Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eign sem sker sig úr, þar sem allt yfirbragð er í anda víkinganna. 175 fm þjónustuhús með „útskornum“ matsal ásamt gistingu á efri hæð. Einnig heimilislegir gistiskálar í skógivöxnu landi. Gistirými samtals fyrir 50 manns . Íbúðarhús 110 fm. Eign í fullum rekstri, miklar bókanir fyrir næsta ár. Frábærir möguleikar fyrir hugmyndaríkt fólk. Rósalind og Steinar taka á móti þér milli kl. 13 og 18. Upplýsingar í síma 487 7880 og 487 8367. F R Ó N Síðumúla 2, Rvík, sími 533 1313, fax 533 1314 fron@fron.is www.fron.is Til sölu gistiþjónusta á Njáluslóð Opið hús  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir -fasteignamiðlun  Höfum til leigu fyrrverandi skrifstofur LOGOS lögmanns- þjónustu, sem er vandað skrifstofuhúsnæði, alls 880 fm, sem skiptist í 525 fm á 2. hæð og 355 fm á 3. hæð, sem geta leigst saman eða hvor hæð fyrir sig. Laust í september nk. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Borgartún 24 - Skrifstofur LOGOS ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN sími 533 4200 AUSTURSTRÖND – BÍLSK. Góð 2ja herb. íb. á 5. hæð ásamt stæði í bílsk. Parket og flísar. Fallegt útsýni. Þvottahús á hæðinni. Hús í góðu ástandi. Verð 8,7 millj. 1615 HÁALEITISBRAUT Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Stærð ca 90fm. Góð eign á frábærum stað. Snyrtileg sameign. Áhv. 4,2 millj. Verð 11,9 millj. 1707 ÁLFTAMÝRI – BÍLSKÚR Björt 4ra herb. endaíb. á 3. hæð ásamt bílskúr. 3 svefnherb. Góðar stofur með svölum. Stærð 100 fm + 21 fm bílskúr. Hús nýlega standsett. Verð 12,5 millj. 1710 GAUKSHÓLAR – „PENTHOUSE“ Stórglæsileg „penthouse“-íb. á 7. og 8. hæð með hreint frábæru útsýni. Íbúðin er nýstandsett með glæslegum innr. og gólfefnum. Tvö flísalögð baðherb. Tvennar svalir með flísum og verönd. 4 góð herbergi.Tvær stofur. Stærð 148 fm. LAUS STRAX. 1714 REYNIHVAMMUR – BÍLSKÚR - KÓPAV. Mjög gott parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. 3 svefnherb. Tvær stofur. Parket. Góðar innr. Byggt 1988. Stærð 184,8 fm + 28 fm bílskúr. Verð 20,8 millj. 1722 ARKARHOLT – MOS. Vorum að fá sölu gott 140 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 46 fm bílskúr. 4 svefnherb. Góðar stofur. Stór lóð. Hús OPIÐ Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 12 - 14. Vesturberg 144 - verðlaunablokkin Björt og vel skipulögð 4ra her- bergja 113 fm suðurendaíbúð á 3. hæð í þessari fallegu nýklæddu blokk. Fallegt flísalagt baðh. Snyrtileg sameign. Til sýnis í dag milli kl.14 og 17. Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík sími 552 6600 - fax 552 6666 Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum við Fiskislóð, alls 347 fm. Möguleiki að skipta niður í tvær einingar. Gott húsnæði í vaxandi hverfi. Lækkað verð. Grandinn Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Brekkustígur 8 - vesturbær Í dag, sunnudag, er opið hús á Brekkustíg 8, Reykjavík Um er að ræða mjög góða 80 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð á þessum eftirsótta stað. 2 góð svefnherb., gott eldhús. Hús nýlega málað og viðgert. Eign sem er vert er að skoða. Áhv. 8,2 millj. Verð 10,9 millj. Vilhjálmur sýnir íbúðina í dag milli kl. 14 - 16. Nýk. í einkas. glæsileg 132 fm efri sérh. auk 28 fm bílskúrs. 3 svefnherb. með góðum skápum. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Suðursvalir með frábæru útsýni. Ef þið eruð að leita að hæð, þá skoðið þessa. Verð 19,4 milj. FOLDASMÁRI - KÓPAVOGI Við hjónin vorum á faraldsfæti þegar við fregnuðum lát Garðars Jónssonar góðvinar okkar um gengin ár. Þó seint sé viljum við minnast hans í þökk fyrir liðna tíð og ljúfa kynningu. Garðar var svo síungur í anda og ern með afbrigðum að einhvern veg- inn var ekki hægt að setja neitt GARÐAR JÓNSSON ✝ Garðar Jónssonfæddist í Reykja- vík 12. desember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 5. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Reyðar- fjarðarkirkju 13. ágúst. samasemmerki milli hans og Elli kerlingar og við síðustu samfundi gjörði hann óspart að gamni sínu og hin ein- læga hlýja innifyrir var svo sannarlega á sínum stað, hress og kempu- legur var hann sem alltaf áður. En enginn storkar örlögum sínum og nú er þessi hrausti þrekmaður allur og eft- ir lifa mætar minningar um ágætan samferða- mann um árafjöld. Heim leitar hugur- inn til horfinnar tíðar þar sem erjað var af iðjusemi og kappi, en Garðar mikill framkvæmdamaður, óvílinn og áræðinn vel og fékk að mörgu lagt gjörva hönd heima á Reyðarfirði. Hann hafði enda mikinn metnað fyr- ir hönd heimabyggðar sinnar og vildi veg hennar sem mestan, lagði þar sjálfur til giftudrjúgan skerf af dugnaði sínum og eljusemi. Hann var maður ágæta greindur og íhugull og vel heima víða, vörpu- legur á velli og sópaði sannarlega að honum hvar sem hann fór. Hér skal ekki rakið hve víða hann kom að verkum, en marga hef ég heyrt minnast með gleði ferðanna með Heklunni hans þegar hann var í ferðum milli Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar og Hafraness á þeim árum þegar vegasamband var ekki komið á við Fáskrúðsfjörð. Þá var Garðar ungur maður og gladdi geð manna með gamansemi góðri og lipurð hans í þessum flutningum við brugðið, því allra vanda vildi hann leysa. Garðar var yfirleitt í forsvari hvar sem var á vinnuferli hans, verkstjóri eða þá framkvæmdastjóri við eigin fyrir- tæki, hugkvæmur, verklaginn og hafði góða og réttláta stjórn á þeim sem hjá honum unnu. Við sjávarfang hvers konar var yfirleitt verið og gott þótti mönnum að starfa hjá Garðari, um það bera vitni orð föður míns fyrrum, sem sagði það hafa ver- ið einkar ánægjulegt, svo ósérhlífinn sem Garðar var og laginn að segja fyrir verkum um leið og föður mínum þótti gaman að eiga við hann orða- stað, „þessa hressilegu kempu,“ eins og hann orðaði það. Margir ungling- ar fengu þarna notadrjúga verkleið- sögn sem reyndist þeim hið bezta veganesti. Garðar var óhræddur við að brydda upp á nýjungum í atvinnulíf- inu heima á Reyðarfirði, s.s. rækju- vinnslan og lifrarbræðslan eru lýs- andi dæmi um og sýndu bæði áræði og framtakssemi þessa dugnaðar- manns. Í einkalífi sínu var hann gæfumaður góður, átti hæfileikaríka greindarkonu, heimili þeirra Sigfríð- ar einkenndist af rausn húsráðenda og synir þeirra þrír einkar gjörvu- legir menn og vel gjörðir, en harms- efni mikið þegar sá elzti þeirra féll skyndilega frá á bezta aldri og tók sinn toll hjá kempunni sem og andlát eiginkonunnar ári síðar. Hér syðra á Hrafnistu varð hann eins og heima vinmargur og veitull félagi og ók mikið með marga, ólatur að gjöra fólki greiða og alltaf hafði hann jafngaman að því að grípa í spil, enda leikinn í sókn sem vörn þar. Garðar var skemmtilega glettinn og kunni vel að gjöra að gamni sínu án þess að neinn særði og alltaf þótti mér jafnnotalegt að hitta þennan gamla sveitunga minn og margt rifj- að upp frá fyrri tíð. Hann er af okkur hjónum kvaddur þakklátum huga fyrir kynnin kær og um leið sendum við Hanna sonum hans tveim og öðrum aðstandend- um hlýjar samúðarkveðjur. Þar fór traustur þegn og þekkur sem átti sér hina ágætustu lífssögu. Honum er allrar blessunar beðið á huldum leiðum eilífðarinnar. Blessuð sé björt minning Garðars Jónssonar. Helgi Seljan. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.