Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir 478 8962 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234 Neskaupstaður Ægir Guðjón Þórarinsson 477 1372 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 Neskaupstaður Bjartur Sæmundsson 477 1489 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Kæli- og frystiklefar Margar stærðir - Heildsala - smásala FRÉTTIR ÁRIÐ 1887, fyrir 114 árum, birt- ist í Tímariti Hins íslenzka bók- menntafélags grein um klaustur á Íslandi í kaþólskum sið. Höfundur var Janus Jónsson. Greinin var endurútgefin sem ljósrit árið 1980. Í henni er tíndur til mikill fróðleikur – úr tiltækum heim- ildum þess tíma – um klaustur hér á landi. Seinni tíma rannsóknir hafa að sjálfsögðu bætt ýmsu við um þetta efni í fróðleiksbanka þjóðarinnar. Grein Janusar er eigi að síður forvitnilegt lesefni. Höfundur rekur í stórum drátt- um sögu sérhvers hinna fornu klaustra okkar. Nafngreinir ábóta og abbadísir. Þessi fróðleikur er ekki rakinn að ráði hér. Látið nægja að benda fróðleiksfúsum á ljósrit greinarinnar, sem finna má í bókasöfnum. Hins vegar er staldrað við nafngreint kristið fólk á landnáms- og þjóðveldisöld, sem hneigðist til einsetulífs fyrir tíma klaustranna. 1. Fyrst nefnir greinarhöfundur til sögunnar Ásólf alskik Kon- álsson. Hann kom frá Írlandi og var kristinn vel. Settist fyrst að á Austfjörðum. Færði síðan bú- setu til Akraness, hvar fyrir var kristið fólk, og bjó að í Innra- Hólmi. Frá landnámsöld hefur geymst sögn um að hann hafi reynt að stofna klaustur að írskum hætti. Hann gerðist ein- setumaður á efri árum. „Ásólf- ur var kallaður helgur maður,“ segir í grein Janusar. 2. Því næst er nefndur Jörundur hinn kristni Ketilsson, Bersa- sonar, þess er nam Akranes fyrir vestan og fyrir norðan Akrafell til Örriðaár. Þor- móður, bróðir Ketils, nam land fyrir sunnan Reyni og bjó að Hólmi. Þeir bræður komu frá Írlandi, en vóru ættaðir úr Nor- egi. Jörundur gerðist ein- setumaður á efri árum. 3. Þá er getið Mána hins kristna er bjó að Holti á Ásum í Húna- þingi. Hann var skírður af Frið- reki trúboðsbiskupi (þeim hin- um sama og skírði Síðu-Hall). Greinarhöfundur leiðir að því líkur að Máni hafi bæði byggt kirkju og lifað sem ein- setumaður. 4. Loks er nefnd Guðrún Ósvíf- ursdóttir, er bjó að Helgafelli og mjög kemur við sögu í Lax- dælu. Guðrún var kristin. Hún var og einsetukona á efri árum sínum. Fyrsta íslenzka klaustrið, Þing- eyraklaustur, „var eigi fullgjört og komst ekki á fastan fót fyrr en 1133“, segir Janus í grein sinni. Það líða því meira en 130 ár frá kristnitöku unz fyrsta klaustrið tekur formelga til starfa. Ein- setufók var þó fyrir í landinu þá er klaustrin komu til sögunnar. Janus nafngreinir einsetufólk, sem sagnir eru til um frá þessum tíma: Hildi nunnu, er tók vígslu af Jóni biskupi Ögmundssyni, Gróu Gizurardóttur (Ísleifssonar bisk- ups), Ketilbjörgu nunnu í Skál- holti, Úlfrúnu einsetukonu á Þingeyrum, Björn einsetumann á Þingeyrum og Katrínu, er síðar varð fyrsta abbadísin á Reynistað í Skagafirði. Orðið klaustur er komið úr lat- ínu. Merkir innilokaðan stað, hvar fólk ástundar guðrækni sam- kvæmt ákveðnum trúarreglum. Hér á landi stóðu á kaþólskri tíð tvö nunnuklaustur (Kirkjubæj- arklaustur og Reynistað- arklaustur) og níu munkaklaustur (Þingeyraklaustur, Munkaþver- árklaustur, Hítardalsklaustur, Þykkvabæjarklaustur, Helga- fellsklaustur, Saurbæjarklaustur, Viðeyjarklaustur, Möðruvalla- klaustur og Skriðuklaustur). Þau vóru mikil menntasetur og lögðu drjúgan skerf til íslenzkra bók- mennta. Í þeim var stunduð kennsla og líknarstarf. Í Þing- eyraklaustri dvöldust rithöfund- arnir Oddur Snorrason, Karl Jónsson, Gunnlaugur Leifsson og Arngrímur Brandsson. Í Þykkva- bæjarklaustri var Eysteinn munkur Ásgrímsson, Liljuskáld. Klaustrið á Helgafelli var annálað fyrir bókmenntastarf. „Handrit frá Helgafelli eru gerð af stakri vandvirkni, fagurlega rituð og smekklega skreytt,“ segir Her- mann Pálsson í bók sinni um Helgafell. Árni Óla segir um Styrmi príor Kárason í Viðeyj- arklaustri að hann hafi verið dæmigerður fulltrúi þess menn- ingarstarfs er í klaustrunum var unnið. „Hann var einn af frumhöf- undum Landnámu, hann ritaði Ólafssögu helga o.s.frv.“ Maður er manns gaman. Fé- lagsskap má flokka til frumþarfa manneskjunnar. Mannleg sam- kipti í leik og starfi gefa lífinu lit og angan. Eigi að síður er það hollt hverjum og einum að vera stöku sinnum einn með sjálfum sér og Guði sínum í þögn, leit og íhugun. Leit og íhugun vóru aðal einsetufólksins. Í klaustrunum stilltu fámennir hópar saman strengi í bæn og lofgjörð. Þau vóru trúar- og menningarlind, sem samfélagið naut góðs af í bráð og lengd. Lilja Eysteins munks, sem allir vildu kveðið hafa, er dæmi um klausturlist. Ís- lendingabók Ara fróða, sem var prestur, og Landnámabók Styrm- is Kárasonar, príors í Viðeyj- arklaustri, dæmi um klaustur- og þjóðmenningu. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við löngu liðna klausturbúa. Morgunblaðið/Golli Viðeyjarstofa – Viðeyjarkirkja Einsetufólk og klaustur Fyrsta íslenzka klaustrið var stofnað ár- ið 1133. Einsetufólk hafði þá lengi þekkst í landinu. Stefán Friðbjarnarson gluggar í meira en hundrað ára gamla grein í Tímariti Hins íslenzka bók- menntafélags. Margvís- legur stuðn- ingur Holl- vina við lagadeild HOLLVINAFÉLAG lagadeildar Háskóla Íslands var stofnað á há- tíðisdegi Orators, félags laganema, hinn 16. febrúar 1997. Í stjórn fé- lagsins sitja nú Halldór Jónatans- son, fyrrv. forstjóri, formaður, Arnljótur Björnsson, fyrrv. hæsta- réttardómari, meðstjórnandi, Jón- as Þór Guðmundsson, hdl., ritari, Hildur Njarðvík, hdl., gjaldkeri og Lilja Jónasdóttir, hrl., meðstjórn- andi. Á vegum stjórnar félagsins, ráð- gjafaráðs þess og lagadeildar starfa tveir starfshópar, annar um kennslu og rannsóknir í lagadeild og hinn um fjáröflun í þágu deild- arinnar. Í samræmi við hlutverk sitt hef- ur félagið að undanförnu leitast við að efla lagadeildina með ýms- um gjöfum og hefur þannig á sl. tveimur árum staðið, ýmist eitt sér eða ásamt öðrum, að gjöfum til deildarinnar á tölvubúnaði og tækjum að verðmæti alls um kr. 1.000.000, auk þess sem áskrift lagadeildar að nokkrum erlendum tímaritum um lögfræðilegt efni er fyrir atbeina félagsins kostuð af sérstökum stuðningsaðilum, eink- um lögfræðistofum. Þá hefur stjórn félagsins undanfarið fjallað um drög að skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð rannsókna og starfs- menntunar á sviði lögfræði sem hefði því hlutverki að gegna að styrkja rannsóknar-verkefni, nám- skeið og fræðistörf á vegum laga- deildar með þátttöku nemenda í deildinni, kennara og annarra lög- fræðinga auk styrkveitinga til sí- menntunar þeirra. Er ætlunin að kanna á næstunni möguleika á að fyrirtæki og stofnanir í atvinnulíf- inu taki þátt í að stofna umræddan sjóð þar sem mörg þeirra gætu notið góðs af ýmsum verkefnum sem sjóðurinn myndi koma til með að hafa með höndum. Aðalfundur Hollvinafélagsins verður haldinn í stofu L-101 í Lög- bergi þriðjudaginn 18. september nk. og hefst kl. 17:15. Aðalfundarstörf verða sam- kvæmt lögum félagsins. Að lokn- um aðalfundi mun dr. Páll Sig- urðsson, prófessor og forseti lagadeildar, flytja erindi um stefnumið og stöðumat lagadeild- ar. Fundurinn er opinn öllum vel- unnurum deildarinnar. Norðurland Fundaröð um Frum- kvöðlasetur FRUMKVÖÐLASETUR Norður- lands mun gangast fyrir fundaröð um starfsemi sína, þá þjónustu sem frumkvöðlum gefst kostur á og stuðning þann sem nýjum fyrir- tækjum og frumkvöðlum stendur til boða. Fundirnir verða haldnir í haust og fyrrihluta vetrar en þeir fyrstu verða á Akureyri, Dalvík og Húsa- vík á þriðjudag, 18. september. Morgunverðarfundur verður á Hót- el KEA frá kl. 8–9, hádegisfundur í Safnaðarheimilinu á Dalvík frá kl. 12 til 13 og loks verður síðdeg- isfundur á Hótel Húsavík frá kl. 17 til 18. Kynnt verða þau markmið sem Frumkvöðlasetrinu eru sett og hvernig stefnt er að því að uppfylla þau markmið með nánu samstarfi við bakhjarla þess. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.