Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 31 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum um styrki sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa og framfærendum barna sem fá umönnunargreiðslur. Helstu skilyrði úthlutunar: · Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræð. · Umsækjandi má elstur verða 70 ára á umsóknarári. · Umsækjandi hafi ökuréttindi. Þó er heimilt að víkja frá því skilyrði tilnefni umsækjandi ökumann. · Kaup á bifreið eigi sér stað á umsóknarári eða fyrir 1. júlí 2002. · Árstekjur séu undir kr. 2.205.060 (hjón kr. 4.410.120). · Eignir í peningum og verðbréfum séu undir kr. 4.000.000 (hjón kr. 8.000.000). Fjögur ár þurfa að líða á milli styrkveitinga og undirritar styrkhafi kvöð um eignarhald bifreiðar á þeim tíma. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2002 eru afhent í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Einnig er hægt að fá eyðublöð send. Læknisvottorð á þar til gerðu eyðublaði skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október 2001. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 560 4460 og á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is. AFGREIÐSLUNEFND BIFREIÐAKAUPASTYRKJA Haustferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar und- irtektir og nú eru margar ferðir uppseldar í október og nóvember til þessarar fögru borgar. Beint flug í október og nóvember og nú kynnum við nýja frábæra gistivalkosti í hjarta Prag, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendan. Verð kr. 32.100 Flugsæti til Prag, 11. október, skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.970 M.v. 2 í herbergi, Pyramida, 11. október, 4 nætur, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Skattar innifaldir. Viðbótargisting Aðeins 10 herbergi í boði Helgarferð til Prag 11. október frá kr. 32.100 með Heimsferðum Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Haustlínan er komin Munið buxurnar á kr. 1.990 Ekki er mjög langt síðan ég var beðinn að skrifa um það fyrirbæri í íslensku máli sem kallast aukafalls- liður, en það er eftir skilgreiningu dr. Björns Guðfinnssonar „fallorð í aukafalli sem stýrist ekki af neinu“. Ég reyndi eftir bestu getu að gera það sem ég var beðinn. Brátt kom á daginn að miklu fleiri höfðu gaman og fróðleik af þessu heldur en mig hafði órað fyrir. Hvað eftir annað hef ég verið beðinn að end- urtaka þetta, og mun nú gera það, lítið eitt breytt. Svo segja bækur að mikla hæfi- leika þurfi til að skipta öllu í þrennt, sbr. heilaga þrenningu, en hér kem- ur þrískiptingin af sjálfu sér: í þol- falli, þágufalli og eignarfalli. Aukafallsliðir í þolfalli („rægi- legu falli“). a) Tímaþolfall (lat. accusativus temporis). Það táknar bæði hvenær eitthvað gerist og hversu lengi eitt- hvað varir. Eftir beiðni hef ég dæm- in bæði á íslensku og latínu: Hann kom laugardaginn fyrir páska. Hún var hér vikutíma. Milites tres annos in Gallia manebant. (Her- mennirnir dvöldust þrjú ár í Gallíu.) Athuga: Mjög færist í vöxt að setja forsetningarnar í, á og um á undan tímaþolfalli. Oftast er það óþarft og ósjaldan til lýta: ?Hann kom á laugardaginn fyrir páska. Verst er þegar sagt er „á 17. júní“, eða „á sautjándanum“ sem sumum misheyrist „á sitjandanum“, eða „á 1. des.“ eða „á desinum“ sem sumir misskilja. [Sjá og um þetta hjá JAJ hér í blaðinu 12. ágúst sl.] b) Leiðarþolfall (lat. acc. viae). Það táknar auðvitað leiðina sem far- in er: Hún fór sjóveg norður. Þau óku Víkurskarð. Í fyrra dæminu er ekki mikil „hætta“ á forsetningu. En í síðara dæminu myndu margir setja um á undan „Víkurskarð“, Ca- esar tridui viam processit (þrídegis hélt Caesar áfram veginn). Leiðarþolfall getur hverfst yfir í óeiginlega merkingu og orðið að því sem kalla mætti háttarþolfall. „Skjót annan veg, konungur.“ Þetta fór annan veg en ég ætlaði. Í báðum þessum dæmum er merkingarmun- urinn óskýr, einkum hinu fyrra. c) Mæliþolfall; ég veit svo sem ekki hvað það kallast á latínu, kannski acc. mensurae eða distanti- ae. Þau voru fjóra kílómetra frá mér. Hann stökk tólf álnir sléttar. Smjörskakan vó tvö pund. Caesar milia passuum tria ab Helvetiorum castris castra ponit. (Caesar setur niður herbúðir þrjú þúsund skrefa frá herbúðum Helveta.) En þeir „gulingjar“ myndu nú kannski vera kallaðir Svissar eða Svisslendingar. Athuga: Mörkin milli leiðar- og mæliþolfalls geta verið óskýr, og mér er kennt að distantia sé „very rare“ = mjög sjaldgæft orð í klass- ískri latínu. d) Upphrópunarþolfall (acc. ex- clamationis): „Augað mitt og augað þitt/ó, þá fögru steina!“ (Ekki ?ó, þeir fögru steinar.) Al- gengt í miðaldaritum: „Ó, mig aum- an!“ Latínu: Heu, me miserum! e) Þolfall með ópersónulegum sögnum, svo sem mig langar, mig iðrar. Sama fyrirbæri er í latínu: paenitet me verborum = mig iðrar orða minna, eða: miseret regem hominis = konungurinn kennir í brjósti um manninn. Auðvitað gætu málrófsmenn reynt að kalla þetta andlag með við- komandi sögn, sbr. og ljóðlínurnar: Sól gengur síð und múla/slíkt lang- ar mig þangað. En í Fyrstu mál- fræðiritgerðinni er m.a. þessi stór- speki: „Contra verbosos noli contendere verbis; sermo datur, cunctis, animi sapientia paucis. Það er svo að skilja: Hirð eigi þú að þræta við málrófsmenn. Málróf er gefið mörgum, en spekin fám.“ Og er nú mál að linni speki og málrófi um sinn. Áslákur austan kvað: Ekki glúpnaði Skúli við goshvelli eða guggnaði í neins konar voselli; allar tennur í munni og ennþá hann kunni utanað Messuna á Mosfelli.  „Sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni góðum bókum, held- ur í mönnum, sem hafa gott hjarta- lag.“ Þessi fleygu orð eru úr Alþýðu- bókinni (1929) eftir Halldór Kiljan Laxness. Í framhaldi af þessum orðum má líka segja að fáar bækur séu villulausar, jafnvel hinar vönd- uðustu. Og svo er það spurningin gamla: Hvað er sannleikur? (Þessu hefur reynst erfitt að svara.) Og einnig má spyrja: Hvað eru villur? Það getur sannarlega verið ágrein- ingur um hvað sé rétt og hvað sé rangt í máli. Um það hef ég oftar en einu sinni fjallað í þessum pistlum og orðlengi ekki frekar um það í bili. „Dissentiunt docti,“ sögðu Róm- verjar. En það merkir: Hina lærðu greinir á. Tökum t.d. beygingu mannanafna. Hún er ekki alltaf ein og söm í vönduðustu orðabókum, enda kann hún að hafa breyst í ald- anna rás. Um þetta efni vitna ég til orða próf. Baldurs Jónssonar í 1108 þætti og pistils JAJ (Jóns Aðal- steins Jónssonar) hér í blaðinu 26. ágúst síðastliðinn. En því nefni ég þá til, að þeir eru helstu fyrirmynd- ir mínar í beygingafræði, og af látn- um málfræðingum nefni ég í heið- urs skyni próf. Halldór Halldórsson, meistara minn, og dr. Valtý Guðmundsson. Ég er ekki frá því, að hinn síðast nefndi sé ómak- lega gleymdur sem málfræðingur, líklega vegna hins pólitíska styrs sem um hann stóð á sínum tíma. Gott er svo að minnast orða Árna Magnússonar handritasafnara: „Það geingur svo til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus (villum) á gáng, og aðrir leitast síðan við að út- ryðja aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nockuð að iðia.“  Athuga vel: Síðasti þáttur átti að vera númer 1126. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1127. þáttur NÁMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í  grunnskóla  framhaldsskóla  háskóla  flestar námsgreinar Innr i tun í s íma 557 9233 frá kl . 17-19 Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.