Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Hjartans vinur. Nú er þinni þrautagöngu lokið. Okkar leiðir lágu saman fyrir tíu árum en þá varst þú orðinn veikur, en ég bar alltaf mikla virðingu fyrir þeim hæfileikaríka og fróða manni sem þú hafðir að geyma. Aldrei kom ég að tómum kofunum hvað sem skrafað var um þá stundina, menn, málefni, land eða list. Jólin okkar saman, til- hlökkun í jólamatinn, himneska tóna, og gleðina sem skein úr augum afa- barnanna þinna. Mig langar að kveðja þig með þessum fáu orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna Rósa. Við brotthvarf Skúla G. Johnsen úr þessum heimi er auðvelt að kalla fram fyrstu myndina af honum úr hugskotinu. Ekki síst í blíðunni hér fyrir norðan, haustlitir í trjám og gamli skólinn okkar í þann mund að fyllast af ungu lífi. Fjörutíu og fjögur ár eru sem örskotsstund. Myndin er af glæsimenni, hávöxnum ungum manni, ljósum yfirlitum. Skúli var fyrirferðarmikill, hann vakti athygli og hreif fólk með. Brátt heillaði hann bekkjarsystur mína, Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur, þannig að ekki varð aftur snúið. Það áttu bekkjarbræður mínir erfitt með að fyrirgefa, en hlutu þó að sjá að þau voru sem sköpuð hvort fyrir annað. En myndirnar eru miklu fleiri: Skúli, Stebba og Baldur litli í fyrstu íbúðinni á háskólaárunum, stækk- andi fjölskylda í Kópavogi og á glæsilegu heimili í Garðabæ. Skúli, oftast á þönum í annasömu starfi, lét okkur „stelpurnar“ oftast um að spjalla. Og enn önnur: Hugsjóna- maðurinn Skúli, hraðmæltur og vel máli farinn að ræða hugðarefni sín: pólitík, heilsugæsluna, nýjar hug- myndir, betri lausnir. Ég, hlustandi, lét oft sannfærast, enda fávís um flest. Skúli á fundum um málefni fatlaðra. Loksins var ég á heimavelli og gat beitt mér. Það þótti mér ekki verra. Skúli á hátíðarstundum, heima og SKÚLI G. JOHNSEN ✝ Skúli Guðmund-ur Johnsen fædd- ist í Ögri í Ögur- hreppi í N-Ísa- fjarðarsýslu 30. sept- ember 1941. Hann lést aðfaranótt laug- ardagsins 8. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 14. september. heiman – og í mann- fagnaði, við dansandi saman uppá gamla mátann. Hrókur alls fagnaðar, orðheppinn, sterkur. Stebba og Skúli hjá okkur Herði í Kolgerðinu, alltof sjaldan, alltof stutt. Skúli í heimsókn fyrir norðan eftir að sjúk- dómurinn herti tökin, enn sami eldhuginn, orðfærið hið sama, svo margt heilt þrátt fyrir allt. Myndirnar eru margar, en kærust er mér myndin af Skúla og Stebbu, ungum, hraustum og með allt lífið framundan. Af henni stafar birtu sem alltaf mun verma hjartað. Um margra áratuga skeið hef ég átt athvarf og skjól hjá Stebbu vin- konu minni í Reykjavík. Við þessi þáttaskil vil ég þakka fyrir vinátt- una, kærleikann og tryggðina, full- viss þess að við Skúli vorum tengd inn í eina og sömu kærleikskeðjuna. Sorg fjölskyldunnar yfir örlögum hans og þjáningu er líka mín. Við andlát hans syrgjum við dýrmætan og hæfileikaríkan mann sem alltof snemma hvarf af vettvangi lífsins og frá ástvinum sínum. Á útfarardegi Skúla leita ég ekki einungis í sjóð minninga að myndum. Ég lít upp og sé ástvini hans: Stebbu, Baldur, Valdimar, Guðrúnu, Skúla yngri, Tryggva og litlu Stefaníu. Ég bið þeim öllum blessunar. Megi þau ganga í ljósinu. Öldruðum föður Skúla, systkinum hans og þeirra fólki votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Skúla G. Johnsen. Svanfríður Larsen. Kveðja frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Fallinn er frá fyrir aldur fram einn af þeim eldhugum, sem sett hafa mark sitt á íslenska heilbrigðisþjón- ustu. Skúli G. Johnsen var af læknum kominn og hafði því góða þekkingu á aðstæðum sjúklinga á Íslandi sem og læknisstarfinu þegar hann valdi sér ævistarf á þeim vettvangi. Eftir nám við Háskóla Íslands og starfsþjálfun á sjúkrahúsum hélt hann til Vopna- fjarðar þar sem hann gegndi starfi héraðslæknis. Mátti oft heyra á máli Skúla að dvölin í Vopnafjarðarhéraði var honum lærdómsrík og minnis- stæð og markaði hjá honum djúp reynsluspor. Hefur hún án efa átt sinn þátt í því að hann helgaði starfs- ævi sína að stórum hluta almennri lýðheilsu. Skúli starfaði sem aðstoðarborg- arlæknir í Reykjavík um skeið en var skipaður borgarlæknir 1974 og síðar héraðslæknir í Reykjavík allt til 1998. Skúla voru heilbrigðismál mjög hjartfólgin. Hann menntaði sig sérstaklega á sviði félags- og heilsu- gæslulækninga og beitti hann sér fyrir framgangi þessara mála í ræðu og riti. Skúli hafði ákveðnar og skel- eggar skoðanir á ýmsum þáttum skipulags heilbrigðismála og vann ötullega að framgangi þeirra, bæði á opinberum vettvangi og í almennri umræðu. Lét hann sér að jöfnu skipta eigið hérað sem landið í heild og kom reynsla hans úr erfiðum dreifbýlishéruðum þar glögglega fram. Skúli veitti forstöðu stærsta héraðslæknaembættinu og urðu margir til að leita ráða hjá honum vegna langrar reynslu hans og skarpskyggni. Skúla voru falin margvísleg trúnaðarstörf af hálfu heilbrigðisyfirvalda og vann hann þau af fagmennsku og dugnaði með- an honum entist heilsa. Síðustu árin varð Skúli að draga sig í hlé frá emb- ættisstörfum vegna heilsubrests en glögglega mátti greina, að áhugi hans á heilbrigðismálum var enn mikill og einlægur, og hagur sjúk- linganna ávallt í fyrirrúmi. Heil- brigðisráðuneytið þakkar Skúla G. Johnsen samstarf alla hans starfs- ævi. Starfsmenn ráðuneytisins senda ættingjum hans og vinum innilegustu samúðaróskir á kveðju- stund. Hann Skúli, pabbi hennar Guð- rúnar minnar, er látinn langt fyrir aldur fram. Þegar mér er hugsað til baka sé ég fyrir mér hávaxinn og myndarlegan en umfram allt ein- staklega traustvekjandi mann. Mér eru minnisstæðastir ófáir laugar- dagsmorgnar eftir að hafa fengið að gista hjá Guðrúnu, þegar hann fór með okkur vinkonurnar í Bláfjöll á skíði. Þetta var alltaf mikil upplifun. Ég gleymi því ekki þegar við stöll- urnar horfðum á eftir Skúla líða nið- ur brekkurnar skíðandi með hinum svokallaða „túristastíl“. Þetta fannst okkur Guðrúnu mjög eftirsóknar- verður skíðamáti og lögðum við mik- ið á okkur til þess að gera þetta eins tignarlega og hann, með misgóðum árangri. Þetta voru yndislegar stundir sem ég er viss um að eru einnig dýrmætar fyrir Guðrúnu, nú þegar hans nýtur ekki lengur við. Það er skrítið til þess að hugsa að héðan í frá verða það einungis hlýjar minningar sem þessar um Skúla sem munu lifa. Elsku Guðrún, Stefanía, Baldur og Valli. Megi ykkur auðnast styrkur til þess að takast á við þenn- an mikla missi í lífi ykkar. Hugurinn er með ykkur, kæru vinir. Tinna. Það var sumarið 1974 að við hjónin fluttum með dætur okkar tvær í Asparlund 19 í Garðabæ. Á númer 21 fluttu þau Skúli og Stefanía með börnin sín þrjú. Það sumar markaði upphafið að vináttu þessara fjöl- skyldna. Í ellefu ár bjuggum við hlið við hlið og margs er að minnast frá þeim tímum. Skúli var glæsimenni svo eftir var tekið. Hann var glaðlegur í fasi og viðmóti og hafði skemmtilega frá- sagnargáfu. En það duldist engum sem þekkti hann að þar fór einnig viðkvæm lund og að undiraldan var oft þung. Þegar Skúli tók við embætti borg- arlæknis stóð um þá embættisveit- ingu styr eins og oft er í okkar litla samfélagi. Þrátt fyrir að hann bæri sig vel, þá fannst honum það sárt, því hann mátti ekki vamm sitt vita. Skúli var góður fræðimaður á sínu sviði og jafnframt víðlesinn á öðrum sviðum og fátítt að koma að tómum kofunum hjá honum. Vegna starfs síns ferðað- ist hann talsvert og þá stundum til landa sem ekki voru í alfaraleið á þeim tíma. Mér er alltaf minnisstætt þegar hann sagði mér ferðasögu sína frá Tyrklandi. Ég var að sækja dæt- ur mínar yfir á 21 og sá að Skúli var kominn undir gamla Bensinn á hlaðinu. Ég heilsaði og spurði frétta af nýafstöðnu ferðalagi. Það stóð ekki á svari og á meðan hann lamdi í leiðslur og herti rær á undirvagni kom ferðasagan. Vissulega heyrði ég ekki nema brot af sögunni, þrátt fyr- ir að ég gengi í kringum bílinn til þess að miða út hvar höfuð sagna- mannsins væri hverju sinni. En þetta var Skúli, hann var yfirleitt að bjástra við margt í sömu andrá. Skúli var góður granni og hann var alltaf boðinn og búinn að veita lækn- isaðstoð þegar með þurfti. Skúli hafði mikinn áhuga á því að gera endurbætur á heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga, þá hvort tveggja hug- myndafræðilegar og framkvæmda- legar. Hann lagði áherslur á forvarn- ir, kostnaðarminna kerfi sem veitti betri og skilvirkari þjónustu en áður þekktist. Hann skrifaði margar greinar í blöð og tímarit, flutti fyr- irlestra um hugmyndir sínar bæði hér heima og erlendis. En eins og oft vill verða hafði hann ekki alltaf er- indi sem erfiði og hann fann að við ramman reip var að draga. En eins og hann sagði við mig eitt sinn: „Öll kerfi eru í eðli sínu íhaldssöm og megintilgangur þeirra er og verður að viðhalda sjálfum sér og þannig úr- eldast þau, það er kallað fram- faraþróun.“ Og svo hló hann. En þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið öllum hugmyndum sínum framgengt eru ýmsar merkar framfarir á heil- brigðissviði síðari áratuga komnar úr hugmyndasmiðju hans. Þegar ég og fjölskylda mín flutt- um til Bandaríkjanna kom jólahangi- kjötið frá fjölskyldunni á númer 21. Svo kom nýtt ár og ýmsar fregnir að heiman um veður og mannlíf eins og gengur. En okkur bárust líka þær fréttir að ásýnd fjölskyldunnar á 21 hefði breyst, Skúli hafði veikst alvar- lega af geðhvarfasýki. Við tóku lang- ar og erfiðar sjúkrahúslegur og end- urhæfing. Aftur komu nokkur góð ár. Svo fluttu fjölskyldurnar á 19 og 21 sig um set, en samgangurinn hélst óbreyttur. Síðustu góðu árin sköruð- ust störf okkar Skúla. Á þeim tíma varð mér ljóst hvernig fordómar og fáfræði fólks geta verið skaðlegri en sjúkdómurinn sem herjar á. Fordómarnir og fáfræðin sem beindust að Skúla komu úr þeim átt- um sem síst skyldi. Á þessum tíma áttum við nokkrum sinnum tal um þessi mál og aðra heimsku þessa heims. Vissulega þótti honum miður þegar svona viðhorf einkenndu framkomu manna gagnvart honum, en aldrei hallaði hann orði í garð nokkurs manns. Svo kom stóra áfall- ið og sjúkdómurinn tók sig upp aftur og nú af fullum þunga. Aftur breytt- ist ásýnd þessarar samheldnu fjöl- skyldu. Síðustu árin hafa verið þeim öllum sársaukafull. Baldur, Valdi- mar og Guðrún hafa þurft að horfa upp á áralanga þjáningu föður síns og farið þess á mis að hann gæti tek- ið þátt í lífi þeirra, gleði og sorgum. Eins og frá fyrstu tíð í sambúð þeirra Stefaníu og Skúla hefur hún verið kjölfestan hans öll þessi erfiðu ár og börnin voru ávallt reiðubúin til hjálp- ar á erfiðum stundum. Nú er hug- urinn hjá Guðrúnu. Vegna nýliðinna atburða í Bandaríkjunum kemst hún ekki heim til þess að kveðja föður sinn. Nú er komið að kveðjustund. Við Garðar og dætur okkar, Ásta og Ragna, minnumst Skúla með virð- ingu fyrir allt það sem hann stóð fyr- ir í blíðu og stríðu. Við vottum fjöl- skyldu Skúla og vinum einlæga samúð. Sölvína Konráðs. Kær vinur okkar, Skúli G. John- sen, er látinn. Lokið er erfiðri bar- áttu við illvígan sjúkdóm með sigri hins slynga sláttumanns. Við höfum fylgst að í áratugi allt frá menntaskólaárunum í MA þar sem sterk vináttutengsl mynduðust við hann og kærustu hans og síðan eiginkonu, Stefaníu Stefánsdóttur. Þau bönd hafa aldrei slitnað heldur eflst og styrkst með árunum. ,,Eitt það dýrmætasta í lífinu er vináttan“ sagði Skúli til okkar á fimmtugsaf- mæli okkar. Við lítum á það sem forréttindi að hafa átt hann og hans góðu fjöl- skyldu að vinum. Hugurinn geymir bjartar minningar frá samfundum á heimilum okkar innan lands og utan. Skúli og Stefanía voru höfðingjar heim að sækja, þar sem gestrisni og hlýja voru í fyrirrúmi á fallegu heim- ili þeirra. Hann hafði allt það til að bera, sem okkur finnst einkenna góðan fé- laga. Hann var skemmtilegur, fé- lagslyndur, hafði gaman af ferðalög- um, allri útivist og veiðiskap á sjó og landi. Ófáar veiðiferðir til rjúpna og gæsa voru farnar á Vopnafjarðar- og Laugarásárum okkar og eftirminni- legar eru einnig ferðir vestur í Flat- ey, þar sem við nutum okkar í víðáttu eyjanna. Skúli var glæsilegur maður, sem sópaði að hvar sem hann fór. Hann var atorku- og hugsjónamaður. Hann valdi sér læknisfræði að ævi- starfi. Sérstakan áhuga hafði hann á fé- lagslækningum, og á því sviði fékk hann mörgu áorkað. Heilbrigðismál- um á Íslandi var það mikill skaði, að krafta hans skyldi ekki njóta lengur við. Um hann gæti átt við vísa, sem ort var um nafna hans og starfsbróður: Nú er Skúla komið kvöld kempan horfin vorum sjónum. Þó að hríði í heila öld harðsporarnir sjást í snjónum. (Sveinn frá Elivogum.) Alvarleg veikindi hin síðari ár lömuðu starfkrafta hans og vörpuðu skugga á líf hans. Hann háði hetju- lega baráttu við sjúkdóm sinn svo að aðdáunarvert var. Stefanía og börn- in studdu hann í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Komið er að kveðjustund. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta vináttu Skúla rúm fjörutíu ár og kveðjum hann með söknuði og virð- ingu. Ykkur, elskulega fjölskylda, send- um við dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur Bergsteinn, Jósefína og fjölskylda. Tilfinningar mínar dofnuðu í fyrstu þegar ég frétti andlát Skúla en síðan hefi ég minnst hans með söknuði. Við vorum vinir í bernsku. Í minn- ingunni er sólskin í faðmi blárra fjalla. Leiðir skildu en lágu aftur saman í Menntaskólanum á Akureyri. Skúli fagnaði mér þar eins og ekkert hlé hefði orðið. Eftir það lágu leiðir okk- ar saman í námi og starfi. Vinafundir voru strjálli síðustu árin. Skúla voru gefnir afburða hæfi- leikar. Hann var greindur og hug- myndaríkur og hreif fólk með dirfsku sinni og áhuga. Framan af ævi hans vissu færri um andhverf- una sem síðustu árin þjakaði hann æ meir, uns yfir lauk. Umfram allt minnist ég þess hvað hann var góður og örlátur maður. Við Guðrún vottum aðstandendum hans, Stefaníu, börnum þeirra, föður hans og systkinum, samúð okkar. Megi guð blessa þau í sorg þeirra. Guðmundur Sigurðsson. Á heimleið á laugardaginn vorum við hjónin stödd í Heiðmörkinni þar sem við ætluðum að koma við á leyni- stað Skúla og kíkja eftir aðalbláberj- um en nokkur ár eru síðan Skúli upp- götvaði þann stað og fórum við iðulega á haustin og tíndum vel af berjum saman. Síðar um daginn ætl- uðum við að láta hann vita um sprett- una en þá var hringt og okkur til- kynnt um lát hans. Við félagarnir kynntumst haustið 1957 þegar við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri. Okkur varð fljótt vel til vina enda lágu mörg áhugamál okkar saman. Þetta sama haust byrjuðum við að spila bridge ásamt nokkrum menntaskólafélög- um og hefur sú spilamennska haldist síðan, með smá hléum þó vegna veik- inda hans. Síðast tókum við í spil sl. vetur. Skúli var góður íþróttamaður á sínum yngri árum. Í skóla var körfu- bolti uppáhaldsíþrótt hans enda urð- um við skólameistarar strax í 3. bekk sem þótti sérstakt því venjan var að eldri bekkir ynnu slíka titla. Ég man eftir mörgum æfingatímum í íþrótta- húsinu sem vildu teygjast fram eftir degi þar sem annað vildi gleymast. Einnig var Skúli mjög liðtækur sundmaður. Árin liðu og menn fóru sinn í hvora áttina. Upp úr 1970 hófum við Skúli að veiða saman ásamt fleiri vin- um í Selá í Vopnafirði og var Skúli oftast fremstur í flokki að skipu- leggja veiðiferðir næsta árs og fór- um við ófáar ferðirnar um öræfin inn af Vopnafirði og Selárdal á þessu árabili. Í þessum ferðum voru börn okkar Svölu oftast með og nutu fé- lagsskapar Skúla sem var mjög skemmtilegur ferðafélagi og nátt- úruvinur og mátu þau hann mikils. Þessi veiðiskapur stóð óslitið fram á síðustu ár er halla tók undan fæti hjá vini okkar. Í hugum okkar lifa marg- ar góðar minningar frá þessum ár- um. Minnistæðust er mér ferð er við fórum undir stjórn Skúla í Hafralón frá Súlendum og til baka yfir Haugs- öræfi til Grímsstaða snemma á 9. áratugnum. Við samhryggjumst fjöl- skyldu Skúla sem stóð þétt við bak hans allan tímann, alltaf fús til að rétta hjálparhönd þó þau yrðu oft einnig að halda að sér höndum. En svona er það, stundum er mað- ur einungis máttlaus áhorfandi í róti lífsins. Minningin lifir um góðan dreng og hana geymum við. Blessuð sé minning hans. Sigurður, Svala og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.