Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið þið svo vel, elskurnar okkar, hér kemur „greifinn“ eins og nýsleginn túskildingur. Philyra-forlagið í Þýzkalandi Tímarit fyrir þýzkumælandi íslenzkunema STEFAN Keller erþýzkur læknir semstofnað hefur í München í Þýzkalandi út- gáfufélag sem hefur að markmiði að gefa út námsefni fyrir fólk sem er þýzkumælandi að móður- máli og vill læra íslenzku. „Forlagið hefur nú þeg- ar verið stofnað og heitir Philyra Verlag,“ segir Keller í svari við fyrstu spurningunni, er Morgun- blaðið náði af honum tali er hann var staddur í Reykjavík fyrir skemmstu. „Við höfum nú þegar gefið út eina bók; málfræði fyrir þýzkumæl- andi fólk sem vill læra ís- lenzku. Höfundur bókar- innar er Daniel Scholten, sem er hálf-þýzkur og hálf-ís- lenzkur, og stendur með mér að Philyra-útgáfufélaginu.“ – Hvert er svo næsta verk- efni? Næsta verkefni sem okkur langar að ráðast í er tímarit fyrir þýzka íslenzkunema, sem á að bera titilinn Íslenska. Stefnan er að geta með þessu tímariti boðið íslenzkunemum í Þýzkalandi upp á hentugt lesefni á nútímaís- lenzku til að spreyta sig á, sem jafnframt nýttist til upplýsingar um þróun íslenzks mannlífs og atburði líðandi stundar á Ís- landi.“ – Og ætlið þið að semja sjálfir efnið í tímaritið? „Ósk okkar er sú að í tímarit- inu verði greinar eftir Íslend- inga. Við erum því að leita að fólki sem hefur íslenzku að móð- urmáli sem gæti lagt okkur til greinar til birtingar í ritinu. Við sjáum fyrir okkur að þetta séu frekar stuttir textar með frá- sögnum af daglegu lífi á Íslandi, annars vegar í því augnamiði að hafa textana á hreinni nútíma- íslenzku og hins vegar til að ís- lenzkunemarnir geti í leiðinni fræðzt lítið eitt um íslenzkan veruleika. Í tímaritinu yrðu þessar grein- ar útskýrðar, bæði hvað varðar málfræði, málfar o.s.frv. Bent yrði á með hjálp þessara greina hvers konar orðanotkun er gagn- legt að læra til að geta tjáð sig á eðlilegan hátt á íslenzku. Skoða þarf sérstaklega setningar þar sem hinir flóknari þættir mál- fræðinnar koma í ljós.“ – Er tilefnið að þessum tíma- ritsútgáfuáformum sem sagt að ykkur þykir stórlega skorta slíkt lesefni fyrir þýzkumælandi ís- lenzkunema? „Já. Ég hef sjálfur reynt að læra íslenzku í mörg ár, en ár- angurinn strandar alltaf á tvennu: Það íslenzka lesefni sem mér stendur til boða í Þýzka- landi er fyrst og fremst bók- menntatextar – skáld- sögur eftir Halldór Laxness, Einar Má Guðmundsson, Einar Kárason og fleiri ís- lenzka höfunda – og þessar bækur eru skrifaðar þannig að lestur þeirra kemur að litlum notum fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í íslenzkunámi. Þetta er sambæri- legt við að íslenzkir þýzkunemar læri þýzku bara á lestri verka Goethes og Schillers. Maður get- ur lært fína þýzku á því, en það er sannarlega ekki auðveldasta leiðin ef markmiðið er aðeins að geta gert sig skiljanlegan í venjulegum samskiptum við þýzkumælandi fólk eða til að geta stautað sig fram úr dag- blaði. Vandamálið er að það sem maður lærir af þessum bók- menntatextum er ekki sérlega hagnýtt. Það sem okkur gengur til með útgáfu tímaritsins er sem sagt að bjóða upp á lesefni sem endurspeglar hversdagslegt nú- tímamál Íslendinga. Ég hef líka reynt að útvega mér íslenzk dagblöð og hlusta á útvarp og hljóðspólur, en ég tel að í mörgum tilvikum eigi svipað við um mál blaðamanna og það sem ég var að segja um bók- menntatextana. En ein hug- myndin að textaöflun í tímaritið er að við fáum leyfi til að endur- prenta valdar greinar úr íslenzk- um dagblöðum. Þetta er þó ekki frágengið ennþá.“ – Hvernig er útgáfan fjár- mögnuð? „Við sem stöndum að Philyra- forlaginu gerum þetta allt í sjálf- boðavinnu og værum ánægðir ef salan á því sem við gefum út nægði til að standa straum af kostnaði eða þar um bil. Áætl- unin er að gefa tímaritið „Ís- lensku“ út svona tvisvar á ári. Upplagið yrði sennilega um 500 eintök til að byrja með.“ – Hvaða uppsprettur efnis í tímaritið sérðu fyrir þér aðrar en valdar greinar út dagblöðum? „Ég hefði mikinn áhuga á því að fá texta frá venjulegum Ís- lendingum, sem gæfu góða mynd af kjarnmiklu, daglegu máli. Ég var til dæmis að tala við eldri sjómann hér um daginn, sem komst allur í ham þeg- ar hann fór að tjá sig um fiskikvótamálið. Það væri frábært ef við gætum komið slík- um frásögnum í tíma- ritið. Við hvetjum Ís- lendinga, sem hefðu áhuga á að senda okkur gott efni – sem gæti til dæmis líkzt lesendabréfi til dagblaðs eins og Morgunblaðs- ins – til að hafa samband við okkur,“ segir Keller að lokum. Netfang Philyra-forlagsins er info@philyra.de, heimilisfangið er: Philyra Verlag, Elisabeth- strasse 27, D-80796 München. Stefan Keller  Stefan Keller fæddist árið 1954 og starfar sem læknir í München. Hann kom fyrst til Ís- lands árið 1996 og hefur komið hingað árlega síðan. Dóttir hans og sonur hafa bæði gert stúd- entsprófsverkefni sem tengist Ís- landi. Skortur á hentugum textum fyrir íslenzkunema ÍSLENDINGAR búsettir erlendis sem hyggjast flytja heim til föður- landsins fljótlega ættu að hafa í huga, ef þeir eru nýbúnir að kaupa bifreið eða ætla að gera það áður en þeir flytja heim, að geta þess við selj- endur bílanna til að forðast greiðslu tolla í tvígang. Nýlegt dæmi um þetta er innflutningur á Fiat Punto bifreið, árgerð 2000, frá Noregi. Bíll- inn kostaði 1.350.000 en tollar á bif- reiðinni hér á landi nema 956.000 krónum. Þetta þýðir að bíllinn kostar í kringum 2.300.000 krónur. Kona nokkur sem hefur verið bú- sett í Noregi í tæplega tvö ár lenti í þessari aðstöðu nýverið en rúmum mánuði áður en hún flutti til Íslands festi hún kaup á Fiat Punto bifreið. Hún segist ekki hafa verið á heim- leið til Íslands þegar hún keypti bíl- inn, en það hafi breyst vegna breyttra fjölskylduaðstæðna. Bíllinn kom með Norrænu til Íslands en við komuna til landsins var henni tjáð að hún yrði að borga 956.000 krónur í toll. Þá kvaðst hún hafa borgað 1.350.000 krónur fyrir bílinn í Noregi þegar hún keypti hann. „Bíllinn er hér en ég má ekki keyra hann fyrr en ég er búin að ganga frá þessu. Hann er bara inni í bílskúr. Þetta er út í hött. Ég held að ég fari bara út með hann aftur,“ seg- ir hún og kveðst einfaldlega hafa fengið þá skýringu að virðisaukinn væri svona hár. Óhagstætt dæmi Tryggvi Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Tollstjórans í Reykjavík, reiknaði dæmið upp á nýtt að beiðni Morgunblaðsins og fékk út sömu tölu, eða 956.000 krónur. Að sögn Tryggva er um óhagstætt dæmi að ræða í þessu tilviki þar sem hún sé með dýran bíl frá Noregi. „Hún er með tiltölulega nýjan bíl frá Noregi sem hún kaupir dýran. Í Noregi eru tollar á bifreiðum hærri en á Íslandi á. Ef hún hefði keypt hann og sagst vera að fara úr landi eftir stuttan tíma hefði hún getað fengið hann í tollsölu, sem þýðir eng- in tollgjöld ytra,“ segir Tryggvi og bætir við að þá hefði hún einungis þurft að greiða af þeirri upphæð ásamt flutningskostnaði til landsins. „Hún er í raun að borga tvisvar sinn- um toll og gjöld af þessum bíl, hér og í Noregi,“ segir hann. Hann segir einu undankomuleið- ina fyrir konuna að hafa samband við seljanda og reyna að fá söluskattinn endurgreiddan í Noregi vegna þess að bíllinn fór úr landi. „Þá lækkar verðið sem því nemur og gjöldin einnig,“ segir Tryggvi. Hann bendir þó á að slíkt verði að fara fram þeirra á milli. Konan kveðst ætla að kanna þessa undankomuleið í Noregi en taldi þó ekki líklegt að það gengi upp þar sem hún keypti bílinn í einkasölu. „Ég er búin að ákveða að fara aftur til Noregs. Það þýðir ekkert annað. Þetta dæmi kemur aldrei til með að ganga upp fyrir mig,“ segir hún. Þarf að greiða tolla af bifreið sinni í tvígang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.