Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Selfoss kemur í dag,
Vædderen og Selfoss
fara á morgun.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur á morg-
un.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. kl. 10 boccia, kl.
14 félagsvist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9-12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30-16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 10-
16 púttvöllurinn opinn,
kl. 16 myndlist. Allar
upplýsingar í síma 535-
2700. Föstudaginn 21.
september verður sviða-
veisla kl. 19. Dans á eft-
ir, Hjördís Geirs
skemmtir.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 handa-
vinna, kl. 9-12 búta-
saumur, kl. 10-11.30
samverustund, kl. 13.30-
14.30 söngur við píanó-
ið, kl. 13-16 bútasaum-
ur.
Haustlitaferð verður
þriðjudaginn 25. sept-
ember kl. 13. Ekið um
Kjósarskarð til Þing-
valla. Farið um Grafn-
ing og Línuveg heim.
Kaffihlaðborð í Nesbúð.
Kaffihlaðborð í Nesbúð,
skráning og greiðsla í
síma 568-5052 eigi síðar
en þriðjudaginn 18.
september, æfingar 5.
september kl. 15.30, ný-
ir félagar velkomnir.
María Marteinsdóttir,
fótaaðgerðafræðingur,
byrjar 1. okt. Pantanir í
síma 691-0659.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30-18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Mánudagur
kl. 9 leir , kl. 9.45 boccia,
kl. 11.15 leikfimi, kl. 13
leikfimi og glerskurður.
Fótaaðgerðastofa opin
9-14. Þriðjudagur kl. 13
málun, 13.30 tréskurð-
ur, 13.30 spilað í Kirkju-
hvoli, brids, vist, lomber
og tafl. Miðvikudagur
kl. 11.15 leikfimi, kl. 13
leikfimi.
Fimmtudagur kl. 9.45
Boccia, kl. 10 keramik,
Fótaaðgerðastofa opin
9-14.
Á næstunni: Haustferð
kvenfélagsins 19. sept.
kl. 13.30. Snyrti-
námskeið byrjar 25.
sept. kl. 9. Spænska
hefst 27. sept. kl. 12.15.
Leshringur á Bókasafni
Garðabæjar byrjar 1.
okt. kl. 10.30. Búta-
saumur byrjar 3. októ-
ber kl. 16 í Garðaskóla.
Leshringur á Bókasafni
Álftaness byrjar 10. okt.
kl. 15.
Nánar www.fag.is. Sími
565 6622.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10-
12 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun og
hárgreiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verður fé-
lagsvist kl. 13:30. Loka-
fundur fyrir þátttak-
endur í Pragferðina
verður miðvikd. 19.
sept. kl. 13. Opið hús
verður fimmtudaginn
20. sept. og verður þá
m.a. kynnt dagskrá
vetrarins.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10-
13. Matur í hádeginu.
Félagvist í dag kl. 13.30,
dansleikur í kvöld kl. 20,
Caprí trío leikur, aðal-
fundur bridsdeilda
mánudag kl. 13, spilað á
eftir, skák þriðjudag kl.
13, alkort þriðjudag kl.
13.30. Haustlitaferð til
Þingvalla 22. septem-
ber, kvöldverður og
dansleikur í Básnum.
Leiðsögn Pálína Jóns-
dóttir og Ólöf Þórarins-
dóttir. Skráning hafin.
Námskeið í framsögn og
upplestri hefst fimmtu-
daginn 27. september
kl. 16.15. Kennari
Bjarni Ingvarsson.
Skráning hafin á skrif-
stofunni. Ákveðið hefur
verið að halda námskeið
í brids á miðvikudags-
kvöldum, kennari Ólaf-
ur Lárusson, skráning
hafin á skrifstofu. Farið
verður til Kanaríeyja
20. nóvember á sér-
stökum vildarkjörum.
Athugið að skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sami sími. Fé-
lagsstarfið verður áfram
í Ásgarði. Silfurlínan er
opin á mánu-og mið-
vikudögum kl. 10-12.
Uppl. á skrifstofu FEB
kl. 10-16 í s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun kl.
9-16.30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 9-13 hárgreiðsla, kl.
14 félagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16.30
vinnustofur opnar, m.a.
almenn handavinna,
umsjón Eliane Hom-
mersand, spilasalur op-
inn kl. 14. Kóræfing
dans hjá Sigvalda fellur
niður.
Miðvikudaginn 19. sept-
ember verður farið í
heimsókn í Sjóminja-
safnið í Hafnarfirði,
leiðsögn um safnið, m.a.
útskurðarsýning Siggu
á Grund, skráning hafin,
kaffi drukkið í Kænunni
í Hafnarfirði. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9-17, kl. 9 gler- og
postulínsmálun, kl. 20
skapandi skrif. Almenn-
ur félagsfundur hjá
nafnlausa leikhópnum
verður í Gjábakka
mánudaginn 17. sept-
ember kl. 17.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun leikfimi
kl. 15. Nokkur sæti laus
í keramikmálun, kín-
verskri leikfimi og
myndlist. Upplýsingar í
s. 564-5260 eða í Gull-
smára 13 kl. 9-17.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun og
kortagerð, kl. 10 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 13 spil-
að.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10-11 ganga, kl. 9-
15 fótaaðgerð, kl.12-15
bókasafn. Leirnámskeið
hefst fimmtudaginn 4.
október, frá kl. 10-15.
Innritun stendur yfir,
takmarkaður fjöldi.
Upplýsingar í síma 568-
6960.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9-16 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15-
15.30 handavinna, kl.
10-11 boccia, kl.12.15-
13.15 danskennsla, kl.
13-16 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, morgunstund og
handmennt, kl. 10 fóta-
aðgerðir, kl. 13 leikfimi
og frjáls spil.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
daga og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45.
Spilamennska hefst kl.
13. Bridsdeild FEBK í
Gullsmára.
GA-fundir spilafíkla
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara) kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13-15, kaffi.
Sjálfsbjörg, fé-
lagsheimilið, Hátúni 12.
Á morgun kl. 19 brids.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir alla mánudaga kl.
20 á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Kvenfélag Kópavogs,
vinnukvöld vegna bas-
ars mánudag kl. 20 í
Hamraborg 10.
Kvenfélag Hallgríms-
kirkju, haustferð verður
farin sunnudaginn 23.
sept. kl. 12.30. Uppl. hjá
Ásu í síma 552-4713.
Í dag er sunnudagur 16. sept-
ember, 259. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: En þér eruð mínir sauðir.
Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er
yðar Guð, – segir Drottinn Guð.
(Esek. 34, 31.)
ÉG SÆKI vinnu og þjón-
ustu í miðborg Reykjavíkur
og langar að koma með
nokkrar athugasemdir
varðandi bílastæðamál hér í
borg.
Ég er ein af þessum lötu
Íslendingum sem vilja
gjarna komast leiðar sinnar
á bifreið og geta lagt í
göngufæri við þann stað
sem verið er að fara á. Eins
og staðan er nú í miðborg-
inni er það nánast ómögu-
legt. Það viðhorf borgaryf-
irvalda að við þurfum að
hreyfa okkur meira er skilj-
anlegt, en é́g kýs að ákveða
það sjálf hvar og hvenær en
vil ekki vera skikkuð til að
ganga langar leiðir til þess
eins að komast á pósthúsið.
Ég er ekki að tala um
ástandið vegna allra fram-
kvæmdanna, heldur hefur
þetta verið svona til lengri
tíma.
Það vantar fleiri bíla-
stæði! Þær breytingar sem
nú hafa verið gerðar á Kvos-
inni eru flestar af hinu góða,
en athygli vekur að breyt-
ingarnar fela ekki í sér
fjölgun stæða heldur fækk-
un.
Nú hefur allt verið grafið
upp á horni Suðurgötu og
Aðalstrætis og þykir mér
því tilvalið að nota tækifær-
ið áður en nýjar byggingar
rísa að nota plássið og gera
bílastæði undir húsinu.
Það þarf að gera bíla-
stæðahúsin aðgengilegri
fyrir okkur og eflaust væru
þau betur nýtt ef fólk vissi
hvernig á að nota þau.
Oft lendi ég í því að fólk
stendur ráðþrota fyrir
framan greiðsluvél og veit
ekki hvað á að gera. Það
vantar leiðbeiningar fyrir
óvana því fólk fyllist oft
skelfingu við tilhugsunina
um að fara inn í bílastæða-
hús. Bílastæðasjóður ætti
að sjá sóma sinn í að kippa
þessu í liðinn.
Nýverið voru hækkuð öll
gjöld í stöðumæla og tel ég
sú hækkun hafi verið of
mikil. Miðborgin er í vax-
andi samkeppni við aðra
verslunarkjarna þar sem
allir geta lagt frítt og er það
síst fallið til að laða til okkar
viðskiptavini að hækka
stöðumælagjöld upp úr öllu
valdi. Hér áður var frítt í
bílastæði um helgar en það
heyrir sögunni til. Ástæðan
er sú að fólk skildi bíla eftir
yfir nótt og sótti þá seint á
laugardegi. Því mætti
breyta stöðumælaskyldu á
laugardögum og rukka milli
kl. 10 og 12. Þá losnum við
við bíla næturgemlinganna
og við hin sem viljum versla
á laugardögum getum notið
þess að leggja áhyggjulaus.
Með von um bót og betr-
un í vonandi blómstrandi og
bættri miðborg.
Sigrún Bergsteinsdóttir,
Gígjulundi 6,
210 Garðabæ.
Klukkustrengir og
lopahosur?
STELLA Guðmundsdóttir
hringdi og bað Velvakanda
að aðstoða sig við að komast
í kynni við einhvern sem
getur sett upp klukku-
strengi. Þá er hún einnig að
leita að aðila sem getur
prjónað lopahosur. Helst er
hún að leita að gamalli konu.
Einnig langar hana að hafa
tal af konum sem safna
postulínsbrúðum. Hún bið-
ur þá sem gætu aðstoðað
hana að hafa samband í
síma 551-8727.
Þvottur á snúrum
KONA við Elliðaár hringdi
til að kvarta undan því að
nágrannar hennar létu
þvott hanga á snúrum allan
sólarhringinn dögum og vik-
um saman. Henni finnst
sjónmengun að þessu og
biður þá sem hengja þvott á
snúrur að taka tillit til þess.
Hún lagði t.d. til að þvottur
væri ekki látinn hanga leng-
ur úti en fram að hádegi til
að koma til móts við þá sem
líkar þetta illa.
Bókin um Pétur Pan
LESANDI hringdi og ósk-
aði eftir bókinni um Pétur
Pan sem Setberg gaf út á
sínum tíma. Eigi einhver
þessa bók er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 562-9144.
Frábær þjónusta 118
ATLI Magnússon hringdi
og vildi koma á framfæri
þökkkum til starfsfólks
símaskrárinnar í númeri
118. Hann notar þessa þjón-
ustu mjög mikið og segir að
þeir sem þar vinna séu bæði
eldklárir og hafi mikla þjón-
ustulund og það beri að
þakka.
Tapað/fundið
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA í svörtu leð-
urhulstri fannst í Elliðaár-
dal sl. þriðjudag. Upplýs-
ingar í síma 897-1204.
Giftingarhringur
fannst
GIFTINGARHRINGUR
fannst á Víðistaðatúni í
Hafnarfirði fyrir u.þ.b.
tveimur vikum. Upplýsing-
ar í síma 5551-112.
Hleri af kerru tapaðist
AFTURHLERI af fólks-
bílakerru tapaðist á leiðinni
Reykjavík (miðbær) -
Stykkishólmur að kvöldi 21.
ágúst sl. (galvaniseraður,
stærð 40X113 cm). Finnandi
vinsamlega hafi samband í
síma 438-1236 eða 438-1661.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Bílar og mið-
borgin okkar
Víkverji skrifar...
LEIÐINLEGAR sögur fóru ákreik eftir tap íslenska lands-
liðsins í knattspyrnu gegn Norður-
Írum á dögunum. Fram komu í fjöl-
miðlum ásakanir þess efnis að leik-
menn hefðu verið ölvaðir á
skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt
sunnudagsins, að loknum sigurleik
gegn Tékkum, en farið var til Norð-
ur-Írlands í bítið daginn eftir og
leikið þar á miðvikudegi.
Víkverja finnst svör fulltrúa
Knattspyrnusambandsins til þessa
ekki viðunandi. Þjóðin á skilið að
vita hið rétta. Formaður KSÍ verður
að koma fram og segja sannleikann í
málinu, ekki síst leikmanna vegna.
x x x
KUNNINGJAHJÓN Víkverjaákváðu á dögunum að skella
sér til útlanda, sem yfirleitt er ekki í
frásögur færandi. Þau þurftu hins
vegar bæði að endurnýja vegabréfið
sitt og blöskraði heldur betur allt
batteríið í kringum jafn einfaldan
hlut. Eiginmaðurinn var staddur úti
á landi þegar endurnýja átti vega-
bréfið. Konan ætlaði því að sjá um
endurnýjunina og þar sem eigin-
maðurinn hafði nýlega endurnýjað
ökuskírteini sitt töldu þau það lítið
mál, ný mynd af honum var sem sagt
til í Kerfinu. En því miður: Það er
ekki hægt að endurnýja vegabréf
mannsins vegna þess að „við getum
ekki notað þessa mynd af honum.
Við verðum að fá nýja og hann þarf
að koma sjálfur með vegabréfið“,
sagði starfsmaður Kerfisins.
Konan skildi því sín eigin gögn
eftir og ætlaði að borga, því þarna
þarf að greiða allt fyrirfram! En aft-
ur rakst hún á vegg. Hér er því mið-
ur ekki hægt að greiða með
greiðslukortum! Og þar sem hún
hafði ekki reiðufé meðferðis skaust
hún út í banka, náði í peninga og
sneri til baka, en kom þá að lokuðum
dyrum. Afreiðslan er nefnilega ein-
ungis opin til kl. 15 á daginn.
Þessi töf, sem varð vegna þess að
hún gat ekki greitt með kortinu
sínu, kostar hana litlar 5.000 krónur.
Það tekur nefnilega 10 virka daga að
endurnýja vegabréf og gjaldið fyrir
það er 5.000 krónur. Þurfi hins veg-
ar að hraða endurnýjun og fram-
kvæma þetta erfiða og mikla verk á
styttri tíma kostar það 10.000 krón-
ur! Og þar sem þetta var síðasti dag-
urinn til að ganga frá málinu 10 virk-
um dögum fyrir brottför fór sem fór.
Af eiginmanninum er það að
frétta að hann skellti sér til vinar
síns þar sem hann var úti á landi, lét
taka mynd af sér á stafræna mynda-
vél þar og sendi í tölvupósti til sýslu-
mannsembættisins á staðnum. Fór
svo þangað og fékk nýtt vegabréf
um hálfri klukkustund síðar!
x x x
NÝLEGA fór Víkverji í svokallaðgreiðslumat og ákvað að gera
það hjá viðskiptabanka sínum þar
sem hann er í greiðsluþjónustu og
reiknaði því með að þessi leið væri
auðveldust og fljótlegust. En því var
aldeilis ekki að heilsa. Bankinn, sem
fær alla reikninga Víkverja og sér
um að greiða þá, þarf engu að síður
að fá ljósrit af launaseðlum,
greiðsluseðlum lána (sem bankinn
sér um að borga!) og guð má vita
hvað.
Þegar kemur að því að eiga við hið
opinbera virðist allt gert til að skap-
rauna mönnum og gera hlutina eins
flókna og kostur er.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 trjátegundar, 4 karl-
menn, 7 prjónaflík, 8 dul-
ið, 9 strit, 11 vitlaus, 13
spil,14 styrkir, 15 súg, 17
slæmt, 20 borða, 22 frísk-
leg, 23 býsn, 24 galdra-
kerlingu, 25 ófús.
LÓÐRÉTT:
1 hörfar, 2 hitann, 3 geð,
4 málmur, 5 mjúkt, 6
úldna, 10 kostnaður, 12
megna, 13 fjandi, 15 sila-
keppurinn, 16 beiskar, 18
hugleysingi, 19 lifað, 20
grátsog, 21 tómt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ómarkviss, 8 frökk, 9 selja, 10 uni, 11 sting, 13
nærri, 15 sálin, 18 kutar, 21 ála, 22 stóll, 23 fipar, 24
fangaráðs.
Lóðrétt: 2 mjöli, 3 rykug, 4 visin, 5 súlur, 6 ofns, 7 bali,
12 nái, 14 æru, 15 sess, 16 ljóta, 17 náleg, 18 kafar, 19
tapið, 20 rýra.