Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 11 rileg við nasismann“ VLADÍMÍR PÚTÍN RÚSSLANDSFORSETI Í RÆÐU Í JEREVAN Í ARMENÍU ÞEGAR seinni farþegaþotan skall á syðri turni World Trade Center var Dick Cheney varafor- seti límdur við sjónvarpið á skrif- stofu sinni í Hvíta húsinu. Klukk- an var 9.03 að staðartíma. Öryggisvörður hans reif í hand- legg honum og leiddi hann í miklum flýti niður í kjallarann þar sem er að finna neyð- arstjórnstöð Bandaríkjaforseta, hert byrgi sem á að geta staðist kjarnorkuárás. Þessi lýsing kemur fram í dálki sem William Safire, dálkahöf- undur við bandaríska dagblaðið New York Times, ritaði í blaðið á föstudag. Safire hefur löngum verið vinsæll meðal bandarískra repúblikana og hefur þótt eiga góðan aðgang að valdamönnum úr þeim flokki vestra. Var hann m.a. einn af ræðuhöfundum Rich- ards Nixons Bandaríkjaforseta. Í byrginu bættust þau Condol- eezza Rice öryggisráðgjafi og Norman Mineta samgönguráð- herra í hópinn. Þeim var sagt að sex farþegaflugvéla væri saknað og væri hugsanlegt að þeim yrði öllum beitt til árása. Klukkan 9.45 að staðartíma var þriðju þotunni flogið á varnar- málaráðuneytið í Washington. Safire segir í dálki sínum að leyniþjónustan hafi náð að hlera leynileg samskipti hryðjuverka- mannanna þar sem sagt hefði verið: „Air Force One er næst.“ Þota sú sem Bandaríkjaforseti er í hverju sinni nefnist á ensku „Air Force One“ en forsetaembættið ræður yfir nokkrum flugvélum. Þegar upplýsingar um þessi sam- skipti bárust var Bush forseti við það að fara um borð í flugvél sína í Flórída. Cheney hringdi í hann og hvatti hann til þess að snúa ekki til Washington. Að sögn Saf- ire sagði forsetinn þá að hann vildi ekki láta „einhverja hryðju- verkamenn“ komast upp með að halda forseta Bandaríkjanna ut- an höfuðborgarinnar á hættutím- um. Þá tjáði leyniþjónustan for- setanum að hótun hefði borist og orðalagið „benti til þess að hryðjuverkamennirnir hefðu upplýsingar um ferðir hans og dvalarstað“. Ákveðið var að orr- ustuþotur skyldu fylgja flugvél forsetans. Safire segir í dálki sínum í New York Times að menn hljóti að hafa af því áhyggjur að hryðju- verkamennirnir hafi búið yfir þessum upplýsingum. Það gefi til kynna að „moldvarpa“, flugu- maður, sé á kreiki í Hvíta húsinu, innan öryggissveita forsetans, Al- ríkislögreglunnar (FBI) eða leyniþjónustunnar, CIA. Stríð Bandaríkjanna gegn hryðju- verkamönnum kunni því að þurfa að hefjast á heimavelli. „Moldvarpa“ í Hvíta húsinu? Bandaríski dálkahöfundurinn William Saf- ire segir í New York Times að grunsemdir hljóti að vakna um að hryðjuverkamenn- irnir hafi átt samstarfsmann innan banda- rískra leyniþjónustu- og öryggisstofnana, jafnvel í sjálfu Hvíta húsinu. KRÖNUM og jarðýtum er beitt til að fjarlægja stærstu og þyngstu rústahlutana en sjálft starfið fer fram með öðrum og ekki jafn stórtækum hætti; björgunarmenn með stikur úr plasti feta sig var- lega í gegnum rústir World Trade Center í New York í þeirri von að enn sé einhvern að finna á lífi í þessu jarðneska víti. Vonin verður sífellt veikari en áfram er haldið í leðjunni, rigningunni og fnyknum. Þeir eru að niðurlotum komnir en andinn er óbugaður. Hundruð sjálfboðaliða dreifa sér um rúst- irnar og ekki hafa aðstæður batn- að eftir úrhellið á föstudag. „Hér er öllum kalt, allir ör- þreyttir og hér er hættulegt að vera,“ segir einn sjálfboðalið- anna, Jim Roberts, sem hefur fleygt sér á dýnu í nokkrar mín- útur. „En þetta er borgin okkar,“ bætir hann við um leið og hann rís á fætur til að hefja störf á ný. Enn einn dagurinn hefur liðið og fá tilefni hafa gefist til að gleðjast fremur en aðra. Engir hafa fundist á lífi síðustu dagana. Búið er að ná 124 líkum úr rúst- unum, staðfest hefur verið að 184 fórust og enn er meira en 4.700 manns saknað. Aðeins fimm manns hafa fundist á lífi í rústum World Trade Center frá því á þriðjudag. Og tekist hefur að safna saman 400 líkamsleifum. Á meðal þeirra sem saknað er eru 23 lögreglumenn frá New York og hundruð slökkviliðs- manna. Aðeins 13 þeirra eru fundnir. En vonir vöknuðu í gær – þótt á öðru sviði væru. Yfirvöld skýrðu frá því að fyrsta hand- takan hefði farið fram – maður var í haldi í New York og talinn „sérlega mikilvægt vitni“ sem væntanlega þýðir að talið er að hann búi yfir upplýsingum, sem bent geti til þeirra sem frömdu þetta lygilega ódæðisverk. Og George Bush forseta lán- aðist að lyfta anda björg- unarmannanna á föstudag þegar hann kom til New York. Með brunahjálm á höfði sér og gjall- arhorn í hendi þakkaði hann björgunarmönnum fyrir störf þeirra og kvað þjóðina alla stolta af þeim. Þeir svöruðu með því að hrópa „USA, USA“ í kór. En þrátt fyrir samhug og sam- stöðu þjóðarinnar allrar er þeim sem fara um rústirnar þar sem World Trade Center stóð forðum á Manhattan-eyju að verða ljóst að þetta starf á eftir að standa lengi, lengi yfir. Leitin að fórn- arlömbunum gengur svo hægt og ekki að undra; treysta þarf á handaflið eitt við leitina. Mynduð er mannleg keðja – slökkviliðsmenn, lögreglumenn, þjóðvarðliðar, byggingaverka- menn, læknar – tómar fötur eru látnar ganga inn í holur, hella og göt í rústunum. Einhvers staðar þarna inni eru björgunarmenn með ljós og hunda að leita að fórnarlömbum, líkum og líkams- hlutum. Nú þegar hafa tíu þús- und tonn af því sem áður voru byggingar verið flutt á brott, gíf- urlegt magn en aðeins örlítið brot af því sem áður var ein hæsta bygging í heimi þar sem samtals voru 220 hæðir, 1,25 milljónir tonna af stáli. Þeir vinna á 12 tíma vöktum en oftast er ekkert hugsað um hvað tímanum líður. En ekki neita þeir því; á föstudaginn var þetta veru- lega erfitt. „Manni er kalt, hend- urnar dofna og stálið er sleipt,“ segir hinn fertugi Jesus Agosto, sjálfboðaliði frá New Jersey. „Maður verður að fara hægar yf- ir,“ segir félagi hans, Jerry Shike frá Connecticut. En þótt vindurinn og regnið geri lífið erfitt er vonin enn til staðar. „Ég var að segja við sjálf- an mig: „Svona, svona, nú vil ég heyra hljóð, ég vil hljóð,“ segir Fred Medins. En í hvert skipti sem þeir telja sig heyra veikt hróp eða hreyfingu hefur það reynst rangt. Yfirvöld í New York hafa hafn- að aðstoð hundruða manna sem boðið hafa fram krafta sína. Á svæðinu eru nú eins margir og komið verður við þar. En samt bíða margir við miðstöðina þar sem skráning sjálfboðaliða fer fram í þeirri von að kallið komi. Vonin veikari í leðjunni og fnyknum New York. Associated Press. Reuters Björgunarmenn hvílast í rústum World Trade Center. Björgunarmenn með stikur úr plasti feta sig varlega í gegnum rústir World Trade Center í New York í þeirri von að enn sé ein- hvern að finna á lífi í þessu jarðneska víti. kenna Bandaríkjamönnum um allt mótstreymi múhameðstrúar- manna. Í Súdan stofnaði hann ým- is fyrirtæki, þar á meðal sútunar- stöð, tvo stóra búgarða og stórt vegagerðarfyrirtæki. Í Súdan var litið á hann sem hetju, en hjá CIA fóru að vakna grunsemdir um að hann væri farinn að senda fé til herskárra múhameðstrúarmanna um heim allan. Lítum á hann sem íslamska hetju Eftir öldu hryðjuverka, þar sem nafn Bins Ladens kom við sögu, fóru Bandaríkjamenn og Sádi- Arabar að þrýsta á Súdani að vísa honum úr landi þannig að hann hefði ekki lengur samastað til að athafna sig. Omar Hassan Ahmed Al-Bashir, forseti Súdans, sagði í viðtali við Frontline að hann hefði talið betra að Bin Laden yrði áfram í Khartoum því að þá væri hann upptekinn af fyrirtækjum sínum og auðveldara að hafa auga með honum. Bin Laden fór hins vegar til Afganistans vorið 1996 og með honum 200 fylgismenn og um sumarið gaf hann út heilagan úr- skurð um stríð á hendur Banda- ríkjamönnum. 1998 voru framin hryðjuverk í Nairobi í Kenýa og Dar Es Salaam í Tansaníu og sendiráð Bandaríkjamanna þar sprengd í loft upp. Böndin beind- ust að Bin Laden. Clinton-stjórnin greip til aðgerða, réðst á búðir Bins Ladens í Afganistan og skaut sprengjum á lyfjaverksmiðju í Súdan án þess að Bandaríkjamenn gætu fært óyggjandi sönnur á að verksmiðjan tengdist Bin Laden. Í Frontline-þættinum er talað við Ali Shee, formann ráðs ísl- amskra bænapresta í Kenýa: „Hann er hetja. Ekki aðeins í Austur-Afríku, heldur alls staðar. Við lítum á hann sem íslamska hetju vegna þess að hann hefur lýst yfir tryggð sinni við íslam. En hann er ekki hryðjuverkamaður. Hann er að verja íslam. Þegar árásargirni beinist að íslam stend- ur hann upp og ver íslam. Þegar hann stendur upp og ver íslam er hann kallaður hryðjuverkamaður.“ Fimm milljónir dollara hafa ver- ið settar til höfuðs Osama Bin Laden og Bandaríkjamenn segja að líklegast sé að hann standi að baki hryðjuverkunum, en enginn hefur enn lýst ábyrgð á þeim á hendur sér. Ekki er vitað hversu mikið Bin Laden á eftir af arfinum og ljóst að hann gengur ekki frek- ar í kistur fjölskyldunnar. Í Frontline-þættinum er haft eftir fyrrverandi bókhaldara hans að hann eigi í mesta lagi um 20 millj- ónir dollara og það sé fásinna að hann eigi 200 milljónir dollara eða meira. Í nýjasta hefti tímaritsins The Economist segir að það veki nokkrar efasemdir um bolmagn Bins Ladens að í réttarhöldunum, sem haldin voru vegna sprenging- anna í sendiráðunum í Austur-Afr- íku, gáfu fyrrverandi samstarfs- menn hans til kynna í vitnisburði að sjóðir hans væru að renna til þurrðar. Þeir sögðu einnig að í röðum liðsmanna hans væri hver höndin upp á móti annarri, þar væru rifrildi og ringulreið daglegt brauð. Bin Laden kann að vera farið að skorta fé, en það eru eng- ar vísbendingar um að hann sé farið að skorta sannfæringu. Reuters hryðjuverkamannanna í Phnom ginni. Bandaríkjamenn gerðu hard Nixons Bandaríkjaforseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.