Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Í GAMALLI bók segir á einum stað
„svo miklir menn erum við Hrólfur
minn“. Oft dettur mér ósjálfrátt í
hug þessi umsögn þegar forsætis-
ráðherra fær ofvirknisköstin sem
gerist býsna oft, til dæmis út af
hæstaréttardómi og Þjóðhagsstofn-
un svo eitthvað sé nefnt. Ævinlega
er það vegna þess að ráðherrann vill
að þessar stofnanir vinni öðruvísi en
þær gera, sem sé eftir hans eigin
höfði. Ef það gerist ekki eru gildandi
lög brotin ef farið er eftir þeim þótt
hann hafi sjálfur staðið að því með
öðrum á Alþingi að setja þessi lög.
„Illa og hroðvirknislega unnin og
standast ekki lög“ ef farið er eftir
þeim, eins og fram kemur í síðasta
reiðikasti gegn Skipulagsstofnun
sem kemst að þeirri niðurstöðu að
Kárahnjúkavirkjun komi ekki til
greina eftir nákvæmt mat á öllum
þáttum. En forsætisráðherra var
ekki sáttur, þetta var sem sagt ekki
eftir hans eigin höfði – það er margt
skrýtið í kýrhausnum.
Sjálfskaparvíti
Skyldi ekki mega koma upp blóm-
legum atvinnuvegi á Austurlandi ef
notaðir væru til þess allir þeir tugir
milljarða sem Kárahnjúkavirkjun og
álver eiga að kosta. Álmennirnir
hafa játað, skilst mér, að þetta sé
langsamlega stærsta verkefni sem
Íslendingar hafa nokkurn tímann
ráðist í og virtir sérfræðingar á
þessu sviði voru fengnir til að meta
hver arðsemin gæti orðið. Ekki man
ég hvort það var Náttúruverndarráð
eða einhver önnur stofnun sem fékk
þessa sérfræðinga til að skila áliti,
nema ekki var það Landsvirkjun, en
í stuttu máli sagt töldu þeir fram-
kvæmdirnar ekki arðvænlegar. En
álmennirnir vissu betur og sú nefnd
sem Landsvirkjun setti í málið
komst að gagnstæðri niðurstöðu. Að
ráðast í slíka framkvæmd þrátt fyrir
þessa sérfræðilegu álitsgerð er full-
komlega ábyrgðarlaust, fyrir nú ut-
an það að fórna dýrmætustu svæð-
um hálendisins. Þó að Íslendingar
ætli sér meirihlutaeign í álverinu fá
þeir engu að ráða um aðföng eða
sölu og trúlega fær Norsk Hydro
miklu að ráða um orkuverð, ef að lík-
um lætur. Álmenn Íslands hafa jafn-
an gerst undirmálsmenn í samning-
um við þessa höfðingja, þótt
leiðinlegt sé að þurfa að segja það.
Svo dapurlegt sem það er virðist
ríkisstjórnin ekki geta hugsað nema
í álverum og virkjunum, annað
kemst ekki að í framkvæmdum
nema hin rangláta ráðsmennska,
sem þeir hafa stundað af kostgæfni,
sem allir munu þekkja þótt á mis-
munandi hátt sé. Þessi ríkisstjórn
verður vissulega minnisstæð fyrir
vinnubrögð sín. Þar á það við sem
forsætisráðherra lét dynja á skipu-
lagsstjóra að skýrslan væri illa unn-
in og stæðist ekki lög. Skipulags-
stjóri hefir reyndar skorað á
forsætisráðherra að sanna framburð
sinn ef hann geti, en það hefir hins-
vegar vafist fyrir forsætisráðherra,
því enn hefir hann ekkert getað
sannað. Það er ekkert grín þegar
forsætisráðherra fær ofvirknisköst-
in og reiðin blossar upp svo að hann
missir alla stjórn á sér, eins og fyrr-
nefnd dæmi sanna, en foringjahæfi-
leikarnir eru ótvíræðir því tveir ráð-
herrar hafa gefið samskonar
yfirlýsingar, þau Halldór Ásgríms-
son og Siv Friðleifsdóttir. Það hlýt-
ur að vera gott fyrir leiðtogann að
hafa svona auðsveipa liðsmenn, en
spurningin er; getum við kallað
þetta lýðræðislegt þjóðskipulag? Er
það ekki líkara einræði?
En hvað sem um það má segja
hefur þjóðin sjálf kallað þetta yfir
sig. Kannski á hún eftir að læra af
reynslunni þar sem hún hefur hvað
eftir annað beðið um þennan
óskapnað. Það ættu allir Íslendingar
að geta verið sammála um að hér
eru oft viðhöfð vægast sagt ólýðræð-
isleg vinnubrögð.
Kannski mættu fleiri en Árni
Johnsen segja af sér?
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Furugerði 1, Reykjavík.
Margt er skrýtið
í kýrhausnum
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
Lið-a-mót
FRÁ
Apótekin
Tvöfalt sterkara
með GMP gæðaöryggi
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
FRÍHÖFNIN