Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isElísabet verður næsti þjálfari ÍBV / B12 Bjarni ræðir við Fylki og KR í vikunni / B1 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir því að hagvöxtur verði 1,9% í ár en að á næsta ári dragist landsfram- leiðsla saman um 0,3%. Stofnunin segir í nýrri þjóðhagsáætlun að einka- neysla gæti minnkað um 1% í ár og ½% á næsta ári en fjárfesting öllu meira eða um 5% í ár og 13½% á næsta ári. Ef spáin gengur eftir verð- ur þetta í fyrsta sinn frá árinu 1993 að einkaneysla dregst saman. Eftir næsta ár er hins vegar reikn- að með að hagvöxtur færist í aukana á ný og verði til jafnaðar 2–2½% á ári og meiri ef núverandi áformum um fjárfestingu í álframleiðslu verður hrint í framkvæmd. Hagvöxtur var 4,8% að meðaltali á ári á tímabilinu 1996–2000. Þá spáir Þjóðhagsstofnun 6½% hækkun vísitölu neysluverðs á milli áranna 2000 og 2001 en að verðbólga frá upphafi til loka árs verði 8,8%. Gætir þar bæði mikilla launahækkana og gengislækkunar krónunnar. Stofn- unin segir að horfur séu á að mjög dragi úr verðbólgu á næsta ári og hún verði 5,9% á milli áranna 2001 og 2002 og 3,4% frá upphafi til loka 2002. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann verði hinn sami í ár og í fyrra en að hann minnki um 1% á árinu 2002. Í þessum áætlunum gætir væntinga um minni spennu á vinnu- markaði. Áætlað er að viðskiptahalli ársins 2001 nemi 58,6 milljörðum króna, sem samsvarar 7,9% af landsframleiðslu ársins, og að halli ársins 2002 verði 45,9 milljarðar króna, eða 5,9% af landsframleiðslu. Til samanburðar var viðskiptahalli síðasta árs 67,1 milljarður króna, eða 10% af lands- framleiðslu. Búist er við að vöxtur útflutnings í ár verði sem næst hinn sami og á síð- asta ári eða ríflega 6% en að innflutn- ingur dragist saman um 3,6% sam- anborið við 9,3% vöxt á síðasta ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að vöxtur útflutnings verði innan við 1%, m.a. vegna kvótaskerðingar, og að sam- dráttur innflutnings verði enn meiri en í ár eða tæp 5%. Vegna sífellt aukinna vaxta- greiðslna af erlendum lánum er þess hins vegar að vænta að halli á jöfnuði þáttatekna vaxi umtalsvert og dragi mjög úr bata á viðskiptajöfnuði í heild. Útlit er fyrir að rekja megi inn- an við helming viðskiptahallans í ár til halla á viðskiptum með vöru og þjón- ustu og einungis um fimmta hluta á næsta ári en afganginn til þáttagjalda umfram þáttatekjur. Viðskiptahalli undanfarinna ára og kaup á erlendum verðbréfum hafa kallað á miklar erlendar lántökur. Gengislækkun krónunnar hefur einn- ig valdið hækkun skulda. Reiknað er með að hreinar erlendar skuldir þjóð- arbúsins nemi 111% af landsfram- leiðslu í árslok 2001 samanborið við 88% af landsframleiðslu í byrjun árs- ins. Gert er ráð fyrir að hrein staða þjóðarbúsins verði orðin neikvæð um 84% af landsframleiðslu. Þjóðhagsstofnun leggur fram nýja þjóðhagsáætlun Útlit fyrir 0,3% sam- drátt á næsta ári SAMBAND markaðsfélaga á Norð- urlöndum hefur einróma valið Sig- urð Helgason, forstjóra Flugleiða, til þess að hljóta gullpening sam- bandsins fyrir mikilsvert framlag hans til markaðsmála á Norð- urlöndum. Í umsögn dómnefndarinnar segir að undir stjórn Sigurðar Helgason- ar hafi Flugleiðir orðið að mark- aðssinnuðu ferðaþjónustufyrirtæki sem hafi umbylt heilli atvinnugrein á Íslandi. „Sigurður Helgason og sam- starfsfólk hans hafa markaðsett Ís- land með þeim árangri að ferða- mannafjöldinn til landsins hefur tvöfaldast á aðeins sex árum, sem er langtum meira en í nokkru öðru Evrópulandi. Umsvif Flugleiða, sem hlutfall af þjóðarbúskapnum, eru meiri en nokkurs fyrirtækis í flugrekstri og ferðaþjónustu í ná- lægum löndum.“ Viðurkenning við starfsfólk Flugleiða Sigurður Helgason segist vera þakklátur fyrir þennan heiður. „Ég hlýt að líta fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu fyrir starfsfólk Flugleiða hér heima og erlendis og þá uppbyggingu í leiðakerfinu og markaðssetningu sem við höfum staðið fyrir á undanförnum árum. Vonandi verður þetta okkur öllum hvatning til þess að snúa á ný vörn í sókn. Ég varð að afþakka boð um að veita viðurkenningunni móttöku nú í morgun. Eins og allir vita höfum við Flugleiðamenn staðið í ströngu vegna afleiðinga hryðjuverkanna og ég vildi vera hér. Vonandi gefst mér tækifæri til að þakka þennan heiður við betra tækifæri.“ Í tilkynningu ÍMARK segir að verðlaunin hafi mikla þýðingu á Norðurlöndunum. Sigurður Helgason Valinn markaðsmaður Norðurlandanna Skemmdir á Alþing- ishúsinu vegna jarð- skjálftanna í fyrra Viðgerðar- kostnaður áætlaður 23 milljónir Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem lagt var fram á alþingi í gær, er gerð tillaga um 23 milljóna kr. tíma- bundna fjárveitingu til við- gerða á skemmdum í loftum Alþingishússins af völdum jarðskjálftanna í fyrrasumar. Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri Alþingis, segir að í kjölfar jarðskjálftanna hafi menn orðið varir við skemmdir sem þurft hefði að skoða nánar. Þær hefðu reynst heldur meiri en gert hafði verið ráð fyrir, en m.a. hefði þurft að fara inn í vegg- ina og skoða burðarbita í lofti til að meta skemmdirnar. Í ljós hefði komið að veggir hefðu færst til, skörð væru í veggjum og sprungur frá gólfi og upp úr auk þess sem burðarbitar hefðu skekkst. Allt húsið væri í raun skemmt og á neðstu hæð væri t.d. sprunga frá innvegg og út í garð. Að sögn Friðriks eru skemmdirnar það miklar að ekki er hægt að bíða með við- gerðir lengi en ráðgert er að fara í þær eftir að þingi verð- ur frestað í vor. GUNNÞÓR GK 24, 243 tonna fiski- skip, varð vélarvana í Garðsjó, um þrjár sjómílur vestur af Sandgerði, eftir hádegi í gær. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom til hjálpar skömmu síðar og tók Gunnþór í tog til hafnar í Njarðvík. Skipið lagðist þar að bryggju um sexleytið. Gunnþór lagði úr höfn í gær- morgun og var átta manna áhöfn um borð. Að sögn Gunnars Svav- arssonar skipstjóra var orsök bil- unarinnar óhreinindi í olíu og þótti of áhættusamt að sigla fyrir eigin vélarafli aftur til hafnar vegna hættu á vélarskemmdum. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Dreginn til hafnarEiga rétt á upplýsingum um tilefni skýrslutöku UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun skattstjóra Reykjanesum- dæmis um að hafna beiðni konu, sem boðuð var í skýrslutöku, um nánari upplýsingar um tilefni skýrslutök- unnar, hafi ekki verið í samræmi við lög. Því var beint til skattstjórans að taka mál konunnar til endurskoðun- ar að því tilskildu að því væri ekki lokið af hálfu embættisins. Konan kvartaði yfir málsmeðferð skattstjórans í Reykjanesumdæmi við athugun hans á skattframtölum hennar fyrir gjaldárin 1998 og 1999. Hún taldi m.a. að hann hefði ekki haft heimild til að boða sig til skýrslutöku vegna athugunarinnar. Þá gerði hún athugasemdir við synj- un skattstjórans um að veita henni nánari upplýsingar um tilefni þess að hún var boðuð til skýrslutöku. Skatt- stjórinn hafði hafnað því að veita konunni nánari upplýsingar með hliðsjón af „eftirlitshagsmunum“. Umboðsmaður taldi að skattstjór- inn hefði haft heimild til að boða kon- una til skýrslutöku. Honum hefði hins vegar borið að veita henni nán- ari upplýsingar um tilefnið. Umboðs- maður taldi að almennt yrði að gera þá kröfu að í bréfum þar sem fólk væri boðað til skýrslutöku vegna at- hugunar á skattframtölum þess gerðu skattstjórar grein fyrir þeim atriðum eða liðum í framtölum sem athugun beindist að. Í slíkri tilkynningu þyrfti að til- greina vel um hvaða mál væri að ræða til að sá sem boðaður væri í skýrslutöku gæti brugðist rétt við til að gæta hagsmuna sinna. Flutninga- bíll fauk út af veginum VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagni fór út af veginum skammt frá Hvammi undir Eyjafjöllum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var afar hvasst á þessum slóðum þegar óhappið varð. Ökumanninn sakaði ekki en hann sagði lögreglu að bíllinn hefði lyfst upp í hvassviðrinu og síðan hafnað á hliðinni fyrir utan veg. Hvasst í höfuðborginni Á höfuðborgarsvæðinu var hvasst í veðri í gærkvöldi. Lögregla þurfti að festa þakplötu á JL-húsinu. Þá var tilkynnt um lausa hluti sem fuku til á lóð Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri en gengið var úr skugga um að þeir myndu ekki valda tjóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.