að samkomulag náist um flutninginn? Já, það er ég. Öll undirbúnings- vinna hefur staðfest hversu skyn- samlegt sé að færa málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna. Spurning- inn snýst frekar um hvort allt verði orðið klappað og klárt fyrir 1. janúar árið 2003. Eins og allir vita starfa ýmis öflug félagasamtök og sjálfseignarstofnan- ir við málaflokkinn. Ég vil sérstak- lega taka fram að gert er ráð fyrir því að hlutverk þeirra verði í meginatrið- um það sama eftir flutninginn. Löggæsla í föstum skorðum Verður haldið áfram að færa verk- efni frá ríki til sveitarfélaganna, t.d. heilsugæsluna? Ég er enn ósáttur við að heilsu- gæslan skyldi vera færð yfir til rík- isins árið 1990. Ég tel að heilsugæsl- an og hluti sjúkrahússþjónustunnar eigi að vera í höndum sveitarstjórn- anna. Vonandi getur orðið af því í framtíðinni. Hvað um staðbundna löggæslu? Skiptar skoðanir eru á því meðal sveitarstjórnarmanna. Áhuginn virð- ist vera mestur í fjölmennasta þétt- býlinu. Ég hef sjálfur ekki verið sér- stakur talsmaður þess að sveitarfélögin taki að sér staðbundna löggæslu. Engu að síður er alveg sjálfsagt að fara í gegnum rök með og á móti og taka ákvörðun í fram- Ríki og sveitarfélög eiga að vera samherjar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að flest hafi sveitarfélögin látið meira fé af hendi rakna til rekstrar grunnskólanna en tekjustofnar hafi gert ráð fyrir í upphafi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því stofnþing Sambands íslenskra sveitar- félaga var sett í sal neðri deildar Alþingis hinn 11. júní árið 1945. Sameinuð hafa sveitarfélögin lyft grettistaki í ýmsum þjóð- þrifamálum á rúmlega hálfrar aldar vegferð sinni innan sambandsins. Anna G. Ólafsdóttir áttaði sig á því í spjalli við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúa og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, að aldrei hefðu verkefni sam- bandsins verið jafnnátengd þeirri grundvallarhugmynd að nýta sveitarstjórnarstigið til að gefa fólkinu í landinu tækifæri til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.