Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til afgreiðslustarfa í verslun okkar á Fálkagötu 18. Vinnutími er eftir hádegi virka daga auk helgar- vinnu ef vill. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 eða Margrét í síma 561 1433. byggingaverktakar, Skeifunni 7, 2. hæð, 108 Reykjavík, s. 511 1522, fax 511 1525 Smiðir og verkamenn Óskum eftir smiðum og verkamönnum í vinnu í Sturlugötu 8. Mikil vinna framundan Upplýsingar gefur Pétur Einarsson í síma 822 4437. Lögfræðingur á Jafnréttisstofu Jafnréttisstofa er ársgömul stofnun, sem sett var á fót með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Stofan skal hafa eftirlit með lögunum. Laust er til umsóknar starf lögfræðings á Jafn- réttisstofu. Um er að ræða hálft starf frá næstu áramótum. Umsækjendur skulu hafa grundvall- arþekkingu á jafnréttismálum kvenna og karla, búa yfir tölvufærni og góðri þekkingu á ensku og Norðurlandamálum. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Valgerður H. Bjarnadóttir, í síma 460 6200 eða í gegnum tölvupóst, valgerdur@jafnretti.is . Umsóknir skal senda eigi síðar en 26. október nk. til Jafnréttisstofu, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri, eða á ofangreint netfang. R A Ð A U G L Ý S I N G A R STYRKIR Menntamálaráðuneytið Styrkur til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn Dönsk stjórnvöld veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar en miðast þó að jafnaði við styttri dvöl. Hann nemur nú 18.500 dönsk- um krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagn- æanske Stipendium). Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða öðrum söfn- um í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir náms- mönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni tungu, sögu eða bókmenntum, að vænta megi að þeir inni af hendi verk í þessum greinum, sem þyki skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 2002 er til 20. nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til ritara Árnanefndar (Den Arnamagn- æanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nán- ari upplýsingar um styrkina og tilhögun um- sókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og á skrifstofu heimspekideildar Háskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið, 27. september 2001. menntamalaraduneyti.is TILKYNNINGAR Auglýsing um tillögu að Svæðisskipulagi Eyja- fjarðar 1998—2018 Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar samþykkti þann 6. september 2001 tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998—2018. Til- lagan var auglýst 25. apríl sl. og lá frammi til kynningar til 24. maí 2001. Frestur til að skila athugasemdum rann út 8. júní 2001 og bárust 15 athugasemdir. Sam- vinnunefnd hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína. Vegna athugasemda voru gerðar nokkrar breyt- ingar á skipulagstillögunni og eftirfarandi eru þær helstu: 1. Í greinargerð verði kveðið á um að samráð skuli haft við Norðurorku ef vatn verður virkjað á vatnsverndarsvæði ofan Vaglaeyra. 2. Nýjum kafla er bætt við nr. 2.2.6.3 sem fjallar um hitaveitu á svæðinu, aðrir kaflar færist fram. 3. Gert er ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Vaðlaheiði og að frumrannsóknir verði gerð- ar á vegalagningu upp úr Eyjafirði. 4. Bætt verði inn frístundasvæðum í landi Markar í Hálshreppi og sama gildi um svæði í landi Grundar og Grýtubakka II ef sveitar- stjórn Grýtubakkahrepps samþykkir það við lokaafgreiðslu. 5. Auk þess sem hér hefur verið nefnt eru nokkrar minniháttar breytingar/leiðréttingar gerðar á forsenduköflum greinargerðar. Skipulagstillagan hefur verið send sveitar- stjórnum á Eyjafjarðarsvæðinu til samþykktar og hafa þær 6 vikur til að fjalla um niðurstöðu samvinnunefndar. Samþykkt svæðisskipulag mun síðan sent Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaaf- greiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu samvinnunefndar geta snúið sér til Valtýs Sigurbjarnarsonar, framkvæmda- stjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar, Strandgötu 29, 600 Akureyri, símar 461 2739 og 896 2739. F.h samvinnunefndar, Hjörleifur B. Kvaran. VINNUVÉLAR Ertu óvenjuleg/ur? Geturðu beygt skeiðar með hugarorkunni? Talað afturábak? Ert liðamótalaus, kemstu ofan í handtösku? Ef svo er, þá erum við að auglýsa eftir þér, hvaðan af landinu sem þú ert. Vinsamlegast sendið okkur línu, til: Milli himins og jarðar, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, eða sendið okkur tölvupóst, mhj@ruv.is . Bókaútgefendur Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindum 2001 rennur út 8. október nk. Ritinu verður sem áður dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001 rennur út 30. október nk. Allar nánari upplýs- ingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgef- enda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Félag íslenskra bókaútgefenda. ÓSKAST KEYPT Óska eftir að kaupa æðardún Gott verð í boði. Hafið samband við E.G. heild- verslun, Stórhöfða 17, sími 587 7685.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.