Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 27
Reuters Norska flutningaskipið Tampa við strendur Ástralíu í síðasta mánuði eftir að rúmlega 400 flóttamönnum var bjarg- að um borð. Í baksýn er ástralska herskipið Man- oora. grannt með enda brýnt hagsmunamál fyrir milljónir manna. Atvinnumálaráðherra, herra Tony Ab- bott, tókst að æsa verkfallsmenn upp með gífuryrðum eins og þeim að saka þá um „efnahagsleg landráð“ ("economic trea- son"). Orð hans hafa ekki gleymst þótt samningar hafi tekist. Eða eins og Bill Shorten, einn af raunsæjum leiðtogum Ástralska verkalýðssambandsins, sagði í viðtali við helgarblað Sydney Morning Herald 11.-12. ágúst: „Rúmlega 90% af verkafólki eru nýbúar og líta á þetta land sem sitt heimaland. Það var djúp, persónuleg móðgun við það að bera því föðurlandssvik á brýn.“ Tilgangur ráðherra var hins vegar sá að setja Verkamannaflokkinn í vanda vegna náinna tengsla flokksins við verkalýðs- félögin. Ekki var laust við að alríkisstjórn- in yrði fyrir vonbrigðum með umfjöllun blaðanna og málalok. Að vísu fengu verk- fallsmenn ekki framgengt ýtrustu kröfum sínum en þeim tókst að vekja mikla athygli á þessu réttlætismáli. Ástralskur „Jaki“ Hinn viljasterki foringi verkamanna er skoskur að uppruna, Doug Cameron að nafni. Rödd hans ber með sér skoska hreiminn, ákveðna festu og sigurvissu. Minnir reyndar á íslenska „Jakann“ forð- um daga þótt ekki sé röddin alveg eins djúp. Hann virðist hafa ánægju af því að koma fram í sjónvarpi og er eftirlæti fjöl- miðla. Cameron, sem er fimmtugur að aldri, ólst upp í úthverfi Glasgow. Hann flutti til Ástralíu árið 1973 með eiginkonu og dótt- ur, þreyttur af vaktavinnu við ensk stálver. Cameron hefur verið í forystu verka- mannasamtakanna AMWU síðan John Howard komst til valda 1996. Natasha Stott Despoja Hin 31 ára gamla Natasha Stott Despoja vann leiðtogatitil Sósíaldemókrataflokks- ins í apríl sl. af Meg Lee. Þær eru báðar öldungadeildarþingmenn en Meg varð fyr- ir mikilli gagnrýni vegna samstarfs við John Howard í söluskattsmálinu. Flokk- urinn undir stjórn Natösju vann mikinn sigur í aukakosningum í Aston í Melbourne nýlega. Fékk 8,4% fylgi – jók það um 1%. Í kosningunum sem fram undan eru, reynir á forystuhæfileika þessarar ungu og efnilegu stjórnmálakonu. Hún hefur forð- útsmognasti glæpon. Hann notfærir sér út í æsar félaga sína í lögreglunni og bófa í borginni sem vinna fyrir hann skítverkin. Þessi kvikmynd er einstaklega vel gerð, frábærlega vel leikin og hefur áreiðanlega ýtt við mörgum. Kvikmynd þessi hafði ekki verið sýnd fyrr í NSW vegna hættu á að stöðin yrði lögsótt. Hins vegar höfðu öll önnur fylki Ástralíu séð þessa mynd fyrir nokkrum árum. Þess vegna undraði ekki marga er nokkrum dögum síðar birtist frétt um að lögreglan hefði verið staðin að því að selja frumbyggjum eiturlyf hér og þar í norður- hluta Ástralíu. „Sæluríkið“ Einn vinsælasti þáttur ABC sjónvarps- stöðvarinnar „Four Corners“ eða „Heims- hornin“ hélt upp á 40 ára afmæli sitt með því að sýna átakanlegan þátt um innflytj- endavandamál Ástrala sem eru nánast daglega í fréttum. Vakti þátturinn gífur- lega mikil og sjaldgæf viðbrögð áhorfenda. Flóttamenn sem koma hingað í leit að pólitísku hæli eða vantar réttu pappírana á einn eða annan hátt eru settir í sérstakar búðir hér og þar um álfuna. Látnir dúsa þar um óákveðinn tíma – allt að þremur ár- um og jafnvel lengur – meðan mál þeirra eru í rannsókn. Síðan eru þeir ýmist sendir til baka (13,2%) eða fá hér hæli (56%) tak- ist þeim að sanna nógu rækilega að lífs- hætta bíði þeirra í heimalandinu. Þessi sjónvarpsþáttur flutti m.a. viðtal við fjögurra manna fjölskyldu frá Íran sem kom til Ástralíu fyrir 17 mánuðum síðan. Upptökunni hafði verið smyglað út úr búð- unum af lækni frá Írak, Aamer Sultan, sem sjálfur er flóttamaður í Villawood búðun- um. Fyrst hafði fjölskyldan verið send til flóttamannabúða í Suður Ástralíu, Woo- mera, en þar urðu miklar róstur og upp- reisn og sá sonur hjónanna, hinn sex ára gamli Shayan, m.a. flóttamenn leggja eld í föt sín. Var fjölskyldan þá flutt til Villawo- od búðanna í suðvesturhluta Sydney en þar varð drengurinn vitni að sjálfsmorði eða tilraun til þess. Eftir það hefur Shayan ekki mælt orð frá vörum og ekki neytt mat- ar. Hefur Shayan nokkrum sinnum verið lagður inn á sjúkrahús og gefin næring og vökvi í æð. En allt fer í sama horfið um leið og hann fer aftur til Villawood búðanna. Af öllum vestrænum ríkjum sker Ástr- alía sig úr, því hér eru allir sem leita at- hvarfs án fullnægjandi pappíra, settir í svona búðir. Af þessu leiðir að börn lenda þarna líka. Sem stendur er talið að um það bil 500 börn séu í flóttamannabúðum. Því greindari og viðkvæmari sem börnin eru því hörmulegri áhrif hefur þessi dvöl á þau.* Fimm mismunandi vísindalegar rann- sóknir hafa allar sýnt þunglyndi á háu stigi hjá fullorðnum flóttamönnum sem dvelja í svona búðum – miklu hærra en búi þeir úti í þjóðfélaginu. Og því lengur sem flótta- menn dvelja í búðum þeim mun verra verð- ur ástandið. Við hverju má þá búast hjá börnum? Ráðherra innflytjendamála, herra Philip Ruddock, á ekki neina sældardaga. Standa á honum mörg spjót og sér í lagi eftir flutn- ing fyrrnefnds þáttar. Óttinn við að skapa fordæmi eða sýna linkind er mikill og get- ur kostað atkvæði. Frjálslyndir þurfa að tryggja sér atkvæði þeirra sem annars myndu kjósa „Einnar þjóðar flokkinn“ hennar Pálínu sem vill enga innflytjendur nema þá kannski hvíta sem kunna ensku og eru menntaðir. Alríkisstjórnin vill ekki hvetja fleiri flóttamenn til að koma hingað með því að búa þessu fólki einhvers konar sumarleyf- isbúðir að sögn Raddocks. því má alls ekki sýna neina linkind eða búa of vel að því. Umhverfis búðirnar eru „rakvélablaðs“- girðingar en ekki gaddavírsgirðingar. Þarna er við lítið að vera. Eitt sjónvarps- tæki fyrir mörg hundruð manns, einhver enskukennsla og enginn skóli fyrir börnin. Telur Raddock að flóttamenn neyti allra bragða til þess að skapa þrýsting á stjórn- völd svo sem að fara í hungurverkföll, efna til óláta og óeirða, fremja sjálfsmorð o.s.frv. Hefur því jafnvel verið haldið fram að foreldrarnir gefi ekki Shayan litla mat til þess að skapa þrýsting á yfirvöld. Sérhver heilbrigð manneskja sem horfði á þátt „Heimshornanna“ gat ekki annað en komist við af tárum föðurins sem hélt á veikburða syni sínum í fanginu og spurði áhorfendur hvernig nokkurt foreldri gæti svelt barnið sitt, – hvort menn héldu að þau væru skepnur en ekki menn. Nú skyldi maður ætla að ráðherra gæti gert undantekningu eða beygt einhverja reglugerð en því miður virðist það vera kerfið en ekki barnið sem skiptir máli. „Greifinn af Monte Christo“ Þá tókst a.m.k. 23 flóttamönnum að sleppa úr búðunum í Villawood með því að grafa göng úr mosku og skríða út í frelsið. Tók það nokkra mánuði að grafa göngin. Þremur dögum seinna tókst öðrum 23 að sleppa gegnum girðingu. Af þeim síðar- nefndu voru 3 frá Kuwait, 1 frá Alsír, 8 frá Kína, 8 frá Víetnam, 1 frá Suður-Kóreu, 1 frá Indónesíu og 1 frá Makedóníu. Margir þessara flóttamanna áttu yfir höfði sér að vera sendir úr landi. Hafa aðeins örfáir þessara flóttamanna náðst og virðast þeir eiga vísa aðstoð úti í þjóðfélaginu þótt háar sektir og allt að tíu ára fangelsi liggi við að hjálpa þessu fólki. Vinnur lögregla og innflytjendaeftirlitið að rannsókn málanna. Seint í ágúst lenti bátur með 348 flótta- mönnum frá Írak á Jólaeyjum í Indlands- hafi í Vestur-Ástralíu eftir þriggja daga siglingu frá Austur-Timor. Þar af eru 100 konur og börn. Óprúttnir menn selja far með svona bátum afar dýru verði og græða á tá og fingri. Ekki hefur vistin verið góð um borð og ekki tekur betra við í landi. Skömmu síðar voru flóttamenn á ný í fréttum þegar norska flutningaskipið Tampa bjargaði rúmlega 400 slíkum af ferju sem komin var að því að sökkva um 120 km úti fyrir Jólaeyju. Var ferjan að flytja fólkið, sem flest er frá Afganistan, ólöglega frá Indónesíu til Ástralíu án vega- bréfsáritana. Umheimurinn deildi á Ástr- ala vegna þess hvernig þeir tóku á móti skipinu, en heima fyrir var viðmótið annað og jukust vinsældir Howards samkvæmt skoðanakönnunum er hann vildi ekki taka á móti flóttafólkinu um borð í flutninga- skipinu. Þá komast ekki allir bátar í höfn og eru þess hörmuleg dæmi. Fjöldi flóttamanna sem hafa komið til Ástralíu frá Indónesíu á bátum á þessu ári er orðinn rúmlega 3000. Alls rúmlega tíu þúsund síðan John Howard settist á valda- stól í mars 1996. Þá eru að sjálfsögðu ekki taldir með þeir sem komu með skipum hans hátignar á „the First Fleet“ fyrir 200 árum síðan. Og hver eru nýjustu viðbrögð ráðherra Ruddock? Ráðherra Ruddock vill nú herða alla lög- gjöf varðandi innflytjendur. Hann vill: a) að flóttamenn geti ekki lengur áfrýjað dómum og þannig dregið alla afgreiðslu á langinn, b) nánari skilgreiningu á því hvað sé flóttamaður og hvað ekki. Segir skilgrein- ingu Sameinuðu þjóðanna ekki nógu góða eða fljótvirka. Stjórnarandstaðan hefur engin svör á reiðum höndum við þessu mikla mannlega vandamáli. Fyrrum forsætisráðherra, herra Mal- colm Fraser, hefur skorað á kjósendur að mótmæla meðferð flóttamanna í næstu kosningum. Í ræðu sinni á „Hátíð hug- myndanna“ í Adelaide nýlega taldi hann meðferðina vera til stórskammar fyrir al- þjóð og að: „Báðir stóru flokkarnir bera ábyrgð á því að setja upp flóttamannabúðir á einangruðum og berangurslegum stöðum í Ástralíu.“ Á árunum eftir stríð voru flóttamenn meðhöndlaðir af virðingu en eftir að bát- arnir fullir af flóttamönnum tóku að lenda frá Mið-Austurlöndum hafa grunsemdir og fjandsemi vaknað með áströlsku þjóðinni og virðingarleysi og grimmd ríkt í þeirra garð. ast að gefa loforð í gamla stílnum um lækk- un eða hækkun á hinu og þessu án frekari rökstuðnings en heitir því hins vegar að standa á móti lækkun skatta hinna ríku meðan fátækir séu vanræktir. Í því tilviki má hafa í huga nýlega yfirlýsingu erkibisk- ups kaþólskra sem sagði að bilið á milli ríkra og fátækra breikkaði í sífellu í Ástr- alíu og kvaðst hann óttast að ástralska millistéttin hyrfi ef svo færi fram sem horfði. Natasha höfðar til unga fólksins með því að tala um nauðsyn á auknum fjárveiting- um til stúdenta og hinna atvinnulausu. 12 mánaða fæðingarorlof fyrir starfs- konur hefur verið lögleitt í Háskóla kaþ- ólskra og hefur valdið miklum umræðum. Þetta er fordæmi sem verkalýðssamtökin meta mikils þótt þau geti aldrei látið sig dreyma um 12 mánaða fæðingarorlof. Í Ástralíu er tólf vikna fæðingarorlof hið mesta sem konur geta vænst að fá. Óháðir frambjóðendur virðast eiga miklu fylgi að fagna – ekki síst á lands- byggðinni – því kjósendur eru orðnir lang- þreyttir á þessum gömlu stjórnmálarefum sem gætu áreiðanlega lagt fyrir sig leiklist í framtíðinni ef þeir falla. Gallinn er hins vegar sá að óháðir frambjóðendur þurfa mikið atkvæðamagn þegar þeir hafa ekki stjórnmálaflokk á bak við sig. Þrír óháðir þingmenn sitja nú á þinginu í Canberra. Grænir ætla nú í fyrsta sinn að bjóða fram í öllum kjördæmum. Spilin á borðið Samkvæmt lögum verður alríkisstjórnin að leggja fram nákvæma stöðu fjármála ríkisins þremur vikum fyrir kosningar svo allir geti séð hver staða ríkissjóðs er og hvort það hringli í kassanum. Eftir þessu er beðið með óþreyju því þá getur formað- ur Verkamannaflokksins, Kim Beazley, einnig upplýst hvernig hann ætli að fjár- magna kosningaloforð sín en þangað til verður það leyndarmál sem „Litla-Jóni“ leikur mikill hugur á að vita. Spilling lögreglunnar Nýlega var sýnd á ABC sjónvarpsstöð- inni í fyrsta sinni í Nýju Suður Wales kvik- myndin „Blue murder“. Fjallar hún um spillingu lögreglunnar í NSW í lok tutt- ugustu aldarinnar og byggist á raunveru- legum atburðum. Margverðlaunaður hátt- settur lögreglumaður reynist hinn ReutersJohn Howard, for- sætisráðherra Ástr- alíu, til hægri, og Philip Ruddock, ráðherra innflytjendamála, ræða við fréttamenn þegar málefni flótta- mannanna, sem norska skipið Tampa bjargaði á dögunum, var í hámæli. Höfundur er rithöfundur og fréttaritari Morgunblaðsins í Ástralíu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 27 brennidepli *Staðreyndir þessar birtust í Sydney Morning Herald 1. ágúst 2001, en einnig ritaði Robert Manne,, aðstoðarprófessor í stjórnmálafræðum við La Trobe University í Melbourne, grein um málið í SMH 13.8. 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.