Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÆSTIR menn hafa litlar sem engar mætur á sér- eða ofsatrúar- flokkum, en enda þótt þeir njóti al- mennt lítillar virðingar eru þeir samt sem áður skömminni skárri en pólitískir trúmenn, svo ekki sé talað um ofsatrúarmenn á því sviði. Skemmst er þess að minnast hversu grátt ofstæki og einstrengingsháttur lék margan kommann í gamla daga og væri því ekki út í hött að ætla að þessháttar þankagangur heyrði for- tíðinni til, en annað er því miður upp á teningnum. Slíkir ofstækisdraugar hafa nefnilega skotið upp kollinum á nýjan leik og þar sem einna síst var von á þeim, þ.e.a.s. meðal sjálfstæð- ismanna. Þeir fylgja sínum flokki gegnum þykkt og þunnt, sama fyrir hvaða máli hann beitir sér og jafnvel sama þótt hann veifi vísvitandi röngu tré. Auðsætt er að þeir trúa í blindni á sinn leiðtoga, sem aldrei skeikar, enda eru orð hans og gjörð- ir hafin yfir alla gagnrýni að þeirra dómi. Þar sem tilbeiðslu þeirra og fylgispekt eru lítil sem engin tak- mörk sett verða þeir óhjákvæmilega að fá útrás fyrir tilfinningar sínar endrum og eins. Og hvernig fara þeir að því? Jú, þeir falla fram fyrir foringjann sinn og votta honum holl- ustu sína. Þeir heittrúuðustu meðal þeirra vitna líkt og fólk gerir tíðum í sértrúarsöfnuði og nægir í því sam- bandi að benda á Árna Johnsen (sem taldi Davíð Oddsson vera merkasta stjórnmálamann síðustu aldar á Ís- landi), Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, Katínu Fjeldsted og Ásdísi Höllu Bragadóttur svo aðeins örfá séu nefnd svona af handahófi. Kon- unum mætti reyndar einnig líkja við ólmar klappstýrur á amerískum íþróttaleikvangi. Það er engu líkara en þessu fólki hafi verið rækilega innrætt að það skuli ekki hafa önnur átrúnaðargoð en Davíð Oddsson. Vel á minnst, Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjórinn í Garðabæ, sem hefur skrifað mikla lofrollu um hann í bók sinni um leiðtoga hefur haldið því fram að enginn annar en forsætis- ráðherra vor eigi jafn- miklar þakkir skildar fyrir það hversu vel- ferðarkerfið sé full- komið hér á landi. Ekki virðast allir jafnberg- numdir af vetrarhjálp- arhugsjónum hans og hún og má þá nefna Svíann Joakim Palme, prófessor í félagsfræð- um, svo og félaga mína, Ólaf Ólafsson og Pétur Guðmundsson úr FEB, en í niðurlagi greinar þeirra í Mbl. 13.05.2001 standa eftir- farrandi orð: „Að sjálf- sögðu höfum við áhyggjur af öllum þeim eldri borg- urum, sem eru með minna en 100 þúsund krónur í brúttótekjur á mán- uði. Meira en helmingur framtelj- enda 67 ára og eldri voru undir þeim mörkum árið 1999 og meðan svo er getum við ekki stært okkur af því að búa í velferðarþjóðfélagi.“ Sannleik- urinn er í stuttu máli sá að við erum aftast á merinni í þessum efnum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Þegar forsætisráðherra vor lét skapið hlaupa svo eftirminnilega með sig í gönur vegna ummæla Þjóðhags- stofnunarstjóra og hótaði að leggja þá stofnun niður brást bæjarstjórinn í Garðabæ fljótt og vel við og berg- málaði álit hans eins og sönnum aðdáanda ber auðvitað að gera. Það hefur lengi verið mér óþrjótandi undr- unarefni hversu margir sjálfstæðismenn eru í rauninni ósjálfstæðir, þ.e.a.s. ósjálfstæðir í skoðunum. Þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að viðra önnur sjónarmið en þau sem foringjan- um eru þóknanleg og foringjann skulu allir dýrka og trúa hans ný- frjálshyggjuhugsjónum eins og nýju neti. En mér er spurn hvort maður sem fer í smiðju til Hannesar Hómsteins Gissurar- sonar og Margrétar Thatchers sé á réttri braut eða fyllilega treystandi fyrir þjóðarskútunni, sem mun sennilega steyta á skeri haldi áfram sem horfir, einmitt vegna ófarsællar stefnu ríkisstjórnarinnar í þjóðmál- um, sem í hnotskurn er fólgin í því að hleypa engum nema útvöldum að kjötkötlunum. Ég hef lengi velt því fyrir mér hver yrði staða Sjálfstæðisflokksins án sinna fjölmörgu þögulu og óþenkjandi kjósenda. Áreiðanalega miklu veikari. Aðrir flokkar sækja vitanlega líka fylgi sitt til slíkra kjós- enda, en ekki í nándar nærri jafn- ríkum mæli og Sjálfstæðisflokkur- inn. Óskandi væri að menn hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir kjósa flokk sem lítið sem ekkert vill fyrir þá gera, reyndar helst ekki neitt nema honum eða forsvarsmönnum hans sé stefnt fyrir rétt og beini ég orðum mínum einkum til öryrkja og aldraðra. Menn eru ekki endilega til- neyddir að kjósa nákvæmlega eins og pabbi og mamma gerðu í gamla daga eða gjörsamlega hugsunar- laust. Þessa dagana er mönnum tíðrætt um óráðsíu, bruðl og sukk í sam- bandi við opinberar framkvæmdir. Engin einasta kostnaðaráætlun fær staðist. Framúrkeyrslan nemur oft og tíðum 100 milljónum króna og jafnvel meira eins og dæmin sanna varðandi Austurstræti 8–10, Safna- húsið gamla og viðgerðir á stjórn- arráðshúsinu, en þær voru hafnar án þess að fyrir því hefði verið haft að afla heimilda fyrst. Tvær síðast- nefndu framkvæmdirnar voru alfar- ið á ábyrgð ráðuneytis forsætisráð- herra. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að vitna í ræðu er Davíð Oddsson flutti á fundi Samtaka atvinnulífsins og greint er frá í Mbl. 16.05.2001 en þar stendur meðal annars: „Þá kom fram í máli Davíðs að vegna aðhalds og skynsamlegrar stjórnar ríkisfjár- mála sé nú að myndast svigrúm til myndarlegra skattahækkana á fyr- irtæki og einstaklinga.“ Nú langar mig til að spyrja ykkur, lesendur góðir, hvort sá gegndar- og eftirlits- lausi fjáraustur varðandi fyrrgreind- ar framkvæmdir beri vott um „að- hald og skynsamlega stjórn ríkisfjármála“? Svari nú hver eftir sinni bestu samvisku. Alþingismenn og ráðherrar, lítið ykkur nær! Eruð þið vissir um að siðferðisvitund ykkar sé alltaf skörp og klár? Í grein sinni Fréttablaðinu 23.07.2001 spyr Ragnar Aðal- steinsson eftirfarandi spurningar: „Hverjir voru það sem þáðu styrk frá Íslenskri erfðagreiningu þegar fyrirtækið var mikið til umræðu, m.a. á Alþingi? Allir flokkar þáðu styrk nema annar stjórnarlokkur- inn.“ Var hann ef til vill búinn að fá rausnarlega styrki frá öðrum fjár- sterkum fyrirtækjum? Spyr sá sem ekki veit. Þótt mörgum hafi þótt þetta blöskranleg framkoma af hálfu Íslenskrar erfðagreiningar var for- sætisráðherra ekki þeirra á meðal. Í Bandamannasögu sem fjallar um siðspillingu er talað um að bera fé í dóminn og þótti sú breytni naumast til fyrirmyndar. Forsætisráðherra, sem tjáði sig opinberlega um málið, taldi eðlilegast að flokkar, er þiggja þessháttar greiðslur, skuldbyndu sig til að ganga erinda „velgjörðar- manna“ sinna og ættu því að kunna sig og forðast í lengstu lög að snúast gegn áformum þeirra eða setja fót- inn fyrir þá á nokkurn hátt. Á þessu sést best hvernig forsætisráðherra vor hugsar sjálfur. Launa skal greiða með fyrirgreiðslu í einhverri mynt. Pétur Blöndal stingur upp á því að Alþingi fari í naflaskoðun. Væri ekki tilvalið að Davíð Oddsson gengi á undan með góðu fordæmi og skoðaði sinn eigin nafla og það gaumgæfi- lega? Í þeirri samviskukönnun mættu þingmenn gjarnan spyrja sjálfa sig hvernig það gat gerst að fjárlaganefnd Alþingis veitti 10 milljónir til félags sem ekki er til. Ókeypis ráðgjöf frá undirrituðum. Fækkið alþingismönnum og ráð- herrum um helming. Losið ykkur hið snarasta við embættismenn, sem eru ekki starfi sínu vaxnir og þurfa stöðugt á ráðgjöf og sérfræðiaðstoð frá aðilum úti í bæ að halda og það fyrir okurverð. Óskandi væri líka að Framkvæmdasýsla ríkisins sinnti störfum sínum af meiri árvekni og kostgæfni. Að lokum þetta. Fyrir þónokkru hitti ég heittrúaðan sjálfstæðismann af gamla skólanum og þegar talið barst að pólitík sagði ég honum að mér fyndist Davíð Oddsson oft og tíðum sýna einræðisherralega takta. Blessaður vertu, Halldór, Halldór Ásgrímsson er hálfu verri. Hverju væri Davíð bættari jafnvel þótt svo væri? Geta viðbrögð hans við úr- skurði Skipulagsstofnunar ríkisins um Kárahnúkavirkjun talist vera dæmigerð fyrir lýðræðissinnaðan ráðherra? Fjandakornið. Gamall starfsfélagi minn spyr mig stundum hvort ég sé búinn að fá Davíð Oddsson á heilann. Því er til að svara að best væri að sem flestir fengju hann á heilann og segðu álit sitt á honum og það alveg umbúða- laust. Davíð Oddsson hefur aldrei nokkurn tíma verið bjargvættur ís- lenskrar alþýðu, hins vegar hefur hann borið hag annarra mjög fyrir brjósti, til að mynda sægreifa, verk- taka, stórfyrirtækja og „stórlaxa“ í líftæknifélögum. SITTHVAÐ ER ROTIÐ Í RÍKI DAVÍÐS Halldór Þorsteinsson Starfsfélagi minn spyr mig stundum hvort ég sé búinn að fá Davíð Oddsson á heilann, segir Halldór Þorsteinsson. Því er til að svara að best væri að sem flestir fengju hann á heilann. Höfundur rekur málaskóla Halldórs. Síðustu dagar haust- útsölunnar Enn meiri verðlækkun Nú er rétt i t íminn t i l að kaupa jólagjafirnar Járnasett Tré Púttarar Kerrur Pokar Gallar Bolir Hanskar Boltar o.f l . o.f l . GOLFHORNIÐ Hafnarstræti 5 101 Reykjavík Sími 511 2150 Aðeins þessa viku Opið alla daga H in go l fbúð in Í ár er kynntur nýr styrkjaflokkur Vísindasjóðs, öndvegisstyrkir, með styrkupphæð 5-10 m. kr. á ári. Frestur til að skila forumsóknum um öndvegisstyrki er 1. október nk. Umsóknarfrestur um almenna styrki Tæknisjóðs og Vísindasjóðs RANNÍS er 1. nóvember nk. Vakin er athygli á því að nokkrar breytingar verða á almennum styrkjum Vísindasjóðs, þær veigamestu að auglýstar eru fastar styrkupphæðir, 1 m. kr. og 1,5 m. kr. Ítarlegri upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir Tæknisjóð og Vísindasjóð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www. rannis.is, og á skrifstofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, 4. hæð. Umsóknir í sjóði RANNÍS Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.